Dagur - 01.08.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 01.08.2000, Blaðsíða 2
s } * v ' 't 2 - ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 FRÉTTIR Framsóknarflokkur sýnl ihaldi klaemar Jónína haldið nógu vel Jón Bjartmarz. á lofti? Kristjánsson. ísólfur Gylfi Hjálmar Ingibjörg Pálmason. Árnason. Pálmadóttlr. Framsóknarmenn uggandi vegna fylgis lægðar fLokksins. Ungliðar heimta „meiri grimmd gegn íhaldinu.“ Við þetta litla fylgi verður ekki unað, segir Jónína Bjartmarz. Rætt á landsstjómarfundi í águst. Greinilegt er að framsóknar- menn hafa hrokkið illa við þegar niðurstaðan úr skoðanakönnun Gallups var kynnt á dögunum. Þar mældist flokkurinn með 12% fylgi sem er mikil fylgislækkun frá síðustu kosningum. Ávefsíðu ungra framsóknarmanna í gær er þess krafist að flokkurinn sýni „meiri grimmd gegn íhaldinu" og fullyrt að „ef flokkurinn sýnir ekki klærnar munu æ fleiri kjós- endur álíta Framsóknarflokkinn því miður vera eins konar fjórða hjól undir vagni hins allsráðandi Sjálfstæðisflokks." Óviðunandi „Mér finnast þessar vangaveltur ungra fram- sóknarmanna mjög eðli- legar. Eg er viss um að margir hinna eldri hugsa á svipuðum nótum þegar þeir velta fyrir sér skýr- ingunum og hvað sé til ráða. Mér finnst auðvit- að flokkurinn ekki eiga þetta fylgisleysi skilið miðað við mörg góð verk og það er alveg ljóst að við þetta litla fylgi verður ekki unað,“ sagði Jónína Bjartmarz, þingmaður flokksins í Reykjavík. Jón Kristjánsson, þing- maður flokksins á Aust- urlandi, sagðist telja þessa fylgislægð vera til- komna vegna þess að flokkurinn hafi staðið í afar erfiðum málum og það megi alltaf búast við að menn uppskeri ekki að kvöldi. „Eins er það að okkur tekst ekki að brúa þessa gjá sem er að verða á milli dreifbýlis og þétt- býlis. Og það sem við höfum ver- ið að gera í þessum málum mælist kannski ekkert vel fyrir á höfuðbogarsvæðinu," segir Jón. Hann sagði stefnu flokksins vera skýra en hún færi ekki alltaf saman við það sem semja þarf um við samstarfsflokkinn og það pirri sjálfsagt marga. Samstarfsflokkiirinji græðir Isólfur Gylfi Pálmason, þing- maður Sunnlendinga, sagði að menn væru að sjálfsögðu að velta þess- um hlutum fýrir sér og ástæðum fylgislægðar- innar. Hann sagði að á landsstjórnarfundi flokksins síðar í ágúst yrðu þessi mál að sjálf- sögðu rædd. „Það er algerlega óþol- andi að vera endalaust að tapa og við verðum að skoða það rækilega hvernig við ætlum að snúa vörn í sókn. Okkur hefur gengið ágætlega með þau ráðuneyti sem flokkurinn hefur. En þegar upp er staðið er það samstarfsflokkurinn sem græðir en ekki við. Við getum ekki unað því,“ segir Isólfur Gylfi. „Það eru margar skýr- ingar á þessari fylgis- lægð. Ymsar ldaufalegar uppá- komur og svo hitt að kynningar- þátturinn í starfi flokksins á þeim mörgu góðu verkum sem við höfum verið að vinna, er ekki nógu góður. Okkur hefur ekki tekist að koma þeim á framfæri. Á því sviði eru ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins snillingar," segir Hjálmar Árnason, þingmaður Reyknesinga. Hann segir lfka að oftast sé það þannig að minni flokkur gjaldi fyrir það að vera í sam- starfi við stærri flokk. Stjórn- málasagan sýni það. Hann segir ennfremur að ágreiningur milli stjórnarflokkanna hafi alltaf ver- ið leystur í lokuðum herbergjum. Kannski sé það ekki rétt taktík. „Enda þótt skoðanakönnun sé ekki það sama og kosningar er virðing mín fyrir kjósendum meiri en svo að ég taki ekki mark á þeim skilaboðum sem felast í skoðanakönnuninni. Ég tek fullt mark á þessum varnaðarorðum frá kjósendum. I pólitík er hver sinnar gæfu smiður og það hefur ekkert upp á sig að kenna sam- starfsflokknum um slakt gengi okkar framsóknarmanna. Við framsóknarmenn verðum bara að taka höndum saman og koma flokknum yfir 20% í vinsælda- könnunum,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um þessa erfiðleika Framsóknar- flokksins. — S.dór — Sjú einnig bls. 7. Hrossaræktin fær ekki styrki Ræktuarstarf með íslenska hestinn er nú í miklum vanda vegna lokunar þýska markaðarins, en landbúnaðarráðherra telur ekki líkur á opinberri aðstoð. Landbúnaðarráðherra segist ekki eiga von á opinberri aðstoð við þá hrossaræktendur sem eru komnir á hnén vegna Þýska- landsmálsins. Það kom fram í viðtali við Sigur- björn Bárðarson í Degi sl. Iaug- ardag að hrossaræktendur væru mjög illa settir vegna þess að Þýskalandsmarkaðurinn hefur verið nær alveg lokaður síðan rannsókn á skatta- og tollsvikum varðandi innflutning á íslensk- um hestum í Þýskalandi hófst. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra var spurður um þetta mál. „Því miður er það hárrétt hjá Sigurbirni Bárðarsyni að at- vinnumenn í hrossarækt, sem gert hafa út á að selja íjölskyldu- hesta til Þýskalands, eru nú mjög illa settir. Þeir sem vilja kaupa hesta frá íslandi eru hálf lamaðir vegna rannsóknarinnar og þeir sem eru keppinautar okk- ar í hrossasölu á þýska markaðn- um notfæra sér nú ástandið. Hins vegar er uppgangur hér innanlands og við blasa nýir möguleikar í Ameríku eins og Sigurbjörn bendir á en það tekur sinn tíma að vinna þá markaði," sagði Guðni. Ekki frekari styrkir Sigurbjörn Bárðarson sagði að opinber aðstoð yrði að koma til ef Þýskalandsmálið leysist ekki inn- an tíðar. Guðni var spurður hvort hann ætli að beita sér fyrir að- stoð við þessa hrossaræktendur. „Eg vil ekkert segja um það á þessu stigi. Rfkisstjórnin hefur lagt mikla peninga í hesta- mennskuna, til að styrkja hana sem atvinnugrein og ég efast því um að samstaða fáist til frekari styrkveitinga eins og málin stan- da nú,“ sagði Guðni Ágústsson. - s.DÓR Bensínverð lækkar Öll olíufélögin lækkuðu bensínverð í gær. Olís reið á vaðið í morgunsár- ið og Olíufélagið og Skeljungur komu svo í kjölfarið. Þannig kostar Iítr- inn af 98 oktana bensíni nú 99,70 kr., 95 oktana bensín 95 kr. lítrinn og dísilolíulítrinn verður á 41,50 krónur. Ekki er talið ólíklegt að bensínverð lækki meira á næstunni. - sbs. VörusMptahalliim eykst enn Hallinn á vöruskiptum Islendinga við útlönd var miklu óhagstæðari á fyrstu sex mánuðum þessa árs en í fyrra. Núna nam hallinn 18,5 millj- örðum króna, en vöruskiptin voru óhagstæð um 10,3 milljarða árið 1999. Munurinn er því 8,2 milljarðar. Þrátt fyrir þetta jókst útflutningur fyrstu sex mánuði ársins um 2% í samanburði við árið á undan. Innflutningurinn jókst hins vegar miklu meira eða um 12%. Um þriðjungur aukins innflutnings er vegna verð- hækkunar á eldsneyti, en tveir þriðju vegna annarra vöruflokka. Þorbirni gengur vel Góð framlegð hefur verið af rekstri Þorbjarnar, að því er fram kemur í frétt á vef Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA). Þorbjörn hf sendi frá sér hálfsárs uppgjör í gær og segir í fféttatilkynningu frá félaginu að af- koman af rekstrinum fyrri hluta ársins hafi verið í samræmi við áætlun félagsins. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 344,5 milljónir króna, en það samsvarar 28% af heildartekjum. Hagnaður af reglulegri starfssemi fyrir skatta var 122 milljónir kr., eða 10% af tékjum, og hagnaður ársins nam 83,6 milljónum, eða 6,8% af tekjum. FBA hafði spáð því að hagnað- ur fyrir afskriftir og fjármagnsliði yrði 325 milljónir, en hagnaður ársins yrði 168 milljónir. Munurinn, segir í frétt frá FBA, skýrist m.a. af óhagstæðari fjár- magnsliðum og hærri afskriftum. Veltufé frá rekstri var kr. 280,3 milljón- ir, eða 22,8% af tekjum, og hefur ekki áður verið hærra. Afborganir teMiar af vaxtabótum Fjármáfaráðuneytið dregur gjaldfallnar afborganir á Iánum íbúðalána- sjóðs frá vaxtabótum. í tilkynningu frá sjóðnum segir að ráðuneytið miði við gjalddagann 15. júnf 2000 og eldri gjalddaga ef afborganimar vom ógreiddar 5. júlí síðastliðinn. íbúðalánasjóður mun endurgreiða þeim sem greiddu gjaldfallnar afborganir íbúðalána sinna vegna fyrrgreindra gjalddaga eftir 5. júlí en fyrir 30. júlí. Það verður gert í fyrstu viku ágúst- mánaðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.