Dagur - 01.08.2000, Side 19

Dagur - 01.08.2000, Side 19
ÞRIÐJVDAGUR 1. ÁGÚST 2 0 0 0-19 AKUREYRI - NORÐURLAND „B0ejarstjórinn sýndi alveg hreint ótrúlegan hroka þegar hann mætti á hlaðamannafund með yfirlýsingar þess efnis að hingað mættu unglingar ekki koma einir síns liðs. Það liggur í augum uppi að þetta er regla sem auð- velt verður að hrjóta og ég spái að það verði vinsælt að heimsækja ömmu á Akureyri um verslunarmannahelg- ina,“ segir Halldór Magnússon, verslunarstjóri í Levis búðinni. Halldór er á þeirri skoðun að undanfarnar há- tíðir hafi verið það velheppnaðar að ekki sé hægt að hætta núna. „I bænum myndast skemmtileg stemmning. Fólk er að sýna sig og sjá aðra og þegar allir eru í góðu skapi eiga þeir til að skreppa inn í næstu búð og versla eitthvað smávegis. Eg ætla að hafa opið frá klukkan tíu á morgnana til klukkan hálf tólf og geri ráð fyrir að skella mér síðan á ball með Skítamóral á laugardagskvöldið." Akureyringar voru margir hverjir búnir að fá nóg að hátíðinni Halló Akureyri. Það var því ákveðið að ieggja þá hátíð niður og í staðin verður um næstu helgi önnur hátíð. Sú heitir fjöiskyiduhátíðin á Aku, eyri og á þeirri hátið á ekki að vera hægt ná mynd eins og þessari sem hér ses Þessi mynd var tekin á Halló Akurey árið 1999. Fjölskylduhátíðm á Akureyri verð- ur sett á fimuitudagiim klukkau þrjú. Það eru miðbæjarsamtökin sem standa fyrir hátíðinni og eru skipuleggjendur hennar hjartsýnir á að margir vilji segja halló við Ak- ureyri. Halldór Magnússon, verslunarstjóri f Levis búðinni: Bæjarstjór- inn sýndi alveg hreint ótrúlegan hroka þegar hann mætti á blaðamannafund með yfirlýsingar þess efnis að hingað mættu unglingar ekki koma einir síns liðs.“ Kristrún Lind Birgisdóttir og Haukur Grettisson, um- sjónarmenn dagskrár í miðbænum: „Viðtökur hafa verið vonum framar og þessa síðustu daga höfum við orðið að neita stórum hljómsveitum um að spila á torginu. Dagskráin var einfaldlega orðin full“ Kristrún Lind Birgisdóttir og Haukur Grettisson hafa haft yfirumsjón með skipulagningu hátíðarinnar í miðbænum og segja þau að undirbúningur hafi geng ið vonum framar. „Við fórum af stað íyrir tveimur vik- um og það er allt að verða klárt. Ég held því að það getið varla verið að forverar okkar hafi verið að fara eitthvað fyrr af stað,“ segir Kristrún og hlær. „Viðtök ur hafa verið vonum framar og þessa síðustu daga höfum við orðið að neita stórum hljómsveitum um að spila á torginu. Dagskráin var einfaldlega orðin full,“ bætir Haukur við. Undanfarin ár hefur dagskrá miðhæjarins verið sniðin að áhugasviði unglinganna en í ár hefur verið ákveðið að horfa frekar til fjölskyldufólks. „Við ætlum að höfða meira til barnanna og til að það takist sem best höfum við meðal annars fengið ávaxtakörfuna og Astu Hrafnhildi til liðs við okkur, þá verður hér jazz, plötusnúðar, markaðsstemmning og vinsælar hljóm- sveitir. Það á því að vera nokkuð Ijóst að hér geta all- ir fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Það er ekki nóg með það að dagskráin hafi verið snið- in að þörfum unglinganna heldur hafa þeir sett mik- inn svip á hátíðina. Ljótan svip segja sumir á meðan aðrir eru á þeirri skoð- un að betra sé að hafa unglingana inn- an bæjarmarkanna þar sem eitthvað eftirlit sé hægt að hafa. „Við höfum svo sem ekki mikið um unglingana að segja. Okkar hlutverk verður að sjá til þess að engum þurfi að leiðast. Það verða einhverjir aðrir að hafa áhyggjur af því hvernig fólk hagar sér.