Dagur - 01.08.2000, Side 7

Dagur - 01.08.2000, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 - 7 ÞJOÐMAL Draumar Ágústs Einarssonar og fleira JÓN KRISTJANS SON ALÞINGISMAÐUR Það hefur vakið athygli að Ágúst Einarsson hefur komið þráfaldlega fram fyrir hönd Samiylkingarinnar í sumar, en hinn nýi formaður hef- ur látið lítt á sér kræla. Formaður þingflokkksins, Rannveig Guð- mundsdóttir sást einu sinni í sjón- varpsviðtali, en að öðru leyti hefur Ágúst átt sviðið. Að vonum finnur hann dálitið til sín og lætur orð falla í ýmsar áttir. Viðtal við Kolbnmu I Degi um helgina hefur Ágúst breiðsíðu viðtal og forsíðumynd, og er það Kolbrún Bergþórsdóttir sem talar við hann um stjórnmála- viðhorfið og fleira. Þar fer hann mikinn og er opinskár um vænt- ingar og dagdrauma, og sér Ossur fyrir sér sem forsætisráðherra eftir árið 2003 og þá eigi hann að sitja heilt kjörtímabil. Hann fer mörg- um fögrum orðum um „fijóa og framsækna" hugmyndafræði Sam- fylkingarinnar og sendir Fram- sóknarmönnum tóninn um að þeir séu allir kraftlausir og hugmynda- lausir nema formaður flokksins. Sennilega sleppur Halldór við einkunnagjöfina af praktískum ástæðum, því að til hans verður væntanlega Ieitað árið 2003, til þess að hjálpa til að gera Össur Skarphéðinsson að forsætisráð- herra. Nýjar lausnir? Þetta er nú allt gott og blessað, og ekki skal lasta það þótt formaður framkvæmdastjórnar Samfylking- arinnar hafi drauma. Hins vegar spyr Kolbrún hann þeirrar óþægi- „Það var „hugsjónalaus og kraftlaus" heilbrigdisráðherra Framsóknarflokksins sem hafði forustu um það að skapa hinu mikla fyrirtæki íslenskri erfðagreiningu starfsskilyrði hérlendis og starfsramma,“ segir greinarhöfundur. legu spurningar „hvaða nýjar lausnir samlylkingin sé með“? Svarið er eftirfarandi: „Ef Samfylkingin hefði ekkert annað en gömlu íhaldsúrræðin ætti hún svo sem ekkert skilið að komast í ríkisstjórn. En hún hefur aðrar hugmyndir. Við Islendingar stöndum á krossgötum. Nýtt hag- kerfi er að taka við í heiminum og við erum að lifa atvinnu og upplýs- ingabvltingu í líkingu við þá sem varð fyrir 250 árum þegar rnenn beisluðu gufuaflið til iðnaðarfram- leiðslu. Um helmingur af verð- mætasköpun í heiminum kemur nú þegar úr þessari nýju upp- sprettu. Hér á landi erum við að sjá gíf- urlegar breytingar í atvinnuhátt- um. Tökum til dæmis Islenska erfðagreiningu en hún er meira virði en öll sjávarútvegslyrirtæki Islendinga samanlagt. Menn spyr- „Sennilega sleppur Halldór við einkimna- gjöfina af praktískum ástæðuin, því að til hans verður væntan- lega leitað árið 2003, til þess að hjálpa til að gera Össur Skarp- héðinsson að forsæt- isráðherra.“ ja sig hvort eitthvert vit sé í þessu. Það er vit í þessu. Þetta er dæmi um fyrirtæki í hinu nýja hagkerfi sem á eftir að skila arðsemi á nasstu árum og áratugum. Islendingar verða að fylgjast með þessari þróun, læra af henni og taka þátt í henni. Stjórnvöld verða að hafa hugrekki til upp- stokkunar. Það er heimskulelgt að grípa til lausna sem dugðu fyrir tíu árum því þær duga ekki lengur. At- vinnuháttabreytingin krefst nýrra pólitískra svara og jafnaðarmenn eiga að veita slík svör.