Dagur - 03.06.2000, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
ÞJÓÐMÁL
Djjjgwr
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elIas snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7000
Netfang ritstjórnar: rUstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði
Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@tf.is
Simar augiýsingadeiidar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Ríkisstoíiianir út á land
í fyrsta lagi
Enn einu sinni upphefst fjaðrafok vegna fyrirætlana stjórn-
valda um að flytja opinbera stofnun út á land. Að þessu sinni
hefur félagsmálaráðherra tilkynnt að þegar Skrifstofa jafnrétt-
isráðs breytist í Jafnréttisstofu á þessu ári muni hún fá aðset-
ur á landsbyggðinni. Sauðárkrókur hefur verið nefndur í því
sambandi, en ráðherra skýrði frá því í Degi í fyrradag að
ákvörðun um staðsetninguna lægi ekki enn fyrir. Aðrir þéttbýl-
isstaðir, svo sem Akureyri, hljóta því ekki síður að koma til
greina. En hvert svo sem aðsetur Jafnréttisstofu verður bend-
ir allt til þess að manna þurfi stofnunina upp á nýtt.
í öðru lagi
Umræðan um að flytja ríkisstofnanir út á land hefur staðið
áratugum saman. Snemma á sjötta áratugnum skilaði opinber
nefnd af sér ítarlegu áliti þar sem lagt var til að fjöldi slíkra
stofnana færi frá höfuðborginni. Fleiri skýrslur af svipuðum
toga hafa fylgt í kjölfarið. Alltof lítið hefur hins vegar áunnist,
þótt vissulega sé hægt að benda á nokkur ágæt dæmi um að
flutningur ríkisstofnana hafi gefist mjög vel. I hvert sinn sem
bent er áað heppilegt sé að flytja tiltekna stofnun, eða hluta
starfsemi hennar, frá höfuðborginni, rís upp kór þeirra sem
vilja óbreytt ástand.
í þriðja lagi
Á engan hátt skal úr því dregið að það getur verið mjög erfitt
fyrir opinbera starfsmenn. sem hafa komið sér vel fyrir í höf-
uðborginni og eiga þar ættingja sína og vini, að standa skyndi-
lega frammi fyrir því að starfsemin verði flutt út á land. En það
sem á að ráða úrslitum um hvort af flutningi verður eða ekki
er sú mikilvæga þjónusta sem stofnunin veitir. Ef fyrir liggur
að hægt er að sinna verkefnum opinberrar stofnunar með jafn
góðum árangri úti á landi eins og í Reykjavík, hlýtur það að
teljast eðlilegur þáttur í æskilegri byggðaþróun að leitast við að
finna henni slíkan nýjan stað. Ef menn á annað borð meina
eitthvað með tali um byggðastefnu.
Eltas Snæland Jónsson.
X þúsund sáu Elton
Garri er ekki töluglöggur mað-
ur og skammast sín töluvert
fyrir það. En það hafa fleiri
þennan djöful að draga.
Þannig fullyrtu hinir ýmsu
fjölmiðlar að fimm þúsund,
sex þúsund, sjö þúsund, átta
þúsund og tíu
þúsund manns
hefðu skemmt
sér konunglega
á tónleikum
Elton John á
Laugardags-
velli að kvöldi
uppstigningar-
dags. Og þrátt
fyrir að allt séu
þetta virtir fjöl-
miðlar og
áreiðanlegir
hvívetna, þá er
Garri engu nær
um þann fjölda
sem mætti á völlinn til þess að
hlýða á lagið góða um kertið í
kulda og trekki og aðrar vísur
Eltons áheyrilegar.
Staðreyndin er auðvitað sú
að hvað svo sem stærðfræðing-
ar, hagfræðingar og aðrir
reikni- og reikimeistarar segja,
þá ljúga tölur oftar en ekki og
það er yfirleitt hending ef töl-
um ber saman, samanber töl-
urnar um aðsókn á tónleika
Eltons.
Tölum mótmælt
Og þetta á auðvitað ekki að-
eins við þegar ákvarða á fjölda
gesta á útitónleikum. Tölur
eru yfirleitt handhægasta tólið
til að staðfesta haugalygi. Um
þetta er ótölulegur fjöldi
dæma. Þannig niuna flestir,
sem komnir eru yfir fertugt og
ljúga ekki til um aldur, eftir
misvísandi talningu Þjóðvilj-
ans heitins og Mogga á fjölda
þátttakenda á mómælafund-
um gegn stríðinu í Viet-Nam
eða öðrum þjóðþrifaverkum í
V
veröldinni sem Sjálfstæðis-
flokkurinn studdi með ráðuni
og dáð. Fimm hundruð mót-
mælendur í Mogga margföld-
uðust í Þjóðviljanum og nálg-
uðust oftar en ckki tíu þús-
und.
