Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Adstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 eioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar augiýsingadeiidar: [REYKJAV(K)563-1615 Ámundi Ámundason [REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Ilraustir inemi í fyrsta lagi „Ef átt þú draum, sýndu dáð, rætist hann þá./ Sé tíðin naum, skaltu taka fastar á.“ Þessar línur úr Ijóði Jakobs Jóhannesson- ar Smára, Hraustir menn, bergmáluðu um sali Borgarleikhúss- ins og í sjónvörpum um land allt í flutningi Karlakórs Reykja- víkur og Ingibjargar Yr Jónsdóttur strax að lokinni ítarlegri og landsföðurlegri ræðu nýkjörins formanns Samfylkingarinnar Ossurar Skarphéðissonar í gær. Afar viðeigandi á viðhafnar- samkomu vegna flokksstofnunar þar sem aðaltilgangurinn er að byggja upp eina samstæða liðsheild, skapa stemningu og taka fastar á. í ödru lagi Það er ekki hægt að segja að sigur Össurar í formannsslagnum hafi verið óvæntur. Hins vegar hlýtur það að hafa komið hon- um sjálfum þægilega á óvart að sjá hversu afgerandi sigurinn var, en á síðustu dögum höfðu heyrst spár um mun betri út- komu hjá mótframbjóðanda hans Tryggva Harðarsyni. Engu að síður eru kemur Tryggvi sterkari út úr þessum slag en hann fór í hann, og söngur kórsins glumdi enda honum: „Fáið mér karl- menn sem kunna að falla í krafti hins réttláta máls.“ Þannig að eins klisjukennt og það kann að hljóma, þá komu báðir þessir hraustu menn út sem sigurvegarar í formannsslagnum, enda fólst sigurinn kannski fyrst og fremst í því að hafa fegnið fram formannsslag og allt það starf og athygli sem honum fylgir. í þriðja lagi Glæsileg útkoma Össurar í formannskosningunni mun hik- laust auðvelda honum forustuhlutverkið. Umboð hans er ótví- rætt - fyrir því hefur hann nú mælingu, sem hann getur þakk- að Tryggva Harðarsyni. Forustumálin ásamt því að hafa ekki verið formlegur stjórnmálaflokkur er það sem samfylkingar- menn hafa talað um sem meginskýringu á takmörkuðu gegni sínu til þessa. Hvort tveggja er nú úr sögunni og því er framundan mikill reynslutími fyrir þessa hreyfingu. Þá fæst úr því skorið hversu víðtækt erindi flokksins er í pólitík - og hvort hann muni í raun kalla frá „fjöru til Ijalla til frelsisins orustu báls“. Birgir Gudmundsson. Guðjón bak viö tjöldin? Garri stalst heim úr vinnunni í gærmorgun til þess að horfa á beina sjónvarpsútsendingu frá stofnfundi Samfylkingarinnar, því hann gerði sér fulla grcin fyrir því að milljónir lesenda um heim allan höfðu brenn- andi áhuga á að kynnast upp- lifun síns uppáhaldspistlahöf- undar og við- brögðum hans við þessum tímamótaat- burði. Það var við fyrstu sýn eitt- hvað fótbolta- legt við þessa útsendingu og andi Guðjóns Þórðarsonar virtist svífa yfir vötnun- um, rétt eins og Guðjón sjálfur væri þarna á bak við tjöldin. A ræðustólnum mátti lesa stolinn frasa úr fjölmörg- um hálfleiksræðum Guðjóns, sem sé „Jöfnum leikinn í sam- einingu". Ung söngkona flutti fótboltalag þar sem fyrsta er- indið hljóðaði svo: „Líf mitt er ekki Laugardalsvöllur svo þú getir leikið þér í fótholta með tilfinningar mínar“. Og þegar búið var að kjósa Össur sem formann, sagði Tryggvi Harð- arson að nýi leiðtoginn væri „öflugur og brattur", en það sama hefur einmitt oft verið sagt um Gauja Þórðar. Og Ossur leitaði líka í