Dagur - 17.08.2000, Page 1
Fimmtudagur 17. ágúst 2000
Verð ílausasölu 150 kr.
Ótruleg maiuibj örg
er ruta fór í Jökulsá
Hraktir ferðalangar rútunnar koma með þyrlu Gæslunnar til Húsavíkur. Á innfelldu myndinni má sjá hvar Vestfjarðaleiðarrútan er úti i Jökulsá.
myndir: js/brink
Litlu mátti muna að
stórslys yrði þegar
rúta með 14 farþega
innanborðs festist í
Jökulsá á Fjöllum um
hádegi í gær.
Fjöldi manns lenti í stórhættu í
gær þegar vegkantur gaf sig með
þeim afleiðingum að rúta frá
Vestfjarðaleið fór út í straumvatn
frá Jökulsá á Fjöllum skammt
norðan við Lindaá. 1 5 voru í rút-
unni, 14 austurískir farþegar auk
íslensks bílstjóra og tókst honum
að synda ásamt tveimur ferða-
mönnum í land og ná sambandi
við ferðamann sem hjólaði í
skálann f Herðubreiðarlindum til
að kalla eftir hjálp. Þungt
straumvatn Jökulsár hreif rútuna
með sér og bar hana á milli 300
og 500 metra niður með ánni.
Landverðir fóru strax á staðinn
og fóru tveir þeirra út í ána á
gúmbát og komust upp í rútuna,
en þá færðist rútan um 400
metra niður eftir straumharðri
ánni og þeir komust ekki til baka.
Landverðirnir lentu í hættu en
komust upp á þak rútunnar og
beið hópurinn í rúmar þrjár
ldukkustundir þar til þeim var
bjargað um klukkan þrjú í gær.
Tvær björgunarsveitir komu
fyrst á staðinn og björguðu þær
fólkinu af þaki rútunnar með því
að flytja þá á gúmmíbáti upp á
árbakkann. Það voru félagar úr
björgunarsveitinni Stefáni úr
Mývatnssveit sem komu með
bátinn og tókst þeim að sækja
fólkið með þvi að fara með bát-
inn upp fyrir rútuna og hafa
bönd í bátinn sem látinn var reka
niður að rútunni. Að sögn félaga
úr Stefáni sem voru á slysstað í
gær kom þó fljótlega í ljós að
báturinn lét að stjórn í straum-
vatninu með mótoraflinu einu
saman og var fólkið þá selflutt í
land 4-5 í hverri ferð. Skömmu
síðar kom þyrla Landhelgisgæsl-
unnar og Ilutti hún fólkið sem
þurfti á aðhlynningu að halda á
sjúkrahúsið á Húsavík. Talið er
að mínútuspursmál hafi verið að
bjarga fólkinu. Aðeins einn þriðji
hluti rútunnar stóð enn upp úr
og voru ferðamennirnir blautir,
kaldir og skelfingu lostnir.
Nokkrir voru fluttir með þyrlu á
sjúkrahúsið á Húsavík en hinir
voru fluttir með bílum á spítala.
Enginn slasaðist alvarlega.
Hörður Sigurðsson úr Hjálpar-
sveit skáta í Reykjadal sem var á
bakkanum ásamt félögum sínum
og aðstoðaði við björgunina,
sagði að fólkið hafi verið blautt
og kalt og augljóslega skelfingu
lostið. „Jú það er óhætt að segja
að Iitlu hafi munað að rnjög illa
færi þarna, og menn geta þakkað
fyrir að rútan valt ekki á hliðina,"
sagði Hörður þegar Dagur ræddi
við hann við Jökulsá í gærdag.
Aðspurður hvort menn hafi ekki
verið ragir og tvístígandi við að
fara á bátnum út í vatnið til
björgunar sagði Hörður það
vissulega hafa verið en bætti við:
„ En eitthvað varð að gera!“
Lögreglunni á Húsavík barst
tilkynning um slysið um klukkan
12:30 í gær og fór þá þegar af
stað bíll frá lögreglunni. Þá voru
allar nálægar björgunarsveitir
Það er óhætt að segja að litlu hafi
munað að mjög illa færi, segir
Hörður Sigurðsson.
ræstar út auk þess sem Almanna-
vörnum ríkisins var gert viðvart.
Mikill fjöldi fólks tók þátt í björg-
unaraðgerðum.
„Þyrlan átti að koma til bjargar
en þar sem hún tafðist var ekki
unt að bíða eftir henni. Kári Stef-
ánsson, landvörður, fór ásamt
öðrum landverði á bát að rútunni
en þau misstu bátinn frá sér og
máttu því bíða ásamt hinum á
þakinu þar til hjálp barst. Menn
voru búnir að reyna allt til að
komast að rútunni en straumur-
inn var það mikill að ekkert var
við ráðið. Mönnum leið því mjög
illa þarna á bakkanum þegar Iítið
sem ekkert var hægt að gera,“
segir Hreiðar Hreiðarsson lög-
regluvarðstjóri á Húsavík. Það
sem ég hef séð af fólkinu var að-
allega um fullorðið fólk að ræða.
Þau hefðu því ekki getað bjargað
sér lengi í köldu jökulvatninu,11
segir Hreiðar.
Fólkið kom til Húsavíkur kalt
og hrakið seinni partinn í gær þar
sem það fékk aðhlynningu á
Sjúkrahúsi Húsavíkur. Enginn
var alvarlega slasaður en allir
voru mjög skelkaðir. Hvað rútu-
bílsjórann varðar þá var hann
lagður inn á sjúkrahús en máli
hans er ekki lokið. „Það er ljóst
að þarna var framið umferðalaga-
brot en ég vil ekki tjá mig meira
um það mál á þessu stigi máls-
ins,“ segir Hreiðar. A hitt ber að
líta að bílstjórinn er talinn hafa
unnið mikið þrekvirki með því að
hafa synt í land til að kalla á
hjálp við þriðja mann. - bg/bþ/gj
Sjá ítarlegri umfjöllun á hls. 5
____rft,__
QöDlOtémST
Geislagötu 14 • Slmi 462 1300
SPARIDAGAR
kraftmikil og heimilisleg tilboð
á úrvals vörum
8. - 18. ágúst
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 530 2800