Dagur - 28.04.2000, Qupperneq 5

Dagur - 28.04.2000, Qupperneq 5
FÖ STUDAGV R 14. MARS 2000 - 5 [ FRÉTTIR Segir svariö hroð- vrrknislegt rugl verið staðnir að jiví að svara bæði seint og illa á þinginu í vetur. Það sama sagði Rannveig Guð- mundsdóttir og Þórunn Svein- bjarnardóttur sagðist hafa beðið um fimm skýrslur sem væru ekki komnar enn þótt þær ættu að vera komnar fyrir löngu. Vissiun þetta I þessu umdeilda svari ráðherra kemur eigi að síður fram að laun lækna hafa á árabilinu 1997 til 2000 hækkað uppundir 150 þús- und krónur á mánuði og hjúkr- unarfræðinga um tæpar 100 þúsund krónur. „Það þurfti ekki að leita til ráð- herra eftir svörum við hækkun- um þessara stétta. Við erum bún- in að segja frá þessum hækkun- um tvisvar í félagsblaði okkar. Þessar stéttir komu á eftir okkur og sömdu um margfallt hærri laun en almennu samningarnir gerðu ráð fyrir 1997. Og það er einmitt vegna þessa sem við sett- um inn í kjarasamningana nú ákvæði um að hægt sé að opna okkar samninga að ári ef svona vitleysa endurtekur sig,“ sagði Halldór Björnsson, formaður Efl- ingar, í samtali við Dag. -S.DÓR Fj ármálar áðherra gagnrýndur fyrir röng svör, útúrsnúninga og að svara sumu ekki. Sómi þingsins er í húfi að stöðva svona vinnubrögð, segir Ög- mundur Jónasson. „Ég mun ekki sætta mig við þessi vinnubrögð. Ég tel að sómi þingsins sé í húfi. Þetta svar er hroðvirknislegt rugl,“ sagði Og- mundur Jónasson á Alþingi í gær þegar hann ræddi um svar fjár- málaráðherra við fyrirspurn hans um hver væru föst laun og grunnlaun starfsfólks á sjúkra- húsum. I svari ráðherra koma grunnlaun ekki fram heldur heildarlaun án tillits til vinnu- framlags. Og í svari ráðherra seg- ir að það sé ekki ljóst hvað átt er við með föstum launum. Ögmundur Jónasson segist þá spyrja á móti hvernig launadeild ríkisins fari að við að draga ið- gjöld af föstum launum fólks og hvernig farið sé að því að reikna Ögmundur Jónasson: Svar ráð- herrans er fullkomid hneyksli. yfirvinnu fólks ef menn vita ekki hvað föst laun eru? Geir H. Haarde fjármálaráð- herra var ekki mættur á þing- fund í gær og því var fátt um svör. Svarað út í hött „Þetta svar ráðherrans er full- komið hneyksli. Hann svarar al- gerlega út í hött og surnu sem spurt var um svaraði hann ekki og snýr út úr öðrum spurning- um. Þess vegna spyr ég, hvað er það sem vakir fyrir fjármálaráðu- Geir Haarde: Mætti ekki á þing- fund og lét skriflegt svar duga. neytinu, hvað er verið að fela? Er það kannski sá mikli launamun- ur sem er að verða á milli stétta innan sjúkrahúsanna. Okkur var sagt, þegar tilkynnt var um nýtt launakerfi, að allt ætti það að vera gagnsætt og upp á borði. Nú er að koma í ljós í þessu svari að svo er ekki,“ segir Ögmundur Jónasson. Hann hefur krafist þess að þingforseti vandi um við ráð- herra um að þeir svari því sem spurt er um. Ögmundur segir að ráðherrar hafi hvað eftir annað ÞaJddr frá forseta Ólafur Ragnar Grfmsson hef- ur ritað bæjar- stjórn Akur- eyrar þakl<ar- bréf fyrir hlýj- ar móttökur og góðar sam- verustundir í heimsókn hans norður á dögunum. I bréfinu segir forsetinn meðal annars: „Það er góður vitnisburð- ur um framsýni og þor sveitarfé- laga þegar þau lcggja íþróttum og útivist almennings lið með jafn glæsilegum hætti og hin nýja skautahöll á Akureyri og nýi skíðaskálinn vitna um. íþróttir hafa lengi verið órjúfanlegur þáttur í sögu og menningu ís- lensku þjóðarinnar, en holl hreyf- ing og útivist gegna ekki síður mikilvægu hlutverki í heilbrigðis- málum okkar, hvort sem um er að ræða vörn gegn fíkniefnavá sem ógnar æskufólki eða baráttu gegn þeim sjúkdómum sem eru skæðastir þegar líður á ævina.“ Ólafur Ragnar óskar Akureyring- um til hamingju með glæsileg íþróttamannvirki og segist sann- færður um að þau muni í fram- tíðinni verða fljölsóttir sam- komustaðir fjölskyldna heima- manna og gesta þeirra. Bréfið endar forsetinn síðan með þökk- um fyrir góða samveru og frá- bæra skíðadaga. - HI Varar við Micro- soft ástandi Hjátmar Amason varðaði við því í utan- dagsrkárumræðu á þiugi í gær að Lands- síminn verði seldur í einu lagi. Sturla Böðvarsson sagðist telja heppilegast að selja hauu í einu lagi. Undir það tóku fleiri þiugmenn Sjálfstæðis- flokksins Ágreiningur stjórnarflokkanna um söluna á Landssímanum og hvort taka eigi ljósleiðarakerfið undan eða ekki, er að harðna. Þetta kom greinilega fram í utan- dagskrárumræðu á Alþingi í gær um vanmatið á Landssímanum upp á 3,8 milljarða og síðan fyr- irhugaða sölu á hans. Hjálmar Árnason, varaformaður sam- göngunefndar sagði að dæmið frá Bandaríkjunum, þar sem risa- tölvufyrirtækinu Microsoft hefði verið skipað að skipta sér upp vegna þess að svo stórt fyrirtæki hefði skaðleg áhrif á markaðinn, væri víti til varnaðar. „Verði Landssíminn scldur í einu lagi er cinfaldlega verið að koma á Microsssoft ástandi ó Is- landi. Ég vara við því,“ sagði Hjálmar Árnason. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði hins vegar að hann vildi skoða alla hluti cn þaö væri sín skoðun að best væri að selja Landssímann í einu lagi. Undir þetta tóku sjálfstæðisþing- mennirnir Pétur H. Blöndal og Arnbjörg Sveinsdóttir og Árni Steinar Jóhannsson þingmaður VG. ELnokunartilburðii Það var annars Lúðvík Bergvins- son sem hóf umræðuna og ræddi um niðurstöður starfshóps sam- gönguráðherra sem komið var á legg í kjölfar álits samkeppnis- ráðs um nauðsyn á upphaflegu endurmati á Pósti og síma. Hóp- urinn komst að þeirri niðurstöðu að Landssíminn hefði verið van- metinn um 3,8 milljarða króna. Lúðvík gagnrýndi Landssímann, sem hann sagði ráða 95-98% af fjarskiptamarkaðnum á Islandi, fý'rir að vera að kaupa upp fjöld- an allan af litlum samkeppnisíý'r- irtækjum. Sturla Böðvarsson rifjaði upp hvað hefði komið út úr störfum þriggja nefnda sem fengust við að meta Landssímann. Niður- staða þriðja hópsins hefði verið vanmat upp á 3,8 milljarða króna og benti Sturla á að það hefði verið annar samgönguráðherra sem skipaði fyrsta hópinn scm vanmat Landssímann. Hann sagðist telja eðlilegt að Lands- síminn gengi til samstarfs við lít- il fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Þingmenn Samfylkingarinnar, sem til máls tóku, voru sammála Hjálmari Árnasyni um að skipta eigi Landssímanum upp verði hann seldur. Fíkniefni í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi geroi það gott í fyrradag í baráttu sinni gegn út- breiðslu fíkniefna í bænum. Lyrst var lagt hald á 40 grömm af mari- huana sem fundust við leit á ökumanni bils sem stöðvaður var við reglubundið eftirlit. I bílnum fundust einnig tæki til fíkniefnaneyslu sem og munir sem taldir eru þýfi. Ökumaðurinn er á þrítugsaldri og hefur áður komið við sögu lögreglunnar í Kópavogi vegna fíkniefna- auðgunarbrota. Skömmu síðar lagði lögreglan í Kópavogi, í samstarfi við önnur embætti á suðvesturhorninu, hald á um 11 5 grömm af hassi, tæp 2 grömm af amfetamíni og tvær e-pillur. Efnin fundust við leit á heim- ili manns í bænum. Sá er á fertugsaldri og hefur einnig komið \áð sögu lögreglunnar vegna fíkniefnabrota. Kaupstefna í Færeyjum Um þessar mundir standa 33 íslensk fyrirtæki fyrir kaupstefnu í Lær- eyjum undir yfirskriftinni TórRek. Kaupstefnunni lýkur um helgina. Auk fslensku fyrirtækjanna eru þrjú íyrirtæki frá Grænlandi með í för. Sjö íslensku fyrirtækjanna eru frá Akureyri. Þetta er í annað sinn sem kaupstefna af þessum toga er haldin í Læreyjum. Áður hafa samskonar kaupstefnur verið haldnar í Reykjavík og í Nuuk á Græn- landi. Utflutningsráð Islands og Eimskip hafa séð um undirbúning og skipulagningu kaupstefnunnar, auk þess sem Aflvaki hefur einnig komið að undirbúningi. Aðaimarkmiðið er að efla viðskipti og tengsl grannþjóðanna í norðri, lslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Einnig er lögð sérstök áhersla á að koma fslensku menningarlífi á framfæri. Ók ölvuð að heimili lögreglustjórans Kona á Þórshöfn hefur verið dæmd til aögreiða 50 þúsund krónur í sekt vegna ölvunaraksturs. Brot konunnar er nokkuð sérstakt en mál- ið snýst um akstur konunnar í maí í f)Tra innanbæjar á Þórshöfn að heimili lögreglustjórans þar í bæ þar sem hún stöðvaði bifreiðina. Með brotinu rauf konan skilorð, en hún var á árinu 1998 dæmd til sextíu daga fangelsisvistar fyrir þjófnað og var sú refsing bundin skil- orði í tvö ár. Konan gekkst undir viðurlagaákvörðun héraðsdóms í fyrra vegna brota gegn ávana- og fíkniefnalöggjöfinni. Vegna breyt- inga á högum og viðhorfi konunnar þótti dómara rétt að láta skilorðs- dóminn haldast. Konan var enn fremur svipt ökuleyfi í tólf mánuði og dæmd til að greiða allan sakarkostnað, þar með þóknun skipaðs verjanda, tíu þúsund krónur. - hi -S.DÓR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.