Tölunum
fylgdu svo
myndir til frek-
ari staðfesting-
ar. Myndin í
Mogga var tek-
in yst á mót-
mælafundin-
um þar sem
fólk stóð str-
jálast og virk-
aði fæst, en
myndin í Þjóð-
viljanum var
tekin þar sem
mest var þröng
á þingi og þús-
undir virtust viðstaddar.
Teljandi vandi
Og tölur eru enn brúkaðar í
blekkingarskyni og þeim ber
ekki saman. Þannig er til
dæmis ómögulegt að fá það á
hreint hvað menn bera úr být-
um í kjarasamningum eða
hver sér vergur meðalmunur á
launum og kaupi. Hallinn á
fjárlögum ríkisins sveiflast til
um nokkra milljarða eftir því
hvort talað er við stjórnarliða
eða stjórnarandstöðuna. Sjó-
menn henda ýmist milljón
tonnum af smáfiski í sjóinn
eða ekki einum einasta ugga.
Og svona mætti Iengi telja.
Ef það hefur yfirleitt einhvern
tilgang að telja þegar tölurnar
ljúga oftar en ekki uppstyttu-
laust.
Garri er að hugsa um að
setja plötu með Elton John á
fóninn og hlusta á hana einn.
Þá er tjöldi áheyranda a.m.k.
ekki á reiki. — GARRI
Jafnvægið í jafnréttiiiu
Jafnvægi og jafnrétti er sitthvað.
Jafnrétti er slagurinn milli kynja á
vinnumarkaði, sem er eina réttíæt-
ismálið sem vert er að gefa gaum,
enda er ekki um annað óréttlæti að
ræða í samfélaginu. Jafnvægið er
aftur á móti flóknara mál. Jafnvægi
1 byggð landsins er höfuðbaráttu-
mál 63 alþingismanna og hefur
verið kjörtímabil eftir kjörtímabil.
En völd þeírra og áhrif eru ekki
meiri en svo, að jafnvægið raskast
með sívaxandi hraða.
Nú á að fara að jafna jafnvægið
rétt einu sinni með því að flytja
jafnréttið úr sódómum stjórnsýsl-
unnar á Reykjavíkursvæðinu og
koma fjölmennum jafnréttis-
kontór norður í land. Þar næst líka
betri árangur í jafnréttisorrustunni
miklu en fyrir sunnan. Jafnréttis-
fulltrúi Akureyrar hefur nú lagt
vinnuveitanda sinn að velli og
stendur ytir höfuðsvörðum allra
kjarasamninga bæjarins, sem
Hæsiréttur hefur da-rnt marklitla
lögleysu. Jafnréttislögin voru
nefnilega brotin á sjálfum jafnrétt-
isfulltrúanum. Þarna er refurinn
farinn að bíta í sínu eigin greni,
hvaða lukku sem það kann að
stýra?
Út á kaldan
klaka
strjálbýlisins
Ríldsstarfsmcnn-
irnir í jafnréttis-
ráðinu eru nú
komnir í varnar-
stöðu og eru farn-
ir að berjast fyrir
réttlæti sér til
handa. Þeir harðneita að flytjast í
stijálbýliskjördæmi og segjst aldrei
munu hverfa frá kjötkötlunum og
úr yl stjórnsýslunnar í höfuðborg-
inni. Mun nú jaínréttið snúast upp
í að ná sem gróðavænlegustuni
starfslokasamningum út úr ríkinu.
Nú stendur einnig til að flytja
Byggðastofnun norður, en hún
hefði aldrei átt annars staðar að
vera. Þá bregður svo við að jafn-
fvægisberserkirnir sem þar starfa
við að styrkja búsetu í yfirgefnum
plássum telja sér mjög misboðið,
að ætlast til að þeir flytji sjálfir út á
land. Þeir hafa
greinilega aldrei
meint neitt með
starfi sínu og
þeim áróðri sem
þeir reka um að
einhverja þjóðar-
nauðsyn beri til
að halda við bú-
setumynstri milli-
stríðsáranna,
hvað sem breyttum atvinnuháttum
og öðrum lífsskilyrðum Iíður.
