Dagur - 01.08.2000, Qupperneq 1
Þriðjudagur 1. ágúst 2000
Verð í lausasölu 150 kr.
Er siðanefnd presta
með ölliun mj alla?
Sr. Hjálmar Jónsson al-
þingismaður harðorð-
ur um dóm siðanefnd-
ar presta í máli Hr.
Sigurbjöms Einars-
sonar vegna ummæla
hans um gagnrýnend-
ur Kristnihátíðar.
„Ég veit ekki hvort siðanefndin er
með öllum mjalla," segir sr.
Hjálmar Jónsson, alþingismaður.
Hann er ósáttur við þann dóm
sem siðanefnd Prestafélags Is-
lands kvað upp fyrir helgina
vegna ummæla Sigurbjarnar Ein-
arssonar biskups um gagn-
rýnendur kristnihátíðar. í viðtali
við DV skömmu eftir kristnihá-
tíðina í júiíbyrjun kvaðst Sigur-
björn efast um heilbrigði þeirra
manna og sagði sitthvað í mál-
flutningi þeirra minna.á það
allra versta sem verstu nasistar
og kommúnistar höfðu fram að
færa á sínum tíma.“ Siðanefndin
taldi að Sigurbjörn hefði ekki
brotið siðareglur prestafélagsins
en betur hefði farið að
hófsamari samlíkingar
hefðu verið notaðar og
óþarfi hefði verið að
blanda geðsjúkum inn í
umræðuna.
Likmgamál er rauð-
ur þráður
„Það þarf engin siða-
nefnd að kenna Sigur-
bimi biskupi að tala.
Myndir og líkingamál
eru rauður þráður í öllum boð-
skap kirkjunnar um aldirnar til
þess að betur skiljist hvað átt er
við. Þetta er ríkur þáttur í boðun
orðsins. Tökum til dæmis Jón
biskup Vídalín, sem kvað fast að
orði. Að ekki sé minnst á Martein
Lúther. Siðanefnd Prestafélags
íslands árið 2000 myndi veita
þeim alvarlegar áminningar væru
þeir uppi í dag.“
Hann segir það sína skoðun að
viljandi hafi verið snúið út úr
ummælum Sigurbjarnar biskups,
þau hafi vissulega verið hörð en
sett fram sem líkingamál sem
hver maður hefði átt
að geta skilið. Því séu
það mistök af hálfu
siðanefndarinnar að
hafa ekki vísað frá
kæru Sigurðar Þórs
Guðjónssonar vegna
þessara ummæla Sig-
urbjarnar. Það sé út-
úrsnúningur og í
besta falli misskiln-
ingur að Sigurbjörn sé
að fara niðrandi orð-
um um geðsjúkt fólk.
Hjálmar er félagi í Prestafélagi
íslands með fagaðild þótt hann
sé nú hættur prestskap - í bili að
minnsta kosti. „Sá sem er prestur
verður alltaf prestur," segir
Hjálmur og veltir upp þeim
möguleika að ef einhverjum
pólítískum andstæðingi sínum
mislíki orð sín í skylmingum á Al-
þingi, þá geti sá hinn sami snúið
sér til siðanefndarinnar með
kæru.
í hæsta máta óeðlilegt
„Sjálfsagt gæti einhverjum ein-
staklingi í þjóðfélaginu dottið í
hug að kæra til siðanefndarinn-
ar,“ segir sr. Hjálmar Jónsson.
„Miðað við þcssar trakteringar á
Sigurbirni biskupi ætti ég varla
von á góðu.“ Það er hins vegar
afdráttarlaus skoðun hans að
kæru Sigurðar Þórs Guðjónsson-
ar á hendur Sigurbirni hefði
siðanefndin átt að vísa frá. „Hún
hefði átt að rökstyðja það með
aðildarskorti að þessu máli.
Meiðyrðalög gilda aftur á móti í
landinu og allir geta jafnt leitað
til dómstóla telji þeir að sér veg-
ið. A hátíðarári kristninnar í
landinu bíður málstaður hennar
hnekki við svona fráleita máls-
meðferð. En fyrst og síðast finnst
mér þessi aðför að Sigurbirni
Einarssyni í hæsta máta ómak-
leg. Hann hefur ávallt á langri
ævi sinni tekið svari lítilmagnans
í þjóðfélaginu og verið trúr þjóð
sinni bæði sem þjónn hennar og
leiðtogi." - SBS.
