Dagur - 13.05.2000, Page 12
12- LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
ÍÞRÓTTIR
i. J
KR og Valur í úrslit deildarbikars
kvenna
Það verða KR og Valur sem leika til úrslita í deildarbikarkeppni
kvenna í knattspyrnu og fer úrslitaleikurinn fram á AsvöIIum í Hafn-
arfirði á mánudaginn og hefst kl. 20:00. KR vann í fyrrakvöld 6-0
stórsigur á Stjörnunni í undanúrslitum, þar sem Asthildur Helga-
dóttir skoraði fernu í sínum fyrsta leik með KR síðan hún kom heim
frá Bandaríkjunum. Mörkin fjögur gerði hún á aðeins 26 mínútna
leikkafla, það fyrsta á 26. mínútu og það síðasta á 79. mínútu. Hin
mörkin tvö skoruðu þær Helena Ólafsdóttir og Olga Færseth.
I hinum undanúrslitaleiknum vann Valur 3-2 sigur á Breiðabliki í
hörkuspennandi leik, þar sem fjögur markanna voru skoruð á fyrsta
stundarfjórðungnum. Rakel Ögmundsdóttir skoraði það fyrsta strax
á fyrstu mínútunni fyrir Breiðablik, en markadrottning Islandsmóts-
ins í fyrra, Ásgerður H. Ingibergsdóttir, jafnaði fyrir Val þremur mín-
útum sfðar. Katrín Jónsdóttir kom síðan Val yfir á 11. mínútu áður
en Eyrún Oddsdóttir jafnaði fyrir Breiðablik á I 5. mínútu. Urslita-
rnarldð í leiknum kom svo ekki fyrr en um tíu mínútur fyrir leikslok,
en það skoraði Guðný Þórðardóttir, ung og efnileg Valsstúlka.
Keppni í Iandssímadeild kvenna hefst þriðjudaginn 23. maí og
miðað við árangur liðanna í deildarbikarnum má ætla að KR, Valur
og Breiðablik verði með yfirburðalið í deildinni.
Torfæran af stað iun helgina
Fyrsta keppnin í mótaröð íslandsmótsins í torfæru fer fram við
Stapafell á Reykjanesi á morgun, sunnudag, og hefst með forkeppni
kl. 11:00. Aðalkeppnin hefst síðan kl. 14:00 og verður þar keppt á sex
brautum. Góð þátttaka er í keppninni og flestir þeir bestu skráðir til
keppni. Þetta er í annað skipti sem torfærukeppni fer fram við Stapa-
fell, en ökuleiðin að keppnissvæðinu er um veginn suður f Hafnir frá
Keflavíkurflugvelli. Svæðið þykir tilvalið til keppninnar og ein
skemmtilegasta keppnin í fyrrasumar fór þar fram.
íslandsmótið í kraftlyftingiun 2000
íslandsmótið í kraftlyftingum verður haldið í íþróttahúsinu við
Strandgötu í Hafnarfirði í dag, laugardag, og hefst kl. 14:00. Fjöldi
keppenda verður með á mótinu bæði í karla- og kvennaflokki og er
spáð metaregni. Auðun Jónsson, sem nú er númer tvö á heimslista
Alþjóða kraftlyftingasambandsins, er meðal þátttakenda og mun
hann reyna við 1050 kg í samanlögu og Jón Gunnarsson, sem hefur
Iyft 960 kg í 100 kg flokki, mun stefna á 1000 kg í 110 kg flokki.
Lokaiunferðin í enska boltanum
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verður leikin á
morgun, sunnudag, og er mikil spenna fyrir Ieikina, sérstaklega í her-
búðum Leeds og Liverpool sem berjast um þriðja sæti deildarinnar
og hjá Bradford og Wimbledon sem gera síðustu tilraun til að bjarga
sér frá falli í 1. deild.
Mest spennandi leikurinn hlýtur því að verða á milli Bradford og
Liverpool á Valley Parade, heimavelli Bradford, þar sem bæði lið
verða að ná sigri til að vera örugg, Liverpool með meistaradeildarsæti
og Bradford með að halda sér í deildinni, en Bradford er með jafn-
mörg stig og Wimbledon, en mun óhagstæðara markahlutfall.
Leeds, sem hefur eins stigs forskot á Liverpool, á að leika gegn
West Ham, á Upton Park, heimavelli þeirra síðarnefndu, og má fast-
lega búast við að sá leikur verði Leeds auðveldri, þar sem West Ham
hefur ekki lengur að neinu að keppa, ekki einu sinni sæti í UEFA-
bikarnum.
Wimbledon, sem aldrei hefur fallið úr efstu deild síðan þeir unnu
þar sæti árið 1986, eiga að Ieika gegn Southampton og þar má ætla
að Wimbledon eigí mun auðveldari leik fyrir höndum heldur en
Bradford, þar sem Southampton hefur að engu sérstöku að keppa.
