Dagur - 17.08.2000, Síða 6

Dagur - 17.08.2000, Síða 6
6 - FI M M TUDAGU R 17. ÁGÚST 2000 ÞJÓDMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórí: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Adstodarrítstjórí: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgútu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskríftargjald m. vsk.: 1.900 kr. Á mánuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRD460-6192 Karen Grétarsdóttir Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf rítstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVlK) Þeim er ekld treystandi I fyrsta lagi Á sama tíma og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fara ham- förum gegn Reykjavíkurlistanum fyrir að hafa ekki efnt til út- boðs vegna svokallaðs skólanets, hafnar samgönguráðherra sama Sjálfstæðisflokks alfarið að gangast fyrir útboðum í síma- og gagnaflutninga á vegum ríkisins. Fátt undirstrikar betur pólitíska tækifærismennsku Sjálfstæðisflokksins en sú stað- reynd að hann hefur eina stefnu í málinu í borgarstjórn en allt aðra í stjórnarráðinu. Slíkum mönnum er ekki treystandi. í öðru lagi Heiftarlegar árásir forystumanna Landsímans og sumra leið- toga Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni á gjörðir meirihluta borgarstjórnar hafa ekki aðeins afhjúpað pólitíska tækifæris- mennsku sjálfstæðismanna, heldur einnig beint kastljósi að því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur innlimað þetta stóra ríkisfyrirtæki í flokksáróður sinn og í reynd sett Landsímann í fremstu víglínu í pólitískri sókn sinni gegn Reykjavíkurlistan- um. Fullyrða má að ekkert þeirra stóru einkafyrirtækja þar sem sjálfstæðismenn hafa þó töglin og haldirnar, dytti í hug að láta nota sig með þessum hætti í pólitískum hráskinnaleik. Það gefur til kynna hvílík heljartök sjálfstæðismenn hafa náð á Landssímanum sem er þó enn í eigu íslensku þjóðarinnar allrar. t þriðja lagi Borgarstjórn hefur nú ákveðið að flýta því að bjóða út alla síma-, fjarskipta- og gagnaflutningaþjónustu á vegum borgar- innar og fyrirtækja hennar. Þetta er vissulega tímabær ákvörð- un vegna aukinnar samkeppni á þessu sviði og hlýtur um leið að ýta á að ríkisvaldið beiti sér líka fyrir útboðum til að lækka kostnað skattborgaranna. Formaður Samlylkingarinnar hefur þegar boðað að eitt fyrsta þingmál flokksins í október verði til- laga um að ríkið láti undirbúa slíkt útboð. Væntanlega getur Samfylkingin vænst þess að fá ötulan stuðning borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins við þá tillögu. Elías Snæland Jónsson Popp-politíkus Sundum gerist það að ummæli sem stjórnmálamenn láta út úr sér hitta svo vel í mark að þau öðlast nánast sitt eigið líf. Misjafnt er líka eftir stjórn- málamönnum hvort og þá hversu oft þeim tekst að koma slíkum ummælum út úr sér. Sumir eiga mörg slík gullkorn en aðrir tala allan sinn stjórn- málaferil án þess að skilja eftir ein slík ummæli. Halldór Blöndal er einn þeirra manna sem á mörg ummæli af þessu tagi, enda er Hall- dór algjör uppáhalds stjórnmálamaður Garra . Meðal fleyg- ari ummæla Hall- dórs sem alþýðan varðveitir £ minni sfnu féllu á kosn- ingavöku á Akureyri árið 1994 þegar Halldór var að lýsa kostum Sjálfstæðis- flokksins sem og eigin mannkostum. Þá sagði hann m.a. um sjálfan sig: „Eg er enginn popp-póIitíkus“. HaHdór bregst ekki Það var því gleðiefni fyrir Garra þegar hann frétti að það myndi koma í hlut Halldórs Blöndal að halda uppi hefð- inni á Hólahátíð og flytja þar ræðu sem vekti