Dagur - 09.08.2000, Blaðsíða 12
II
12- MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000
FRÉTTASKÝRING
T>^«r
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 - 13
Vélm skreid rétt yfir hökin
BJÖRN
ÞORLAKSSON
SKRIFAR
Þrír létust og aðrir þrír
eru þimgt halduir eftir
flugslys í Skerjaflrði.
Sex sæta Cessna missti
afl eflir að hún varð að
hætta við lendingu á
Reykjavikurflugvelli.
TiMljanir áttuþátt í
því hve fljótt tókst að
koma meðvitundarlaus-
um farþegum upp úr
sjónum.
Stórslys varð í (yrrakvöld þegar
flugvél hrapaði í Skerjafirðinum í
Reykjavík með einum flugmanni og
fimm farþegum. Þrír létust, 29 ára
flugmaður og tveir karlmenn. Hinir
þrír farþegarnir eru í lífshættu, ein
kona og tveir ungir menn. Fólkið í
vélinni var á aldrinum 17-35 ára.
Lögreglu barst tilkynning frá
Flugturninum á Reykjavíkurflug-
velli kl. 20.36 um að vélin hefði
hrapað 300-500 metra vestan við
Skeljanes. Vélin er af geröinni
Cessna 210 Centurion, bar ein-
kennisstafina TF-GTT, í eigu
LeiguRugs ísleifs Ottesen. Hún
hafði farið frá Vestmannaeyjum kl.
20.30 með áætlaða lendingu í
Reykjavík, 30 mínútum síðar. Vélín
fékk heimild til lendingar á flugvell-
inum en í lokaaðflugi bárust flug-
manninum fyrirmæli frá flugturn-
inum um að hætta við vegna um-
ferðar á brautinni. Flugmaðurinn
hugðist fara hring en tilkynnti þá
um vélarbilun. Þegar vélin var kom-
in yfir Skerjafjörðinn tók hún hægri
beygju og Ienti skömmu síðar afl-
vana í sjónum.
Nokkrir sjónarvottar voru að slys-
inu, þar á meðal lögreglumenn sem
voru á eftirlitsferð á Suðurgötu.
Víðtæk og fjölmenn neyðaráætlun
var þegar sett af stað og tóku þar
þátt björgunarsveitarmenn, lög-
regla, slökkvilið og sjálfboðaliðar.
Mikið lán var að köfunarprammi
frá fyrirtækinu Sjóverk var staddur
skammt frá slysstað og var hann
kominn á slysstað innan fárra mín-
útna. Með aðstoð hans tókst að
Kjartan J. Hauksson var lykilmaður í
björgunaraðgerðum. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem Kjartan bjargar
mannsiífum.
koma taug í vélina og var hún síðar
flutt í Kópavogshöfn og þaðan í
húsnæði á vegum rannsóknar-
nefndar flugslysa sem fer með
rannsókn málsins.
Hörður Jóhannesson yfirlög-
regluþjónn segir að aðeins hafi lið-
ið um hálftími frá því að búið var að
koma öllum farþegum úr flakinu.
Flugmaðurinn var hins vegar fastur
og ekki hægt að losa hann fyrr en
búið var að draga vélina á land,
nokkrum klukkustundum síðar. All-
ir voru fluttir á sjúkrahúsin við
Hringbraut og í Fossvogi eftir lífg-
unartilraunir. Oflug miðstöð áfalla-
hjálpar hefur verið starfrækt í Foss-
voginum og kallaður út aukamann-
skapur.
Þetta er eitt mannskæðasta flug-
slys seinni ára á Islandi og verður
unnið ítarlega að rannsókn þess
sem úrskeiðis fór, að sögn forsvars-
manna Flugmálastjórnar. Þorgeir
Pálsson flugmálastjóri segir að ver-
ið sé að taka saman ýmis gögn s.s.
ratsjárviðskipti og var búist við því í
gærkvöld að Rannsóknarnefnd
flugslysa skilaði einhverjum drög-
um að álitsgerð.
