Dagur - 28.04.2000, Síða 8
8- FÖSTUDAGVR 28. APRÍL 2000
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 - 9
FRÉTTA SKÝRING
rD^u-
FRÉTTIR
Pólitísk ákvðrðim á ármu
Þær raunsóknir sem
fyrri ákvarðauir era
byggðar á era mjög vel
winar og byggja á
traustum gnuiui og
eiunig segir að í grand-
vallaratriðum á iðnað-
ur sem hefur jafn bein
áhrif á umhverfi og
Kísilgúrvinnslan hefur
ekki heima í jafn við-
kvæmu viðkerfi og Mý-
vatn er, segir prófessor
Gísli Már Gíslason.
Enn á ný er Kísiliðjan við Mývatn
í umræðunni, nú vegna nýútkom-
innar skýrslu um mat á áhrifum á
starfsemi verksmiðjunnar á vist-
kerfi Mývatns. Skýrslan er unnin
af alþjóðlegum mathópi sem skip-
aður var af iðnaðarráðuneytinu
10. ágúst 1999. Skýrslan er byggð
á margvíslegu aðgengilegu efni
sem birt hefur verið um Mývatn og
öðrum visindalegum skýrslum og
útgefnu efni sem tengist öllum
meginþáttum viðfangsefnisins.
, Höfundar skýrslunnar eru prófess-
orarnir Dag Olav Hessen og Arn-
finn Langeland frá Noregi og
Lennart Persson frá Svíþjóð. Sér-
fræðingar komast m.a. að þeirri
niðurstöðu að beita megi ólíkum
röksemdum í umræðunni um
hvort vernda eigi vatnið eða halda
áfram kísilgúrvinnslu í því.
Orsakatengsl ekki
sannprófuð með tilraunum
I skýrslunni segir m.a.: „Vistfræði-
rannsóknir í Mývatni hafa staðfest
mjög athylgisverðar sveiflur þar
sem allir meginþættir fæðukeðj-
unnar virðast koma við sögu.
Nokkrar tilgátur hafa verið settar
fram um eðli og orsakir sveiflanna.
Mat okkar er að núverandi vist-
fræðirannsóknir geri ekki Ideift að
fullyrða svo óyggjandi sé hvað
stjórni sveiílunum í vistkerfi Mý-
vatns. Eigi að síður er vistfræði-
þekking orðin nægileg til þess að
, benda má á hvers konar rannsókn-
ir gætu skorið úr þessu.“ Helstu
i ástæður þess að fyllri skilning
’ skorti eru þær að rannsóknir sem
sérstaklega beindust að lykilatrið-
um í fæðukeðjunni hófust ekki
fyrr en árið 1990 og þær tilgátur
sem settar hafa verið fram um or-
sakatengsl hafa yfileitt ekki verið
sannprófaðar með tilraunum. Því
eru orsakir sveiflna í fæðukeðj-
unni byggðará fræðilegum grunni,
en tilrauna er þörf til að prófa gildi
mismunandi þátta sem koma við
sögu.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
ráðherra, telur skýrslu um mat á
áhrifum starfsemi Kísiliðjunnar á
vistkerfi Mývatns vera vel unna og
mikilvægt innlegg inn í umræðuna
um það hvort áframhaldandi
vinnsla skuli verða heimiluð í
vatninu en beðið er mats skipu-
lagsstjóra á umhverfisáhrifum
áframhaldandi kísilgúrnáms. Ráð-
herra telur það mikilvægt að er-
Iendu vísindamennirnir sem unnu
skýrsluna skuli ekki útiloka að far-
ið verði í vinnslu í Syðriflóa. Hún
telur líklegt að á árinu verði tekin
pólitísk ákvörðun um framhald
vinnslu í Mývatni og það styttist í
það að skipulagsstjóri úrskurði en
líkiegt verði að telja að niðurstað-
an verði kærð lil umhverfisráð-
herra Sivjar Friðleifsdóttur, hver
svo sem hún verði. Ráðherra segir
það einna athygliverðast í skýrsl-
unni að erlendu vísindamennirnir
segist ekki telja að hægt sé að
tengja sveiflurnar á lífríki Mývatns
kísilgúrnáminu á ótvíræðan hátt.
