Dagur - 17.08.2000, Síða 2
2 - FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
rD^*r
FRÉTTIR
L A
„Getum ekkí gert
okkur að Mum“
Friðrik Þór Friðriksson: Það verður að kippa þessu í liðinn jafn skjótt og
hægt er.
Tómarúm ríkix í ís-
lensku kvikmynda-
landslagi þar sem
lagasetning iini fríd
indi útlendinga er í
uppnámi.
Friðrik Þór Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Islensku kvik-
myndasamsteypunnar, segir
starfsskilyrði erfið vegna þeirrar
stöðu sem upp er komin vegna
nýju kvikmyndalaganna. Eins og
Dagur greindi frá í gær hefur
ESA gert alvarlegar athugasemd-
ir við lögin sem áttu að auðvelda
kvikmyndagerð á Islandi. Lögin
voru samþykkt í fyrra á alþingi
en ESA hafnar lagasetningunni í
óbreyttri mynd.
Skrifstofustjóri iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytisins sagði í
Degi í gær að að á grundvelli lag-
anna hefði ekki verið hægt að
veita kvikmyndagerðarmönnum
fýrirgreiðslu. Friðrik Þór segir
erfitt að ná samningum við er-
lenda fjárfesta vegna millibilsá-
standsins sem nú er uppi en
hann er bjartsýnn á að hægt
verði að ná lendingu í málinu.
„Það verður að kippa þessu í
liðinn jafn skjótt og hægt er, lög-
in í landinu eru skýr, en þetta er
allt í lausu lofti sem stendur
vegna eftirlitsstofnunarinnar og
ástandið algjörlega óviðunandi.
Margar myndir eru í startholun-
um og menn verða náttúrlega að
hafa allt á hreinu og vita að hver-
ju jjeir ganga,“ segir Friðrik Þór.
Islendingar hafa vitaskuld talið
að íslensku lögin giltu og í því
ljósi leitað samninga við útlend-
inga á grundvelli Iaganna. Frið-
rik Þór telur ekkert vandamál að
sniða lögin að kröfum ESA en
hratt þurfi að vinna: „Það þarf að
breyta lögunum undir eins því
menn eru náttúrlega að starfa
eftir þeim og skuldbinda sig með
ýmsum hætti. Við höfum farið út
um allan heim og auglýst þessi
lög og það er ekki hægt að gera
okkur að fíflum."
Lausn í skjóli menningar
I meginatriðum kveða lögin á
um að útlendingar fái 12% end-
urgreiðslu af útlögðum kostnaði
hérlendis en það hlutfall er sums
staðar hærra eins og t.d. í
Kanada þar sem það er 25%.
Fyrir nokkrum árum hefði senni-
lega enginn gert athugasemd við
íslensku kvikmyndalögin en ný
lög á sviði iðnaðar eru undir
ströngu alþjóðlegu eftirliti nú
um stundir. „Ef allt um þrýtur,
verður að vinna þetta mál þannig
að eftirlitið sé minna. T.d. eru
menningarmál öðruvísi skil-
greind en iðnaður og það mætti
hugsa sér að hægt væri að losna
við þessa eftirlitsstofnun með því
að fela þetta meira inni í menn-
ingunni,“ segir Friðrik Þór. — BÞ
Einn frægasti leikstjóri heims,
Francis Ford Coppola, mun að
Iíkindum tengjast íslenskri kvik-
myndasögu innan skamms. Is-
lenska kvikmyndasamsteypan er
nálægt samkomuiagi við Hal
Hartley um að tökur fari fram hér-
lendis á hluta kvilunyndarinnar
Monster eða Ofreskjan. Allar líkur
eru á að Hartley og Coppola fram-
leiði myndina saman og eru sarnn-
ingaviðræður á góðum rekspeli að
sögn Friðriks Þórs Friðrikssonar.
Enn á þó eftir að undirrita.
Coppola er e.t.v. kunnugastur
fyrir stórmvndir sínar um guðföð-
urinn og er hann í hópi alvirtustu
leikstjóra heims. Umfang myndar-
innar er töluvert. Friðrik Þór telur
að myndin muni kosta ekki minna
en 700 milljónir. Það er einkum
íslenska náttúran sem laðar er-
lenda kvikmyndagerðarmenn til
landsins en ekki skiptir síður máli
hvernig búið er að skilyrðum hér
Ijárhagslega. - Bl>
Francis Ford Coppola er sagður á
leið í samstarf með íslendingum.
Coppola í
hóp Islands-
vina?
Reykvísku söngvararnir í kórnum Raddir Evrópu sungu fyrir starfsmenn Samskipa i hádeginu i gær til að þakka
fyrirtækinu veittan stuðning. Kórfélagar frá hinum menningarborgunum átta komu til landsins í gær og hélt hóp-
urinn saman upp í Reykholt í Borgarfirði síðdegis. Þar verður æft í fimm klukkustundir á dag undir sfyrkri stjórn
Þorgerðar Ingólfsdóttur fram að tónleikum Radda Evrópu á íslandi. Þeir verða í Hallgrímskirkju í Reykjavík 26. og
27. ágúst. Síðan heldur kórinn í tveggja vikna tónleikaför um Evrópu. - mynd: einar j.
Fjarskipti í útboð
„Ég get fullyrt það að eitt af fýrstu
þingmálum okkar í haust verður
að Ieggja til að ríkisstjóminni verði
þegar í stað falið að undirbúa út-
boð á allri fjarskiptaþjónustu og
gagnaflutningum á vegum ríkis-
ins,“ segir Össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingarinnar, í
samtali við Dag.