þjóðarathygli. Áður höfðu þeir Olafur Ragn- ar Grímsson og Davíð Odds- son látið að sér kveða á þess- um vettvangi. Og Halldór brást ekki frekar en vanalega. Samkvæmt fréttum var ræða Halldórs öflug málsvörn fyrir Sigurbjörn Einarsson biskup, kristnihátíð á Þingvöllum og kirkjuna sem stofnun. Síðast en ekki síst var ræða Halldórs mikilvæg ábending til okkar allra um að alþýða manna og sjónarinið hennar væru mótuð af stundargleði og sldlnings- V leysi á því sem er æðra og meira. Það mætti því ekki gera mikið úr því sem fólki finnst - það hefur ekkert vit á hlutun- um, það er upptekið af hverf- ulleikanum. Þar talaði jú maðurinn, sem ekki er popp- pólitíkus. Kirkjau eins og HaUdór Og Halldór Blöndal Iét mörg gullkornin falla á Hólum til varnar kirkjunni. Hann benti á að kirkjan eða kristnihátíð væri ekki „eitthvað pollamót í Vest- mannaeyjum“ ekki einhver tilbúin gervispenna sem kemur og fer. Kirkj- an leggst ekki svo lágt að vera að taka þátt í jafn lágkúru- Iegum og forgengi- legum hlutum og því þegar mörg hundruð börn koma saman í Eyjum til að spila fót- bolta ásamt fjölmörgum for- eldrum sínum og þjálfurum. Enda sýnir ný Gallupkönnun að þetta fólk varðar ekkert um hluti eins og kristnihátíð. Kirkjunnar hátíðir og kirkj- unnar spenna er raunveruleg og hana skilja einkum stór- menni eins og Halldór Blöndal og kirkjufeðurnir. En sú líkn er þó lögð með þraut að alþýðan getur öðlast hlutdeild í binni sönnu stórmennaspennu með því að borga með skattfé sínu fyrir hana. Því nicira sem gjaldið er því meiri líkn fyrir almúgann. Og samkvæmt Hólaræðunni er kirkjan því eins og Halldór Blöndal sjálfur - hana varðar ekki um hvað fólki finnst, hún er ekki í popppólitík. GARRl JÓHANNES SIGURJÓNS SON SKRIFAR Umræðan í Degi í gær var dulítið undir formerkjunum: Hvenær skráir maður mann og hvenær skráir maður ekki mann? Þar var í fýrsta lagi verið að ræða um hvort rétt væri að gera skrá yfír kynferð- isafbrotamenn sem gerst hafa brotlegir við böm. Og í annan stað hvort bæri að birta á netinu svart- an Iista með nöfnum slúbberta sem hafa ítrekað haft rangt við í viðskiptum við almenning. Skráningarmál af þcssu tagi hafa raunar oft skotið upp kollin- um í umræðunni á undanförnum árum. Meðal annars hefur verið deilt um hvort birta eigi í fjölmiðl- um nöfn og myndir afbrota- manna, ekki síst kynferðisafbrota- manna. Og einnig var á sínum tíma mjög umdeildur svartur listi falboðinn hveijum sem hafa vildi, með nöfnum skuldseigustu ls- lendinga og var nokkuð stór hóp- ur. Hvenær skráir maður mann? Brýn nauðsyn Flestir hljóta að geta verið sam- mála um að lögreglu og barna- vemdaryfirvöldum er brýn nauð- syn að hafa undir höndum tæm- andi lista um dæmda barnaníð- inga, og raunar skyldi maður ætla að það væru hæg heimatökin hjá lög- reglunni að setja saman slíkan lista. En svo virðist ekki vera því forstöðumað- ur Bamaverndarstofu seg- ir í Degi að enginn viti hve stór hópur bamaníðinga sé, því raunveruleg skrán- ing sé ekki fyrir hendi. Ekki virðist jafn brýnt að taka saman og birta svartan lista yfir við- skiptaskúrka, því svindl og svfnarí í fjármálum hefur að sjálfsögðu ekki jafn afdrifadríkar afleiðingar og kynferðisleg misnotkun á börn- um. Meiri hagsmunir I þessum málum eru margvfslegir hagsmunir í húfi sem skarast og stangast á. Öryggishagsmunir samfélagsins, hagsmunir fómar- lamba og hagsmunir hinna brot- legu. Friðhelgi einkalílsins kemur inn í umræðuna, persónuvernd og fleiri fyr- irbæri. Hér þarf auðvitað að vega og meta og taka meiri hagsmuni fram yftr