Dagur - 09.08.2000, Side 8
8- MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000
■ SMÁTT OG STÓRT
Snorri í Betel.
Súperstar á útihátíð
Allir nelstu skemmtikraftar Islands tróðu upp á útihátíðum um helgina, eink-
um þó popparar, grínistar og brekkusöngvarar og var um fjallað í fjölmiðlum.
En það virðist hins vegar hafa farið framhjá flestum hvar langstærsta stjarn-
an hélt sig um helgina. Þetta Súperstar var sem sé mætt á hátíð kristinna í
Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, a.m.k. ef marka má viðtal við Snorra í Betel í
DV fyrir helgi. Þar segir Snorri: „Eg ætla að vera þar sem heilagur andi verð-
ur“. Og hann kvaðst vera að flýja Vestmannaeyjar þar sem eiturlyf og áfengi
væru í boði.
Auk heilags anda sagði Snorri að Páll Rósinkranz myndi stíga á svið og
einnig kvaðst hann sjálfur ætla að troða upp með einsöng. Þarna var sem sé
góður efniviður í Heilaga Tríóið, en hins vegar með öllu óvíst að pláss hafi
verið fyrir Pál og Snorra í því ágæta bandi, því eins og flestir vita, þar sem
heilagur andi fer, þar eru jafnan með í ferðum faðirinn og sonurinn.
„Einn vinur minn
segir að ef öfund-
sýki væri ban-
vænn sjúkdómur
þá væru sennilega
ekki nema um
tuttugu Islending-
ar á lífi“.
- Jónína Bene-
diktsdóttir, at-
hafnamaður, í við-
tali í Degi.
Himdaat við Goðafoss
Norðlenskir ásatrúarmenn helg-
uðu Goðafoss við hátíðlega at-
höfn um hádegi á sunnudag.
Þetta var látlaus athöfn og frið-
samleg, þrátt fyrir nokkrar ýf-
ingar ásatrúarmanna og krist-
inna í íjölmiðlum að undan-
förnu. En þarna átti sér líka stað
táknræn og túlkunarrík uppá-
koma. Meðal áhorfenda var
a.þ.e.v. þokkalega kristinn mað-
ur og hafði með sér svartan
hund sem var hinn prúðasti.
Skömmu seinna kom þarna lík-
ast til ásatrúarmaður með hvítan hund, allspakan. Hundaeigendur virtust,
a.m.k. á yfirborði, fullir umburðarlyndis en hundar þeirra ekki. Því það skip-
ti engum togum að þeir tóku að urra og gjamma og þetta stigmagnaðist upp
í hreinræktaða trúarbragðastyijöld sem náði hámarki þegar hvuttar ruku
saman og virtust ætla að gera út um deilumál sín í eitt skipti fyrir öll.
Lyktaði þessum ófriði með því að fjarlægja þurfti annan hundinn. Og sem
betur fer fylgdu menn ekki fordæmi hunda sinna í þetta sinn.
■ fína og fræga fólkið
Nvirtíinar
hjá Jerry
Jerry Hall bjó með
Mick Jagger í tutt-
ugu og tvö ár og
fæddi fjögur börn
áður en hún gafst
upp á framhjáhaldi
hans. „Eg var mjög
mikið ein. Eg var
þunglynd. Ég upp-
lifði erfiða tíma og
gat ekki tekist á við
vandamálin. Ég dró
mig í hlé frá um-
heiminum," segir
hún í nýlegu viðtali
um síðustu ár sín
með Jagger. Hún
segir að útilokað sé
að þau taki saman
aftur, hann hafi
komið of illa fram
við sig til þess. Jag-
ger býr í næsta húsi
við Jerry og þau sjást
oft saman og Jerry
segist leggja sig
fram að eiga góð
samskipti við hann,
barna þeirra vegna.
Jerry leikur nú Frú
Robinson á sviði í
London en hefur
fengið afleita dóma
fyrir leik sinn.
Jerry Hall segist ekki hafa nokkurn áhuga á að taka að nýju saman við Mick
Jagger.
Fjör á 80. mmútmmi
I tilefni af 80 ára afmæli sælgætisverksmiðjunnar Nóa Síríus hefur
verið ákveðið í samráði við Knattspyrnusambandið að verðlauna þá
einstaklinga sem skora mark á 80. mínútu í leikjum ágústmánaðar.
Að sögn er þetta gert til þess að auka á stemninguna í Landssíma-
deild karla og kvenna.
Leikmenn Landssímadeildar karla og kvenna, hafa möguleika á
að vinna 80 þúsund króna verðlaun sem renna til góðgerðarmálefn-
is sem leikmaðurinn velur. I tilefni afmælisins mun Nói Síríus ein-
nig halda upp á tímamótin á veglegan hátt, m.a. með afmælisfagn-
aði scm stendur allan mánuðinn og er yfirskrift fagnaðarins talan
80 og vekja upp stemningu í kringum 80. mínútuna í samvinnu við
félögin og stuðningsmenn þeirra. I 13. umferð Landssímadeildar
karla, sem leikinn var 3. ágúst sl. var Sigurður Jónsson, IA, nærri
því að ná í þessi verðlaun er hann skoraði sigurmark IA gegn Grind-
víkingum á Akranesvelli á 78. mínútu leiksins í 2-1 sigri þeirra.
