Dagur - 01.08.2000, Síða 11

Dagur - 01.08.2000, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Stórsigur kommúnista í Mongólíu Kjörstaður í flókatjaldi í Gachuurt, sem er 40 km fyrir austan Ulan Bator. Embættismaður stingur kjörseðli hirðingja í kjörkassa. Kosningastjórar, vel mjúkir af kaplamjólk, tóku fingraför af kjóesndum til að koma í veg fyrir að þeir kysu oftar en einu sinni. En kosningarnar fóru vel fram og gamli Byltingarflokkurinn vann stórsigur. En By 1 tingarílokkur inn lofar áframhald- andi uinbdtujii og hafnar alræði gömlu Sovétvinanna. Um það bil sem gamli sáttmáli gekk í gildi og Islendingar gengu Noregskonungi á vald var Mongólía öflugasta ríki heims og eina risaveldið. Djengis Khan lagði undir sig Iönd allt frá Kína- hafi inn í Indland og vestur að þeim löndum sem nú eru til Mið- Evrópu. En eins og önnur stór- veldi leið það undir lok og hefur Iotið ýmsum ríkjum síðustu ald- imar. Alþýðulýðveldi var stoíhað þar 1924 og var það hliðhollt Sov- étríkjunum þar til þau liðu undir lok. I júlímánuði s.l. fóru fram þingkosningar í Mongólíu og bar þar til þeirra tíðinda að gamli kommúnistaflokkurinn, sem hlaut háðulega útreið í kosning- um sem haldnar vom 1996, vann stórsigur og hlaut 72 þingsæti af 76 á þinginu í Ulan Bator. Er Mongólía fyrsta og eina fyrr- um kommúnistaríki sem kýs aftur yfír sig gamla alræðisflokldnn eft- ir reynslun af lýðræðinu. Eftir kosningamar 1996, þar sem lýð- ræðissinnaðir flokkar náðu 5o þingsætum af 76 var efnahags- kerfínu gjörbylt, ríkisrekstur var afnuminn og fyrirtæki og land einkavætt. A (jórum árum var skipt Ijórum sinnum um forsætis- ráðherra og að lokum féll stjóm svokallaðra lýðræðisflokka og hef- ur verið hálfgert upplausnar- og janvel neyðarástand þar síðan. Margt hefur verið Mongólum mótstætt og er ekki hægt að kenna lélegum stjórnvöldum ein- hliða um ástandið. Harður vetur gekk svo nærri höfuðatvinnuveg- inum að tíundi hluti alls búfénað- ar drapst, eða um 2,5 milljón skepnur. I Ulan Bator, stærstu borginni lifa 45 þúsund manns í voníausu volæði. Þriðjungur þjóð- arinnar býr við kjör sem eru und- ir fátækramörkum og hafa undir 1000 króna tekjur á mánuði. Markaðskerfið og einkavæðingin hefur mistekist hrapalega. Fólkið kennir ungum og óreyndum stjórendum um og velur heldur gömlu kommúnistana til að stjór- na landinu og segir að þeir hafí að minnsta kosti einhveija reynslu í þeim efinum. Jafnvel hinir nýríku, sem alls staðar birtast í einkavina- væðingum, segjast hafa kosið Byltingarflokkinn að þessu sinni. En þótt Byltingarflokkurinn hafí unnið stórsigur f kosningun- um þarf ekki að óttast að hann hverfí til gamalla stjómarhátta. Formaður flokksins og forsætis- ráðherra, Nambariin Enkhbayar er ungur að árum, 42 ára, og er maður nýrra tíma. Hann hefur til- kynnt að einkavæðingu verði haldið áfram og að ekki verði gef- ist upp á efnahagsumbótum sem hafnar eru. Hann er raunsær og viðurkennir fúslega að fimmtung- ur þjóðartekna komi frá vestræn- um ríkjum. Styrkjum og lánum ffá Alþjóðabankanum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðum fylgja kvaðir og skilyrði, sem Byltingarflokkurinn mun standa við. Þegar kjósendur f Mongólíu hristu Byltingarflokkinn af sér og teknir vour upp nýir stjórnarhætt- ir varð Iandið eitt af gæluríkjum Vesturlanda, ekki síst Bandaríkja- manna. Stofnanir sendu þangað hópa fólks til að kenna Mongól- um lýðræði og hvernig hrinda ætti markaðskerfi í framkvæmd. Þessu