Dagur - 09.08.2000, Síða 20

Dagur - 09.08.2000, Síða 20
20 - MIDVIKUDAGUR 9. ÁGV ST 2000 'Dagpvr VÍKU R BLAÐIÐ Nokkrir ásatrúarmenn á Norð- urlandi komu saman við Goða- foss að morgni kristnihátíðar Þingeyinga og helguðu fossinn við virðulega athöfn. A hamra- hrúninni andspænis fossinum var hlaðinn lítill bálköstur og stillt upp skildi með merki Norðurlands eystra. Eldur var kveiktur í kestinum (með aðstoð grillolíu) og síðan ávarpaði Val- geir Sigurðsson goðin Frey, Njörð og Óðin og helgaði Goða- foss og allt fljótið frá upptökum til óss. Valgeir sagði m.a.: „I virðingarskyni við ginnheilög goð, helgar vættir, Þorgeir Ljós- vetningagoða og aðra áa vora, sem fórnuðu til landsins, svo lengi sem þeir máttu, fórna ég Freyslíkneski til fossins til að innsigla órofa tengsl manns og náttúru". Að svo mæltu kastaði Valgeir litlum Frey í fossinn. Og tók fram síðar að goðið hefði verið úr gipsi og uppleysanlegt í vatn- inu og því harla náttúruvænt. Valgeir hét síðan griðum og sátt- um landvættum öllum, álfum, dísum og máttkum vörðum. Og sagði svo: „Skulu menn ekki níða trú forfeðra vorra, sem fólst í umburðarlyndi, drenglyndi og síðast en ekki síst því að un- gangast landið af virðingu og spilla eigi landkostum né valda skaða..“ Að lokum lýsti hann ævarandi staðarhelgi og sagði: „Veri goðin holl þeim er halda en gröm þeim er ijúfa“. Að þessari athöfn lokinni var borinn fram mjöðurinn Egils- pilsner í dósum og hellt á drykkjarhorn og viðstaddir drukku full Freys. - JS Mærudagar fyiir alla Um næstkomaiidi helgi, þ.e. 10-13 ágúst verða haldnir á Húsavík hinir árlegu Mærudagar, fjöl- skylduhátíð með heimatilbúuum, frumlegum skemmti- atriðum og uppákom- um fyrir muini og maga, sál og likama. Óveujumikið er lagt í Mærudaga að þessu sinni í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Húsavikur. MÆRUDAGAR voru fyrst haldnir á Húsavík fyrir 6 árum og voru þá hugsaðir sem nokk- urs konar uppskeruhátið á fé- lagsstarfi vetrarins á Húsavík og í nágrenni. Þá stóð dagskráin frá kvöldi sfðasta vetrardags og fram á sunnudaginn þar á eftir og samanstóð af myndlistarsýning- um, tónleikum, leiksýningum, safnarasýningum, ljósmyndasýn- ingum og fleiru. Arið 1996 var ákveðið að breyta MÆRUDÖGUM í sum- arhátíð og gefa fleirum kost á að taka þátt í þeim. Nú eru MÆRUDAGAR orðnir fjöl- skylduhátíð með „karnival“ svip og eru haldnir á bryggjusvæðinu á Húsavfk, þar sem bjarta bæjar- ins slær. Mærudagar hefjast annað kvöld, fimmtudaginn 10. ágúst, ld. 20.00 þegar bæjarstjóri setur hátíðina. Afmælisrauðvín Húsa- víkur verður kynnt í samkomu- tjaldinu og síðan hefst þar spila- kvöld þar sem bridge, skák og fleira verður iðkað og að sjálf- sögðu spilaskipti spilasafnara. Hagyrðingar í Kveðanda standa fyrir vísnakvöldi frá 21-22 í Hvalasafninu og í Uggahúsi verður spákona, veitingar og sölubás. Á föstudagskvöld verður margt til skemmtunar. Sameiginlegt hlaðborð verður í tjaldinu þar sem gestir koma sjálfir með mat og snæða saman. Kleinumeistari Húsavfkur verður krýndur og fram fer smurbrauðstertukeppni og uppboð á þeim. Hattakeppni verður háð í umsjón Hattafélags Húsavíkur og Túlípanarnir Siggi Illuga og Oddur Bjarni kynna nýja diskinn. Kl.23.00 er svo fj'öruganga og