Dagur - 03.06.2000, Blaðsíða 11
Xfc^HT
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 - 11
ERLENDARFRÉTTIR
Clinton vill Rússa
inn í ESB og NATO
Þjóóverjar veittu
Clinton viöurkeim-
ingn fyrir framlag
hans til sameiningar
Evrópu.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
segir mikilvægt að Rússland
hljóti aðild að bæði Evrópusam-
bandinu (ESB) og Atlantshafs-
bandalaginu (Nató). Rússland
þurfi að verða fullgildur hluti af
Evrópu og ekki megi loka nein-
um dyrum á Rússa í þeim efn-
um.
Þetta sagði hann í ræðu sem
hann flutti í borginni Aachen í
Þýskalandi í gær, þar sem hann
var að taka á móti viðurkenningu
sem kennd er við Karlamagnús.
Verðlaunin hlaut hann fyrir
framlag sitt til sameiningar Evr-
ópuríkja, og af ræðu hans að
marka hvetur hann ákaft til þess
að haldið verði áfram á þeirri
sameiningarbraut. Það var borg-
arstjórinn í Aachen sem afhenti
honum verðlaunin, en borgin
hefur veitt þessi verðlaun frá því
1950. Clinton er þriðji Banda-
ríkjamaðurinn sem hlýtur þessi
verðlaun, en á undan honum
hafa þeir Henry Kissinger og Ge-
orge Marshall hlotið þessi verð-
Iaun.
Tyrkir og BaLkanskaginn
lika
Hann sagði t.a.m. við sama tæki-
færi einnig mikilvægt að Tyrk-
land verði einnig tekið fullkom-
lega inn í samstarf Evrópuríkj-
anna. Og ekki bara Tyrkland,
heldur á endanum Balkanskaga-
ríkin öll. „Það er eina leiðin til
þess að gera frið varanlegan á
þessu heiftarlega sundraða
svæði," sagði Clinton.
Clinton heldur til Rússlands á
laugardaginn og hittir þar Vla-
dimír Pútín forseta að máli.
Clinton sagði enga tryggingu
enn vera fýrir því að lýðræðiö lifi
af f Rússlandi, en svo mikið væri
í húf'i að gera verði allt til þess að
hvetja Rússa á lýðræðisbraut-
inni. Að öðrum kosti myndi
framtíðin einkennast af „skað-
vænlegri samkeppni milli Rússa
og Vesturlanda" og það væru
endalokin á öllum hugmyndum
um sameinaða Evrópu.
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, hélt ræðu við verð-
launaafhendinguna, sem fór
fram við hátíðlega athöfn í dóm-
kirkjunni í Aachen, þar sem há-
sæti Karlamagnúsar stendur
Clinton virðir fyrir sér veröiauna-
peninginn.
enn. Clinton skoðaði m.a. há-
sætið ásamt föruneyti sínu og
þýskum ráðamönnum, og þótti
greinilega mikið til stærðar þess
koma. Jarðneskar leifar Karla-
magnúsar, eða Karls mikla, eru
grafnar þar í dómkirkjunni.
Karl mikli var uppi á árunum
742-814. Hann hóf feril sinn
sem konungur Frankaríkis, en
náði síðan að „sameina“ Evrópu
á eigin forsendum með því að
sölsa undir sig megnið af henni
og lét að lokum páfa krýna sig
Rómarkeisara lýrir 1200 hund-
ruð árum.
I ræðu sinni bar Schröder,
kanslari Þýskalands, lof á fram-
lag Clintons til einingar Evrópu
og nefndi sérstaklega að það
væri ákaflega þakkarvert að
Clinton hafi séð til þcss að
Bandaríkin misstu ekki áhugann
á Evrópu eftir fall Járntjaldsins.
Að athöfninni í Aachen lok-
inni, sem þúsundir manna fylgd-
ust með á útiskiá skammt frá
dómkirkjunni, hélt Clinton til
Berlínar þar sem leiðtogar 14
ríkja hittust til þess að ræða um
„nútíma stjórnunarhætti".
Pútín vill sameigmlegar
flugskeytavamir
í sjónvarpsviðtali á bandarísku
sjónvarpsstöðinni NBC í gær
sagði Vladimír Pútín að hann
myndi leggja það til við Clinton
á fundi þeirra að Rússar og
Bandaríkjamenn komi sér upp
sameiginlegum flugskeytavörn-
um, en áætianir Bandaríkja-
manna um slíkt varnarkerfi hafa
verið eitt helsta deiluefni ríkj-
anna sfðustu misserin.
Bandaríkin hafa lagt mikla
áherslu á að Rússar samþykki
breytingar á ABM-samningnum
frá 1972 um takmarkanir á
kjarnorkuvopnum, til þess að
Bandaríkjunum verði kleift að
setja upp slíkt varnarkerfi án
þess að brjóta ákvæði samnings-
ins. Clinton vonast til þess að
Rússar fallist á slíkar breytingar
nú þegar hann sækir Pútin heim
um helgina.
Fyrir skömmu hafði Clinton
boðið Evrópuríkjum afnot af
varnarkerfinu, og Pútín tók það
fram í sjónvarpsviðtalinu að
hann væri einnig fylgjandi því að
önnur Evrópuríki fengju að
njóta góðs af sameiginlegum
flugskeytavörnum Bandaríkj-
anna og Rússlands, ef af verður.
