Dagur - 13.05.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 13.05.2000, Blaðsíða 4
4 —LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 FRÉTTIR Fjölskyldur saman í söfit, sirnd og lefid Mörg sveitarfélög bjóða fjölskylduui ókeypis í söfii, simd, íþróttir og gönguferðir í tfiefni af al- þjóðadegi fjölskyldiumar 15. maí. Á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar, sem er 15. maí og mánudagur að þessu sinni, bjóða mörg sveitarfélög frítt í sund og söfn og fleira sem getur verið heilu fjölskyldunum til fróðleiks og , skemmtunar. Þetta er í 7. sinni sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka málefn- r um fjölskyldunnar sérstakan dag í þeim tilgangi að vekja sérstaka athygli á mikilvægi fjölskyldunnar í samfélög- um þjóðanna sem og ýmissa mála sem , henni tengjast. r Sameiginlegar ánægjustimdir I tilefni dagsins segir Drífa Sigfúss- dóttir formaður Fjölskylduráðs - sem skipað var af félagsmálaráðherra 1998 - ráðið meðal annars hafa lagt áherslu á míkilvægi þess að fjölskyldur eigi sér samverustundir þar sem þeir yngri og eldri blandi geði og skiptist á skoðun- um. Nauðsynlegt sé, í því annríki sem nútfma Iífsháttum fylgir, að foreldrar gefi sér tíma til að eiga ánægjustundir, ekki bara með börnum sínum heldur líka sínum eigin foreldrum. Fjöl- skylduráð fór þess á Ieit við sveitar- stjórnir landsins að þær fyrir sitt leyti Ieggðu nokkuð af mörkum í þessu skyni á alþjóðadegi fjölskyldunnar. Átta sveitarfélög höfðu tilkynnt ráðinu hvað þau hyggðust gera í tilefni dags- ins, hvar af meirihlutinn ætlaði meðal annars að bjóða fjölskyldum ókeypis í sund. Frítt í sund, söfn og fleira I Garðabæ býður sveitarstjórnin fjöl- skyldum til gönguferðar í Heiðmörk. Safnast verður saman við gönguhliðið við enda Vífilstaðahh'ðar kl. 17.30 og síðan genginn hringur með viðkomu í Maríuhelli, undir leiðsögn bæjarstjóra og garðyrkjustjóra. Áætlað er að gang- an taki hálfa aðra klukkustund. Isafjarðarbær ákvað að sameina al- þjóðadag fjölskyldunnar og íþróttadag fjölskyldunnar og bjóða tjölskyldum Ijölbreytta skemmtan. SigluQarðarbær býður fjölskyldum ókeypis í sund og á síldarminjasafnið og bækur bókasafnsins án endurgjalds. Dalvíkurbær frestar uppákomum að vísu um tæpar tvær vikur og verður með Qölskyldu- og íþróttadag Iaugar- daginn 27. maí. Húsavíkurkaupstaður býður frítt í sund og ókeypis aðgang að Safnahús- inu í bænum. Hvalamiðstöðin verður Iíka með opið hús frá klukkan 10-18. Vestmannaeyjabær býður fjölskyld- um ókeypis aðgang að Náttúrugripa- safni, Safnahúsi og Sundhöll í tilefni dagsins og hvetur bæjarstjórnin ömm- ur og afa, mömmur og pabba að taka börnin með sér í söfnin og í sund. Hvolhreppur býður sínum Fjölskyld- um Iíka ókeypis í sund og á Sögusafn- ið. Laugardalshreppur í samvinnu við Kennaraháskólann býður fjölskyldum í Laugardal ókeypis aðgang að sundlaug og fþróttahúsi á staðnum frá klukkan 16 til 22 og hvetur foreldra til að koma með börnum sínum í leik og/eða léttar æfingar á þessum tíma. - HEI FRÉTTA VIDTALIÐ Olafur Ragnar Grímsson. í pottiiium er miMð rætt um tillöguna sem frum- varpið sem fram er komið um afnám skattfríðinda Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Verkalýðsforingjamir í pottinum telja sig sjá í þessari umræðu heilmikla sérhyggju hjá þingmöimum og ráðherrum sem séu enn einu sinni að reyna að ná sér í meiri launahækkanir en aðrir hafa verið að fá. Mállð sé þannlg vaxiö, að ef skattfríðindin verði afnumin sé óhjákvæmilegt annað en hækka launin hjá forsetanum, því annars væri heinlínis verið að rýra verulega kjör hans og eng- inn vill kannast við að það sé tilgangurimi. Hins vegar segja verklýðssinnar pottsins að augljóst sé að þegar toppurinn, sjálfur forsetinn, hafi hækkað í launum hljóti ráðherrar, þingmenn, og háembættismenn líka að hækka því allt tekur þetta jú mið hvert af öðra. Eftir situr alþýðan með sinn samning á „skynsamlegu nótunum" - logsviðin eins og venjulegal... Pottverjar hafa tekið eftir því að þingmeim eru í óða önn