Dagur - 09.08.2000, Page 17

Dagur - 09.08.2000, Page 17
MIBVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2 0 0 0 -17 LÍFIÐ t LANDINU Stund sköpunarinnar Við gleymum því auðvitað ekki að Snorri var alinn upp í Odda og sprenglærður jafnt í kristnum fræðum sem norrænni goðafræði Að hverju eru menn í raun og veru að leita í heimi hins smáa, handan kvarks og raf- eindar? Menn eru einmitt þar að leita að sjálfu grundvallar- lögmáli alheimsins, lögmáli allsherjar samræmis allra hluta. Vísindamenn hafa fært góð rök fyrir því að efn- isfræðileg lögmál séu ekki mismunandi eftir stöðum heldur séu alls staðar eins. Þau eru ekki heldur mismunandi á mismunandi tím- um, þau eru alltaf eins. Þeir sem þekkja heildina nógu vel geta skilið hana út frá litlu hroti og skilið brotið vegna þess að þeir þekkja heildina. Við erum að leita í heimi hins smáa að grundvallarlögmáli samræmis sem sameinar alla hluti í skiljanlega heild. Ef þessu væri ekki þannig háttað gæti ekki verið um neinn skilning að ræða á þessum stóra heimi. Það verður að segjast eins og er að ennþá er það aðeins trú að við finnum þennan grundvöll samræmisins í heimi hins smáa, þó að til séu vísindamenn sem telja sig þegar hafa fengið vísbendingar um að svo sé. Einn dropi getur nægt vísindamanni til að þekkja gerð heimshafanna. Við höfum hlið- stæðan dropa til að þekkja alheiminn. Það hefur alltaf verið draumur mannsins að þekkja uppruna heimsins, sögu hans og endalok og ekki síður endurfæðingu. Engin önnur spurning hefur haft víðtækari áhrif á alla menningu okkar frá fyrstu goðsögum til nýjustu heimsmyndar. Við viljum öll vita hvers vegna þessi alheimur varð til og hvern- ig hann er eða virðist vera. Allir nútímamenn þekkja söguna um Stórusprengju. Hún er ekki kenning heldur mælanleg staðreynd. Það er ótrúleg stað- reynd að við þckkjum sögu alheimsins næst- um frá upphafi til okkar dags. Þegar ég segi næstum frá upphafi þá er um að ræða óþekkt tímabil sem er samt mildu styttra en einn hundraðasti úr sekúndu. Jafnvel það skiptir máli. Otrúlega stórir hlutir gerðust í þessu upphafi á ótrúlega skömmum tíma. Hér er enn nýtt verkefni fyrir þriðja árþús- undið. Finnur það svar við því hvað gerðist á fyrstu stundu sköpunarinnar sem var svona örstutt? Raunar miklu minna en einn hund- raðasti úr sekúndu. Menn hafa líka spurt: Hvað var á undan upphafinu? Snorri Sturluson svarar þessu í frægustu bók okkar Islendinga: Ár var alcla, það ekki var, gap var ginnunga en gras hvergi. Við gleymum því auðvitað ekki að Snorri var alinn upp í Odda og sprenglærður jafnt í kristnum fræðum sem norrænni goðafræði. Ginnungagap er gamalt hugtak, þýddi í heiðni tóm guðanna og í kristni tóm guðs. I sambandi við sögu alheimsins getum við velt því fyrir okkur hvort til sé forsaga þess- arar sögu, forsaga sem hefst löngu á undan því sem við venjulega köllum upphaf tímans. Hvernig varð heimseggið til? Er ekki hugs- anlegt að geislun eða efni sem til var fyrir heimseggið hafi fyllt rúmið í síauknum mæli og þjappað öllu efni og orku saman í það sem menn kölluðu heimsegg eða eldhnött- inn sem oklrar þekkti alheimur er kominn frá. Við þekkjum ckki hið raunverulega ástand upphafsins. Það má vel vera að jafn- vel þó að við þekktum það hefðum við hvorki orð né hugtök til að lýsa því. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að við þekkjum ekki upphafið. Enn er eng- inn maður fær um að svara spurningunni hvernig þetta allt raunverulega byrjaði. Við höfum engin rétt svör. Það er jafnvel hugs- anlegt að við höfum ekki spurt hinnar réttu spurninga. Páfar liðinnar aldar í eðlis-og efnafræði reyndust ekki óskeikulir þó að þeir gerðu margir heiðarlegar tilraunir til að svara þessum spurningum um upphafið. Hér hefur þriðja árþúsundið verk að vinna. Það gæti komist að hlutum sem kollvarpa öllu sem við höfum áður haldið. Maðurinn mun halda áfram þessari leit sinni. Hvers vegna? Líklegast vegna þess að hann veit að þegar hann hefur fundið hinn raunverulega grund- völl heimsins veit hann meira um sjálfan sig. Sólin okkar sendir frá sér rafsegulöldur sem við köllum hita og ljós. Við köllum þetta öldur. Fyrirmyndin er úr reynsluheimi okkar, öldur á vatni. En eru þetta öldur eða efnis- eindir? Við segjum að ljósaldan sé úr ljóseindum. Þetta er gömul deila sem lauk með því að svarið var, já, þetta eru raunveru- legar öldur. Þetta er gömul þekking. Viðfangsefni okk- ar liggur dýpra. Bak við ölduna, bak við atóm og Ijóseindir, bak við rafeind og kvark eru menn að leita að hinni endanlegu niður- stöðu. I heimi hins smáa eru margir hlutir sem þarf að samræma. Það er verið að leita að heildarmynd. Skógurinn er gerður úr trjám en sagt er að maðurinn sem gangi um skóg- inn sjái ekki skóginn fyrir trjánum. I hinum fimm strengjakenningum nútímans eru strengirnir trén og strengirnir eru orkan sem mynda kvarka og rafeindir. Menn hafa talað um að þessi grundvöllur hefði ellefu víddir, tfu í rúmi og eina í tíma. - Hvað eru þessir strengir? Menn vita það ekki, ekki enn þá - en þeir senda frá sér orku. Þeir titra eins og strengir fiðlunnar. Innan þeirra er heill heimur sem bíður rannsóknar. Þetta eru ekki heimspekilegar hugleiðingar, þetta eru niðurstöður mælinga. Þetta er upphaf leitar. Margpét IMENNINGAR LÍFID Baldur í Höllinni Tveir stórviðburðir cru á dagskrá M enningarborg Reykjavíkur í ágúst EBsabetúafsd og er miðsala hafín á þá báða. Fyrst ber að nefna stórvirkið Baldur eftir Jón Leifs, sem lýsir mildum atburð- um úr norrænni goðafræði og hefur aldrei verið flutt áður. Um er ræða einhveija stærstu dans- og tónlistaruppfærslu sem ráðist hefur verið í á Is- landi enda mun sviði ná yfir hálfa Laugardalshöll. Dansarar eru úr Islenska dansflokknum og Finnska þjóðarballettinum, en dansinn samdi stjórnandinn Jorma Uotinen. Tónlist Jóns Leifs verður hér flutt í fyrsta sinn af Sinfóníu- hljómsveit Is- lands, sem stjómað er af handhafa tón- listaverðlauna Norðurlanda- ráðs, Leifs Segestram. Sýningar á aðeins tvær í Reykjavík Frá æfingu a Baldri. Baldri verða Laugardalshöllinni þann 18. ágúst. 