Dagur - 09.08.2000, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 - 19
VÍKURBLAÐIÐ
Kristnihátíö
Um 1000 manns
sóttu kristnihátíd í
Þingeyj arprófasts-
dæmi. Þorgeirskirkja
vigð að Ljósavatni.
Glæsileg hátíðardag-
skrá við Goðafoss þar
sem himun fomu goð-
um var á ný kastað í
fossinn.
Aðstandendur kristnihátíðar í
Þingeyjarprófastsdæmi voru
himinsælir, í orðsins fyllstu
merkingu, með hvernig til tókst.
Um 1000 manns voru viðstaddir
vígslu hinnar nýju Þorgeirskirkju
við Ljósavatn og enn fleiri fylgd-
ust með hátíðardagskrá á útihá-
tíð við Goðafoss.
Að sögn séra Péturs Þórarins-
sonar stóð undirbúningur hátíð-
arinnar í Þingeyjarprófastsdæmi
yfir í tvö ár og miðaðist við yfir-
skriftina: „Lifandi kirkja í ljósi
sögunnar". Þessi yfirskrift átti að
gefa undirbúningsnefndinni |rá
leiðsögn að um leið og minnst
væri þeirra merku athurða sem
gerðust á Lögbergi árið 1000, þá
skyldi eklvi síður nota þetta góða
tilefni til að efla og styrkja það
kristilega starf sem fram fer í
prófastsdæminu.
Ljósberinn
Á útihátíðinni (luttu ræður og
ávörp þeir séra Pétur Þórarins-
son prófastur, Halldór Kristins-
son svslumaður. séra Bolli Gúst-
afsson, vígslubiskup og Karl Sig-
urbjörnsson biskup. En tónlistin
var þarna í öndvcgi. Blásarasveit
lék undir stjórn Sigurðar Hall-
marssonar og Barnakór Þingeyj-
arprófastsdæmis söng fjögur lög
undir stjórn Valmar Valjaots,
m.a. „Frá guði er líf mitt“ , en lag
og Ijóð voru eftir prófastinn Pét-
ur.
1 50 manna kór skipaður söng-
fólki úr öllum kirkjukórum pró-
fastsdæmisins leiddi fjöldasöng
en frumflutti einnig tvö ný lög
sem sérstaklega voru samin við
hátíðaljóð sem urðu hlut-
skörpust í ljóðasamkeppni sem
efnt var til í fýrra í tilefni kristni-
hátíðar Þingeyinga. Sigurljóðið
„I þúsund ár“, gerði Ásgeir J. |ó-
hannsson og það var séra Orn
Friðriksson sem gerði lag við
ljóðið. Ljóðið í öðru sæti var
„Ljósberinn" eftir Pjetur Haf-
Skim og goðakast
Að flestra dómi var hápunktur
hátíðarinnar Butningur leikþátt-
arins „Þorgeir við Goðafoss" eft-
ir Jónas Kristjánsson. Leikstjóri
var Arnór Benónýsson og leikar-
ar úr Ieikdeild Eflingar og það
var Jón Friðrik Benónýsson sem
lék Þorgeir Ljósvetningagoða.
Þorgeir konta ríðandi frá
Ljósavatni ásamt fríðu föruneyti
og á undan fór maður í hvítum
kufli og bar kross. I lestinni voru
einnig hestar sem báru líkneskj-
ur Oðins, Þórs, Freys og Freyju.
Hópurinn reið austur með fljót-
inu og að fossinum þar sem leik-
þátturinn var fluttur og áhorf-
endur handan fljótsins námu
orðin úr hátalara, enda vonlaust
að mannsröddin bærist yfir ána
og vfirgnæfði þrumugný fossins.
Og þarna kastaði Þorgeir goðun-
um, einu af öðru í fossinn og
kvaddi þau með söknuði og aug-
ljósum trega. Einn leikaranna
svipti sig kufli og fór nakinn ofan
í tunnu sem var full ai atni úr
Skjálfandafljóti og þar var hann
skírður með viðhöfn.
Þetta var tilkomumikil sýning
og texti leikskáldsíns áhrifaríkur.
Og hið besta var verkið fiutt. Og
dagurinn allur verður eftirminni-
legur þeim er þarna voru. — js
Þorgeir og fylgdarlið ríða að Goðafossi.
Séra Pétur Þórarinsson var himinsæll með hátíðina.
stein Lárusson og Einar Melax
samdi lag við það. Ljóð Pjeturs
er stutt og kjarnyrt og fer hér á
eftir:
LJÓSBERINN
Vandlifað er í veröld flúrri
tveggja siða.
Berst úr goðheimum gnýr
dauðaþrmnu
en af himni Ijós
lambsins milda.
Þungir gerast þankar
undirfeldi
uns rís upp goðinn
varpar afherðum sér feðraohi
Ljósvetningur
Ljósheri nýrra tíma.
Sýslukirkjukórinn söng fyrir viðstadda.