Snörp viðbrögð
Kjartan J. Hauksson kafari er eig-
andi Sjótaks en eins og fyrr segir
átti köfunarprammi lyrirtældsins og
snörp viðbrögð Kjartans ríkan þátt í
skjótri björgun farþeganna úr flug-
vélarflakinu. „Eg var staddur í fyrir-
tækinu mínu rétt við Kópavogshöfn
og rauk bara á inniskónum beint
um borð um leið og ég frétti af
þessu. Ég var kominn að vélinni
um 5 mínútum eftir slysið og á
sama tíma var slökkviliðið komið
með gúmmíbát. Ég hófst strax
handa að ná fólkinu úr vélinni og
upp um borð. Það gerðist hratt og
fljótt og vel nema hvað varðaði ílug-
manninn," segir Kjartan.
Astæða þess að svo illa gekk að
ná flugmanninum var sú að hann
var klemmdur í tlakinu og segir
Kjartan vélina hafa verið mjög illa
fama. Hann giskar á að 5-6 mínút-
ur hafi liðið frá því að vélin fór í sjó-
inn og þangað til fyrsta farþeganum
var bjargað. Allir sem komu upp
voru meðvitundarlausir.
Aðeins vængendinn stóð upp úr
þegar Kjartan kom á vettvang og því
þurftu menn að fara í kafarabún-
inga til að nálgast fólkið. Kjartan
fór sjálfur eltki niður heldur tók á
móti iyrstu tveimur á prammann.
„Við lögðum ofurkapp á að koma
fólkinu upp úr og í land, reyndum
ekki að tefja við hálfgildings lífgun-
artilraunir heldur flýttum okkur
sem mátti að koma fólkinu í hend-
ur fagmanna í landi. Mitt mat er að
Ekkert bendir til samhengis miiii
framkvæmdanna á Reykjavíkurflug-
velli og flugslyssins, að sögn Þor-
geirs Pálssonar ftugmáiastjóra.
Mikið lán var að köfunarprammi frá fyrirtækinu Sjóverk var staddur skammt frá slysstað og var hann kominn á slysstað innan fárra mínútna. Pramminn sést hér á milli björgunarmanna.
Ekkert óeðlilegt við völliim
Austur-vestur llugbraut Reykjavík-
urflugvallar hefur verið lokuð urn
skeið vegna malbikunarfram-
kvæmda. Akveðið hafði verið að
færa innanlandsflugið til Keflavík-
ur um tíma í sumar en frá því var
horfið og hefur því aðeins Norður-
suður brautin verið opin undanfar-
ið. Dagur spurði flugmálastjóra
hvort rannsókn slyssins væri með
öðrum hætti vegna þessa. „1 sjálfu
sér ekki, nei. Það verður að sjálf-
sögðu skoðað hvort eitthvað tengt
framkvæmdunum hefur haft áhrif
á slysið en við sjáum ekki að svo sé
á þessu stigi. Flugbrautir geta verið
Iokaðar af ýmsum ástæðum og flug-
maður getur alltaf þurft að hætta
við lendingu vegna hindrana á
brautinni," segir Þorgeir Pálsson
llugmálastjóri. Hann segir ekkert
benda til þess að óeðlilega mikilli
umferð hafi verið hleyjtt á völlinn
rétt fyrir slysið.
Árið 1988 fórst kanadísk
leiguflugvél með 3 mönnum ná-
lægt Reykjavíkurflugvelli en síðasta
áratug hefur ckki orðið manntjón
vegna innanlandsflugs við völlinn.
Á Þorgeir von á að slysið muni
breyta viðhorfum fólks til staðsetn-
ingar hans? „Það hefur alltaf legið
fyrir að slys geta orðið, hæði við
þennan flugvöll sem aðra velli, það
er hluti af staðreynduni. Ég held
að það sé ómögulegt að segja til
um hvort slysið verði til þess að
breyta viðhorfi fólks til staðsetn-
ingar. Sem betur fer hefur aldrei í
sögu Rugvallarins orðið manntjón
hjá fólki á jörðu níðri utan loftfars-
ins. Flugmenn gera allt sem þeir
geta til að koma í veg fyrir það að
þeir lendi á hindrunum og það hef-
ur mikið að segja," segir llugmála-
stjóri.
Hjá leiguflugi Isleifs Ottesen,
fengust þær upplýsingar í gær að
vélin sem fórst hefði verið áætluð í
góðu ásigkomulagi og staðfestir
Þorgeir að hún hafi haft öll tilskilin
réttindi. Fyrirtækið er alls með 6-8
vélar í flota sínum og hefur starfað
frá 1976. Cessna vélar eins og sú
sem fórst hafa reynst vel og verið
taldar öruggar, að sögn eins starfs-
manna fyrirtældsins. „Hér eru allir
miður sin og við getum í raun ekk-
ert annað en vísað á Rannsóknar-
nefnd llugslysa," sagði starfsmað-
urinn.