“ Atvinnubyltmgin er staðreynd Svo mörg voru þau orð. Undir meginhlutann af efni hennar skal tekið. Hins vegar eru lesendur litlu fróðari um þá nýju framtíðarsýn sem Samfylkingin boðar. Atvinnu- háttabyltingin sem upplýsinga- samfélagið elur af sér er í fullum gangi hér á Iandi með stuðningi núverandi stjórnvalda. Það var „hugsjónalaus og kraftlaus" heil- brigðisráðherra Framsóknarflokks- ins sem hafði forustu um það að skapa hinu mikla fyrirtæki Is- lenskri erfðagreiningu starfsskil- yrði hérlendis og starfsramma. Á síðustu fimm árum hefur verið unnið að því hörðum höndum að umskapa Islenskt efnahagslíf og gera íslendinga samkeppnisfæra á heimsvísu í nýjum atvinnugrein- um. Þar hafa ráðherrar Framsókn- arflokksins farið með lykilstöður, en undir þá hafa heyrt utanríkis- mál, með utanríkisviðskiptum, og iðnaðar og viðskiptamál. Skýr markmið Það eru orð að sönnu að hér á landi hafa orðið gífurlegar breyt- ingar á atvinnuháttum. Umsköpun íslensks þjóðfélags í takt við þró- unina á nýrri öld á sér stað á öllum sviðum. Framsóknarmenn hafa haft það hlutverk að ganga til móts við þessar breytingar, án þess að hin gömlu gildi um samhjálp og velferð væru Iögð fyrir róða. Þetta hefur ekki verið auðvelt stríð, og flokkurinn hefur fengið ágjöf í skoðanakönnunum. Pólitískir keppinautar kalla þær ágjafir til- vistarkreppu. Við skulum láta okk- ur það í léttu rúmi liggja. Fyrir Framsóknarmenn skiptir mestu máli að kvika ekki frá þeim mark- miðum sínum að byggja upp á nýrri öld þjóðfélag sem er sam- keppnisfært í opnu hagkerfi og fólk hefur tækifæri til þess að nota sína færni og þekkingu og grípa þau tækifæri sem gefast hér heima eða erlendis. Jafnframt viljum við halda samhjálpinni og styrkja stöðu þeirra sem verst eru settir í samfélaginu. Við viljum einnig að hér sé þjóðríki, en ekki borgríki. Þetta eru metnaðarfull markmið, og þau kosta breytingar, meðal annars viðkvæmar breytingar sem flokkast undir einkavæðingu og breytingarnar geta kostað það að gengið sveiflast hjá Gallup. Þá er hins vegar best að spyrja að Ieikslokum, kappkosta að vinna eftir skýrum markmiðum, og kynna þau þjóðinni sem best. STJÓRNMÁL Á NETINU „Meiri grimmd gegn íhaldinu“ Ungir framsóknarmenn vilja reyna að halda stjórn- arsamstarfiö út „en þá með meiri grimmd gegn ihaldinu.“ Maddaman, vefrit ungra fram- sóknarmanna, fjallar um slaka út- komu Framsóknarflokksins í nýrri skoðanakönnun. Þar segir m.a.: 31.07.2000. Of fáir í úrtaki Gallups gáfu upp lýlgi við Framsóknarflokkinn í síð- ustu könnun á sama tíma og ríkis- stjórnin nýtur sem fvrr mikillar hvlli. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur luns vegar enn og aitur verka vin- sa da nkisstjórnar. Hvað \eidur? algerður Sverrisdóttir sagði i ríðtali við útvarpið á iaugardaginn að þrátt ivrir þessa slaklegu út- komu Framsóknar væri flokkurinn ekki á leið út úr stjórninni. Það er hins vegar skoðun Maddömunnar að stjórnarþáttaka Framsóknar- flokksins með Sjálfstæðisflokki sé ekki sjálfgefin um aldur og eilífð og að umræður um það hver sé ávinningur flokksins af ríkisstjórn- arsamstarfinu séu