Dagur - 28.04.2000, Qupperneq 13

Dagur - 28.04.2000, Qupperneq 13
FÖSTIIDAGUR 2 8. APRÍL 2000 - 13 X^MT. ÍÞRÓTTIR Toldo tíl United? Líklegt að ítalski landsliðsmaxkvörður- inn Francesco Toldo sé á leiðinni til Manchest- er United í sMptum fyrir Andy Cole sem verði látinn víkja fyrir hinn hollenska Ruud van Nistelroo. Mikið er rætt um það á Bret- landseyjum þessa dagana hvaða breytingar séu í farvatninu á liði meistara Manchester United, sem tryggðu sér enska meistaratitilinn um páskana annað árið í röð og í sjötta sinn á síðustu átta árum. Þar á bæ virðast menn tala í kross, því stjórnarformaðurinn Martin Edwards, virðist hafa allt aðrar skoðanir á málunum heldur en Alex Ferguson, framkvæmdastjóri liðsins. Ferguson hefur undan- farna daga dvalið í fríi á Spáni, sem hann tók sér eftir leikinn gegn Chelsea á mánudaginn og notaði tímann til að spóka sig á sólarströnd á meðan flestir Ieik- manna United voru í landsliðsfrí- um. Á meðan notaði stjórnarfor- maðurinn Edwards tækifærið til að tjá sig um ýmsa hluti og þar á meðal kaupin á hollenska lands- framheijanum Ruud van Nistel- rooy fyrir 18,5 milljónir punda, sem hann taldi hreina vitleysu og algjöra sóun á Ijármunum. Eins og fyrri daginn er það pyngjan sem á allan hug Edwards og minna hugsað um liðsuppbygginguna fyrir átök næstu leiktíðar. Flonum finnst nóg að hafa 67 leikmenn á launaskrá og vill ólmur Iosna við einhveija af þeim til að létta rekst- urinn, eins og hann segir. Cole fyrir Toldo? En þrátt fyrir barlóminn í Ed- wards hafa aðrir stjórnarmenn United með Ferguson í broddu fýlkingar verið að leggja línurnar fyrir næsta ár og hefur heyrst að þær hafi þegar verið lagðar. Því var beðið með spenningi eftir að Ferguson kæmi aftur heim úr frí- inu og búist að að hann myndi þegar hefjast handa um að frekari kaup og sölur á leikmönnum. Þar er helst talað um að ítalski lands- liðsmarkvörðurinn Francesco Toldo leikmaður Fiorentina sé efstur á óskalista Fergusons og að hugsanlega verði skipt á honum og Andy Cole í kjölfar kaupanna á Nistelrooy. Þau kaup hafa þó ekki enn verið samþykkt þar sem kapp- inn stóðst ekki læknisskoðun vegna meiðsla á hné, sem þó eru talin smávægivæg að sögn sér- fræðinga United og ættu því ekki að standa í veginum fyrir að skrif- að verði undir. Aðeins eigi eftir að ganga frá tryggingarmálum fyrir þennan dýrasta leikmann í enskri knattspyrnusögu, en að sögn munu ensk tryggingafélög ekki vilja taka áhættuna nema fyrir himinháa iðgjöld á meðan ekki er enn ljóst með ástand leikmanns- ins. Hafa tryggingafélögin jafnvel sett þau skilyrði að hann sanni sig fyrst í tíu leikjum með United áður en iðgjaldið fæst lækkað. Þarna er um að ræða mjög há ið- gjöld sem munu nema hundruð- um þúsunda punda á mánuði og á því mun hafa staðið á meðan Ferguson var í fríinu. Það er þó talið að hann muni strax höggva á þann hnút og að þá fari hjólin að snúast og samningurinn við Ni- stelrooy undirritaður. Arítaki Sduneichels Fari skiptin á Toldo og Cole fram sem margir telja líklegt, mun ljóst að Ferguson verður að borga dá- góða upphæð á milli, því Italinn mun verðlagður á 15 milljónir punda. Heyrst hefur að forráða- menn Fiorentina séu æstir í að Toldo fari til til United, þar sem þeir vilja fyrir engan mun að hann gangi til liðs við annað ítalskt lið og staðfesti Toldo það í samtali við enska