Hlynur Stefánsson, ÍBV, var einnig nálægt þessu er hann skoraði
sigurmark IBV gegn Keflvíkingum á 83. mínútu leiksins í 2-1 sigri
ÍBV á Keflavíkurvelli. — GG
Draumahögginu hafa 34 náð
Það sem af er golfvertíðinni í ár hafa 34 íslenskir kylfingar unnið
það afrek að fara „holu í höggi“ á íslenskum eða erlendum golfvöll-
um og tilkynnt um afrekið til Golfsambands Islands. Þetta eru jón
Kr. Magnússon, GS; Ragnar Guðmundsson, GV; Stefán Svavars-
son, GR; Eyjólfur Agnar Gunnarsson, GS; Sævar Haukdal Böðvars-
son, GL; Reynir Sigurbjörnsson, GL; Einar Kristinsson, GO; Frið-
rik Björnsson, GO; Guðlaugur Magnússon, GR; Hannes Sigurðs-
son, GOB; Olafur H. Ólafsson, GK; Óskar Jóhannesson, GK; Björn
H. Sveinsson, GL; Jón Viðar Viðarsson, GS; Valdimar Indriðason,
GL; Steingrímur Guðjónsson, GO; Þorsteinss Sv. Stefánsson, GR;
Birgir Valdimarsson, GI; Heiðar Davíð Bragason, GKJ; Óskar Inga-
son, GO; Brynjar Unnarsson, GV; Pálmi Sverrisson, GKV; Einar
Kristjónsson, GJÓ, Jón Karl Scheving, GK; Sigurgeir Jónsson, GV;
Guðríður Guðmundsdóttir, NK; Jón Þorsteinsson, GS; Pétur
Skarphéðinsson, GF; Ingi Björn Albertsson, GR; Stefán Pálsson,
GR og Sigurður Þ. Guðmundsson, NK. Óstaðsettir í félög eru Ólaf-
ur Gústafsson, Guðrún Sveinsdóttir og Sigurjón Sigmundsson.
- GG
ViHa og Bradford úr leik í Intertoto
Aston Villa og Bradford töpuðu bæði illa í seinni leikjum sínum í
Intertoto-keppninni. Bradford steinlá heima gegn Zenet frá Péturs-
horg og á Villa Park tapaði Aston Villa seinni leiknum gegn Celta
Vigo 2-1 og samtals 3-1. Tveir leikmenn ViIIa voru reknir af velli og
eru rauðu spjöldin sem Villa hefur fengið í keppninni með hreinum
eindæmum. Dómarinn rak fjóra menn af velli og gaf að auki sjö gul
spjöld þrátt fyrir að Icikurinn þætti alls ekki grófur. Benni
McCarthy kom Celta yfir eftir aðeins ellefu mínútur en síðan tók of
virkur dómarinn frá Sviss til sinna ráða og á fyrsta hálftímanum var
hann búinn að bóka fimm leikmenn og reka Velasco af velli fyrir að
tefja Ieikinn. Fyrir leikhlé dæmdi hann svo tvö víti á Celta. Merson
klúðraði því fyrra en Gareth Barry skoraði úr hinu seinna eftir að
sparkað hafði verið í höfuð Steve Stone. Steve fór af velli og þurfti
að sauma 16 spor í hann. I seinni hálfleik var Ian Taylor sendur af
velli fyrir dýfingar, þ.e. leikaraskap, en það þótti ótrúlegur dómur.
McCarthy náði svo að gera sitt annað mark og gera út um leikinn.
En frægðarferli dómarans var ekki lokið. Þegar liðlega tvær mfn-
útur lifðu af Ieiktímanum flautaði hann Ieikinn af og áttaði sig ekki
á mistökum sínum fyrr en aðstoðardómarinn hljóp inná til að láta
hann vita. I viðbótartímanum fór hann svo hamförum. Juan Fran
fékk sitt annað gula spjald en dómarinn gleymdi að sýna rauða
spjaldið eins og lög gera ráð fyrir og því spilaði leikmaðurinn áfram.
Síðan fékk Alan Thompson rauða spjaldið fyrir að hrinda leikmanni
Celta.
Úrslitin í Intertoto keppninni urðn annars þessi:
Blsany, Tékklandi - Sigma Olomouc, Tékklandi 0-0
Ölomonc vann samanlagt 3-1
Standard Liege, Belgíu - Stuttgart, Þýskalandi 0-1
Stuttgart vann samanlagt 2-1
Aston Villa, Englandi - Celta Vigo, Spáni 1-2
Celta vann samanlagt 3-1
Bradford City, Englandi - Zenet St. Pétursborg, Rússlandi 0-3
Zenit vann samanlagt 4-0
Wolfsburg, Þýskalandi - Auxerre, Frakklandi 1 -2
(eftir framlengingu).
Auxerre vann samanlagl 3-2
Udinese, Italíu - Austria Vín, Austurríki 2-0
Udinese vann samunlagl 3-0
Eftirtalin lið mætast í næstu umferð en sigurvegarar þeirra viður-
eigna fara inn í UEFA keppnina.
Sigma Olomouc, Tékklandi gegn Udinese, ltalíu. Celta Vigo,
Spáni gegn Zenit St. Pétursborg, Rússlandi og Auxerre, Frakklandi
gegn Stuttgart, Þýskalandi. — GG