Málið er annars það, að þær rík-
isstofnanir sem hér eru nefndar
eru ónauðsynlegar og gagnsiausar
og þegar allt slrarfsfólkið segir upp
er Iag að leggja þær niður eða
bjóða þær upp eins og aðrar ríkis-
eignir, þótt verðlitlar súu.
Hagræðingar
Ef jafnréttisfulltrúi á Akureyri þarf
að leita til tveggja dómstiga til að
úrskurða um eigið jafnrétti, hvers
er þá ríkisrekið jafnréttisráð megn-
ugt? En það gæti haft einhvern til-
gang úti á landi, svo sem að fylla
upp í tómarúmið í einhverju
stjórnsýsluhúsinu og starfsfólkið
gæti unnið fyrir leigunni í félags-
Iegum húsum, sem eru þung byrði
á sveitarsjóðunum. Þannig gæti
jafnréttisráð jafnað jafnvægið í
byggð landsins.
Byggðastofnun er eins gagnslaus
og hún er dýr í rekstri. Þvf er hag-
kvæmst að selja eigur hennar og
afhenda lífvænlegum sveitarfélög-
um framlögin til eigin þarfa. Þau
verja þeim varla á vitlausari hátt
gert hefur verið til þessa. En það
breytir engu um jafnvægið sæla,
seni allir vilja stuðla að, en enginn
veit hvað er fremur en jafnréttið.
spuiíla
svaura(ð>
Er réttlætanlegt :n) nota
otóiðkynvillingur í opin-
berri umræðu?
(Samtökin 78 hafa gert at-
hugasemdir við umfjöllun
sjónvarpsstöðvarinnar
Omega, þar sem þetta þetta
orúernotað.)
Ari Páll Kristinsson
forstöðwuaðuríslenskrarmálstöðvar.
„Ævinlega verð-
ur að hafa í huga
í málnotkun
óskrifaðar reglur
um sjálfsagða
kurteisi og virð-
ingu gagnvart
öðru fólk. 1 íslensku málsamfé-
lagi er það alkunna að orðið kyn-
villingur hefur neikvæða tilvísun
og er gildishlaðið. Þetta verða
menn að hafa í huga í opinberri
umræðu."
Felix Bergsson
leikari.
„Nei, það er ekki
réttlætanlegt á
nokkurn máta.
Það orð er ein-
faldlega mjög
særandi og
móðgandi fyrir
mjög stóran hóp fólks. Þegar
höfum við kært Omega fý'rír að
nota þetta orð - og ég vona að
stjórnendur stöðvarinnar verði
áminntir alvarlega, og ef þeir sjá
ekki að sér verði þeir sviptir út-
sendingarleyfi. Eða mundum við
Ieyfa nýnasistum að starfrækja
sjónvarpsstöð til að berja á inn-
flytjendum eða fólki af öðrum
kynþætti en okkar norræna."
Katrín Fjeldsted
þitigamaðwog læknir.
[—" „Orðið kynvill-
J ingur var notað
,1 fyrir Iöngu síðan
Ipj *** *** 1 fornum bókum
P , ■ / °g var málvcnja
J lengi framan af.
fe—'Afe ,,.W En ég held að
flest hugsandi fólk hafi í dag los-
að sig þá fordóma sem orðinu
fylgja. Mér finnst samkyn-
hneigður miklu betra orð, heldur
cn til dæmis hommar og lesbíur,
enda er farið að nota það í æ rík-
ari mæli. - I upplýstu samfélagi
Iíðandi stundar, þar sem trúfrelsi
ríkir, gætum við með sömu rök-
semdum farið að nota orðið trú-
villingur, sem einnig er gamalt
og gott íslenskt orð um þá sem
eru ekki lútherskrar túrar. En
slíkt á ekki við lengiur því orðið
trúvillingur hcfur hefur gengið
sér til húðar.“
Björgvin G. Sigutðarsson
framkvæmdastjóriSamJylkingarinnar.
„Það er bókstaf-
lega andstyggi-
legt að nota orð-
ið kynvillingur í
opinberri um-
ræðu - og lýsir
afar undarlcgum
þankagangi mannfyrirlitningar
og fordóma. Orðið ber með sér
að það sé óeðli að vera samkyn-
hneigður, en svo er að sjálfsögðu
ekki og það er hreint út sagt til
skammar að nú í upphafi 21.
aldarinnar skuli menn vera fastir
í feni slikra fordóma.“