famir að starfa eftir nýjum kjördæmalín- um, enda er frumvarpið um kosningalögin komið í gegnum þingið. Þaxmig hefur Hjálmar Ámason að midanfömu verið í miklum og víötækum erinda- gjörðum á Suðurlandi með Guðna Ágústssyni og greinilega að stimpla sig inn á þvi svæði sem væntanlegur frambjóðandi. Þá lét Hjáhnar sig að sjálfsögðu ekki vanta þegar Lánasjóður landbún- aðarins opnaði nýjar höfuðstöðvar á Selfossi í vikunni... Eins benda meim á að þeir Ámi Johnsen og Kristján Pálsson séu nú komnir í mikið kapp um hylli Suðumesjamanna, og má vart á milli sjá hvor pissar lengra. Ámi mun telja sig eiga talsverða sókn- armöguleika á Suðumesjum enda sé hans kvóti fullnýttur á Suðurlandi... Hjálmar Árnason. Arni Johnsen. I PéturH. Blöndal f alþingismaður. Pétur og 3 aðrir þingmenn i vilja afnema skattfríðindifor- setaíslands. Vinnubrögðinvið aðkeyra málið ígegn erugagn- | rýnd, en kjami málsins nýtur ’ þó almenns stuðnings á , þingi. Tíu daga gamalt mál - Hvers vegna á ad afnema skattfrídindi forsetans? „Eg hef alltaf barist fyrir því að skattkerf- ið verði einfalt og gegnsætt, t.d. með afnámi ýmissa fríðinda og hef í tvfgang áður verið meðflutningamaður að sambærilegu frum- varpi. í samtali þingmanna fyrir 10 dögum kom upp að nú væri hárrétti tíminn til að breyta þessu; það er að hefjast nýtt kjör- tímabil og það er enginn búinn að leggja fram framboð." - Er meirihlutafylgi fyrir málinu? „Já, ég met það þannig að góður meiri- hluti sé fyrir þessu, þótt óvissuþættir séu alltaf fyrir hendi.“ - Hvers vegna eruð þið þá hara 4 þing- mennimir að hera þetta upp? „Þetta má ekki vera stjórnarfrumvarp, því þá er framkvæmdavaldið að hafa áhrif á hluta löggjafarvaldsins. Líka var talið óeðli- legt að þingflokksformenn legðu þetta fram, því þá verður það ÍIoltkspólitískt.Einnig var talið óeðlilegt að þetta kæmi frá þingnefnd. Og þá var talið rétt að óbreyttir þingmenn flyttu málið. Víð reyndum að hafa það einn frá hverjum flokki, sem náðist ekki alveg.“ - Verða laun forsetans eklii liækkuð sem sköttunum nemur? „Kjaradómur hefur ekki að fullu leyti tek- ið tillit til þess að launforsetans eru skatt- frjáls, því annars væri hann með lægri Iaun en forsætisráðherra. En ég reikna með að kjaradómur taki eitthvert tillit til þessara breytinga, ef þær verða samþykktar." - Ef laun forsetans hækka - má þá ekki húast við að aðrir æðstu emhættismenn, svo sem ráðherrar og þingmenn, togist upp? „Eg reikna með því að hugsanlega verði forsætisráðherra hækkaður eitthvað, vegna þess að hann er þannig í kjörum að margir í ráðuneyti hans eru með hærri laun. Sem er afskaplega óeðlilegur hlutur. Hins er að geta, að forsætisráðherra er jafnframt hand- hafi forsetavalds og hefur sem slíkur notið þessara skattfríðinda fyrir þann hluta. Hann myndi missa af því með þessari breytingu." - Er ekki óeðlilegt að kasta málinufram á síðustu andartökum þinghaldsins þegar í gangi er akkorðsvinna og færihandaaf- greiðsla? „Gagnrýnin er að einhverju leyti réttmæt um að þetta komi seint fram. En þetta er mál sem menn ræða ekki lengi og því verð- ur ekki vísað neitt til umsagnar, enda er enginn í þjóðfélaginu bær um að meta starfskjör forseta íslands. Hver og einn þingmaður verður að taka afstöðu sjálfur til þessa einfalda máls; vilja menn halda í þessa hefð, sem ég tel löngu úrelta? Þetta er alls ekki órætt mál, þvert á móti, margrætt í þinginu auk þess sem allir frambjóðendur í forsetakosningunum Iýstu sig samþykka þessari breytingu." - Það er ákveðin tortryggni í gangi um tilgang tillöguflutningsins. Það er talað um aðför að forsetanum, en svo er líka tal- að um þetta sem viðhrögð við umræðu um hugsanlegt skattahagræði Dorrittar? „Þetta býr alls ekki að baki, frekar öfugt. Menn hafa áður skirrst við að breyta þessu af tillitsemi við þær persónur sem gegnt hafa forsetaembættinu. Frá minni hálfu er þetta frumvarp algjörlega óháð persónum og ætlað til að ná fram jafnræði allra þegna gagnvart lögum.“ - FÞG l_

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.