91 riitltl mímis eiii Hinn stórviðhurðurinn eru tón- leikar Radda Evrópu undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur í Hallgrímskirkju 26. og 27. ágúst. Kórinn er skipaður 90 ungmennum frá evrópsku menningarborgum ársins og þó atburðurinn missi eilítið af sjarmanum við brotthvarf Bjarkar frá verkefninu, má full- vissa lesendur um að enginn verður svikinn af kórnum ein- um. Hann var líka frábær þeg- ar Björk söng ekki með í Perlunni á gamlárskvöld, enda varla við öðru að búast þar sem Þor- gerður Ing- ólfsdóttir er. Miðasala er opin alla daga frá 10 til 18 í Upplýsingamiðstöð ferða- mála, Bankastræti 2, sími 552 8588, tölvupóstur: mida- sah@iourinfo.is Þorgerður Ing- ó/fsdóttir stjórnar Röddum Evrópu. Sumarsögur af landi I sumar náði ég þeim áfanga að heimsækja síðasta þéttbýlisstaðinn á landinu sem ég átti eftir. Aður hafði ég reyndar verið búinn að fara um Reykhólasveitina, en átti þó alltaf eftir að fara leiðina sem liggur með Berufírði og að Reyk- hólum. Þetta eru rúmlega tíu kíló- metrar, en var vel þess virði að fara leiðina því f viðkynningu þá eru Reykhólar hinn myndarlegasti stað- ur. Þegar ég kem í kauptún úti á landi reyni að hafa tal af einhverj- um heimanni til þess að fræðast um mannlíf og menningu - og um sögu byggðarlagsins. Mér finnst ágætt, bæði vegna forvitni minnar um menn og málefni en líka í og með vegna blaðamennskunnar. Þó ég sé í sumarfríi þá er myndavélin alltaf með - þó hún stjórni ekki ferðalaginu eins og í annan tíma vill verða. Þrjú stórskáld A Reykhólum sagði sr. Bragi Benediktsson MENAIINGAR VAKTIN Sigurður Bogi Sævarsson sóknarprestur staðarins mér frá sóknarkirkjunni á staðnum og stórskáldunum Jóni Thoroddsen, Gesti Pálssyni og Matthíasi Jocumssyni sem allir eru ættaðir frá þessum slóðum. Fornar sögur eru einnig margar til um Reyk- hóla, en einnig sitthvað frá seinni tímanum. Það var til dæmis um miðja öldina sem Sigfús Halldórs- son dvaldist þar um nokkrurra skrifar þetta mánaða skeið og samdi þar lagið Litlu fluguna, sem fyrir margt löngu er ódauðlegt orðið. Við guðsmaðurinn skoðuðum einnig í mýflugumynd þörungavcrksmiðjuna, scm er athyglisvert fyrirtæki. I sumar hcfur mér einnig gefist tækifæri til þess að skoða hina bráðmerkilegu Lax- árvirkjun III, þar sem hún er byggð inn í mikilli hvelfingu sem sprengd var inn i bergið. I þeirri sömu ferð austur í Þingeyj- arsýslur komst ég einnig á samkomu í fé- lagsheimilinu Skjólbrekku þar sem Mý- vetningar kornu saman á gúmmískónum Á Reykhólum sagði sr. Bragi Benedikts- son sóknarprestur staðarins mér frá sóknarkirkjunni á staðnum og stórskáld- unum sem allir eru ættaðir frá þessum slóðum, segirm.a. hér í greininni. og sungu ættjarðarlög. Það var þjóðleg og skemmtileg samkoma. Nú um verslunar- mannahelgina fékk ég mér síðan aðra ferð austur í Þingeyjarsýslur og skoðaði Safna- húsið á Húsavík, þar er hið myndarlega byggðasafn sem er eitt hið fremsta í sinni röð á landinu. FlökkuMnd og ferðalög Flökkukindum eins og mér verður landið og ferðalög um það sífellt ný uppspretta. Ferðalög á öllum árstímum eru heillandi, þó ég hafi kannski mesta reynslu af sum- arferðum. Og margl á ég cftir að ferðast um í sumar. Þannig er á dagskrá að skoða Herðubreiðarlindir, Kverkfjöll og Oskju um næstu helgi - og um aðra helgi er stefnan síðan sett á að ferðast frá Mýri í Báðardal og suður í Árnessýslu. Leiðin sú er mörgum kunn - Sprengisandur - og er það um það bil sex klukkutíma akstur yfir svarta auðn, en að fara um slíka náttúru er það sem marga heillar mjög. Ég er ekki frá því að það sama eigi við um sjálfan mig. sigurdur@dagur.is

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.