Dagur - 01.08.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 01.08.2000, Blaðsíða 8
8- ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 ÍÞRÓTTIR SMATT OG STORT UMSJÓN: BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON bjb@ff.is Úlafur G. Einarsson. Skýr skilaboð [yr hefui Það nefur mikið gengið á í kringum þann skemmtilega og sérlundaða alþingismann Pétur H. Blöndal. Hann sagði sig úr efnahags- og viðskiptanefnd og skammaði Alþingi og gagnrýndi störf þess harðlega. Fyrir þetta hefur hann hlotið hrós sumra en gagnrýni annarra. Einn þeirra sem hafa gagnrýnt Pétur fyrir ummæli hans um Alþingi og störf þess er Olafur G. Einarsson, fyrrum forseti Alþingis. Þegar þetta bar á góma þar sem Olafur var staddur á dögunum sagði hann að Pétur H. Blöndal væri með þessu brölti sínu að senda kjósend- um í Reykjavík skýr skilaboð um að það þýddi ekkert að kjósa hann til þings. Hann kæmi þar engu fram. Pétur H. Blöndal. „Það hlýtur því að vera ólíkt þægilegra að reka olíufélag á Islandi en í Svíðþjóð þar sem stöðugt þarf að breyta verði, allt eftir því hvernig vindar blása á heims- markaði". ÓIi Björn Kárason í DV /* Sér á báti Og meira um Pétur H. Blöndal. Flokksbróðir hans og kollega Kristján Pálsson sagði að sér líkaði vel við Pét- ur. Hann væri hins vegar alveg sér á báti í flestum mál- um og ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar gætu slíkir menn ekki ætlast til þess að samflokksmenn þeirra fylgdu þeim að málum í sérviskunni. Nefndi Kristján sem dæmi tvær hugmyndir sem Pétur hefur komið fram með. Annað er 15% flatur tekjuskattur á alla, hvort sem þeir hafa 100 þúsund eða milljón á mánuði. Hitt væri hugmyndin um að aflakvótanum yrði skipt niður á hvert mannsbarn í landinum sem síð- an réði hvað það gerði við sinn hlut. „Menn með svona skoðanir geta ekki ætlast til þess að koma þeim fram á Alþingi," sagði Kristján Pálsson. Kristján Pálsson al- þingismaður. Hafði rétt íyrir Skömmu eftir að fyrstu vasareiknitölvurnar komu á markað hér var gamall maður að hjálpa syni sínum sem rak matvöruverslun. Hann var á lagernum og fyrir jólin afgreiddi hann þar viðskiptavini sem keyptu malt og appelsín til jólaölsgerðar sem og aðra gosdrykki. Einn daginn var karlinn kominn með nýjan vasareikni en bar fullt vantraust til hans. Eitt sinn þegar hann var bú- inn að afgreiða einn viðskiptavininn og hafði lagt upphæðina saman á stóru pappaspjaldi tók hann upp tölvuna og sagði: „Það er best að sjá hvað hún ger- ir.“ Síðan sló hann tölurnar inn og fékk útkomu. „Sko til,“ sagði karlinn. „Hún gerði þetta rétt.