fjölmiðla á dögunum. „Þetta er þó allt í höndum félags- ins og ef þeir vilja selja mig þá er ég hæstánægður með Manchester United. Það yrði frábært að fá að spila með liðinu," sagði Toldo, sem Ferguson sér sem hinn eina rétta arftaka Peter Schmeichels. Toldo hefur í dag 23 þúsund pund í vikulaun og mun að eigin sögn ekki fara fram á mikið meira hjá United. „Þetta snýst ekki allt um peninga," sagði kappinn. Ef af skiptunum verður er ætlað að Cole verði verðlagður í mesta lagi á 10 milljónir punda og því þurfi United að borga 500 þúsund pund á milli. Að sögn Edwards eru þeir peningar ekki til í sjóðum United ef kaupin á Nistelrooy verða einnig að veruleika. Sam- kvæmt því þarf Ferguson að þá að selja einhverja toppleikmenn og þá er það spurningin hver eða hverjir verða fyrir valinu. Solskjær til Tottenham? Ljóst er að Tottenham hefur mik- inn áhuga á Ole Gunnari Solskjær og hefur félagið nýlega boðið 11 milljónir punda fyrir leikmanninn, en tilboðinu var hafnað af stjórn United. Það er þó talið Iíldegt að George Graham stjóri Tottenham hafi ekki enn gefið upp alla von og rnuni fljótlega bjóða betur og þá jafnvel meira en 12 milljónir punda, sem er sú upphæð sem Leeds United mun tilbúið til að bjóða í Solskjær. En þá er það spurningin um vilja Ferguson og hvort hann láti enn föðurlegar til- finningar til leikmanna ráða ferð- inni. Ymislegt annað gæti einnig ver- ið í farvatninu hjá Ferguson, en samkvæmt hans eigin yfirlýsingu fyrr í vetur, hyggst hann líka styrk- ja vörn liðsins. Þar mun enski landsliðsmiðherjinn hjá Totten- ham, Sol Campbell, efstur á óska- listanum og talið líklegt að af því verði. Það ætti varla að veíjast fyr- ir ríkasta knattspyrnufélagi heims, sem er með 67 Ieikmenn á launa- skrá og næga skiptimynt í kassan- um að styrkja lið sitt örlítið og sinna nauðsynlegri endurnýjun. ÍÞR ÓTTA VIÐTALIÐ Auðvitað stefnt að ÚlfurH. Hróbjartsson siglingakappi íslensk áhöfn mun í sumar taka þátt í alþjóð- iegri siglingakeppni þar sem siglt verðurjrá Pampoil íFrakklandi til Reykjavíkur og aftur til baka. ífyrsta skipti sem íslensk áhöfn tekurþátt í úthafssiglingakeppni. - Hvað geturðu sagt okktir um keppuina? „Keppnin, sem er alþjóðleg, hefst í Pampoil í Frakklandi þann 18. júní og er skipulögð af frönsk- um siglingamönnum, með þátt- töku Reykjavíkurborgar og er liður í Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Skúturnar verða ræstar frá gömlu fiskimannahöfninni í Pampoil og síðan verður siglt þar sem sjóleiðin liggur vestur fyrir lr- land og þaðan beina leið til Is- lands. Siglingaleiðin er um 1.330 sjómílur og tekur siglingin um viku. Þann 5. júlí, eftir um það bil tíu daga stopp hér heima, verður síðan siglt aftur sömu leið til baka og tekið á móti skútunum í mark í Pampoil. Frú Vigdís Finnbogadótt- ir verður vendari keppninnar og mun hún ræsa skúturnar í upphafi keppni frá Pampoil og svo aftur frá Reykjavík.