Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUH 6. MAÍ 2000 - 7 Ttegir. RITSTJÓRNARSPJALL Eignarréttur og rignatilfærslnr Eignarrctturinn er flestum heil- agur, að minnsta kosti þeim sem eitthvað eiga. Eignalausir kæra sig yfirleitt kollótta um hvoru megin hryggjar eignir lenda, nema helst í þeim tilvikum þegar þeir fá tældfæri til að maka eigin krók. Réttinum til að eiga fylgja sífelld deilumál, sem stundum eru leyst með lagasetningum eða ofbeldi og stundum hvorttveggja. Þessar vikurnar standa yfir umdeildar eignatilfærslur í Afr- íkuríkinu Simbabve. Landtöku- menn sem áður fyrr voru í her forseta landsins taka búgarða og eignir hvítra manna eignarnámi og eru hvattir til þess af forsetan- um en hæstiréttur landsins hef- ur úrskurðað að aðferðirnar séu ólöglegar og beri að skila hvítu mönnunum aftur landinu. Mugabe forseti segir landnám hvítra manna vera arf frá ný- lendutíma Breta og sé þeim sæmst að kaupa löndin og af- henda blökkum bændum jarð- irnar. Þetta mál er allt orðið hið vandræðalegasta. Margir hafa samúð með landtökumönnum og telja þeim til vorkunnar að hvítu landnemarnir hafi valið besta ræktarlandið á sínum tíma og hafi notið ódýrs vinnuafls til að byggja upp landbúnað. Helstu útflutningstekjur Simbabve koma frá þeim afurðum sem hvítu bændurnir framleiða. Þeir njóta góðs af góðu ræktarlandi og tiltölulega ódýru vinnuafli. Bretar og Bandarfkjamenn geta í hvorugan fótinn stigið vegna þessa máls. Stjórnir þess- ara ríkja verja eignarréttinn í líf og blóð og telja hann eina styrk- ustu stoð kapítalismans, en hins vegar þykir þeim hábölvað að fara að styðja hvítan eignarrétt gegn kröfum blökkumanna, sem vilja eiga og nýta þá fósturjörð sem nýlenduherrar fyrri tíma eignuðust með ýmsum hætti. Er málið allt hið flóknasta. Ekki bætir úr skák að aðrir höfðingjar í Afríku hafa tekið málstað landtökumanna og þykir ekkert verra þótt þjarmað sé að hvítum bændum, sem einu sinni voru landnemar og eru málin bæði flókin og einföld í senn. Breska samveldið hefur farið þess á leit við Mugabe, að þeim hvítu bændum sem lönd hafa verið tekin af verði skilað þeim aftur, hreska ríkistjórnin hefur einnig boðið fjárhagsaðstoð til að stjórn Simbabve geti keypt þær jarðir sem hingað til hafa verið teknar með valdi og svo er sett vopnasölubann á ríkið. Hvort nokkuð af þessu beri ár- angur skal látið ósagt um og er enda ólíklegt og varla verður gripið til harkalegra aðferða, enda hefur „alþjóðasamfélagið" séð það svartara án þess að haf- ast að. Það sem gerir landtökuna í Simbabve einkum erfiða við- fangs er að landið er gamalt ný- lenduríki þar sem breskir gerðu sjálfa sig að yfirstétt, fluttu með sér tækni og kunnáttu til að grafa námur og yrkja jörðina, svo að landbúnaðurinn gaf mun meira af sér en áður og síðan voru Bretar klárir markaðsmcnn. Allt þetta varð til þess, að Bret- arnir sem nú hafa lifað í fleiri kynslóðir í landinu líta á hújarð- ir sínar og fyrirtæki sem sína eign og ekki til skiptanna. Víðar í Afríku og raunar í heiminum öllum stendur styr um yrirráð auðlinda milli þjóða og ættbálka og þykir varla til- tökumál þótt fréttist af róstum og manndrápum vegna land- hreinsana milli ættbálka þegar aðeins svartir eiga í hlut. Landeigntr og sjávamytjar I nærfellt tvo áratugi hafa staðið yfir deilur á Islandi um eignar- rétt á auðlindum, sem seint ætl- ar að sjá fyrir endann á. Um svipað leyti og þcir í Simbabve voru að endurheimta sjálfstæði og koma á fót ríki blökkumanna voru Islendingar að kljást við Breta og aðrar þjóðir um út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Sig- ur vannst og fékkst óskorað vald yfir fiskislóðinni. En síðar kom að því að auð- lindum sjávar umhverfis ísland var skipt