Hann bendir á að komin sé upp
samkeppni í fjarskiptum á Islandi
og það eigi ríkisstjómin að not-
færa sér til þess að lækka verðið
og bæta þjónustuna við ríkið með
útboði. Hann segist afar undrandi
á samgönguráðherra að lýsa því
yfir að hann ætli að láta Lands-
símann áfram sitja að einokunar-
stöðu sinni í viðskiptum við ríkið.
Tvískiiumnjjur
„Þau rök sem hann hefur verið
með um að það eigi ekki að bjóða
þetta út vegna þess að verðið sé
íægra á Islandi en í nágrannalönd-
unum. Eins hefur hann sagt að
það sé ekki í gangi neinn sérstak-
ur undirbúningur að útboði. Þetta
þýðir með öðrum orðum að í ríkis-
stjórninni er engin stefna í þá veru
að notfæra sér þessar breyttu að-
stæður á samkeppnismarkaði til
þess að spara fé skattborgaranna.
Þess vega höfum við ákveðið að
taka forystu í þessu máii um leið
og þing kemur saman,“ sagði Öss-
ur.
Hann segir að sér þykir merki-
legur sá tvískinnungur í afstöðu
Sjálfstæðisflokksins annars vegar í
borginni og hins vegar í ríkis-
stjórn. Sjálfstæðismenn í borgar-
stjórn vilji útboð á tiltekinni fjar-
skiptaþjónustu en sjálfstæðis-
menn í ríkisstjórn vilji það ekki.
„Ég tel að þetta stafi af hinum
sterku tengslum stjórnenda
Landssímans inn í Sjálfstæðis-
flokkinn. Hjá Reykjavíkurborg
hentar það hagsmunum Lands-
símans að fá útboð en það hentar
ekld hagsmunum Landssímans að
útboð fari fram hjá ríkinu. Þar á
þessi gamli einokunarrisi að fá að
ráða öllu áfram," sagði Össur
Skarphéðinsson. - s.DÓB
Sex prósenta símalækkun
I tilefni af sex ára afmæli Símans GSM í gær, 16. ágúst, lækkar verðal-
gengustu símtalsflokka í GSM-kerfi Símans um ríflega 6% að meðaltali.
Nýverðskrá tekur gildi 21. ágúst.
Verð símtals úr GSM-síma í almennt símakerfi Símans lækkar úr 18
krónum ádagtaxta í 17 krónur, um tæplega 5,6%. Þá lækkar símtal inn-
an GSM-kerfisinsá dagtaxta úr 16 krónum í I 5 krónur, (um 6,3%) og á
kvöldtaxta úr 12 krónumí 11 krónur (um 8,3%).
GSM-kerfi Símans var tekið í notkun 16. ágúst 1994. Notendum hef-
ur fariðhratt fjölgandi og er nú svo komið að viðskiptavinir Sfmans GSM
eru orðnirum 123.000 talsins. Þar af bættust um 3.300 við íjúlímánuði
einum.Áskrifcndur NMT-kerfis Símans eru um 28.000 og eru viðskipta-
vinirfarsímakerfa fyrirtækisins því samtals um 151.000 talsins, eða um
54%landsmanna. Álls má telja að um 201.000 farsímar séu í notkun á
íslandi,sem samsvarar því að yfir 72% Iandsmanna eigi larsíma.
Tekjuskattarnir skiptast jafnt
Þótt tekjuskattsprósentan (26,41%) sé ríflega helmingi hærri en út-
svarpsprósentan (11,93% að meðaltali) fá sveitarfélögin um 10% hærri
upphæð úr staðgreiðslusköttunum (43 milljarða) heldur en ríkissjóður
(39 milljarða), samkvæmt yfirliti frá ríkisskattstjóra um álagningu í sum-
ar. Ástæðan er auðvitað sú að útsvarið er flatur skattur. Samanlagt voru
85,5 milljarða tekjuskattar Iagðir á tekjur landsmanna af launum, lífeyri
og Ijármagni, og skiptist upphæðin nánast jafnt á milli sveitarfélaganna
og ríkissjóðs. Utsvar og tekjuskattar hafa hækkað rúm 13% milli ára á
sama tíma og launin hækkuðu um 10,6%, bætur Tryggingastofnunar
8,9% og greiðslur frá lífeyrissjóðum um 13,8%. — HEl
Faraldur af völdum lifrabólgu C
Alvarlegur faraldur af völdum lifrabólgu C gengur nú yfir landið. Síðast-
Iiðin 1 5 ár hefur tilfellum fjölgað mikið á íslandi og hafa greinst um 600
manns. Flestir eru á aldrinum 20-39 ára.
Lifrarbólga C smitast með blóðblöndun en langflestir hafa fengið
sjúkdóminn vegna fíkniefnaneyslu í æð, mun færri hafa smitast við
blóðgjöf eða kynmök. Lifrarbólga C er bráður og viðvarandi sjúkdómur
sem venjulega er einkennalaus þar til skorpulifur myndast, en hana fá á
milli 15 og 20% þeirra sem eru með viðvarandi sýkingu. Árlega má gera
ráð fyrir að 1-4% af þeim scm eru með skorpulilur fái lifrarfrumu-
krabbamein. I boði er meðferð gegn sjúkdómnum en hún gagnast ekki
í nema um 30% tilfella. Talið er að á komandi árum muni margir verða
fyrir varanlegu heilsutjóni og kostnaðarbyrði þjóðfélagsins vaxa mikið
vegna sjúkdómsins. — gj