Bandaríkin hafa einnig átt í
ágreiningi við önnur Evrópuríki
vegna áætlana um flugskeyta-
varnarkerfi sitt, eins og kom í
ljós á fundi þeirra Schröders og
Clintons á fimmtudag. Ekki síst
hafa Þjóðverjar verið gagnrýnir á
þessar hugmyndir Bandaríkja-
manna, sem er smækkuð útgáfa
af hugmyndum Ronalds Reag-
ans Bandarfkjaforseta fyrir
meira en áratug um varnir úti í
geimnum gegn flugskeytum.
Að loknum fundi þeirra sagð-
ist Schröder hafa lýst áhyggjum
sínum af því að slíkar hugmynd-
ir geti leitt til þess að vopna-
kapphlaup fari af stað á nýjan
leik.
800 býli tekin ei&namámi
SIMBABVE - Stjórnvöld í Simbabve hafa birt lista yfir 804 bænda-
býli í eigu hvítra, sem ákveðið hef’ur verið að taka eignarnámi og af-
henda svörtum íbúum landsins til eignar. Bændurnir hafa mánaðar
frest til þess að andmæla þessari ákvörðun. A síðustu mánuðum hafa
a.m.k. 30 manns látið lífið í átökum út af landtökumálunum.
Bamaræninginn úr
lífshættu
LÚXEMBORG - Maðurinn sem hélt 25
börnum og þremur fullorðnum í gísl-
ingu á leikskóla í Lúxemborg er kominn
úr lífshættu. Lögregluþjónn skaut
tveimur skotum í höfuð mannsins í fyrr-
inótt og frelsaði með því gísla hans eft-
ir 28 tíma umsátur. Skotin komu í höf-
uð mannsins og var honum í íý'rstu ekki
hugað líf, en eftir að hafa verið á skurð-
arborði í Lúxembúrg klukkutímum
saman var tilkynnt að hann myndi Iifa
af. Maðurinn, sem er 39 ára, virðist hafa verið í hefndarhug vegna
þess að forræði yfir tveimur börnum hans var dæmt af honum fyrir
sex árum. Allir gíslarnir sluppu heilir á húfi.
Speight vill verða forsætisráðherra
FIDJÍEYJAR - George Speight, leiðtogi uppreisnarmanna á Fídjíeyj-
um, vill verða forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn. Speight hrakti
hinn indverska Mahendra Chaurídry úr embætti forsætisráðherra
með því að taka hann í gíslingu ásamt rúmlega 30 öðrum og krefjast
þess að skipt verði um stjórn. Herinn á Fídjíeyjum tók síðan að sér
stjórn landsins um síðustu helgi, og standa nú yfir samningaviðræð-
ur milli herstjórnarinnar og uppreisnarmannanna.
FlóttamaimastTaimiiir frá Erítreu
SÚDAN - Um það bil 150.000 erítreskir flóttamenn eru nú við
landamæri Súdans. Skortur er á matvælum í Erítreu eftir stríðsátök-
in við Eþíópíu. Nú þegar eru 45.000 flóttamenn komnir til Súdans,
þar sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sinnir þeim.
Eþíópfa segir stríðinu við Erítreu vera lokið, en Erítreumenn neita
enn að fallast á vopnahlé. Deilurnar snúast á yfirborðinu um ómerki-
legt landamærasvæði, sem er að mestu leyti eyðimörk.
Bush frestar aftöku
BANDARIKIN - George W. Bush,
ríkisstjóri í Texas og forsetalrambjóð-
andi Repúblikanaflokksins, hefur í
fyrsta sinn á ferli sínum heimilað að
aftöku manns sé frestað. Ricky
McGinn hefur hlotið dauðadóm íýr-
ir morð, en aðeins 15 mínútum áður
en fullnægja átti dómnum í • fyrra-
kvöld bárust þau skilaboð frá ríkis-
stjóranum að aftökunni verði frestað
um þrjátíu daga. Hinum dæmda var
þar með gefið færi á að sýna fram á
sakleysi sitt með nýjum erfðaprófum.
McGinn hlaut dóm fýrir nauðgun og
morð á tólf ára stjúpdóttur sinni, sem framið var árið 1983.
George l/l/. Bush, forsetafram-
bjóðandi.
Gíslamir ekki lausir á uæstuuui?
FILIPPSEYJAR - Gíslarnir 21, sem múslimskir uppreisnarmenn á
Filippseyjum hafa haldið vikum saman, óttast að þeir verði ekki látn-
ir lausir næstu vikurnar. Ekkert hefur gengið f samningaviðræðum,
og nú eru skæruliðarnir byrjaðir að reisa kofa handa þeim til þess að
dveljast í, en til þessa hafa gíslarnir dvalist f tjöldum.
Peres forseta-
frambjóðaudi
ÍSRAEL - Verkamannallokk-
ur Israels valdi í gær Shimon
Peres, (yrrverandi forsætis-
ráðherra, sem forsetafram-
bjóðanda sinn. Frambjóðandi
Likudflokksins verður Moshe
Katsav, þingmaður. Efna
þurfti til forsetakosninga eft-
ir að Eser Weizman, fráfar-
andi forseti, sagði af sér
vegna fjármálahneykslis.
Skakki tumiuu opnaður eftir rúmt ár
ITALIA - Skakki turninn í Písa á Ítalíu vcrður opnaður almenningi á
ný í júní á næsta ári, að því er sérfræðinganefnd sem haft hefur um-
sjón með endurnýjun turnsins sagði í gær. Aðgangur að honum hcf-
ur ekki verið heimilaður frá því 1990, en þá þótti turninn vera farinn
að hallast einum of mikið. Nú hel’ur tekist að draga úr hallanum um
12 sentimetra. m.a. með því að grafa undan honum öðru megin.
Shimon Peres, forsetaframbjóðandi.