á milli tiltölulega fárra einstaklinga í nafni fiskverndar og var rétturinn til að veiða framseljanlegur í hagræðingar- skyni. Hér er enn komið að því hve heilagur eignarrétturinn er. Hæstiréttur hefur ekki með óyggandi hætti skorið úr um hver á fiskinn sem syndir í sjón- um umhverfis landið. I lögum stendur að þjóðin eigi hann en í sömu lögum segir að aðeins til- teknir og útvaldir fái að fiska hann og nýta auðlindina. Sem betur fer hefur ekki kom- ið til blóðugra átaka vegna ágreinings um eignarhald á þeirri auðlind sem telja má jafn- gildi landbúnaðarins í Simbabve. Hér er heldur ekki litið á sæ- greifana sem útlendinga og útlit þcirra sker sig ekki úr öllum þorra landsmanna. I Simbabve eru þessar línur skýrari og því auðvelt að egna fólk upp á móti hvítu mönnunum, sem njóta mest þeirra auðlinda sem landið býður upp á. Mugabe forseti hvetur fylgis- menn sína til að hirða búgarða hinna hvítu, enda eigi þeir land- ið og hafi fullan rétt á að nýta það. Þetta er liður í kosningabar- áttu og er forsetinn að afla sér vinsælda og fylgis, því hann langar til að sitja lengur við völd. Eins og minnst hefur verið á hér fyrr hcfur hæstiréttur Iands- ins úrskurðað aðgerðirnar ólög- legar og stjórnarandstaðan for- dæmt þær harðlega. Hver á hvað? Landamerkjadeilur hafa löngum verið þjóðarsport íslendinga og oft hart barist um næsta verðlítið land. Nú er rifist um hver á há- lendið og eru þar margir til kall- aðir. Rfkið og hreppar gera tilkall til mikilla landsvæða og einstakir bændur telja mjög á sér brotið með úrskurðum svokallaðrar há- lendisnefndar, sem á að reyna að komast að þ\ í hver á hvaða land. Islenskri Iandareign fylgja oft mikil hlunnindi sem gefa vel af sér og er víða svo komið að verð- gildi jarða fer fremur eftir hlunn- indatekjum en hvernig þær eru lagaðar til hefðbundins búskap- ar. Og nú er kvótasala komin til skjalanna og stefnir í að búum fækki til mikilla muna og ein- staka bú stækki þeim mun meira. Standa yfir miklar breyt- ingar í allri búvöruframleiðslu mcð tilheyrandi byggðaröskun. Er þá hætt við að ríkið grípi inn í með viðeigandi ráðstöfunum. Sú var tíð að landeigendur sátu mjög yfir hlut kotunga og meinuðu þeim aðgang að bú- sældarlegu jarðnæði. Þetta gilti um alla Evrópu og varð til þess að eftir landafundi leituðu fá- tækir bændur en dugmiklir til nýrra landa og nýrra heimsálfa, misjafnlega þéttbýlla. Þar brutu þeir jörð til ræktunar og breyttu allri heimsmyndinni. Þegar undan er látið Mörgum íhúum í Simbabve finnst greinilega að þeir eigi full- an rétt á að taka það land með valdi, sem hvítir menn hafa ræktað kynslóð eftir kynslóð. Landið er sú auðlegð sem af- koma þjóðarinnar byggist á og blökkum íbúum landsins finnst óréttlátt að tiltölulega fáir hvítir bændur og íjölskyldur þeirra hafi rétt til að eiga og nýta besta ræktarlandið. Inn í þetta bland- ast sjálfsagt kynþáttaandúð og alls kyns hleypidómar og atvik, sem ekki er hægt að gera sér glögga grein fyrir hér á norður- hjara. En sé litið aftur til þess kvóta- kerfis sem fiskveiðistjórnunin byggist á, er það að vissu marki sambærilegt við það ástand sem hér hefur verið lítillega lýst. Til- tölulega fáum er úthlutað veiði- leyfunt, sem byggjast á veiði- reynslu fyrri ára. Oðrum er ekki ætlað að fá að draga fisk úr sjó. Þessu kerfi er mótmælt úr öllum áttum í þjóðfélaginu, samtök eru stofnuð og er umræðunni um þessa skiptingu auðsins haldið sívakandi. En allt kemur fyrir ckki. Menn fara jafnvel að stunda gripdeildir og fiska í trássi við lögin. En eignarrétturinn er heilagur og heldur hvernig sem látið er. En annars staðar vcrður hann und- an að láta og skálmöld tekur við af lýðræðinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.