Fari svo að bæði Bradford og Wimbledon tapi Ieikjum sfnum á morg-
un, er nokkuð víst að Wimbledon heldur sætinu, en liðið hefur fimm
mörk í plús á Bradford.
Aðrir leikir:
Aston ViIIa - Man. United, Chelsea - Derby,
Everton - Middlesbrough, Newcastle - Arsenal,
Sheff. Wed. - Leicester, Tottenham - Sunderland og
Watford - Coventry.
ÍÞROTTIR Á SKJÁNUM
Laugard. 13. maí
Handbolti
Kl. 10:50 Þýski handboltinn
Kiel - Flensborg
Fótbolti
Kl. 13:25 Þýski boltinn
B. Leverk. - Eintr. Frankfurt
Kl. 15:30 EM í fótbolta
Fimleikar
Kl. 16:30 NM í fimleikum
Fótbolti
Kl. 12:00 Alltaf í boltanum
Körfubolti
Kl. 12:30 NBA-tilþrif
Fótbolti
Kl. 13:30 Enski boltinn
Stoke City - Gillingham
Aukakeppni um sæti í 1. deild
íþróttir
Kl. 16:50 Iþróttir um allan heim
Hnefaleikar
Kl. 00:30 Hnefaleikakeppni
Bein útsending frá keppni í
Indianapolis í Bandaríkjunum.
Meðal þeirra sem mætast eru
Roy Jones Jr. og Richard Hall.
Sunnud. 14. maf
mWhVMMM
Fótbolti
Kl. 13:20 Markaregn
(Endursýnt kl. 00:10)
Ishokkí
Kl. 14:20 HM í íshokkí
Urslitaleikur í Pétursborg.
íþróttir
Kl. 22:15 Helgarsportið
Körfubolti
KI. 12:05 NBA-leikur vikunnar
Akstursíþróttir
KI. 13:30 Mótorsport 2000
Hestöfl, veltur og tilþrif. Allt sem
tengist bílaíþróttum á Islandi.
Fótbolti
KI. 14:45 Enski boltinn
Bradford - Liverpool
Fótbolti
Kl. 12:45 ítalski boltinn
Perugia - Juventus
Kl. 14:55 Enski boltinn
Southampton - Wimbledon
Kl. 17:00 Meistarak. Evrópu
Almenn umfjöllun um keppn-
ina og farið yfir síðustu leiki.
Akstursiþróttir
Kl. 18:40 Mótorsport 2000
Hestöfl, veltur og tilþrif. Allt sem
tengist bílaíþróttum á íslandi.
Golf
Kl. 20:05 Golfmót í Evrópu
Körfubolti
Kl. 21:00 NBA
Kl. 21:30 NBA-leikur vikunnar
Phönix Suns - LA Lakers
ÍÞRÓTTIR UM HELGINA
Laugard. 13. mat
Hfótbolti
Deildarbikar kvenna
Reykjaneshöll - Leikur um 9. sæti
Kl. 12:00 Grindavík - RKV
Asvellir - Leikur um 5. sæti
Kl. 16:00 ÍBV - ÍA
■ SUND
Meistaramót Hafnarfíarðar
Hefst í Sundhöl! Hafnarfjarðar
kl. 12:00.
‘iti UFE
AMERICAN BEAl
Julia
Rcfberts
Sími 462 3500 • Hóiabraut 12 • www.nett.is/borgarbio
Laugard. kl. 17.40. 20 og 22.20
Sunnud. kl. 17.40, 20 og 22.10
Mánud. kl. 20 og 22.20
Laugard. kl. 14 og 16
Sunnud. kl. 14 og 16
Mánud. kl. 16
Laugard. kl. 15.30 og 20
Sunnud. kl. 15.30 og 20
Mánud. kl. 17.50 og 20
Láugard. kl. 17.40 og 22.10
Sunnud. kl. 17.40
"^i Mánud. kl. 22.10
V' □□[ÖÖŒv]
D I G I T ft L
Laugardag kl. 14
Sunnud. kl. 14
□nrhöLöv i A/
O I G I T A L
RÁÐHUSTORGI
SÍMI461 4666 TFfX
Laugard. kl. 18, sunnud. kl. 18
Mánud. kl. 18 TILBOÐ 300 KR.
Laugard. kl. 14 og 16
Sunnud. kl. 14 og 16
Laugard. kl. 18,20 og 22
Sunnud. kl. 18,20 og 22
Mánud.kl. 18,20 og 22
THl MPISSll THfEMISON.
Laugard. kl. 20
Sunnud. kl. 20
Mánud. kl. 20
Laugard. kl. 22, sunnud. kl. 22
Mánud. 22
Laugard. m/ísl. tali kl. 14
Sunnud. m/ísl. tali kl. 14
< PIXAP
~VS
Laugard. m/ísl. tali kl. 16
Sunnud. m/ísl. tali kl. 16
TILBOÐ 300 KR.
i ri i i rr11 1111 i i i 11 11 n 11 11 i i i 11 i i 11 i i 11 i 11» i i » 111 111rrxil ....................................... 11*|