minni. Hvort skiptir meira máli líf og heilsa barna sem hafa orðið fórnarlömb kynferðisafbrotamanna, eða réttur brotamann- anna? Og hvort er mikil- vægara að koma 1' veg fyrir að fleiri börn lendi í klóm níðinga, eða friðhelgi einkalífs þeirra bro- tamana sem hafa afþlánað sinn dóm og þar með „greitt skuld sína við samfélagið?" Því miður hefur reynslan sýnt að það er frá- Ieitt tryggt að dæmdir bamaníð- ingar læri sfna lexíu og syndgi aldrei framar að lokinni afplánun. Þess vegna verða lögreglu- og barnaverndaryfirvöld á hverjum stað ávallt að vita hvar slíkir eru niðurkomnir og það verður ein- ungis tryggt með því að á hveijum tíma sé til uppfærður og tæmandi listi yfir þennan hóp. Allt of oft virðast manni hags- munir fórnarlamba ofbeldisverka og annarra glæpa hafa verið fyrir borð bornir, en meira Iagt upp úr að tryggja rétt ofbeldis- og (jár- glæframanna. Hér eru stærri og alvarlegri mál á ferðinni en birting álagningarskrár. Og vonandi munu þeir sem vernda vilja hags- muni hálaunamanna sem greiða Iágskatta, ekki fara að berjast fyrir „friðhelgi einkalífs11 barnaníðinga og síbrotasvindlara. Bragi Guð- brandsson hjá Barnaverndar- stofu. Á að setja nöfti skúrkan- na á Netíð? (Dönsku Neytendasamtökin vilja að al- menningur verði varaðnrmeð nafiibirt- ingu á Netinu við vafasömum tann- læknum, endurskoðendum, fasteigna- sölum og lögmönttum ogfleiri slíkum efþeirokra á almenningi.) Bolli Valgaiösson, framkvæmdastjóri Tattttlæknafélags íslands. „Slíkt held ég að væri mjög vafa- samt og vandmeð- farið í okkar litla samfélagi. Tillaga eins og þessi vekur miklu fleiri spurn- ingar en svör, svo sem um það hveijir okra og hveijir ekki og ein- nig hveijir ættu að Ieggja mat á slíkt. Væri til dæmis tryggt að ver- ið væri að bera saman sambæri- lega hluti þegar lagt væri mat á verðlagningu? Mér finnst þessi til- Iaga dönsku Neytendasamtak- anna ekki fagmannleg, tillagan er sett fram án þess að dæmið sé hugsað til enda. Afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar, eins og til dæmis skaðabótamál fyrir at- vinnuróg á hendur einstaka mönnum." Stefán Ásgrimsson, blaðamaður. „Mér Iíst nú ekki vel á það. Þótt maður sé óá- nægður með ein- hver lög eða hvernig fram- kvæmdavaldið framfylgir þeim, þá er ekki þar með sagt að ástandið verði skár- ra ef fólk fer almennt að taka þau og framkvæmdavaldið í eigin hendur. Dæmin sýna að slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og hætta á því að blásaklaust fólk verði tekið af Iffi í óeiginlegri og eiginlegri merkingu án dóms og laga vex og á því að samfélagið breytist í ógeðfellt siðlaust villi- mannasamfélag. Eigum við ekki að draga djúpt andann áður en við förum að dæmi Dana?“ Lúðvik Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ef skýrt lægi fyrir að þjónusta ein- staka manna í þessum starfs- greinum væri léleg og ennfremur að þeir „okruðu“ á al- menningi væri gott að geta birt nöfn þessara manna. Vandamálið er hins vegar hver eigi og geti dæmt um það með óyggjandi hætti að þjónustan sé léleg og dýr. Hér eiga því við þau gömlu sann- indi að betra sé að sekur maður sleppi en að saklaus sé dæmdur.“ Vilhjálniiir Ingi Ámason, neytendafrömuðuráAkureyri. „Eg hef alltaf ver- ið fylgjandi því að Neytendasamtök- in séu harðari í sinni baráttu, en þau verða þó að gæta þess að ekki sé farið með mál þannig að sá sem saklaus er lendi í gapa- stokknum. Það er alltof mikið um að lokaðar kollegaklíkur hylmi yfir það sem miður hefur farið.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.