varðeldur og fjöldasöngur með undirspili harmónikku og gítars. Laugardagurinn er svo fjöl- skyldu- og markaðsdagur. Þá fer m.a. fram dorgveiðikeppni á bryggjunni, Botnsvatnshlaup í umsjón Skokka og sandkastala- keppni í suðurfjöru. Ennfremur hrútasýning og gæludýrasýning Allir sem eiga flugdreka koma og fljúga þeim og setja þannig svip á daginn. Kajakar verða til leigu í Húsavíkurhöfn. Gúmmí- bátaferðir verða á vegum Björg- unarsveitarinnar Garðars og fram fer slökkviliðssprell, þ.e. vatnsfótboltaslagur á Suður- garði. Jeppasýning, 4x4 klúbburinn sýnir gersemar og tröll. Hott hott á hesti á gæðingum frá Saltvík. Afmælisskotmót Skotfé- lags Húsavíkur fer fram í Fjalls- hólum. Bryggjuball hefst kl. 20.30 þar sem Færibandið heldur uppi stanslausu fjöri og á miðnætti verður flugeldasýning Kiwanis- klúbbsins Skjálfanda. A sunnudag verður hin árlega Söguganga á vegum Safnahúss- ins og að þessu sinni verður gengið um Stangarbakka undir leiðsögn Sigurjóns Jóhannesson, en gangan hefst kl. 10.30. Um kvöldið verður svo jassað á Bauknum og þar kemur fram Robin Nolan jazz band. Vonast er til þess að sem flestir bæjarbúar og ekki síður gestir Húsavíkur líti inn á Mærudögum, þar verður eitthvað við allra hæfi. - JS Með ölliun mjalla Siðanefnd presta taldi að Sigurbjörn erkibiskup hefði talað full ógætilega um þá er gagnrýndu kristnitökuhátíð á Þingvöllum í sumar. Hjálmar Jónsson óttast hins vegar að siðanefndin „sé ekki með öllum mjalla'1. Þetta er kannski ekki alveg svona slæmt, að mati hk. sem kveður: Einhverjir verða um yondu málin aðfjalla, og vonandi finna þeir hvað er satt og rétt. Siðanefitd presta er eflaust með öllum mjalla, eftir því sem tíðkast í hennar stétt. Veðurguðir og g°ö Eindæma veðurblíða var í Þingeyjarsýslu á kristnihá- tíðinni um síðustu helgi, en veðurspámenn höfðu gert ráð fyrir hugsanlegum skúr- um á svæðinu þennan dag. Pétur Þórarinsson prófastur vék að veðrinu í ræðu sinni á hátíðinni og sagði ljóst að veðrið sýndi það augljóslega að þessi hátíð væri guði þóknanleg. Og kom svo sem ekki á óvart þar sem hátíðin var haldin guði til dýrðar. En það voru fleiri sem töldu sig eiga heiðurinn af þessu veðri. Ásatrúarmenn komu saman við Goðafoss fyrr um daginn og höfðu þá á orði að þeir hefðu haft goðin með í ráðum og beðið þau um blíðviðri og þau brugðist vel við þeirri frómu ósk. Sjálfsagt er að benda bæði kristnum og heiðnum á að áratugum saman hafa allar stórhátíðir í Þingeyjarþingi verið haldnar í eindæma blíðviðri, hvurjum svo sem þakka ber. Gregorísk spellvirki! Þegar ásatrúarmenn voru í miðri athöfn sinni og Valgeir Sigurðsson var að ávarpa Óðinn, Frey og Njörð, upp- hófu skyndilega skammt frá munkar messusöng mikinn sem glumdi um svæðið og nánast yfirgnæfði fossniðinn og ákallið Valgeirs. Viðstadd- ir sperrtu eyrun og ályktuðu sumir sem svo að þarna væru kaþólikkar að reyna að spilla hinni heiðnu athöfn með gregoríönsku háreisti. Svo reyndist þó ekki vera, heldur voru þarna kristnir magnaraverðir að prufa græjur sínar þannig að allt yrði nú í Iagi með hljóðkerf- ið á kristnihátíðinni síðar um daginn. Valgeir Sigurðsson ákallar goðin við Goðafoss. Griðum heitið ogsáttum

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.