“ - Hver er ástæðan fyrir keppn- inni? „Keppnin er haldin í sambandi við söguleg tengsl frönsku sjó- mannanna sem komu til fiskveiða á Islandsmiðum kringum síðustu aldamót. I Pampoil byggðu margir afkomu sína af þessum Islandssigl- ingunum og tugir Góletta, eins og skúturnar þeirra voru kallaðar, voru gerðar út á Islandsmið frá út- gerðarbæjunum á Bretagneskaga. Mikil virðing var borin fyrir þess- um gömlu köppum, sem oft lögðu sig í mikla hættu við sörf sín og er það einmitt til minningar um þá sem keppnin er haldin. Að því til- efni mun franski sjóherinn senda tvær gamlar Islandsskútur með keppnisskútunum hingað til lands og munu þær heimsækja helstu hafnir kringum landið. Ibúar út- gerðarbæjanna á Bretanskaga, sem eru mjög stoltir af gömlu Islands- sjómönnunum, hafa reyndar gert ýmislegt annað til að heiðra minn- ingu þeirra og hafa m.a. staðið fyr- ir ýmsum menningarviðburðum, scm íslenskum kórum og tónlistar- fólki hefur verið boðið að taka þátt í. Þeir vildi síðan gera þetta veg- lega á aldamótaárinu og því var ákveðið að halda þessa siglinga- keppni." - Er mikill áhugi fyrir keppn- inni? „Áhuginn fyrir keppninni virðist vera mikill og hafa 34 skútur af öll- um stærðum og gerðum þegar ver- ið bókaðar til keppni og enn er von á fleirum. Heyrst hefur að þar á meðal sé hinn frægi nýsjálenski siglingakappi, Russel Coutts, sem meðal annars hefur unnið Amer- íkubikarinn." - Hverjir taka þátt t keppninni frá íslandi og á hvaða skútu verð- ur keppt? „Það verður aðeins ein íslensk áhöfn með í keppninni, en í henni eru tólf manns sem koma úr fjór- um siglingafélögum, í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík. Mun fleiri koma þó að undirbún- ingi keppninnar, sem segja má að hafi staðið í allan vetur. Áhafnar- meðlimir hafa allir mikla reynslu af kappsiglingum og. hafa sumir þeirra unnið alla titla sem hægt er að vinna í kjölbátasiglingum und- anfarin ár. Til dæmis er áhöfn BESTA, sem öll tekur þátt í verk- efninu, Islandsmeistarar kjölbáta 1997 og 1999 og bikarmeistarar á Secret-26 1997-1999. Skipstjór- inn í keppninni verður einmitt úr þeirra hópi en það er Baldvin Björgvinsson, sem hefur um tutt- ugu ára reynslu af kappsiglingum og var kjörinn siglingamaður árs- ins síðustu tvö árin. í áhöfninni eru einnig menn sem hafa reynslu af úthafssiglingum og má þar nefna fjóra meðlimi úr áhöfn Skegglu frá Hafnarfirði, sem tóku þátt í að sigla frá íslandi til Skotlands sumarið 1998. Aukþess eru margir aðrir siglingamenn í keppnisliðinu sem einnig hafa staðið sig vel í siglingakeppnum undanfarin ár. sigri Skútan sem við keppum á er af gerðinni Passage og er 60 feta ál- bátur sérstaklega hannaður til út- hafskappsiglinga. Hún er leigð frá Rotterdam í Hollandi og um pásk- ana fór hluti áhafnarinnar utan til að sigla henni niður til Pampoil. Ferðin gekk mjög vel og menn eru á einu máli um að skútan sé frá- bær og hlakka því mjög til keppn- innar. Hún var tekin upp í Pampoil og þar verður hún öll yfirfarin hátt og lágt fyrir keppnina." - Hvemig verður undirbúningi áhafnarinnar háttað og hverjir eru möguleikar ykkar í keppn- inni? „Undirbúningur áhafnarinnar hefur staðið í vetur og hafa menn fyrst og fremst verið að styrkja sig lyrir átökin og verið í líkamsrækt að lyfta. 1 maf byrjum við svo með siglingaæfíngar þar sem áhöfnin mun stilla saman strengi sína og fara yfír helstu atriði í sambandi við seglastillingar og önnur tækni- atriði. Sfðan ætlum við okkur eina viku í þjálfun á keppnisbátnum ytra. Áhöfnin mun skipta með sér verkum í keppninni, en við mun- um vera með þrískiptar vaktir, þar sem fjórir verða á hverri vakt. Hvað varðar möguleikana í keppninni, þá tel ég að við eigum góða mögu- leika og auðvitað er stefnt að sigri.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.