Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 4
4-LAUGARDAGVR 6. MAÍ 2000 í>figwr FRÉTTIR Frá ráðstefnu landsbyggðarhjúkrunarfrædinga á FSA í gær. Þörf er á nýjum hugmyndiun Hjúknmarfrædiugar allt frá Hvanunstanga í vestri austur tH Homafjarðar sátu á námsstefnu um helgina á Akureyri í gær um bætta þjónustu við krabbameinssjúklinga á landsbyggðúmi. Um landsbyggðamál er að ræða að mati hjúkrunarfræðinga en á sumum fámennari stöðum landsins byggist þjónusta við krabbameinssjúkt fólk íyrst og fremst á góðvilja þeirra hjúkr- unarfræðinga sem þar starfa fremur en skipulagðri eða ákveðinni heilbrigðis- þjónustu sem íbúar allra stærri þéttbýl- isstaða njóta. Um 40 hjúkrunarfræð- ingar sækja námsstefnuna. Elísabet Hjörleifsdóttir, hjúkrunar- fræðingur á Akureyri, sem starfar að þjónustu og aðhlynningu krabba- meinssjúldinga, segir að námsstefnan sé fyrst og fremst til þess að hjúkrunar- fræðingar á þessu svæði samræmi sitt starf og þiggi ábendingar og hugmynd- ir frá kollegum af öðrum svæðum. Hjúkrunarfræðingum á landsbyggð- inni, sem að á einn eða annan hátt koma að umönnun krabbameinssjúk- linga, hefur Iengi verið Ijóst að stuðla þurfi að aukinni samvinnu til að trygg- ja samfellu í þeirri þjónustu sem veitt er einstaklingum með krabbamein og fjölskyldum þeirra. Þörf sé á nýjum hugmyndum hjá því fólki sem vinnur að stefnumótun í uppbyggingu þjón- ustu við krabbameinssjúka. Því hafi verið tímabært að byrja á því að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga til skipu- lags þjónustunnar, starfsumhverfis og hvað það væri sem þeir teldu að endur- skipuleggja þyrfti til þess að bæta þjón- ustuna við þennan sjúklingahóp. Markmiðið er samfelld þjónusta Námsstefnunni er ætlað að leggja grunn að þróun samfelldrar og mark- vissrar þjónustu við krabbameinssjúk- linga á Norður- og Austurlandi. Ætlun- in er að gera tillögur um þá stefnu og þær aðstæður sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja góðar starfsvenjur á krabbameinssviði og hvernig hægt er að hrinda þeim í framkvæmd. Einnig verði hugað að því hversu auðvelt það sé íyrir sjúklinginn að nálgast slíka þjónustu. Aðaláherslurnar í því sam- bandi eru að að tryggja þessum sjúk- lingahópi gæðaþjónustu af fagfólki óháð búsetu, þegar því verður við kom- ið, í heimahúsum eða inni á stofnun- um. Sjúkrahúsunum beri að vinna að sama markmiði. Heildræn stefnu- mörkun er nauðsynleg þar sem mark- miðið er að vinna að gæðaumbótum í skipulagningu og klínisku starfi. Olafur Hergill Oddsson, héraðs- læknir Norðurlands eystra segir brýna þörf á samræmingu þjónustu krabba- meinssjúklinga á Iandsbyggðinni, og alltaf megi bæta þjónustuna og gera fleirum það kleyft að vera lengur heima hjá sínum nánustu. Margir sjúklingar í dreifbýlingu búi hins vegar við góða þjónustu, og oft mun per- sónulegri þjónustu vegna mannfæðar- innar, en hins vegar geti fjarlægðin til næsta sjúkrahúss gert málið erfiðara. - GG Haft var á orði á stofn- fundi Samfylkingarinn- ar í gær þegar Össur Skarphéðinsson flutti ræðu sína að hann væri orðiiui sérstaklega landsföður- legur. Ekki einasta væri ræðan í hefðbundinni flokksforingja- lengd, eða um 15 mínútur, held- ur væri Össur hreint ekkkert ósvipaöur sjálfun Davíð á velli - þeir væru greinilega báðir með landsfe ðravaxtarlagið... Össur Skarp- héðinsson. Eins og greint hefur verið frá í pottinum áður hefur sú kenning verið nokkuð úthreidd að Öss- ur Skarphéðinsson hafi gefið Bryndísi Hlöðvers- dóttur góð orð um það að hún verði næsti þing- flokksformaður Samfylkingarinnar. Enda hefur Bryndís stutt við hakið á hinum nýja formanni. Pottveijar fregn- uðu það hins vegar í gær að nokkuð babb væri komið í bát- inn því Þórunn Sveinbjamar- dóttir óg stuðiúngsmenn lieimar væra nokkuð stíf á því að hún ætti að verða næsti þingflokks- formaður... Bryndís Hiöðversdóttir. Til tíðinda dró á pressukvöldi Blaðamannafé- lags íslands sem var á Sólon íslandus í fyrra- kvöld. Þar var rætt um hlutabréfamarkaðinn og trúverðugleika ijölmiðla í slíkri umljöllun. Var meðal frammælenda Páll Magnússon, frétta- stjóri Stöðvar 2, en sem kunnugt er hefur haim nú sett reglur um hlutabréfaeign fréttamanna sinna og mega þeir ekki fjalla um mál þess