Dagur - 28.04.2000, Qupperneq 6
6 - FÖSTUDAGUR 2 8. AP RÍL 2000
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 4eo sioo og soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á MÁnuði
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (REYkjavíK)
Pólitískur trölladans
í fyrsta lagi
Umheimurinn hefur að undanförnu séð forysturíki lýðræðis-
þjóða fá enn eitt pólitísk krampakastið. Saklaust fórnarlamb
þessa pólitíska trölladans er kúbverski drengurinn Elian Gonza-
lez sem missti móður sína á leiðinni til Bandaríkjanna og var
snarlega hertekinn af fjarskyldum ættingjum á Flórída, þar sem
fólk af kúbverskum ættum er afar þ'ölmennt og hefur mikil póli-
tísk áhrif. Bandarísk stjórnvöld hafa nú komið drengnum í hend-
ur föður síns, en hann verður þó að dvelja áfram í Bandaríkjun-
um á meðan sérfræðingar í lagakrókum þvæla máli hans fram og
aftur gegnum dómskerfið.
í öðru lagi
Hvorki ættingjar Elians á Flórida né þeir pólitísku lukkuriddar-
ar sem hafa einsett sér að græða á hörmungum Iitla drengsins á
kosningaári, hafa velferð Elians að leiðarljósi. Hann hefur allan
tímann verið algjört aukaatriði í heiftarlegri baráttu um vinsæld-
ir og pólitísk áhrif, enda hafa allar eðlilegar kröfur um velferð
barna verið virtar að vettugi. Má segja að mál þetta hafi enn á
ný sýnt stjórnmálaöfga bandarísks þjóðfélags í sinni verstu
mynd.
í þriðja lagi
Stefna Bandaríkjamanna gagnvart Kúbu hefur áratugum saman
einkennst af lítilmennsku og fjandskap sem hófst þegar bylting-
in á Kúbu hrakti burt bandaríska mafíósa og auðmenn og póli-
tísk handbendi þeirra. Alla tíð síðan hafa bandarískir ráðamenn
lagt sig í líma við að einangra og eyðileggja kúbverskt samfélag.
Nýju valdhöfunum var ýtt í faðm sovéskra kommúnista með
hörmulegum afleiðingum, en Ieiða má sterk rök að því að þróun
mála á Kúbu hefði orðið allt önnur ef ekki hefði komið til fjand-
skapur bandarískra stjórnvalda. Að Bandaríkjastjórn skuli ekki
enn hafa tekið upp eðlileg samskipti við Kúbu Iöngu eftir lok
kalda stríðsins á sér þá einu skýringu að bandarískir stjórnmála-
menn keppast um atkvæði kúbverskra innflytjenda. Er bágt til
þess að vita að pólitísk tækifærismennska skuli ráða svo miklu í
öflugasta stórveldi heimsins. Eltas Snæland Jónsson.
„Með nýjun hætti“
Þá er Guðni Ágústsson búinn
að gefa sig upp í varafor-
mannsslagnum, en í fréttavið-
tali við Dag í gær sagði hann
setninguna sígildu sem í ís-
lenskri stjórnmálahefð jafn-
gildir yfirlýsingu um framboð.
Guðni sagði að margir hefðu
haft samband við hann og
skorað á hann að gefa kost á
sér. Þegar málið er komið á
þetta stig - þ.e. það er komið af
því stigi að
„ýmsir hafi
hringt og orðað
þetta við mig“ -
og yfir á það stig
að það hafi
margir flokks-
menn beinlínis
skorað á hann,
þá má segja að
málið sé ákveð-
ið. Það þarf því
eitthvað mikið
að gerast ef
Guðni blandar
sér ekld í vara-
formannsslaginn hjá framsókn
í haust.
Nýjar línur
Það vekur athygli Garra að
Guðni talar mildð um að hugs-
anir flokksmanna til þess sem
sækist eftir varaformennsku
séu nú „með nýjum hætti“
vegna þess að staða flokksins
sé kröpp. Þetta merkir vænt-
anlega að það verði Guðni
sjálfur sem komi með þessar
nýju línur eða áherslur inn í
flokksforustuna - línur sem
aðrir hugsanlegir varafor-
mannskandídatar geta ekki
boðið upp á. Garri varð nokk-
uð hugsi við þessar yfirlýsingar
Guðna og fór að hugsa um
hvaða línur þetta væru nú sem
Guðni var að tala um. Augljós-
lega er hann að taia um að
tími sé kominn til að stöðva
framrás kvennanna í flokkn-
V
um þannig að leiðin að at-
kvæðum kjósenda liggi ekki
um þær ávölu kvenlegu línur
sem þær Siv Friðleifs, Valgerö-
ur Sverris eða Jónína Bjart-
marz. myndu færa með sér. En
hvaða línur eru það þá?
