Dagur - 03.06.2000, Blaðsíða 4
4 -LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
Tteptr
FRÉTTIR
Stúdentar nútímans eru flestir ad útskrifast úr viðskiptafræðum og listum, en sífellt færri framhaidsskóianemar velja greinar er
tengjast barnauppeldi og umönnun þeirra sem minna mega sín.
Úr uppeldinu í
listir og „bissnes“
Stórfækkuu nemenda á
uppeldis- og heilsugæslu-
brautum vísar varla til
áhyggjulausari ára hjá
skólastjónun og umönn-
imarstofnunimt.
Framhaldsskólanemum á uppeldis- og
íþróttabrautum fækkaði um þriðjung
(130) frá haustinu 1996 til haustsins
1998. A sama tíma fjölgaði nemend-
um á listabrautum um álíka hlutfall
(og álíka Qölda og fækkaði í uppeld-
inu), samkvæmt nýrri skýrslu mennta-
málaráðherra um framkvæmd skóla-
halds í framhaldsskólum. Nemendum
á heilsugæslubrautum fækkaði Iíka um
12% (eða 50 stúlkur) á þessum sömu
tveim árum. Gefi þessi þróun eitthvað
til kynna hvers vænta má um útskriftir
nýrra kennara og umönnunarstétta á
næstu árum mega leikskólastjórar,
skólastjórar og sjúkrahússtjórar Iíklega
fara að biðja fýrir sér.
25% fækkun á uppeldis- og
heilsubrautum
Nemendafjöldi framhaldsskólanna
(dagskóla) breyttíst Iítið þessi þrjú ár
(17.800 - 18.200 - 18.100). En dreif-
ing á námsbrautir breyttist hins vegar
stórlega. Langmest fjölgaði á við-
skipta- og hagfræðibrautum, um 38%
eða um 500 manns. En einnig tölu-
vert, eða 20% á búsýslu/matvæla/þjón-
ustubrautum (185 manns), félags-
fræðibrautum 95% (200 manns) og á
raungreinabrautum 5% (175 manns).
A iðn- og tæknibrautum stóð nem-
endafjöldinn í stað.
Auk uppeldis- og heilsugæslubrauta
fækkaði nemendum verulega á al-
mennum brautum eða hátt í 600
manns (16%) og einnig um 100 manns
(6%) á málabrautum.
Irnian við 5% á uppeldis- og
heilsubrautum
Haustið 1998 var flesta nemendur að
finna á raungreinabrautum, eða rúm-
lega 3.100, en aðeins örlitlu færri á al-
mennum brautum og líka á iðn- og
tæknibrautum. Um 2.500 voru á fé-
lagsfræðibrautum, rúmlega 1.800 á
viðskipta- og hagfræðibrautum, litlu
færri á málabrautum, rúmlega 1.100 á
búsýslu/matvælabrautum og þjónustu-
brautum og 820 á listabrautum. Að-
eins tæplega 500 nemar voru hins veg-
ar eftir á uppeldis- og íþróttabrautum
og bara 370 á heilsugæslubrautum,
eða einungis 2% framhaldsskólanem-
enda.
Stúlkur eru innan við tíundi hluti
nemenda á tæknibrautum, en aftur á
móti 65% nemenda á félagsfræðibraut-
um, 75% á mála- og listabrautum og
næstum einar á heilsugæslubrautum.
- HEI
FRÉTTA VIÐTALIÐ
í pottmum voru menn að ræða
ráðgátu nokkra frá uppstigning-
ardegi. Nefnilega livort 5.000
eða 10.000 manns hefðu sótt
tónleika Eltons Johns. Þamiig
skýrði Stöð 2 frá þvf í kvöld- £/íon j0pn
fréttatíma sínum að um 5.000
væru mættir en Sjónvarpið hélt sig við 10.000.
Það skyldi þó aldrei vera að spilað hefði verið
með fjölmiðla í þessu máli, því auðvitað er það
hagur tónleikahaldara að gera sem mest úr að-
sókn...
Annað þótti glöggum pottverja
skrýtið í tengslum við Elton-
tónleikana. Það er hve mikið
hefur verið vitnað í „lögfræð-
ing“ Þróttar, Vilhjálm Vil-
hjálmsson hjá Samiýlkingunni.
Vilhjálmur þessi mun nefnilega
alls ekki orðinn neinn lögfræð-
ingur heldur er hann bara laga-
nemi án lögmannsréttinda. Ungur maður á upp-
leið þó klárlega...
í pottinum voru menn að skiptast á skoðunum
um aukið framboð af flugferðum milli íslands
og Bretlands með tilkomu flugfélagsins Go og
flugfrelsisferða Samvinnuferða-Landsýnar.
Þóttu auglýsingaaðferðir Go umdeildar og at-
hyglisverðar, einkum er varðaði kynningu á
landi og þjóð. Pottveijar höfðu einnig hlerað að
ásókn Tjallanna í þessar ódýru íslandsferðir
væri af skomum skammti, a.m.k. svona fyrsta
kastið. Þannig hefðu í ehmi ferðinni með Go
komið 7 manns í 150 sæta vél og tveir starfs-
menn útlendingaeftirlitsins í Leifsstöð ekki átt í
vandræðum með að afgreiða sjömemihigana. I
raun hefðu þeh þurft að rífast um „verkefnhi“...