“ Aðalsteinn Árnason, eigandi Perfect: „Þetta er vertíð verslun- armanna hér á Akureyri svo þessi spurning er álíka fáránleg og að spyrja loðnusjómann afhverju hann sé ekki í landi á miðri loðnuvertíð." „Þetta er vertíð verslunarmanna hér á Akureyri svo þessi spurning er álíka fáránleg og að spyrja loðnusjó- mann afhverju hann sé ekki í landi á miðri loðnuver- tíð,“ segir Aðalsteinn Árnason verslunamaður þegar hann er spuröur hvort hann eigi ekki að vera í fríi um verslunarmannahelgina. Aðalsteinn býsl við miklum fjölda í hæinn og segir að hátíðin sé mikivæg tyrir mið- þæjarh'fið. „Hér lifnar allt við þessa þrjá daga sem há- tíðin stendur. Hjá mér hefur verið mikið að gera síð- ustu verslunarmannahelgar og ég geri ekki ráð fyrir að það breytist núna og ég ætla að hafa opið frá þ\ í snem- ma á morgnana og fram yfir miðnætti. Ef veðrið verð- ur gott.sem er líklegra en hitt þá verður bærinn fullur af fólki. Nú, ef það rignir þá á ég fullt aí regnslám hér i búðinni sem hægt er að þregða yfir sig. Hvernig sem fer verður fjörið hér.' Kristján Þór Júlíus- son, bæjarstjóri á Akureyri: „Það eina sem við getum gert er að reyna að höfða tii foretdra og hvetja þá ti! þess að hafa um- sjón með því hvar börnin þeirra eru þessa helgi." „Helgin legst eins og allir aðrir dagar ársins bara vel í mig. Eg er í sumarfríi þessa dagana en geri fastlega ráð fyrir að vera hér í bænum og fylgjast með því sem um er að vera,“ segir Kristján Þór Júlíusson. bæjar- stjóri á Akureyri. Kristján segist ekki ætla að taka þátt í gæslu á svæðinu. „Eg mun nú gæta að eigin geðslagi og annarra sem í l<ring um mig ere en ég held að sýslumaður og hans menn séu fullfærir um gæsluna,' segir hann og hlær. Mikið hefur verið rætt um hátíðina Halló Akurevri og er ætlun manna að Fjölskylduhátíðin á Akureyri verði ekki jafn lituð af unglingadrykkju og sú fyrrnefnda. En hvernig verður hægt að koma í veg fvrir að unglingar komi til bæjar ins? „Það er í raun og veru ekki hægt. Það eina sem við getum gert er að reyna að höfða til foreldra og hvetja þá til þess að hafa umsjón með því hvar hörn- in þeirra eru þessa helgi.' Hvað gerðir þú um verslun- armannahelgina þegar þú varst 1_ ára?“Ætli ég hali eldu verið staddur á vestfjarðamiðum en þetta sumai var ég á sjó á skuttogara frá Dalvík." Ingþór Ásgeirsson, formaður miðbæjar- samtakanna: „Ef veðrið verður gott þá geri ég ráð fyrir að hingað komi á milli sjö og átta þúsund manns." „Ef veðrið verður gott þá geri eg ráö i'vnr að hingað konn á milli sjö og átta þúsund manns. i hins vegar það verðm rigning þá hugsa ég að það komi fkki nema 4000,“ seg Ingþór Asgeirsson formaðui míðbæ)arsamtakanna. Ingþo e» verslunarstjóri hjá Bókvali en hann a'tlar að hafa opi hja sér alla verslunarmannahelgina. Þaö er auðvitað alltm meira að gera þegar svona margir c o í bænum. Þeir sem eru í tjaldi eru að koma hingað uí að versla sér tónlisi 1 íjaldið eða tímarit til að glugga .. Þa er líka alltaf eitthvao um að fólk hafi glevmt einhverju sem tilheyrir gemsanu1 og þá kippum við því í lag.‘ lngþor segn að auðvitað ei íi eftir að koma upp óteljandi vandamái uin næstu helgi • i vandamálin séu bara til að Ievsa þau. „Sýslumaður mun s> > ti hess að liiggæsían verði í lagi en það verður aldrei hægt að koma í veg fvrir að hér verð* ungí'naar. Það er jú ekki Iiægt að spyrja akureyrska unglinga un. skirteini áður en þeir koma í miðbæinn."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.