Konan áirain
í varöhaldi
Gæsluvarðhald yfir manni, sem
úrskurðað var þann 24. júlí s.l.
vegna rannsóknar á Iáti Hall-
gríms Elíssonar að Leifsgötu 10,
rann út s.l. föstudag. Ekki var
talin ástæða til að gera kröfu um
framlengingu á gæsluvarðhaldi
hans.
Gæsluvarðhald yfir konu, sem
úrskurðað var þann 24. júlí s.l.
rann út í dag. Að kröfu lögreglu
hefur gæsluvarðhald yfir henni
verið framlengt til 5. sept. n.k. í
þágu rannsóknar málsins. Kon-
an er grunuð um að hafa valdið
dauða Hallgríms.
Hallgrímur er talinn hafa Iát-
ist eftir hádegi sunnudaginn 23.
júlí s.l. af völdum áverka, sem
hann hlaut á hálsi. Rannsókn
málsins miðar að sögn Iögregl-
unnar vel. Eftir er þó að yfir-
heyra fólk um einstaka efnis-
þætti rannsóknarinnar og er því
ekki á þessari stundu hægt að
upplýsa nánar um málsatvik.
- FÞG
mmmmmmmmmmatmmmmm
Ólafur Ragnar Grímsson verður settur í embætti forseta íslands öðru sinni síðdegis i dag. Athöfnin hefst með leik
Lúðrasveitar Reykjavíkur á Austurvelli kl. 15, en hálftíma síðar gengur forsetinn, fjölskylda hans og hópur ráða-
manna úr Alþingishúsinu í Dómkirkjuna þar sem biskup íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, stýrir helgistund. Kl. 16
veröur gengið úr kirkju í þinghúsið og þar fer embættistakan fram. Miklar breytingar hafa verið gerðar í sal Al-
þingis vegna athafnarinnar, og Dókirkjudyrnar voru þvegnar í gær. myndir: ej
Útreikningar Dags sýna vel hversu
skattgreiðslur landsmanna hafa
vaxið gríðarlega sl. áratug.
Skattmann
fitnar emi
Hið opinbera fékk samtals 88,5
milljarða króna í tekju- og eigna-
sköttum og útsvari samkvæmt
skattauppgjöri ársins 2000.
Þetta gera 317.773 krónur á
hvert mannsbarn eða 1.271.100
krónur, rúma milljón, á hverja
fjögurra manna fjölskyldu. I
Reykjavík er hver fjölskylda að
greiða eina og hálfa milljón í
skatta.
Útreikningar Dags sýna vel
hversu skattgreiðslur lands-
manna hafa vaxið gríðarlega sl.
áratug. 1991 fékk hið opinbera
að núvirði 51,4 milljarða króna í
tekju- og eignasköttum og út-
svari eða 201.010 krónur á
hvert mannsbarn - 804.000 á
hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu. Skattur á hvern lands-
manna hefur því vaxið um 117
þúsund krónur á áratugnum og
hver fjögurra manna fjölskylda
er nú að greiða 467 þúsund
krónum meira að raunviröi í ár-
legan skatt en hún gerði fyrir
áratug. Raunhækkun skattanna
er uppá 58%.
Erfingjar og bíókóngar
Bæði hafa tekjur manna hækkað
á tímabilinu, en hitt vegur ein-
nig þungt að skattleysismörk
hafa lækkað og gjaldendum
stórfjölgað. 1 Reykjavík einni
hefur gjaldendum fjölgað um
40% á sama tíma og borgarbú-
um hefur Ijölgað um 13%.
I miðopnu blaðsins í dag er
fjallað um skattheimtuna og list-
ar birtir yfir skattakónga lands-
ins. Guðni Helgason rafvirkja-
meistari er skattakóngur ársins,
en fast á hæla honum kemur ör-
yrki, sem jafnframt kemur af
Ijöllum, þvf hann kannast ekki
við meiri umsvif en sem nemur
bótunum hans. Meðal annarra
skattakónga eru erfingjar Pálma
í Hagkaup, bíó-kóngarnir Árni
Sam. og Jón Ólafsson, Kjartan
Gunnarsson framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins og Kári f
DeCode. - FÞG
DFH-P3100-B
• 4x45 magnari • RDS
• Stafrænt útvarp FM MW LW
• 24 stöðva minni • BSM • Laus framhlið
• RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn
• Loudness þriskiptur
Setjum tækið í bílinn
þér að kostnaðarlausu
Gerir góðan bíl betri
RóDI QMkIísT
Qeislagötu 14 • Slml 462 1300
r) BRÆOURNIR
fcösr ©ORMSSQN
•Slml 462 1300 Lágmúla 8 • Sími 530 2800
I