Ekki komi á óvart að vísindamenn-
irnir leggist gegn áframhaldandi
vinnslu í Ytriflóa því að vitað sé að
hráefnið þar sé á þrotum.
Ráðherra segir að það sé nýtt í
málinu, og mikilvægt, að vísinda-
mennirnir útiloki ekki að stunduð
verði vinnsla á tveimur svæðum af
þeim (jórum sem verið hafa til
skoðunar f Syðriflóa, en í skýrsl-
unni segir m.a. um áhættu af því
að hefja vinnslu í Syðriflóa: „Verði
vinnsla heimiluð í Syðriflóa er nið-
urstaða okkar sú að þótt óhætt sé
að Iíkindum að nýta svæði 1 til
fulls niður á 3,2 m höfum við
meiri áhyggjur af því ef grafið
verður niður á fullt dýpi á svæði 2.
Þess vegna mælum við með því að
ekki verði dýpkað meira en 2 m á
því svæði. Hverfa ætti frá hug-
myndum um dælingu á svæðum 3
og 4.“
„Idíótískt“ að leyfa vtnnslu í
Syðriílóa
Prófessor Gísli Már Gíslason, for-
stöðumaður Náttúrurannsóknar-
stöðvarinnar við Mývatn, segir það
hafa tekist vel hjá Kísiliðjunni að
velja þessa þrjá Skandinava til þess
að gera þessa skýrslu en Gunnar
Orn Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Kísiliðjunnar, hafi fengið
sjálfdæmi frá iðnaðarráðherra í því
að finna sérfræðinga til þess að
fara yfir rannsóknarniðurstöðurn-
ar sem lágu til grundvallar ákvarð-
anatökunni 1993 um að námaleyf-
ið sem þá var gefið út væri endan-
legt. Prófessorarnir eru sérfræð-
ingar á sviði dýrasviðs og fiski-
stofna, og mjög vel þekktir í Nor-
egi og Svíþjóð og hafa sett sig al-
veg ótrulega vel inn í málin á
skömmum tíma að mati Gísla
Más.
„Þær rannsóknir sem fyrri
ákvarðanir eru byggðar á eru mjög
vel unnar og byggja á traustum
grunni og einnig segir að í grund-
vallaratriðum á iðnaður sem hefur
jafn bein áhrif á umhverfi og Kísil-
Valgerður Sverrisdóttir:
Mikilvægt að erlendu
vísindamennirnir sem unnu skýrsl-
una útiioka ekki að farið verði i
vinnslu í Syðriflóa.
gúrvinnslan hefur ekki heima í
jafn viðkvæmu viðkerfi og Mývatn
er. Þeir leggjast gegn frekari
vinnslu í Ytriflóa og leggja til að
henni hverði hætt strax en síðan
segja þeir að ef vinnsla yrði heim-
iluð í Syðriflóa þá sé líklega óhætt
að nýta svæði I. til fulls niður á
3,2 metra ef sú pólitíska ákvörðun
yrði tekin að fara þangað. Að örðu
leyti Ieggjast þeir gegn frekari
vinnslu og þetta er sama niður-
staða og verkefnishópurinn 1993
komst að,“ segir prófessor Gísli
Már Gíslason.
- Telurðu að sú pólitiska ákvörð-
un verði tekin að vinna kísilgúr í
Syðriflóa?
„Það væri „idiótískt", en ef sú
ákvörðun verður tekin þarf að
semja um það upp á nýtt. Það yrði
samningur milli iðnaðarráðuneyt-
isins, umhverfisráðuneytis og
Gísli Már Gísiason:
Iðnaðarráðherra getur
ekki upp á sitt einsdæmi
heimilað vinnslu.