Riddari framsóknar
Yfirlýsingar Guðna um hinn
nýja hugsunarhátt hljóta bein-
línis að kalla á að menn velti
fyrir sér hvað
það sé nú eink-
um sem Guðni
standi fyrir um
þessar mundir
sem er nýtt í ís-
lenskri pólitík.
Það sem stendur
algerlega upp úr
er að Guðni
Ágústsson hefur
auldð mjög veg-
semd og virð-
ingu íslenska
hestsins - ekki
síst við opinber-
ar mótttökur. Guðni hefur
hleypt íslenska hestinum inn á
nýtt frægðarskeið og sem
virðulegur knapi í þeirri reið
hefur ljómi frægðarinnar óhjá-
kvæmilega lika fallið á Guðna.
Garra þykir því líklegast að
þegar hann talar um að fram-
sóknarmcnn hugsi til nýs vara-
formanns með nýjum hætti sé
hann að tala um að þeir sjái
fyrir sér varaformann á hest-
baki - pólitískan riddara!
Mann sem ríður til flokksþings
í glæsilegum flokki hesta-
manna á hægu yfirferðartölti
og jafnvel með atgeir á lofti!
Slík mynd gæti auðveldlega
hreyft við kjósendum og hver
veit nema það sé rétt metið hjá
Guðna að úr gæti orðið
hópreið nýs fólks inn í Fram-
sóknarflokkinn! — GARRI
Ættgöfgi er meðal þeirra guðsgjafa
sem útvaldir njóta og er ávísun á
metorð og oft ríkidæmi. Ættar-
rembu fýlgir gróf stéttaskipting og
eru þjóðhöfðingja- og aðalsættir
Evrópu, sem bornar eru til valda
og eigna, öðrum einstaldingum
æðri og þykir mikil hneisa ef blóð
almúgafólks slæðist í bláæðar
þeirra sem guð hefur valið til að
hreykja sér yfir aðra menn.
Kotkarlar á íslandi hafa löngum
yljað sér við að þeir séu af kon-
ungakyni og eru ekki brigður horn-
ar á það. Alllangt er síðan vel met-
inn viðskipajöfur vakti nokkra at-
hygli mcð því að gefa út ættartré
sitt, sem sannaði að hann er beinn
afkomandi Auðuns skökuls, sem
einnig er ættfaðir allra kónga í Evr-
ópu og Rússakeisara í ofanálag. En
ættartréð sannaði að þessi tiltekni
einstaklingur er frændi Elísabetar
II. og ættgöfgin ekki Iakari en
jieirra sem telja til heimilisfestu
að Buchinghamhöll.
Ættgöfiigir frægöarmeim
Svona er ættfræðin skemmtileg
og gagnleg þeim sem eru af ætt.
Nú er enn verið að opinbera mik-
illeik einstaklinga með því að rekja
samfarir formæðra- og
feðra aftur í tímann og
tengja þá við forna
frægðarmenn.
Heppileg uppgötvun
Moggi skýrir svo frá, að
Oddur Helgason ætt-
fræðingur, hafi af al-
kunnum íróðleik og lip-
urð sannað að ástsæll
forseti vor Olafur
líagnar og stýrimaður
langskipsins íslendings
Gunnar Marel Eggerts-
son séu komnir af Leifi
heppna og þá væntanlega líka föð-
ur hans, sakamanninum Eiríki
rauða.
Það er einstaklega heppilegt að
þessi merka uppgötkvun skuli hera
upp á sama tíma og forsetinn spók-
ar sig í landinu sem Leifur fann og
Gunnar Marel mun snúa stafi
skips síns til innan tíðar. Það
sannar ættsmáum Ameríkönum,
að þar séu engir veifi-
skatar á ferð, menn
sem komnir eru al Leifi
og því fólki.
Það eru löngu kunn
ættvísindi, að allir
núlifandi Islendingar
séu komnir af fólki
sem lifði um 1500 og
eignaðist afkomendur.
Samkvæmt því eru allir
Islendingar skyldir hver
öðrum og er á oft mið-
að við að öll jijóðin sé
komin af Jóni biskupi
Arasyni, sem höggvin
var til að rýma fyrir jijóðkirkjunni.