V
Sævar
Gunnarsson
formaður Sjómannasambands
íslands
Sjómantiadagurinn erhald-
inn hátíðlegur um allt land
þessa helgi. Hann ernú hald-
inn í skugga kjaradeilu eins
og oftáður.
Margir skilja ekki baráttu okkar
- Sjómenn hafa ekki núð scnnningum við
útgerðarmenn sl. 10 ár og hafa þurft að
sæta þvt' að Itjaradeila þeirra hafi verið
„leyst" með lögum frá Alþingi. Hver er stað-
an í kjaramálum nú þegar sjómenn halda
sjómannadaginn háttðlegan?
„Málið er hjá sáttasemjara, og hefur verið
þar síðan mánudaginn 22. maí þegar útvegs-
menn vísuðu kjaradeilunni þangað. Einn
fundur hefur verið haldinn undir stjórn
sáttasemjara, en við græddum ekkert á hon-
um. Ríkissáttasemjari hefur boðað fund með
okkur næsta þriðjudag en ég á mjög erfitt
með að spá í það hvort það verði einhver ár-
angur á þeim fundi. Ríkissáttasemjari hefur
væntanlega einnig boðað vélstjóra og yfir-
menn til fundar sem og Alþýðusamband
Vestfjarða sem fer með samningsumboð fyrir
sjómenn fyrir vestan. Það verður engin sam-
eiginleg samninganefnd þessara hagsmuna-
samtaka þrátt fyrir beiðni útgerðarmanna
þar um, það liggur fyrir af hálfu Sjómanna-
sambandsins. En við höfum ekkert við það
að athuga að þeir séu á sama tíma í húsa-
kynnum skrifstofu ríkissáttasemjara."
- Sjómannasambandið lagði fram súta
kröfugerð t febrúarmánuði sl. Hver er rauði
þráðurinn t þeirri kröfúgerð?
„Við leggjum mikla áherslu á það eins og
aðrir að fá starfsaldurstengt orlof og auknar
greiðslur í lífeyrissjóði, þ.e. séreignasjóðina
eins og aðrar launþegastéttir hafa samið um.
Það þarf einnig að endurskoða ótal mörg at-
riði kjarasamninganna þar sem ekki hafa ver-
ið gerðir samningar milli þessara aðila í 10
ár. Deilan hefur alltaf verið leyst mcð lögum,
eða réttara sagt málið klárað með Iagasetn-
ingu, en engin vandamál leyst. Verðmyndun-
armálin brenna einnig á okkur eins og oft
áður, en þau eru í sama ólestri og þau hafa
verið allan síðasta áratug. Við viljum að allur
fiskur verði verðmyndaður á fiskmarkaði, við
finnum enga aðra lausn á málinu. En við
höfum margsagt útvegsmönnum að hafi þeir
einhverja aðra lausn erum við tilbúnir að
skoða hana, en þeir hafa ekki Iagt fram nein-
ar Iausnir enda vilja þeir eðlilega óbreytt
ástand."
- í tengslum við sjómannadaginn er oft
tala : um hetjur hafsins. Hvaða tilfinningu
hefur þúfyrir þvt hver sé tmynd sjómanns-
ins í hugum landkrabbanna, hefur hún
verið að breytast?
„Hún er ekkert verri nú en áður, en hún
hefur gjörbreyst, bæði til góðs og einnig á
verri veg. lmynd sjómennskunnar hefur
versnað örlítið síðasta áratug því margt fólk
hefur ekki skilið baráttu sjómanna hvað
varðar verðmyndunina og það hafa verið þrjú
Iöng og ströng verkföll á síðustu sex árum og
þau síðan slegin af með lagasetningu. Marg-
ir Iíta á sjómenn sem hálaunamenn sem vilji
meira en það er skýrt í okkar huga að sjó-
menn eigi ekki að taka þátt f kvótakaupum
og kaupum á veiðiheimildum, en sú barátta
hefur enn ekki skilað árangri. En almennt tel
ég að ímyndin sé mjög jákvæð, en með fullri
virðingu fyrir Stór-Reykjavíkursvæðinu þá
tengist fólk þar mun minna sjónum, og þar
er annað samband við sjómenn. Ég hef verið
tengdur sjómennsku í yfir 40 ár og mér
finnst að sjómannadagurinn hafi áður verið
miklu meiri hátíðardagur en hann er í dag.“
- Formann Sjómannasambandsins er
hvergi að finna á sjómannadaginn meðal
ræðumanna dagsins. Hvað veldur?
„Af óviðráðanlegum ástæðum verð ég að-
eins áhorfandi að hátíðarhöldunum að þessu
sinni, en það er í fyrsta sinn síðan ég varð
formaður fyrir sex árum og síðan ég varð for-
maður sjómannafélagsins í Grindavík árið
1983. En ég vil senda öllum sjómannafjöl-
skyldum um allt land mínar bestu hátíðar-
kveðjur, til hamingju með daginn!" - GG