Féll aflvana í sjóiiui
Ljóst þykir að vélin hafi misst afl
skömmu áður en hún féll í sjóinn.
Ingebjörg l horp var einn sjónar-
votta að slysinu og segist henni
þannig frá: „Ég heyrði mjög skrýtið
flugvélarhljóð og fór út að glugga
til að skoða málið betur. Þá heyrð-
ist eins og „púff‘ og vélin kom
framhjá hljóðlaust eins og svifflug-
vél beint fyrir utan gluggann og
Ienti í sjónum. Það var allt svo
hljótt að það tók mig smátíma að
átta mig á hvað í raun hafði gerst
en síðan fór ég beint í símann og
hringdi í Neyðarlínuna," segir
Ingebjorg.
Hún telur að vélin hafi svifið
mjög nálægt húsþökunum skömmu
áður en hún féll í sjóinn. „Það
mátti mjög litlu muna að hún ræk-
ist á húsin. Ég veit ekki hve margir
metrar skildu á milli en hún fór svo
lágt yfir að afleiðingarnar hefðu
getað orðið enn skelfilegri," segir
Ingebjorg.
Flugvellir með aðeins eina flugbraut
eru stórhættulegir og menn taka
þar meiri áhættu, segir Úrn Sig-
urðsson arkitekt.
Völluriiui verður að fara
Orn Sigurðson arkitekt og einn tals-
manna Samtaka um betri byggð seg-
ir slysið skelfilegt en það sem slíkt
breyti eldd viðhorfi samtakanna til
vallarins, enda hafi það verið full-
mótað áður. Völlurinn er mikill þyrn-
ir í augum meðlima Samtaka um
betri byggð en Orn segir: „Slysið á
ekki að þurfa að hafa ábrif á þá stað-
reynd að flugvöllurinn verður að fara
af mörgum ástæðum. Slysahættan er
bara einn margra þátta sem styðja
það.Við sjáum líka Ijölmargar fleiri
þjóðhagslegar ástæður fyrir því að
völlurinn verður að fara sem allra
fyrst," segir Örn.
Samtökin bentu sérstaklega á þá
hættu sem myndi skapast í sumar.
„Það er stórhættulegt að nota flug-
völl sem er bara með eina flugbraut
á þessu svæði. Ég veit ekki hvernig
aðstæður voru í þessu tilfelli en al-
mennt freistast menn til þess að taka
meiri áhættu í hliðarvindi þegar þeir
hafa bara eina braut. Fara kannski
ekki út lyrir öryggismörkin en alveg
út undir ystu mörk,“ segir Orn.
Hann tekur undir með sjónarvott-
inum Ingebjorgu Thorp, að nærri
hafi legið að vélin lenti á íbúabyggð-
inni við Sldldinganes og það sé ekld í
fyrsta skipti sem nærri hafi legið að
flugvélar skyllu á byggð. Örn segist
sjálfur búa á hættusvæði í grennd
vallarins en það sé ekki ástæða þess
að hann berjist gegn Reykjavíkur-
flugvelli. „Þessi flugvöllur hefurgjör-
samlega eyðilagt borgina, það er eins
og fallið hafi sprengja. Byggðaþróun-
in splundraðist þegar völlurinn kom.
Hér keyra 170.000 manns um 250
milljónir ferða á ári og þær ferðir eru
allar of langar. Þorri þjóðarinnar eyð-
ir og sóar tíma sínum og peningum í
allt of marga bíla og of umfangsmik-
ið vegakerfi. Þetta tekur líka tíma frá
börnunum og fjölskyldunni og þetta
eru þjóðhagslegu rökin," segir Örn.
Björgunarstarfið gekk mjög hratt fyrir sig og hér má sjá einn farþeganna flutt-
an af vettvangi með sjúkrabirfreið.