Náttúruverndar ríkisins sem fer
með lögsögu í máli Skútustaða-
hrepps, en allar framkvæmdir eru
háðar leyfi Náttúruverndar ríkis-
ins. Iðnaðarráðherra getur ekki
upp á sitt einsdæmi heimilað
vinnslu. Málið er nú til skoðunar
hjá Skipulagsstjóra ríkisins vegna
frekara mats á umhverfisáhrifum.
Eg tel eðlilegast nú að það verði
lögð ofuráhersla á að það kæmi
önnur atvinnustarfsemi inn í Mý-
vatnssveit í stað þeirrar sem nú er
að hverfa."
- Um hvers konar iðnað gæti ver-
ið að ræða sem ekki hefði dhrif á
Itfríki Mývatns?
„Það kom til greina að vinna kís-
ilduft sem byggði á innflutningi á
kvarsi en Kísiliðjan vildi að það
yrði sett upp samhliða kísilnám-
inu, en þetta keppir hvert við ann-
að og það var ákveðið að hafa
Svanfríður Jónasdóttir: Ég sé ekki
að hátækniiðnaður komi í staðinn
fyrir kísiivinnsiu, en ég vildi gjarnan
sjá það sem viðbót atvinnutæki-
færa og lið í frekari atvinnuþróun.
þessa starfsemi ekki í Mývatns-
sveit. Eg sé fyrir mér í framtíðinni
ýmis konar hátækniiðnað sem
ekki hefur umhverfisáhrif en bygg-
ir á þeirri þekkingu sem liggur í at-
vinnurekstri, s.s. erfðatækni, og
framleiðir vörur fyrir hátækniiðn-
að og ég vona að sá möguleiki
verði kannaður til hlýtar."
Hátækniiónaður ekki í stað
lasilvinnslu
Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður
Norðurlands eystra, segist vilja
vitna til skýrslu sem Byggðastofn-
un vann fyrir sveitarstjórnina á
sínum tíma og tekur af allan vafa
um þau miklu áhrif sem það hefði
fyrir atvinnulífið ef verksmiðjunni
yrði lokað.
„Lokun verksmiðjunnar hefði
ekki bara áhrif í Mývatnssveit,
hcldur einnig geysimikil áhrif á
Leifur Hallgrimsson:
Ltfriki við Ytriflóa hefur ekki staðið
með öðrum eins blóma t marga
áratugi eins og það hefur gert nú
síðustu árin.
Húsavík og einnig áhrif á Akureyri
vegna þess að margfeldisáhrifin ná
til þessara stóru þéttbýlissvæða og
einnig þar mundi fólk missa at-
vinnu og hlutir breytast. Eg hef trú
á því að það verði farið í vinnslu í
Syðriflóa í nánustu framtíð og ég
held að það umhverfismat sem nú
er verið að vinna muni leiða menn
enn frekar að þeirri niðurstöðu og
þar með áframhaldandi kísilvinnslu
í einhverja áratugi. Mér finnst þó
ótrúlegt að ákvörðun um vinnslu, ef
hún yrði tekin, Iiggi fyrir á næstu
mánuðum því þetta þarf meiri
kynningu og umræðu. Eg sé ekki að
hátækniiðnaður komi í staðinn fyr-
ir kísilvinnslu, en ég vildi gjarnan
sjá það sem viðbót atvinnutækifæra
og Iið í frekari atvinnuþróun, bæði í
Mývatnssveit og á Húsavík. Mögu-
Ieikar í Mývatnssveit eru óþrjótandi
ef menn hafa fjármuni og stjórn-
völd að baki sér. Það var gerð könn-
un fyrir síðustu kosningar á við-
horfi fólks á Norðurlandi eystra til
Kísiliðjunnar, og það var mjög at-
hyglisvert hversu jákvæðir Akureyr-
ingar voru, og ég tel að það hafi ver-
ið vegna þess að þeir gerðu sér
grein fyrir því hversu mikilvæg sú
afleidda atvinna af verksmiðjunni
er á Akure)TÍ,“ segir Svanfríður Jón-
asdóttir.