“ ■ fína og fræga fúlkið Móðir Meg Ryan yfirgaf hana þegar Meg var barn og afar stirt hefur verið með mæðgunum. Nú kemur móðirin dóttur sinni tii hjálpar í fjöi- miðlum. Stuðniiigiir frá mömmu I uppsiglingu er hörð forræðisdeila milli leikar- anna Meg Ryan og Dennis Quaid nú þegar Meg hefur tekið saman við Russell Crowe. Meg og Dennis voru gift í níu ár og eiga átta ára gamlan son, Jack. Meg er sögð hafa miklar áhyggjur af því að skilnaður muni taka mjög á Jack. Sjálf varð Meg fyrir því í æsku að móðir hennar yfir- gaf hana, systkini hennar og föður. Meg hefur oft talað um einmanalega æsku sína og sam- band hennar og móðurinnar hefur verið mjög stirt. Móðir Meg, Susan, sagði í nýlegu viðtali að Meg hefði alltof lengi hangið í hjónabandi með manni sem átt hefur við fíkniefnavanda að stríða. Móðirin segir: „Eg vona að Meg finni þá hamingju sem hún Ieitar að en ég óttast að svo verði ekki. Eg veit að hún dýrkar son sinn, ég vona bara að hann verði ekki fórnarlamb í þessu máli.“ Dagslistinn 0 0 Rakel Ögmundsd., Breiðab. Guðrún Gunnarsdóttir, KR Iris Sæmundsdóttir, IBV Justine Lorton, Stjörnunni Sigrún Óttarsd., Breiðabl. O o---------------------------- Auður Skúlad., Stjörnunni Elfa B. Erlingsdóttir, Stjörn Olga Færseth, KR Ásthildur Helgadóttir, KR Guðlaug Jónsdóttir, KR Margrét Ólafsd., Breiðabl. María B. Ágústsd., Stjörn. Rakel Logadóttir, Val 0 Karen Burke, ÍBV Erna B. Sigurðard., Breiðab. O Bryndís Jóhannesd., ÍBV Eva Sóley Guðbjörnsd. Brbl. Guðrún H. Finnsd., Stjörn. Hanna Stefánsdóttir, FH Hjördís Þorsteinsd., Breiðab, Jennifer L. Warric, Þór/KA Rósa J. Steinþórsdóttir, Val Sammy Britton, ÍBV Sigríður Ása Friðriksd., ÍBV Tammy Scrivens, FH Þóra B. Helgadóttir, Breiðab. Arna Steinsen, FH Ásgerður Ingibergsd., Val Ásta Árnadóttir, Þór/KA Bergþóra Laxdal, Val Bryndís Sighvatsdóttir, FH Edda Garðarsdóttir, KR Elín A. Steinarsdóttir, ÍA Elsa Hlín Einarsd., Þór/KA Eyrún Oddsdóttir, Breiðabl. Guðrún J. Kristjánsd. KR Heiða Sigurbergsd., Stjörn. Helga Ósk Hannesd., Br.bl. Hrefna Jóhannesd., Brbl. Iris Steinsdóttir, IA Laufey Ólafsdóttir, Breiðab. Leanne Hall, FH Lovísa Sigurjónsdóttir, Stj. Petra F. Bragadóttir, ÍBV Ragnheiður Jónsdóttir, Val Silja Þórðardóttir, FH Steinunn Jónsdóttir, Stjörn. Svetlana Balinskaya, IBV Valdís Rögnvaldsd., FH Þóra Pétursdóttir Þór/KA N orðurlaiidainót U16 karla í Færeyjum U16 landslið karla tekur þátt í Norðurlandamóti í Færeyjum sem hófst í gær, 31. júlí, og lýk- ur 4. ágúst nk. Islenska liðið er í riðli með Svíþjóð, Skotlandi og Noregi, en í hinum riðlinum eru Færeyjar, Danmörk, Eng- land og Finnland. Þjálfari er Magnús Gylfason. Markmenn eru Jóhannes Kristjánsson, KR og Snorri Birgisson, Keflavík en aðrir leikmenn Jökull I. Elísa- betarson, KR; Óskar Hauksson, Njarðvík; Þorsteinn Gíslason, IA; Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Huginn; Rannver Sigurjónsson, Breiðablik; Davíð Þór Viðars- son, FH; Emil Hallfreðsson, FH; Magnús Már Þorvarðar- son, Fram; Sverrir Garðarsson, FH; Kristján Valdimarsson, Fylki; Vigfús Arnar Jósepsson, KR; Stefán Þór Eyjólfsson, Hetti; Gunnar H. Kristinsson, IR og Kristján Hagalín Guð- jónsson, ÍA. I gær var leikið við Svía og fór sá leikur 3-1. I hálf- leik var staðan 3-0. Mark Is- lands gerði Kristján Hagalín, IA. 1 dag er leikið við Skota og á fimmtudag við Norðmenn. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.