þessar aðgerðir hafi allar gengið
ótrúlega hratt og vel,“ segir Kjartan
sem segist telja sig lánsaman að
hafa verið réttan mann á rcttum
stað. „Öðruvísi væri þessi lífsvon
sem þó er ekki til staðar," segir
Kjartan en getur þess einnig að
honum sé ofarlega í huga hve
margir eigi nú um sárt að binda.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Kjartan kemur að björgun. Hann
segist hafa bjargað tveimur manns-
lífum á árum áður og hann hefur
oft verið kallaður á slysstað vegna
björgunarstarfa. Kjartan segir enga
aðra hugsun komast að þegar svona
háttar til en að reyna að bjarga
mannslífum. „Maður er ekkert að
velta því fyrir sér hvort tíminn sé
orðinn of langur eða ekki. Maður
hugsar bara um að koma fólkinu
undir læknishendur jafn hratt og
hægt er og síðan er það annarra að
meta ástand þess.“
Um helgina voru alls 95 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur, flestir annað hvort I eða við Hvalfjarðargöng.
Viðbúnaður
skilar árangri
Iitið vax um innbrot í
Reykjavík um verslim-
armaimahelgina, en
töluvert um hraðakst-
ur í Hvalíj arðargöng
iniiiiii.
Talsverður erill var hjá lögreglunni
í Reykja\Tk um verslunarmanna-
helgina, þrátt fyrir að margir borg-
arbúar hafi haldið sig utan borgar-
markanna um helgina. Lögreglan
segir að mikið hafi verið um
hraðakstur, en flest þau mál komu
upp á Vesturlandsvegi í og við
Hvalfjarðargöng. Viðbúnaður lög-
reglu vegna innbrota virðist hins
vegar hafa skilað árangri, því lítið
var um innbrot í Reykjavík um
helgina. Flugslysið í Skerjafirði á
sunnudagskvöld setti loks dapur-
legan svip á störf lögreglunnar
undir Iok helgarinnar.
Á 117 km hraða í göngimum
Um helgina voru alls 95 ökumenn
teknir fyrir of hraðan akstur, flest-
ir annað hvort í eða við Hvalfjarð-
argöng. I göngunum sjálfum kom
21 mál upp en á laugardag mæld-
ist t.d ökumaður aka bifreið sinni
á 117 km hraða um göngin en há-
markshraði í göngunum er 70 km.
Á Vesturlandsvegi við Kollafjörð
var svo ökumaður stöðvaður á
sunnudag eftir að hafa verið
mældur á 135 km hraða þar sem
90 km er hámark. 18 ökumenn
voru handteknir grunaðir um ölv-
un við akstur bifreiða sinna.
Aðeins eitt innbrot
Um helgina barst lögreglu aðeins
ein tilkynning um innbrot á heim-
ili. Lögreglan segir að það megi
þakka töluverðum viðbúnaði á
merktum og ómerktum bifreiðum
í íbúðahverfum borgarinnar um
helgina. Þetta eina innbrot var í
heimahús í austurbænum, og það-
an var meðal annars stolið ýmsum
heimilistækjum og skartgripum.
Þá gerðist það, að maður nokk-
ur dældaði bifreið í miðbænum á
aðfaranótt laugardags. Hafði hann
í frammi miklar óspektir þegar lög-
reglumenn ræddu við hann og var
hann því handtekinn og fluttur á
stöð en síðan vistaður í fangaklefa.
Annar maður var einnig hand-
tekinn í miðborginni á aðfaranótt
mánudags eftir að hafa úðað á þrjá
veggi með úðalit. Hann var færður
á Iögreglustöð en sleppt að lokn-
um viðræðum. Nokkrir úðabrúsar
voru haldlagðir vegna málsins.
Á aðfaranótt mánudags var til-
kynnt um mann sem gekk um Álf-
heima og skemmdi bfla. Náði
hann að vinna einhverjar
skemmdir á 10 hifreiðum áður en
lögregla hafði hendur f hári hans.
Var hann vistaður í fangageymslu í
framhaldi af viðræðum lögreglu
við hann.
Réðust á strætisvagnastjóra
Nokkuð var um ofbeldisbrot um
helgina. Á aðfaranótt laugardags
réðust t.a.m. tveir drengir að
strætisvagnabifreiðastjóra eftir að
hann hafði vísað þeim út út vagn-
inum. Hlaut maðurinn áverka í
andliti.
Þá var maður handtekinn á veit-
ingastað í miðborg Reykjavíkur á
aðfaranótt mánudags eftir að hafa
slegið konu á staðnum. Konan var
flutt með sjúkrabifreið á slysa-
deild, hún var talin vera með
heilahristing og var aum í andliti.