4% dæling dugir til 30 ára
vinnslii
Leifur Hallgrímsson, oddviti
Skútustaðahrepps, segir skýrsluna
staðfesta að með engu móti sé hægt
að tengja saman sveiflur í lífríki
Mývatns við námavinnsluna úr
vatninu. Framtíð Kísiliðjunnar sé
því björt. Búið sé að dæla upp um
40% af botni Ytriflóa og ef 4% af
botni Syðriflóa sé raskað dugi það
til 30 ára vinnslu í Kísiliðjunni.
Ahrifin ættu því að vera 10 sinnum
minni en í Ytriflóa en reynslan af
dælingu í Ytriflóa hefur verið mjög
jákvæð. Leifur segist mjög trúaður
á það að vinnsluleyfi verði leyft í
Syðriflóa og með því verði enginn
áhætta tekin hvað varðar lífríki Mý-
vatns.
„Lífríki við Ytriflóa hefur ekki
staðið með öðrum eins blóma í
marga áratugi eins og það hefur
gert nú síðustu árin. Það er farið að
veiðast aftur á þessu svæði mjög
góður silungur en áður cn farið var
að dæla úr Ytriflóa var þetta stein-
dautt vatn.Varp hefur aukist mjög
mikið við vatnið og t.d. fjölgaði flór-
goðanum við Ytriflóann árið 1998
um 80%.“
- Varla er hægt að jtukka Ktsiliðj-
unni þennan aulina blóma í lífrtk-
inu?
„Af hverju ekki? Ytriflói hefur
verið dýpkaður og það hefur orðið
til lífríki vegna þess að áður en far-
ið var að dæla upp úr Ytriflóa var
hann svo grunnur að hann var nán-
ast mýrastör. Nú fæst þarna miklu
stærri fiskur og betri svo umhverfis-
áhrif verksmiðjunnar eru jákvæð
hvað þetta varðar. Eg vona að önn-
ur atvinnustarfsemi hér aukist
einnig, eins og t.d. í kringum Nátt-
úrurannsóknarstöðina og þannig
getum við hægt á lækkun íbúa hér
í framtíðinni. Við tökum fagnandi
nýjum atvinnutækifærum sem eru
þess eðlis að þau skaða ekki lífríki
Mývatns," segir Leifur Hallgríms-
son, oddviti.
Ýmislegt bendir nú til lakara veiðiþols þorsks en áður var talið.
Vísbending um
lakara veioiþol
Niðurstöður úr neta-
og togararalli Haf-
rannsóknarstofnimar
þykja benda til mun
lakara veiðiþols
þorsks en ætlað var.
Netarallið, sem er stofnmæling á
hrygningaslóð, fór fram í sam-
\'innu við 5 netaháta sunnan og
vestanlands á tímabilinu 5. til 19.
apríl sl. Rannsóknunum er fyrst
og fremst ætlað að varpa ljósi á
samsetningu hrygningarstofns
þorsks, en mun er fram í sækir og
þegar samanburður fæst á milli
ára; einnig nýtast við stofnmat.
Utbreiðsla þorsks, þ.e. magn í
hverju togi, var nokkuð minni en
í fyrra og verulega minni en árin
tvö þar á undan sem reyndar voru
mun betri en næstu 5 ár þar á
undan. Mikið var af 1 árs fiski og
er árgangur 1999 svipaður og
ársins 1984. Svipað magn var af
tveggja ára fiski og á árunum
1985 og 1993 sem bendir til
meðalárgangs, eða um 200 millj-
ónir 3ja ára nýliða. Af þriggja ára
fiski hefur ekki fengist meira
magn síðan 1988. Staðfest var að
árgangur 1994 er mjög lélegur og
árgangur 1996 sá slakasti frá
upphafi mælinga. Argangur 1993
veldur vonbrigðum en hann hef-
ur verið metinn besti árgangur
sfðan 1985.