smiðju þjálfarans vinnusama þegar hann hafnaði alfarið varnarleikaðferðum og mælti hvatningarorðin sem eru eins og hrópuð út úr munni Guð- jóns, sem sé: „Störfum, sækj- um og sigrum!" lega mikið af þeim baráttuhug og þeirri bjartsýni sem ríkti á þessari samkomu Samfylking- arinnar. Enda er Garri sannur sósíaldemókrati eins og reynd- ar allir menn sem ekki eru fæðingarfífl og því ekki ábyrgir gerða sinna og skoðana. Hon- um þótti að vísu slæmt að Guðmundur Arni nennti ekki að lesa í heild sinni kveðjuna sem fundinum barst frá fjar- verandi Jó- hönnu Sig- urðardóttur upp á fjórar blaðsíður að- eins. En á móti kom að annar kven- skörungur og ekki minni pólitísk skarexi, Glcnda Jackson, steig 1' pontu og flutti einhverja mögnuð- ustu og eftirminnilegustu póli- tfsku ræðu sem Garri hefur heyrt um árabil á íslandi. Nýkjörinn formaður Sam- fylkingarinnar, sem hefur aug- ljóslega til að bera karakter leiðtogans, var einnig snjall- orður í sinni ræðu. En vonandi hafa Ossur og aðrir Samfylk- ingarmenn lært það af Glendu Jackson að stórar hugsjónir og grundvaliaratriði eiga enn er- indi í stjórnmálunum, innan um allsherjartuðið um smáat- riði sem oftar en ekki tröllríð- ur hinni pólitísku umræðu á íslandi. Garri sendir hinum nýja flokki góðar óskir og mun að sjálfsögðu kjósa hann nema annað komi í Ijós. — GARRI Pólitískar skaraxir Morðingjar og nauðgarar meðal lögmanna? JÓHANNES SIGURJÓNS - f SON v y SKRIFAR Víða um heim njóta lögfræðingar lítillar virðingar og þykja jafnvel sumstaðar skapa meiri vandamál en glæpamennirnir. Islenskir Iög- menn eru hinsvegar að flestra dómi ágætir menn upp til hópa og margir þeirra greindir vel og strangheiðarlegir. Það hlýtur því að vekja furðu þegar héraðsdóms- lögmaður ryðst fram á ritvöllinn og leiðir að því líkum að í hópi ís- lenskra lögfræðinga sé að finna marga morðingja og nauðgara! Alabama íslands?? Lögmaðurinn sem setur fram þessa nýstárlegu kenningu í grein í DV s.l. fimmludag, heitir Jón Sigurgeirsson. Og hann er reynd- ar ekki að tjalla um kollega sína undir fyrirsögninni „114 nauð- garar" heldur um hóp manna á Húsavík sem skrifaði undir lista til stuðnings dæmdum nauðgara. Lögmaðurinn fer mikinn í grein- inni og hleður upp sleggjudóm- um. Hann segir m.a. að „stór hluti manna 1' cinum litlum bæ úti á landi sýni siðgæðisvitund sem líkist einna helst summu siðgæðisvit- unda forhertra glæpa- manna“. Og ennfrem- ur: „Fjöldi nauðgara í þessu eina máli er því 114. Gerandinn sjálf- ur og þeir 113 sem skrifuðu undir. Það er því Ijóst að eitthvað meiri háttar er bogið við siðgæðisvitundina á Húsavík11. Og lög- maðurinn klikkir út með því lýsa Húsavík sem „eins konar Alabama Islands". Sérálit Flestir eru sammála um að birt- ing undirskriftalístans hafi verið ósmekkleg og heimskuleg mistök. En þeir 113 sem skrifuðu undir hann telja sig ekki hafa verið að styðja nauðgara. Þcir voru hins- vegar ekki sáttir við dóminn af ýmsum ástæðum, með réttu eða röngu, á það skal ekki lagður dómur hér. Og það er ekkert nýtt á ís- landi að menn séu ósammála dómum. Og þá sldla menn séráliti. 