Á aðfaranótt mánudags var
maður fluttur illa skorinn á hálsi á
slysadeild eftir að hafa verið sleg-
inn með bjórflösku á veitingastað í
miðborginni.
Sömu nótt var einnig tilkynnt
um líkamsárás í miðborg Reykja-
víkur. Tveir menn voru handteknir
og munu þeir hafa ítrekað sparkað
í höfuð meidda. Voru þeir færðir í
fangamóttöku, en sá meiddi var
fluttur á slysadeild með sjúkrabif-
reið.
Á aðfarnótt þriðjudags voru þrír
menn handteknir í Breiðholti eftir
að hafa ógnað hússráðendum með
járnbút, en mennirnir þrír voru
gestkomandi á staðnum.
Fikniefiii í þremur bifreiðiun
Á föstudagskvöld var bifreið stöðv-
uð í Breiðholti og fundust ætluð
fíkniefni á ökumanni bifreiðarinn-
ar. Okumaður og farþegi voru
færðir á stöð til yfirheyrslu.
Á aðfaranótt laugardags var
önnur bifreið stöðvuð við eftirlit.
Við leit í bifreiðinni og á farþegum
fannst talsvert magn af ætluðum
fíkniefnum og var farþegi í bifreið-
inni handtekinn vegna málsins.
Á mánudagsmorgun var loks
ökumaður stöðvaður grunaður um
ölvun við akstur, einnig fékkst
heimild til leitar í bifreiðinni og
fannst >á ætluð fíkniefni í bifreið-
inni. Okumaður og farþegar voru
handteknir og vistaðir í fanga-
geymslu.
Á mánudagsmorgun urðu lög-
reglumenn á eftirlitsferð einnig
varir við mann sem lét dólgslega
og var að reyna að brjótast inn í
verslun í austurborginni. Hann var
handtekinn og \dð leit á honum
fannst lítilsháttar af ætluðum
fíkniefnum í poka. Maðurinn var
færður á lögreglustöð og vistaður í
fangageymslu.
Lenti á milli gáma
Á föstudagsmorgun var tilkynnt
um vinnuslys á athafnarsvæði
Sorpu í Ánanaustum. Þarna hafði
maður lent milli tveggja gáma var
hann fluttur með sjúkrabíl á Slysa-
deild.
Á mánudagskvöld var lögregla
og slökkvilið kallað að Hólma-
sundi þar sem eldur var laus í
sorpgeymslu. Sorpgeymslan var
alónýt eftir brunann.
Á sunnudagskvöld barst lögregl-
unni tilkynning frá flugturninum á
Reykjavíkurflugvelli um að sex
sæta flugvél hefði hrapað í Skerja-
Ij'örð um 3-500 metra vestan við
Skeljanes, og er nánar ijallað um
það annars staðar hér í Degi.
Handverk 2000
Handverkssýningin Handverk
2000 hefst að Hrafnagili í Eyja-
fjarðarsveit á morgun og stendur
í fjóra daga. Sýningin er sú átt-
unda í röðinni á jafn rnörgum
árum og er orðin að föstum og
ómissandi lið í tilveru íslensks
handverksfólks. Aðsókn að sýn-
ingunum hefur verið einstaklega
góð allt frá hyrjun og sækja þær
milli sex og átta þúsund gestir ár-
lega víðs vegar að af landinu.
Samtals er sýningarsvæðið á um
1700 fermetrum í íþróttahúsi
Hrafnagilsskóla, sem og í nær öllu
kennsluhúsnæði skólans. Einnig
er sýnt í útibásum. Á sýningar-
svæðinu verða bæði sölu og \innu-
básar handverksfólks og gestum
gefst tækifæri á að sjá handverks-
fólk að störfum.
Sýningin Handverk 2000 er til-
einkuð kirkjunni á afmælisári og
setur sú yfírskrift sitt mark á sýn-
inguna. Margir merkir og fallegir
kirkjumunir verða á sýningunni,
bæði gamlir og nýir. Utimessa
verður á sunnudeginum þar sem
hringt verður til kirkju með gam-
alli klukku úr Þönglabakkakirkju
og til þess notað kirkjureipi sem
spunnið verður á meðan á sýning-
unni stendur.