fylgdi dijúg efnahagsaðstoð, því nú átti að iðnvæða hirðingjana, sem reika um endalausar slétt- urnar með hjarðir sínar. I þessu víðlenda ríki búa aðeins 2.4 millj- ónir manna og stunda forna at- vinnuvegi og brugga meramjólk. Ahugi vestrænna valdastofnana á Mongólíu og stórtæk aðstoð við að byggja upp nýtískulegt ríki sta- far ekki af góðmennsku einni saman. Þegar skarst í odda milli Sovétríkjanna og Rauða-Kína fylgdi Mongólía Rússum að mál- um. Vildu ráðamenn heldur að landið væri undir sovéskum áhrif- um, en að gerast kínversk nýlenda undir harðsnúinni stjórn Maós formanns. Eítir að bræðralagið við Sovétríkinn leystist upp kom upp pólitískt tómarúm inni í miðri Asíu. Til að sporna við nývakinni landvinningasstefnu reyna Vest- urlandamenn að efla áhrif sfn í Mongólíu og ekki spillir fyrir, að landið er sem fyrr stuðpúði sem vamar því að Kínverjar nái tökum á því mikla landssvæði sem fá- mennir og fátækir Mongólar ráða yfír, og efli þar með enn áhrif sín um miðbikAsíu. Mongólar hafa ekki gleymt því, að þeir voru eitt sinn herra- þjóð, sem lagði önnur stórveldi að fótum sér. Þeim er illa við að láta aðrar þjóðir ráðskast með sig og þótt vegur þeirra sé ekki mik- ill á veraldarvísu um þessar mundir, senda þeir skilaboð í kosningum. Þeir höfnuðu kommúnisma 1996 og nú hafna þeir óheftu markaðskerfi og kjósa gamla Byltingarflokkinn á ný, ekki til að koma á harðsvíruðum sósíalisma heldur til að freista þess að fá brúklega stjórn í landið, sem ekki dinglar stjórnlaust eftir tískukstefnum nýfrjálshyggjunar. OÓ Flokksþingið hefst PHILADELPHIA - Flokksþing Rebúplik- ana í Bandaríkjunum hófst í gær og var yf- irbragð þingsins allt með mildum blæ, enda reyna ímyndarfræðingar flokksins nú að draga upp mynd af hógværum íhalds- flokki fyrir forsetakosningarnar í haust. Samkvæmt skoðanakönnun sem Reuters/Zógby kynnti í gær hefur Bush nú 4% forskot á keppinaut sinn A1 Gore, en þetta er minni munur en verið hefur í mörgum könnunum að undanförnu. Flokksþingið er íjögurra daga skrauthátíð sem nær hámarki á fimmtudagskvöld þeg- ar George Bush verður formlega útnefnd- ur sem frambjóðandi flokksins í næstu kosningum. I gær var Bush á kosningaferðalagi í Ohio og var því ekki við opnun flokksþings en kona hans Laura ávarpaði þingið í hans stað. Þrýst á að Concorde ftjúgi á ný PARIS - Flugmálasérfræðingar í Frakklandihittust í gær til að ræða hvaðaöryggisráðstafana grípa þyrti til til þess að koma Concorde þot- um Air France í loftið á ný eftir flugslysið á dögunum. Þar sem að- eins einn annar aðili í heiminum er með Concorde þotur í flota sín- um en það eru British Airways, og sá aðili hóf að fljúga sínum vélum strax 24 tímum eftir slysið, þá hefur þrýstingurinn verið mikill á fran- ska ríkisflugfélagið að hefja Iíka flug með sínum vélum. „Þetta er eig- inlega kapphlaup við tímann, því maður má ekki geyma flugvél sem þessa og lengi á jörðinni," sagði talsmaður flugmannafélags Frakk- lands í gær. „Eins konar ótti mun þá grípa um sig og fólk fer að spyr- ja hvers vegna það taki Air France svo langan tíma að hefja flugið aft- ur á meðan British Airways flýgur vélunum eins og ekkert sé,“ sagði hann ennfremur. Ekki líkur á öðrum fundi JERUSALEM - Háttsettur palestínskur embættismaður sagðist í gær ekki sjá mikla möguleika á að annar leiðtogafundur um frið fyrir botni Miðjarðarhafs yrði haldinn á næstunni. A hinn bóginn sagði einn aðalsamningamaður Palestínumanna, Saeb