Dagur


Dagur - 01.08.2000, Qupperneq 9

Dagur - 01.08.2000, Qupperneq 9
 ÞRIDJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 - 9 ÍÞRÓTTIR Barríchello vann „regnsigur“ á Hockenheim Brasilíumaðurinn Barrichello á Ferrari-bíl vann ótrúlegan sigur í Formúla-1 á Hockenheimbraut- inni í Þýskalandi á sunnudag. Þetta var hans fyrsti sigur í For- múla-1. Barrichello komst með naumindum í keppnina, var í 18. sæti við rásmarkið en vann sig hratt og örugglega upp og var orðinn þriðji eftir 10 hringi. Frá- bær keppnisáætlun Ferrari-liðs- ins jafhliða snilldarakstri Barrichello var lykillinn að verð- ugasta, en jafnframt ótrúlegasta sigrinum á þessu keppnistíma- bili. Strax á fyrsta hring datt Mich- ael Schumacher, sem enn leiðir keppni ökumanna með 4 stiga forystu, út er hann var að sveigja inn í fyrstu beygju en fékk Fisichella aftan á sig og voru þeir báðir úr leik. Mörgum fannst hann ekki sýna mikinn karakter með því að kenna Fisichella um óhappið, hann hefði átt að viður- kenna eigin mistök, að hafa hægt of hratt á sér. Heimsmeist- arinn Hákkinen ræsti í 4. sæti, en átti ótrúlega gott start og komst í 1. sæti á fyrstu beygju með félaga sinn, Coulthard í 2. sæti. Eftir fyrra viðgerðarhlé var Barrichello kominn í 6. sætið. Franskur maður, sem var að mótmæla uppsögn hjá Mercedes Bens, komst þá inn á brautina og yfir hana sem varð til þess að kalla varð út öryggisbílinn og hægja á ökumönnum, flestir fóru þá inn til að bæta á bensíni, og eftir það var Barrichello kominn í 3. sætið. Þegar leið að lokum keppninnar fór að rigna á hluta brautarinnar með þeim afleið- ingum að flestir ökumenn ákváðu að fara yfir á regndekk, allir nema Barrichello, sem náði þannig fyrsta sætinu og hélt þvi til loka. A verðlaunapallinum réði Barrichello ekki við tilfinn- ingarnar og grét gleðitárum sem hann þerraði í brasilíska fánann. Vegna sigurs Barrichello heldur Schumacher enn forystu í stiga- keppni ökuþóra, og það þrátt fyr- ir að hafa ekki lokið síðustu þremur mótum og Ferrari heldur einnig 4 stiga forystu í keppni bílsmiða þar sem liðið fær jafn- mörg stig úr keppninni í dag og McLaren, eða 10. Aðeins 11 ökuþórar af 22 komust í mark. - GG Falldraugiiriim kominn til Ólafsfjardar KR vaim Akraues á heppmmarki en Skagamenn voru óheppnir að skora ekki a.m.k. tvívegis. Uni Arge skaut m.a. í stöng. Falldraugurinn hefur Iagt leið sína til Olafsfjarðar. Hvort hann verður hrakinn þaðan skal ósagt látið, en ljóst er að ef Leifturs- menn leika ekki betur en gegn Breiðabliki á sunnudaginn, bjargar þeim alls ekki neitt en þeir hafa nú leikið í fimm ár í efstu deild. Þeir hafa tapað tveimur síðustu leikjunum stórt, 5-0 fyrir Breiðabliki og 7-1 gegn Fylki, en samtals hefur Breiða- hlik gert 11 mörk gegn þeim í tveimur leikjum deildarinnar í sumar af 19 mörkum Blika! Lið Leifturs var algjörlega andlaust í leiknum, vörnin eins og gata- sigti, ekkert samstarf leikmanna og jafnframt virtist áhugaleysi þeirra fyrir framvindu mála vera algjört. I markinu stóð Þorvaldur Jónsson sem fyrr á árum gerði þar garðinn frægan. Hann verð- ur ekki sakaður um mörkin, en vissulega má hann muna sinn fífil fegurri. Hið eina sem Leift- ursmenn voru fremri Blikum í voru gulu spjöldin. Þeir fengu 5 spjöld en Blikar ekkert. Mörk Blika gerðu Marel Baldvinsson (2), Kjartan Einarsson, Hjalti Kristjánsson og Hreiðar Bjarna- son. Markalaust í nágrannaslag í Grindavík I Grindavfk tóku heimamenn á móti nágrönnum sínum í Kefla- vík í leik sem var fremur lítil skemmtun, enda aðaláherslan lögð á varnarleikinn. Besta tæki- færi leiksins átti Róbert Sigurðs- son, Grindavík á 84. mínútu, en Gunnleifur bjargaði meistara- lega í marki Keflvíkinga. Vestmannaeyingar tóku Framara í nefið Vestmannaeyingar skoruðu sex mörk gegn Fram er liðin mættust í Eyjum og hefðu með smá hep- pni getað sett fleiri framan af leiknum, en undir lok hans sýndu Framarar smá lífsvott, en betur má ef duga skal. Mörk ÍBV gerðu Steingrímur Jóhannesson (3) Bjarni Geir Viðarsson (2) og Baldur Bragason en mark Fram Þorbjörn Atli Sveinsson. Lánið lék við tslandsmeist- araKR KR-ingar voru heppnir að vinna sigur á Skagamönnum á heima- velli sínum í Frostaskjóli á sunnudag. Skagamenn voru mun betri á öllum sviðum í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta færin sem þeir skópu sér, frekar en í mörgum fyrri leikjum liðsins