113 menningarnir skiluðu séráliti í þessu máli, réttu eða röngu. Og þar með eru þeir orðnir samsekir nauð- garanum og nauðgar- arnir á Húsavík orðnir 114, samkvæmt sleggjudómi Jóns Sigurgeirsson- ar. Sleggjudómar almennings í dómsmálum eru daglegt brauð en löglærðir ættu að vita betur og a.m.k varast alhæfingar á borð við þær að sakfella heilt bæjarfé- lag og ásaka opinberlega 113 manns, fólk á öllum aldri og af báðum kynjum, um nauðgun, sem flestir eru sammála lög- manninum um að er andstyggi- legur glæpur. En það eru íleiri sem skila sér- áliti cn almenningur. Það er al- gengt í undirrétti og nánast regla í hæstarétti. Og sé aðferðafræði Jóns Sigurgeirssonar beitt á dómskerfið, þá eru allir þeir dóm- arar sem skila séráliti í nauðgun- ar- og morðmálum og mæla með sýknun eða mildari dómi en meirihluti dóms leggur til, um leið sjálfir orðnir morðingjar og nauðgarar, á sama hátt og þeir 113 sem skiluðu séráliti í nauðg- unarmálinu á Húsavík. Sá er dómur héraðsdómslögmannsins yfir starfsbræðrum sínum. Og sé aðferðafræði Jóns beitt á annað sakamál, Geirfinnsmálið, þá er Ijóst að morðingjar 1' því máli skipta nú þúsundum sem telja, með réttu eða röngu, að þar hafi dómarar kannski ekki komist að réttri niðurstöðu. vm'k\ svarad Hvemig lýstþérá nýjan formann Samfylhingar- innar? (Össur Skarphcðinssonar sigraði í formannskjöri Sanijylkingarinnar. Af 4.401 gildu atkvæði fékk Öss- ur3.363, eða 77,9%, en Tryggvi Harðarson 9S6, eða 22,1%.) Steingrímur J. Sigfússon Vinstrihreyfingwini - grænu framboðL „Sjálfsagt er að byija á því að óska Össuri til ham- ingju með góðan sigur, ég trúi því að hann eigi eftir að verða frískur formaður og ná upp nokkurri stemningu. Hans bíður hinsvegar erfitt verkefni því Samfylkingin er Ijarri því samstæður hópur og enn virðist mikið verk óunnið í að móta heilstæða stefnu. Að sumu leyti er nokkuð ljóst hvar Samfylkingin stendur í litrófi stjórnmálanna, en í öðrum tilvikum er ágreiningi stungið undir stól og nefni ég þar Evrópu- og utanríkismál almennt.“ Sigríður Atiiui Þórðardóttir Sjálfstæðisfiokki. bæði flokkur og formaður eftir að sanna sig fyrir þjóðinni og stilla saman strengi. Mikill skoðana- munur er milli margra innan Sam- fylkingarinnar, svo sem þeirra sem koma úr Alþýðubandalaginu og síðan úr hægri armi Alþýðuflokks- ins. Þetta fólk hefur ólíkar skoðan- ir á mörgum málum, svo sem Evr- ópu-, utanríkis- og öryggismálum, enda fór Össur varlega þegar hann fjallaði um þessi mál, í ræðu sinni á stofnfundinum í gærmorgun. Það segir líka sína sögu að Sam- fylkingin vildi ekki fara í umræður um Evrópumál sem fyrirhugaðar voru á Alþingi sl. fimmtudag, held- ur bað að þeim yrði frestað fram yfir hclgi - og þar með stofnfund sinn.“ Sverrír Hermannsson Frjálsiynda flokknum. ,Að öðrum ólöst- uðum ber Össur af. Hann er rösk- ur og hreinn og beinn í fram- göngu, sem og manneskjulegur - og að vera það er stórt orð í mínum munni. Hinsvegar bíður Össurar óhemjustórt verk því Samfylkingin hefur verið afar ósamstæður hópur sem hefur átt erfitt mcð að fóta sig, svo sem í Evrópu- og eins fisk- veiðistjórnunarmálum, þar sem áhrifin frá stórkvótamanninum Ágúst Einarssyni hafa verið mikil og greinileg.“ Guðni Ágústsson Framsóknatflokki. „Hann er vígreif- ur og hressilegur stjórnmálamaður og öldur munu rísa á því urriða- vatni sem hann siglir. Pólítíkin harðnar. Hann á hinsvegar eftir að sanna fyrir Samfylkingunni og þjóðinni hvort í honum býr sú al- vara og festa sem gerir stjórnmála- rnann að leiðtoga."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.