Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 12
12 - LAUGA II DAGUR 6 . MAÍ 2 000 ÍÞRÓTTIR L. Gerplustúlkiir til Fiunlauds Sautján Gerplustúlkur á aldrinum 14-16 ára taka um helgina þátt í Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fer í Helsinki í Finnlandi. Um er að ræða svokallaðan P3 hóp félagsins sem var valinn til að keppa fyrir Islands hönd á mótinu, eftir góðan árangur á mótum vetrarins. Finnska fimleikasambandið á 100 ára afmæli á árinu og því verður mót- ið í ár mjög veglegt og munu átta Iið berjast um Norðurlandameistaratit- ilinn, en hverju landi er leyfilegt að senda tvö lið til keppni. Lið Gerplu er skipað eftirtöldum stúlkum: Asdís Þorsteinsdóttir, Björk Guðmunds- dóttir, Guðrún S. Pálsdóttir, Guðfinna Halldórsdóttir, Hildur Grétars- dóttir, HrefnaA. Þorkelsdóttir, Inga R. Gunnarsdóttir, Jóhanna Gunnars- dóttir, Jónína Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Kristín E. Oskars- dóttir, Ólöf R. Benediktsdóttir, Sara R. Ágústsdóttir, Silja Agnarsdóttir, Sunneva Guðmundsdóttir, Valgerður Einarsdóttir og Þuríður Guð- mundsdóttir. Þjálfarar eru Svetlana Markarycheva, Auður Inga Þor- steinsdóttir og Ama Þórey Þorsteinsdóttir. íslandsmót 11-14 ára í júdó um helgina Islandsmeistaramótið í júdó 11-14 ára fer fram í íþróttahúsinu Austur- hergi í dag laugardag og hefst kl. 12:00. Keppt er í tveimur aldursflokk- um karla og kvenna 11-12 ára og 13-14 ára og í níu þyngdarflokkum í hvorum aldursflokki. Hver glíma mun standa í tvær niínútur og er keppt eftir reglum alþjóða júdósambandsins, en í gildi eru sérstakar reglur fyr- ir keppni 14 ára og yngri. Stórsigur Grindvíkmga Grindavík, Leiftur, Valur og Fylkir tryggðu sig í fyrrakvöld áfram í und- anúrslit deildarbikars karla í knattspyrnu. Grindvíkingar unnu 1-5 stór- sigur á Keflvíkingum á heimavelli þeirra síðarnefndu í nýju Reykjanes- höllinni, þar sem staðan var 1-2 fyrir Grindvíkinga í hálfleik. Kenvíking- ar skoruðu þó fyrsta mark leiksins, en það gerði Hjálmar Jónsson á 11. mínútu leiksins eftir hornspymu. Eftir það tóku Grindvíkingar öll völd á vellinum og hefði sigurinn getað orðið mun stærri. Mörk Grindvíkinga gerðu lan Paul McShane og Sinisa Kekic tvö hvor og Zoran Davic eitt. Grindvíkingar mæta Leiftri í undanúrslitum á mánudaginn, en Leiftur vann 2-3 sigur á Isv\ í 8-liða úrslitunum í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram á Akureyri og tryggði Brasilíumaðurinn Alexandre Santos sigurinn á síð- ustu mínútu leiksins. Leiftur komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum Færeyingsins Sámal Joensen og Brasilíumannsins Alexandre Da Silva, en Pétur Björn Bjarnason jafnaði fyrir KA með mörkum á 75. og 80. mín- útu og voru bæði skoruð úr vítaspyrnum. Fylkismenn unnu í fyrrakvöld öruggan 2-0 sigur á Eyjamönnum í Ár- bænum, þar sem þeir Theodór Óskarsson og Sverrir Sverrisson skoruðu mörkin. Fylkir mætir Val í undanúrslitunum á mánudaginn, en Valur vann FH í jöfnum leik á ÁsvöIIum, eftir framlengingu og vítaspyrnu- keppni. Staðan eftir venjulegan leiktímavar 1-1, þar sem Hallsteinn Arn- arson skoraði fyrir FH og Vilhjálmur Vilhjálmsson fyrir Val. I framleng- ingunni skoruðu liðín sitt hvort markið, Jónas Grani Garðarsson fyrir FH og Matthías Guðmundsson fyrir Val. Þá var komið að vítaspyrnukeppn- inni og fór hún 3-1 fyrir Val, þar sem Johan Mills, bandarískur markvörð- ur Valsmanna, varði þtjár af fjórum vítaspyrnum FH-inga og tryggði þar með sigurinn. Úrslitaleíkiiriim í íshokkí Á morgun, sunnudaginn, fer fimmti og síðasti leikurinn í úrslitaeinvíginu milli