bæði hollar og þarfar. Kemur Framsóknarflokkurinn illa úr könnuninni vegna þess að hann er ekki að koma sínum áhersiumálum í gegn eða eru áhril hans „ósýnileg"? Hvor sem ástæðan kann að vera er það umhugsunarefni fyrir fram- sóknarfólk hvað þetta stjóm- arsamstarf skilar flokknum lítilli hylli. Er réttmætt á þessari stundu að velta fyrir sér þeirri spurningu hvort hag flokksins sé betur borgið utan stjórnar? Og þá allt eins i vort þjóðinni væri betur borgið án Framsóknarflokks- ins? Það hefur svo sem áður gerst að Framsóknarflokkur- inn hefur vfirgefið stjórn undir forustu Sjálfstæðis- flokksins (1956 í stjórn Ólafs Thors og 1987 þegar Þor- steinn Pálsson fór fyrir þriggja flokka stjórn ásamt Alþýðuflokki). Hverjir eru svo sem möguleikar Framsóknar í dag? I fvrsta lagi að setjast í stjórnaandstöðu gegn rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri-græningja. Hins vegar að reyna að koma á þriggja llokka samstarfi á \instri vængnum. Dæmí nú hver fvrir sig. Skásti kosturinn þrátt ívrir allt er að reyna að halda þetta út, en þá með meiri grimmd gegn íhald- inu og áherslumunur þessara ólíku llokka verður að verða fólki Ijósari. Það kostar ekkert að láta slá í brýnu af og til. Ágreining er betra að opinbera svo fremi að hann snerti ekki sjálfa efnahag- stjórnina eða örvggi landsins. Ef flokkurinn sýnir ekki klærnar munu æ fleiri kjósendur álíta Framsóknarflokkinn því miður vera eins konar fjórða hjól undir vagni hins allsráð- andi Sjálfstæðisflokks. Dreifum valdinu Ágúst Einarsson fjallar um dreifingu valdsins á vefsíðu sinni og segir þar m.a.: Meirihluti alþingismanna, fvrr og nu. teiur það megin- hlutverk sitt að gæta kjör dæmissjónarmiða. Fámenn- íð og rangiát kjördæmaskip- an hefur stuðlað að þessari sérstöðu íslenska þingsins. Misvægi atkvæða er hér miklu meira en viðgengst í nokkru öðru vestrænu lýðræðisríki en almenningur kippir sér ekki upp við það, hvað þá stjórnmála- menn. Flokksvald er sterkt hér- lendis og blandast oft embættis- mannakerfinu. Það var mjög áber- andi hversu sterk ítök virkir flokks- menn í Sjálfstæðisflokknum höfðu í embættismannakerfi borgarinnar á 50 ára meirhluta ilokksins í borgarstjóm Reykjavíkur. Það er ekki nægjanlegt eftirlit af hálfu þingsins gagnvart ráðherrum og stofnunum framkvæmdavalds- ins. Baráttumál frá tíma Banda- lags jafnaðarmanna og Vilmundar Gylfasonar frá því fvrir tæpum 20 árum er bein kosning fram- kvæmdavaldsins eins og er í Bandaríkjunum og Frakklandi. Slíkt kerfi hentar miög vel hcr- iendis og ef til vill verður meiri umra'ða um þá hugmvnd á næst- unni. Netíð býður upp a iiiirIu meiri möguleika á dreifingu valds en áður. Þekking almennings er mildu meiri en áður þannig að hægt er að taka mörg mál úr hönd- um kjörinna fulltrúa. Vald er hins vegar víðar en hjá stjórnmála- mönnum. iMesta valdið er á frjáls- um mörkuðum í hagkerfum nú- tímans. Frelsi einstaklingsins er besta vörnin gegn valdi, einkum geðþóttavaldi. Valdið til fólksins er gamalt og gott slagorð og það hef- ur öðlast nýja vídd og möguleika í upphafi uppíýsingaaldarinnar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.