fyrir- tækis sem þeir eiga hlut í. Það var hinsvegar Bogi Ágússson fréttastjóri Sjónvarpsins sem kom sá og sigraði á fundinum - en hann sagði að reglur um þessi efna væri óþarfar. Sagði Bogi að réttara væri að setja reglur um stjómmálaaf- skipti fréttamanna, en á Sjónvarpinu gildir sú regla að fréttamenn mega vera skráðir í flokki en ekki taka virkan þátt í flokksstarfi. Rifjaðist þá upp fyrir sumum á iúndinum að nokkrir frétta- menn Sjónvarps vora á þingi SUS í fyrrasumar - og skilja pottverjar því ekki alveg hvemig reglur RÚV virka í raun... FRETTA VIÐTALIÐ Böm samkynhneigðra 800 -1200 Þorgetður Katrín Gunnarsdóttir formaður allshetjamefndar Alþingis Allsherjamefiid mælirmeð því að samkynhneigðirfái að ættleiða böm maka. Veriðað hugsa um böm maka í stað- festri sambúð. Skiptar skoðan- ir á þingi og í þjóðfélaginu. - Hver eru röldn jyrir því að mæla fyrir lögfestingu ú stjúpættleiðingu hjá samkyn- htteigðum? „Við erum búin að leyfa staðfesta samvist. Helstu rökin fyrir stjúpættleiðingu eru þau að það er verið að hugsa um börn þeirra sem þegar eru í staðfestri samvist. Við erum ekki að búa til þetta ástand heldur erum við að gæta að þeirri hugsanlegu réttarstöðu sem getur komið upp ef eitthvað kæmi fyrir. Það er ein helsta hugsunin. Það hefur veríð tekið dæmi sem skýrir þetta ágætlega. Drengur sem hefur verið alinn upp hjá tveimur hommum í 14 ár þar sem annar er pabbi hans og þeir búa saman í staðfestrí samvist. Segjum að mamma hans hafi verið inn og út á Kleppi og sinni honum ekki og hefur ekki talað við hann lengi. Síðan er pabbi hans kominn með krabbamein og deyr innan árs. Hver er þá réttarstaða drengsins? Þegar kominn er þetta langur tími sem pabbi hans og þessi maður eru búnir að búa saman þá eru þeir búnir að mynda einhverjar eignir. Þannig að þetta er líka erfðarétturinn." - Af hverju ganga menn ekki skrefið til fulls og leyfa fólki i staðfestri sambúð að ættleiða böm? „Það var ákveðið að gera þetta svona. Svo er það bara miklu stærri og meiri umræða. Menn voru sammála um að stíga þetta skref. Frumættleiðingar eru miklu stærra mál og allskonar hagsmunir sem koma þar við sögu. Ef við leyfum það, þá yrði það ein- göngu að vera beint að Islandi. Ef við heim- ilum ættleiðingar á börnum til samkyn- hneigðra erlendis frá, þá þýðir það að það yrði skrúfað fyrir börn frá kaþólskum lönd- um, frá Indónesíu og fleiri löndum. Það mundi einnig þýða að fólk í hefðbundnum samböndum ætti ekki tækifæri til að ætt- leiða börn. Þannig að það er algjörlega út úr myndinni og ekki til umræðu að slíkt yrði heimilað. I stjúpættleiðingu er verið að hugsa um þau börn sem þegar eru til staðar en lengra verður eliki gengið. Eg hef einnig orðið vör við það í umræðum um þessa breytingu að margir halda að verið sé að ganga alla leið. Að mínu mati er eftir hin upp./sta umræða. Það er sama hvaða skoð- un fólk hefur á þessu, það má ekki nálgast þetta á fordómafullan hátt. Samkynhneigð- ir verða að taka þeim rökum sem andstæð- ingarnir setja fram og öfugt en ekki vera að æpa og öskra hvor á annan að hvor um sig séu fordómafullir." - Andstæðingar þessa máls halda því fram að rannsóknir sýni að böm þutfi á foreldrum afbáðum kynjum að halda til að geta mótað sér heilbrigða kynferðislega sjálfsmynd og kynímynd. Hvað finnst þér? „Það eru líka aðrir sem halda allt öðru fram. Það virðast vera ýmsar tölur og kann- anir í gangi sem koma einfaldlega með mis- munandi niðurstöður. Samkynhneígðir eru að ala upp börn og það verður að horfa á hlutina eins og þeir eru. Það er verið að tala um að börn samkynhneigðra séu samtals á bilinu 800 - 1200 á íslandi." - Það em skiptar skoðanir um þetta mál innan þíns fioklts og m.a. er Árni fohnsen samflokksmaður þinn á móti þessu og tel- ur samkynhneigða kynvillinga. Hvað finnst þér? „Eg ber virðingu fyrir öllum skoðunum og það er ekkert sjálfsagt að menn jánki öllu. Eg tel að þetta sé rétt en Árni hefur aðra skoðun. Við búum hér í kristnu þjóðfélagi sem byggir á kristnum gildum og það er ekki sjálfgefið að samþykkja að tveir af sama kyni búi saman. Það er gott og hollt fyrir alla flokka að lenda í því að takast á um sið- ferðislegar spurningar." - GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.