SR og SA í íshokkí fram í Skautahöllinni í Laugardal og hefst hann kl. 19:00. Staðan í einvíginu er nú jöfn 2-2 , en SA vann fyrsta leikinn 5- 6, SR annan leikinn 2-3, SR þriðja leikninn 5-2 og SA fjórða Ieikinn 6- 3. Það má því búast við að hart verði barist í Skautahöllinni á morgun, þar sem ýmsum brögðum verði beitt, eins og leggjabragði, rammabragði, kylfuslætti, hákylfu, krækju og þverkylfu, eins og það er kallað í ís- •hokkíinu. Við skulum samt vona að minna verði um grófan leik, ofsaleik, olnboga eða óíþróttamannslega framkomu, sem þó þckkist í þessari karl- mannlegu íþrótt þar sem ekkert er gefið eftir. íslandsgliman um helgina Íslandsglíman 2000 - hið sögufræga stórmót glímunnar fer fram í iþróttamiðstöðinni Dalshúsum í Grafarvogi í dag laugadag og hefst kl. 14:1 5. Sex kcppcndur eru skráðir til keppni, en það eru þeir Arngeir Frið- riksson, HSÞ, Ingibergur Sigurðsson, Víkverja, Ólafur Kristjánsson, Vík- veija, Sigmundur Þorsteinsson, Víkverja, Sigurður Nikulásson, Vfkverja og Stefán Geirsson, HSK. ÍÞROTTIR Á SKJÁNUM Laugard. 6. maí Kappakstur Kl. 10:55 Formula 1 Tímataka á Spáni. Handbolti Kl. 16:30 Þýski boltinn Kiel - Wetzlar Fótbolti Kl. 12:00 Alltaf í boltanum Kl. 13:45 Enski boltinn Wimbledon - Aston Villa Körfubolti Kl. 12:30 NBA-tilþrif Fótbolti Kl. 10:15 Enski boltinn Man. United - Tottenham Kl. 18:50 Spænski boltinn Real Madrid - Alaves íþróttir Kl. 16:45 Iþróttir um allan heim SunTiiid. 7. maí Kappakstur Kl. 11:30 Formula 1 Kappakstur á Spáni. íþróttir Kl. 21:35 Helgarsportið Körfubolti Kl. 12:15 NBA-leikur vikunnar Akstursíþróttir Kl. 13:40 Mótorsport Hestöfl, veltur, tilþrif. Allt sem tengist bílaíþróttum á Islandi. Fótbolti KI. 12:45 ítalski boltinn Juventus - Parma Kl. 14:55 Enski boltinn Liverpool - Southampton Kl. 17:00 Meistarak. Evrópu Almenn umfjöllun. Iþróttir KI. 18:15 Gillitte-sportpakkinn Íshokkí Kl. 18:55 Íshokkí íslandsmótið í íshokkí. Bein út- sending frá úrslitaleik SR og SA. Golf Kl. 21:30 Golfmót í Evrópu ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugard. 6. mal ■ FÓTBOLTI Deildarbikar kvenna Ásvellir í Hafnarfirði Kl. 10:00 FH - KR Kl. 14:00 Breiðablik - Þór/KA I<d. 16:00 RKV - ÍA Stjörnuvöllur Kl. 14:00 Stjarnan - ÍBV ■ ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA NM í boccía Norðurlandameistaramót fatlaðra í boccía fcr fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Kellavík og hefst með setningu kl. 10:00. Keppni einstaklinga hefst kl. 11:00 og úrslit kl. 15:30. Mótið heldur áfram á sunnudag kl. 1 1:00 með sveitakeppni. Urslit sveitakeppn- innar hefjast kl. 14:30. ■ glíma Íslandsglíman 2000 Íslandsglíman 2000 fer fram í íþróttamiðstöðinni Dalshúsum í Grafarvogi í dag laugardag og hefst kl. 14:15. Áætlað er að keppnin taki um það bil Idukkustund. D^ur Laugardag kl. 14 •ÖSIHtfi • PIXAP 5W7 STQRV «*sr STORYofUS ^ Laugard. kl. 20, sunnud. kl. 20 Mánud. kl. 20 RÁÐHÚSTORGI SÍMI 461 4666 TRX Laugard. m/ísl. tali kl. 16 Sunnud. m/isl. tall kl. 16 TILBOÐ 300 KR. Laugard. m/ísl. tali kl. 14 Sunnud. m/ísl. tali kl. 14 Laugard. kl. 18, sunnud. kl. 18 Mánud. kl. 18 TILBOÐ 300 KR. Laugard. kl. 14 og 16 Sunnud. kl. 14 og 16 Laugard. kl. 18,20 og 22 Sunnud. kl. 18,20 og 22 Mánud. kl. 18,20 og 22 { Sími 462 3500 * Hótabraut 12 • www.nett.is/borgarbio ANNETTt BENING áckISK FEGURÐ AMERICAN BE FINAL 0ESTINATI0N Laugard, kl. 22.10 Sunnud. kl. 22.10 Mánud. kl. 22.10 Laugard. kl. 15.40,17.50 og 20 Sunnud. kl. 15.40,17.50 og 20 Mánud. / þriójud. kl. 17.50 og 20 DuLBY

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.