í sumar. Mark KR kom eins og köld vatnsgusa framan í þá í upphafi síðari hálfleiks er Guð- mundur Benediktsson skaut en boltinn barst af Kára Steini Rcynisson í markið, óverjandi fyrir Ólaf Þór Gunnarsson í markinu. Uni Arge fékk drauma- færi til að jafna leikinn, en skalli hans lenti í samskeytunum og út. Hann fékk annað tækifæri skömmu síðar, en Kristján Finn- bogason varði frá honum skotið. HoIIendingurinn Maikel Ren- furn lék sinn fyrsta leik með KR, og komst þokkalega frá honum, en byrjunin lofaði ekki góðu. Fylkir, efsta lið deildarinnar, Iék gegn neðsta liðinu, Stjörn- unni, f gærkvöldi. Fylkir heldur toppsætinu hvernig sem sá leik- ur fer, en ná 4 stiga forystu vinni þeir leikinn. KR er í 2. sæti með 21 stig og ÍBV í því 3. með 20 stig og jafnmörg stig í 4. sætinu hefur Grindavík. Fram er með 15 stig í 8. sæti en í fallsætunum eru Stjarnan ( fyrir leildnn í gær- kvöldi) og Leiftur með 7 stig. Róðurinn fer að þyngjast fyrir þau, en að vísu eiga þau inni leiki á önnur lið. — GG Hafnarfjördur og Akureyrl styðja sundmenn á ÓL Sundsamband íslands hefur sent opið bréf til forráðamanna sund- félaga og forráðamanna sveitar- félaga sem eiga keppendur í sundi á Ólympíuleikunum í Sydney. íþrótta- og Ólympíusam- band Islands hefur valið 9 sund- menn til keppni á Ólympíuleik- unum sem hefjast í Sydney 15. september nk. Allir hafa þessir sundmenn náð alþjóðlegum Iág- mörkum til þátttöku á leikunum og hafa staðfest þann árangur á undanförnum mánuðum m.a. með fjölda Islandsmeta. Aldrei hafa svo margir sundmenn átt kost á ólympíuþátttöku og aldrei hafa jafn ungir íþróttamenn komið fram fyrir Islands hönd á þessum vettvangi. Töluverðar umræður hafa farið fram í þjóð- félaginu um þá ákvörðun íþrót- ta- og ólympíusambandsins að lækka viðmiðunina til þátttöku til jafns við B-lágmark Alþjóða Ólympíusambandsins en fyrra Iágmarki höfðu aðeins tveir sundmenn náð, þeir Örn Arnar- son, SH og Jakob Jóhann Sveins- son, Ægi. I bréfinu segir svo m.a. „Fram- farir í sundinu hafa verið stór- stígar á alþjóðlegum vettvangi og einnig hér innanlands. Örn Arn- arson hefur á sfðustu árum stað- fest Evrópumeistartitla og náði þeim einstæða árangri að verða númer tvö á heimslistanum í 200 m baksundi í 25 metra braut. Hann hefur enda verið kjörinn íþróttamaður ársins tvö undanfarin ár. Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi hefur einnig náð frábærum árangri í 200 m bringusundi en þessir tveir hafa íyrir löngu tryggt þátttöku sína á Ólympíuleikunum 2000. Astæða er einnig til að geta sér- staklega um árangur Irisar Eddu Heimisdóttur frá Keflavík sem er aðeins 16 ára og verður trúlega yngsti ólympíufari Islands til þessa. Þessi staða er einstök og á að geta orðið gríðarlega mikil hvatning til árangurs fyrir þessa sundmenn og ekki síður fyrir aðra unga og upprennandi sund- menn sem hafa vilja og hæfileika til að keppa að ólympíuþátttöku í framtíðinni. Síðasti spretturinn í undirbúningi f\TÍr leikana verður mikið átak og krefst þess að margir leggi hönd þar að. Kepp- endur þurfa að geta tryggt sér aðstæður til æfinga og fjármuni til framfærslu um leið og Sund- samband Islands þarf að geta boðið upp á styrka umgjörð og stuðning þjálfara og flokkstjóra. íþrótta- og Ólympíusamband ís- lands hefur veitt mjög mikilvæg- an fjárstuðning til einstakra sundmanna og til verkefna SSÍ við þennan undirbúning og býð- ur upp á sérfræðistuðning fram yfir leikana. Nokkrir sundmenn úr ólympíuhópnum hafa samt takmarkaðan eða engan per- sónulegan Ijárstuðning að haki sinni þátttöku. Hafnarfjarðarbær hefur stutt sína sundmenn beint og í gegn um Sundfélag Hafnarfjarðar með rausnarlegum hætti og er ekki vafi á að slíkur stuðningur hefur átt þátt í að efla árangur svo margra sundmanna sem raun er á. Hér með er heitið á forráðamenn sveitarfélaga og forráðamenn sundfélaga sem eiga ólympíuþátttakendur að taka höndum saman með sund- fólkinu og aðstandendum þeirra til að gera þeim Ijárhagslega létt- ara að standa sig og skila sínum besta árangri undir fána Islands á þessarri mestu íþrótta- og frið- arhátíð sem haldin er í heimin- um hverju sinni.“ Það sundfólk sem fer á Ólympíuleikana verður í æfinga- búðum á Akureyri 11. til 13. ágúst nk. Það hefur verið styrkt myndarlega af Akureyrarbæ og fyrirtækjum á Akureyri. — GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.