Erkat að bæði ísr- ealskir og palestínskir embættismenn myndu halda áfram að vinna að friðarsamkomulagi þrátt fyrir að ekki hafi náðst árangur í viðræð- unum í Camp David. „Eg tel að nú geti menn tekið upp tvíhliðavið- ræður Palestínumanna og Israelsmanna af fullum krafti," sagði Erkat við blaðamenn eftir að hafa átt viðræður við Eytan Bentsur, sem er ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyti Israels. Flokkshestur fær dauðadóm BEIJING - Háttsettur meðlimur f Kínverska kommúnistaflokknum hefur verið dæmdur til dauða fyrir spillingu og mútuþægni upp á 5 milljónir dollara. Þetta er talið til marks um nýja stefnu og ný skila- boð sem verið er að senda út varðandi spillingu í embættismanna- kerfinu. Það er Cheng Kejie fyrrum varaformaður framkvæmda- nefndar Kommúnistaflokksins sem fékk þennan dóm en verði dóm- inum fullnægt þá mun Kejie verða hæst setti meðlimur flokksins sem er dæmdur og tekinn af lífi fyrir spillingu frá því að byltingin var gerð 1949. Flestar aftökur í Kína eftir dauðadóma fara þannig fram að hinir dæmdu eru skotnir í hnakkann. Cheng Kejie sem er kominn fast að sjötugu hefur 10 daga til að áfrýja dómnum, en dómum sem þessum er nánast aldrei snúið við í áfrýjunarréttinum. George Bush. M FRÁ DEGI ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 214. dagur ársins, 152 dagar eftir. Sólris kl. 3.06, sólarlag kl. 23.56. Þau fæddust 1. ágúst • 1744 - Jean-Baptiste dc Monet, riddari af Lamarck, franskur líffræðingur sem hélt því fram að áunnir eiginleikar erfð- ust. • 1819 - Hermann Melville, bandarískur rithföfundur, frægastur fyrir sögu sína af stórhvelinu Moby Dick. • 1931 - Þórir Stephensen staðarhaldari í Viðey. • 1933 - Dom DeLuise, bandarískur gam- anleikari. • 1936 - Yves Saint Laurent, franskur tískuhönnuður. • 1950 - Árni Þórarinsson blaðamaður. • 1960 - Chuck D., bandarískur rappari. Þetta gerðist 1. ágúst • 1793 tóku Frakkar, fyrstir j^óða, upp TIL DAGS metrakerfið. • 1831 var Lundúnabrú opnuð fyrir um- ferð. • 1834 var þrælahald afnumið í breska heimsveldinu. • 1874 tók stjórnarskrá Islands gildi. • 1935 komst á talsímasamband milli Is- lands og útlanda. • 1944 var síðasti dagurinn sem hollenska stúlkan Anna Frank skrifaði í dagbók sína, en þremur dögum síðar fundu nas- istar felustað hennar og fjölskyldu henn- ar í Amsterdam. Vísa dagsins Margan illa manninn slær margt eitt villustigið. Dug og snilli drekkti t gær djöfuls fylleríið. Sveinn frá Elfvogum Afmælisbam dagsins Kládíus keisari í Róm kvað vera fæddur þann 1. ágúst árið 10, eða fyrir ná- kvæmlega 1990 árum. Hann þótti ákaf- lega ómerkilegur keisari á sinni tíð, svip- Ijótur, ldaufskur og stirður í máli. Síðari tíma menn hafa þó komist að þeirri nið- urstöðu að hann hafi verið mun merki- legri en samtíminn taldi. Meðal annars skrifiaði Kládíus mörg athyglisverð rit, flest sagnfræðilegs efhis, og um hann ritaði Robert Graves skáldsögu sína Eg, Kládíus, sem síðar varð uppistaðan í frægum sjónvarpsþáttum. Spákmæli Einn af kostunum við að vera óskipu- legur er að maður er stöðugt að upp- götva eitthvað spennandi. A. A. Milnc Heilabrot Hvaða tölu er bæði hægt að leggja við 5 og margfalda með 5 þannig að út- koman verði sú sama? Lausn á síðustu gátu: Tfminn. Veffang dagsins Vilji einhver forvitnast um eigið gáfna- far, þá er hægðarleikur að taka greind- arpróf á Netinu með því að fara á www.iqtest.com I r

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.