Magn ýsu í togararalli var mun
minna en áður hefur sést, en
stofninn hefur minnkað jafnt og
þétt síðan árið 1989. Talsvert
fékkst af eins og tveggja ára ýsu
sem bendir til betri tíðar þótt
ástand veiðistofnsins sé ekki gott
í augnablikinu. Nokkra niður-
sveiflu er að sjá í stofnmælingu
annara tegunda miðað við leið-
angurinn 1999. Þrír síðustu ár-
gangar benda til þess að þeir séu
vel yfir meðalstærð og beri uppi
aflann að þremur árum liðnum.
Sterkar vísbendingar eru hins
vegar um lakara ástand eldri ár-
ganga og þar með um minna
veiðiþol þorsks en ætlað hefur
verið sl. tvö ár.
Fjórir togarar voru leigðir til
verkefnisins, Bjartur frá Nes-
kaupstað, Jón Vídalín frá Þor-
lákshöfn, Ljósafell frá Fáskrúðs-
firði og Páll Pálsson frá Isafirði.
Togað var á 532 stöðluðum tog-
svæðum allt í kringum landið eft-
ir fastri áætlun. Alls voru mældir
um 239 þúsund fiskar af 57 teg-
undum og kvarnir til aldursgrein-
ingar voru teknar úr um 15 þús-
und fiskum. Mest var mælt af
þorski, ýsu, gullkarfa, skrápfluru
og steinbít. — GG
„Silimgiir“ vill
fara 1Vogana
Meiin era ekki sam-
mála iim hvort Vogar
séu hentugur staður
fyrir kvíaeldi. Þeir
sem sóttu uni Hval-
íjörð vilja gera tilraun
í Vogum. Þeir sem
sóttu um Eyjafjörð ef-
ast imi Vogaua.
Eins og skýrt var frá í Degi í gær
hefur landbúnaðarráðuneytið
ákveðið að leyfa ekki kvíaeldi með
norskan lax í Eyjafirði og í Hval-
firði eins og sótt hafði verið um.
Þess í stað er boðið upp á til-
raunaeldi með norskan lax í Vog-
unum og hefur Silungur ehf, sem
sótti urn að setja upp kvíaeldi í
Hvammsvík í Hvalfirði, ákveðið að
setja sínar kvíar niður í Vogum.
„Við stungum upp á því að færa
Guðmundur Valur Stefánsson segir
ekki áhugavert að fara með eldið í
Vogana
okkur í Voga þegar við fundum
hvað fyrirstaðan var mikil við það
að setja upp kvíaeldi í Hvalfirði,“
sagði Þórður Þórðarson, forsvars-
maður Silungs ehf.
Maigt á móti
Guðmundur Valur Stefánsson,
framkvæmdastjóri GEVE, sem
sótti um að setja upp eldiskvíar í
Eyjafirði var eldvi jafn bjartsýnn.
„1 fljótu bragði sýnist mér að
það sé ekki áhugavert að fara með
þetta í Voga. Eg tel að það sé allt
of grunnt þarna og þar fyrir utan
er þetta svæði tiltölulega opið fyr-
ir Faxaflóanum og vestan og s-
vestan áttinni. Eg heid að menn
þyrftu að vera með svo kallaðar
Bristolkvíar, sem eru úthafskvíar,
og erfitt að eiga við. Það er að
mínurn dómi ýmislegt sem mælir
á móti því að setja kvíaeldi upp í
Vogunum," sagði Guðmundur
Valur.
Hann sagði það vera algera firru
að einhver hætta fylgi kvíaeldi í
Eyjafirði. Því miður væru menn
afar ójarðbundnir í þessurn mál-
um.
„Samt hafa þeir bunka af skýrsl-
um sem sýna að þessu kvíaeldi
fylgir engin hætta,“ sagði Guð-
mundur Valur Stefánsson.
- S.DÓR
l