Dagur - 09.08.2000, Side 18
18- MIÐVIKUDAGU R 9. ÁGÚST 2000
.DagjMr
\d&
(tU& ^
VÍKUR y BIAÐIÐ
Þorgeirskirkja í Ljósa-
vatnshreppi var vígð
sl. simnudag að við-
stöddu miklu fjöl
meuui o g fjölda
presta.
Fyrir altari voru vígslubiskup
Hólabiskupsdæmis, sr. Bolli
Gústavsson, sóknarpresturinn sr.
Arnaldur Bárðarson, prófastur
Þingeyjarprófastdæmis sr. Pétur
Þórarinsson, sr. Jón A. Baldvins-
son prestur í London, sem þjón-
aði um skeið Ljósavatnspresta-
kalli sem nú hefur verið samein-
að Hálsprestakalli, sr. Sigurður
Guðmundsson, fyrrv. vígslubisk-
up og prestur að Grenjaðarstað
og biskup Islands, herra Karl Sig-
urbjörnsson. Við vígsluna sagði
biskup Islands, að staðurinn sem
kirkjan stæði á væri heilög jörð
og hann bað þessu musteri drott-
ins blessunar sem og öllum þeim
athöfnum sem þar færu fram í
nánustu framtíð. „Blessa þú
drottinn alla þá sem hingað
koma.“
Mikil viska
Biskup íslands sagði að viska
Þorgeirs Ljósvetningagoða hefði
verið mikil og rökin sterk enda
hefði haldist áfram sátt og friður
á Islandi eftir siðabreytinguna og
allir hlýtt einum lögum og einum
sið. Tíu öldum síðar njóti þjóðin
enn ávaxta þessarar visku. „Það
hefur ábyggilega ekki verið án
innri átaka að Þorgeir gekk til
þess verks að varpa goðunum í
fossinn. Hann var vitur maður,
þykjumst við vita, því vitur mað-
ur lætur sér ekki standa á sama
um trú og sið, það er honum al-
vörumál. Eg er sannfærður um
að heill hugur stóð að baki
ákvörðun hans og vissa um guð-
legan vilja,“ sagði biskup. Hann
sagði að leiða mætti rök að því að
hofið hafi síðan verið nýtt sem
kirkja þar sem krossins merki var
reist og klukknahljómurinn
ómaði.
„Hvaða starfa hafði Ljósvetn-
ingagoðinn?“, spurði síðan bisk-
up. Og hann svaraði sjálfur:
„Hann var seiðmaður, goðarnir
voru menn sem færðu fórnir goð-
unum og náttúruöflunum til að
blíðka þau og til að tryggja við-
gang lífsins og goðamyndirnar
trédrumbar eða styttur sem stað-
ið hafa í hofinu, frjósemistákn
umfram allt, og notaðar hafa ver-
ið við fórnarathafnir roðnar blóði
fórnardýra. Náttúran er læst
kerfi umbunar og refsingar, or-
saka og afleiðinga, auga fyrir
auga, tönn fyrir tönn en Kristur
sá að mundi um síðir gera alla
blinda og tannlausa og því gefur
hann okkur mildu ágætari leið,
leið kærleikans, fyrirgefningar-
innar, miskunnseminnar."
Syndarar og dýrlingar
„Þorgeir Ljósvetningagoði er ekki
tekinn í dýrlingatölu, en það er
sjálfsagt að minna á hann og
halda minningu hans á lofti,
minningu um skynsemi og visku,
minningu heiðins manns sem
varð kristinn. Sérhver dýrlingur á
sér fortíð og sérhver syndari á sér
framtíð. Kannski er sagan um
goðin og Goðafoss bara flökku-
sögn, munnmælasaga úr Bárðar-
daínum, en hún er ekkert verri
fyrir það, hún varpar Ijósi á kjar-
na málsins og túlkar þá atburði
sem áttu sér stað er Kristur var
leiddur til öndvegis á íslandi og
krossinn hans signir lífið og land-
ið. Höldum til móts við ókomna
tíð og nýtt árþúsund í trú, von og
kærleika," sagði biskup Islands
m.a. við vígslu Þorgeirskirkju.
Við vígsluna voru kirkjunni
færðar ýmsar gjafir, m.a. frá
kvenfélagi Ljósvetninga, Oddfell-
owstúkunni Þorgeiri í Reykjavík
og tíu fyrrverandi þingmönnum
Norðurlandskjördæmis eystra.
Auk þess hökull frá prests-
hjónunum á Dalvík, Magnúsi
Gunnarssyni og Þóru Ólafs-
dóttur. - GG
MeðfuUrireisn
niður fljótið
Allmargir erlendir ferðamenn
voru viðstaddir kristnihátíðina
við Goðafoss um helgina. Meðal
annars nokkrir ítalir sem sátu á
bjargbrún og fylgdust með af
áhuga þegar fluttur var leikþátt-
urinn Þorgeir við Goðafoss. I
hópnum voru tvær stúlkur og
greinilega siðprúðar, því þegar
einn leikenda kastaði klæðum og
stökk kviknakinn ofan í tunnu til
að láta þar skírast, jesúsuðu
stúlkur sig og roðnuðu svo langt
niður sem auga blaðamanns
eygði.
Þegar svo frjósemisgoðinu
Frey hafði verð kastað í fossinn
og flaut niður fljótið með mann-
dómstákn sitt skagandi eins og
eldrautt mastur til himsins,
gripu þær stöllur einfaldlega fyr-
ir augun, á meðan félagar þeirra
karkyns hentu gaman að. - JS
Goðá
faraldsfæti
Goðin Oðinn, Þór, Frevr og
Frevja voru mjög á ferðinni um
helgina. Fyrst var þeim fleygt í
Goðafoss á sunnudaginn og
velktust þar um við bakka Skjálf-
andafljóts um stund. Ásatrúar-
menn, sem töldu sér málið skylt,
náðu þremur goðum upp úr
fljótinu og höfðu á brott með sér,
en goðagerðarmaðurinn, sem
smíðaði gripina og á þá bjargaði
hins vegar sjálfum Oðni úr fljót-
inu með fulltingi sigmanns.
Dvalarstaður Þórs, Freys og
Freyju var á huldu um skeið en
síðan bárust njósnir af þeim í
geymslu á Húsavík þar sem lög-
regla tók þau í sína vörslu. Að
sögn Bjarna Höskuldssonar lög-
reglumanns barst engin kæra í
þessu máli og það leystist farsæl-
lega. Ekki hafi staðið til hjá þeim
sem tóku þau að halda goðunum
og þeir buðust strax til að skila
þeim til lögreglu.
Hin víðförlu goð eru nú komin
til síns heima á ný. - JS
Einarsstaðamót
umhelgma
Hið árlega Einarsstaðamót
hestamannafélaganna Þjálfa og
Grana fer fram um helgina á
vellinum við Einarsstaði í
Reykjadal. Mótið hefst með for-
keppni kl. 10 á laugardag og úr-
slit fara síðan fram á sunnudag.
Á laugardagkvöldið verður að
venju grillað og haldin kvöldvaka
við skeiðvöllinn, eftir að sjálf-
sögðu útreiðartúr um nágrennið.
-JS
Prófasturinn, sr. Pétur Þórarinsson og sóknarpresturinn, sr. Arnaldur
Bárðarson fyrir altari Þorgeirskirkju.