Dulkóóuó vísindi
Sé sú ættfræði kórrétt að allir
Frónbúar séu af Jóni biskupi, seni
hlýtur að hafa verið númer í ættar-
tölu frá Leifi Eiríkssyni, þá er öll
jijóðskráin Irá þeini komin. Það
þýðir að Lalli á Laugavegi og
Gudda á Grettisgötunni eru ekki
síður ættgöfug en forsetinn og
stýrimaðurinn á Islendingi og
skyld þeim báðum eins og Oddi
ættfræðingi Helgasyni. Og ég sjálf-
ur kominn af Auöunni skökli , eins
og hórkarlinn sem titlaður er prins
af Wales. Flott skal það vera.
En þar sem ættgöfgi er ætluð
mönnum til framdráttar, leyfist
þeim sem bara eru í familíum ekki
að sletta sér inn í fínar ættartölur
og því hest að láta viðurkennda
ættfræðinga um að velja ættleggi
hinna útvöldu og útiloka aðra frá
frændsemi höfðingsfólk. Það væri
þokkalegt eða hitt þó heidur ef ís-
lensk erfðagreining kæmist að jiví
að blátt hlóð renni í æðum allra ls-
lendinga. Svoleiðis þekldngu er
náttúrulega skylt að dulkóða lil að
varðveita ættremhu hinna útvöldu.
Leifur heppni. Sumir
telja til meiri skyldleika
við hann en aðrir.
A>Mýtr
spuríiv
svayrad
Er sameining sveitarfé-
laganna á höfuðborgar-
svæðinu tímabær?
Einar Sveinbjömsson
bæjarfnlltníi í Gatúabæ.
„Umræða um
þetta er tímabær
og frumkvæði
Bessastaðahrepps
fagna ég. Við í
Garðbæ gætum
kosið um samein-
ingu þessara tveggja sveitarfé-
laga á næstu mánuðum, ef hug-
ur fylgir máli. En annars er ég
skotinn f þeirri hugmynd að
sveitarfélögin sunnan Reykjavík-
ur og allt suður á Vatnsleysu-
strönd Iáti skoða kosti og galla
sameiningar í eitt sveitarfélag
með um 50 þúsund íbúa, sem
gæti þá orðið gott mótvægi við
höfuðborgina."
Bima Bjamadóttir
bæjarfulltnii í Kópavogi.
„Sameining sveit-
arfélaga sunnan
Fossvogs við
Reykjavík tel ég að
komi tæpast til
greina, m.a. vegna
tillagna um að
skipta borginni í tvö kjördæmi.
En það er að mínu mati inni í
myndinni að sameina Kópvog,
Garðabæ, Hafnarfjörð og Bessa-
staðahrepp í ljósi reynslu af sam-
eiginlegum verkefnum, svo sem í
vatnsveitumálum, rekstri al-
menningsvagna og nú síðast fyr-
irhugaðri sameiningu slökkvi-
liða. Hins vegar tel ég að samein-
ing sé ekki á næsta leyti, en vel
má vera að Garðabær og Álfta-
nes nái samkomulagi á næstunni
- enda hafa þau sveitarfélög lengi
haft góða samvinnu."
Þorgils Óttar Matthiesen
bæjarfulltníi í HafnarfiríH.
„Ég tel að Hafnar-
fjörður, Garðbær
og Bessastaða-
hreppur liggi það
vel hvort að öðru
að sameining sé
umhugsunarverð
og tfmabær. Fyrir liggur að þessi
sveitarfélög þurfa að helja nána
samvinnu vegna skipulagsmála
og þegar er samvinna sveitarfé-
laganna mikil. I mfnum huga er
Ijóst að fjárhagslegur ávinningur
er að þessu. Á síðustu árum hafa
æ fleiri verkefni færst frá ríki yfir
til sveitarfélaga og undir þeim
verða jiau að geta staðið - sem og
kröfum íhúa um góða jrjónustu."
Júlís Vífill Ingvarsson
borgaifulltníi í Rcykjavík.
„Svarið er jákvætt.
Við það tel ég að
náist fram mikil
hagkvæmni og
sameinuðum
sveitarfélögum
mun gefast kostur
á því að takast á ný við spenn-
andi verkcfni í krafti stærðar
sinnar. Ég óska nágrönnum okk-
ar velfarnaðar og vona að jiau nái
saman. Mér finnst og tímabært
að Reykjavíkhorg og náganna-
sveitarfélög hennar hugi að frek-
ari möguleikum til sameiningar -
og ég útiloka ekkert í jiví sam-
handi.“