Dagur - 17.08.2000, Page 14
14- FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
Dwptr
Konumar sem keyptu hús
„Það er tímabært að btása í lúðra og fagna því hve vel hefur til tekist, þar sem húsin blasa við, falleg og endurupp-
gerð, “ segir Helga Thorberg leikkona og blómasali og á þar við Hlaðvarpahúsin þrjú. mynd: teitur
Hlaðvarpinn er 15
ára um þessar mund-
ir. Helga Thorberg
leikkona varformaður
hans árum saman og
kann frá mörgu að
segja úrsögu þessarar
menningarmiðstöðvar
kvenna, svo sem
fyndnumfjáröflunar-
leiðum og sérstæðum
hlutabréfaviðskipt-
um.
„Það þótti ekki sérlega skyn-
samlegur fjárfestingarkostur
fyrir 15 árum að kaupa þessa
Ijótu hjalla hér í Grjótaþorpinu,
sem stóð til að fara að rífa en þó
voru konur sem slógust í hóp-
inn bara vegna friðunar-og
vern^unarsjónarmiða," segir
Helga. Þarna á hún við húsin
þrjú sem tæplega 3000 konur
sameinuðust um að kaupa und-
ir merkjum Hlaðvarpans, á níu
og hálfa milljón árið 1985 en
eru metin nú á um 90 milljónir.
Þetta eru Vesturgata 3, bakhús-
ið sem Kaffileikhúsið er í og
endinn á Geysishúsinu sem hef-
ur nú verið gerður að veitinga-
húsi, alls um 1100 fermetrar.
Helgu finnst hafa verið hljótt
um þessa miklu eign íslenskra
kvenna en segir að nú eigi að
halda upp á afmælið á laugar-
daginn. „Það er tímabært að
blása í lúðra og fagna því hve
vel hefur til tekist, þar sem hús-
in blasa við, falleg og endurupp-
gerð,“ segir hún. „Eg held að
allir sjái það í dag að þetta var
ekki slæm fjárfesting."
Attu ekki fyrir
stimpilgj öldiun
Til að fjármagna kaupin á sínum
tíma var stofnað hlutafélag í eigu
kvenna og enn eru nokkur bréf
föl. „Við valhoppuðum inní þetta
hlutafélagaform án þess að vita
mikið hvað það þýddi þá,“ segir
Helga og bætir við að enn séu
ósótt bréf sem konur skráðu sig
fyrir i byrjun. „Við áttum nefni-
lega ekki fyrir öllum stimpilgjöld-
unum strax og þurftum að senda
þessi 9.500 bréf í þinglýsingu í
smá skömmtum!" En hvers vegna
skyldu konur hafa ráðist í þessi
kaup? „Við vorum nokkuð stór
hópur sem fannst vanta félags-
og menningarmiðstöð í eigu
kvenna. Við hugsuðum okkur
„framhúsið" við Vesturgötuna
sem mjólkurkú, til útleigu og þar
hefur Anna Ringsted lengst af
rekið fornverslunina Fríðu
frænku.
Helga upplýsir að þótt einung-
is konur hafi mátt eiga bréf í
Hlaðvarpanum ehf. hafi einn úr-
ræðagóður herramaður komist
yfir heila seríu. „Við vorum með
listmarkað í nokkur ár, tókum
muni í umboðssölu og seldum
þar Iíka bæði kaffi og áfengi. A
Þorláksmessu kom inn herra
ásamt tveimur konum. Þær
fengu sér hressingu, dauðþreytt-
ar eftir búðarrápið en karlmaður-
inn hafði mikinn áhuga á bréfun-
um og reyndi að smita konu sína
af honum, án árangurs. Svo
hann ákvað að kaupa seríuna
handa móður sinni úr því að eig-
inkonan hafði engan áhuga á
eiga bréfin. Hlutabréfasalan fór
fram eftir settum reglum en milli
jóla og nýárs hringdi starfsmaður
Hlaðvarpans í mig og sagði:
„Helga, ég er að skrá bréf á konu
sem er látin fyrir mörgum árum.“
Þá hafði karl snúið svona á okk-
ur en mér fannst þetta nú ansi
gott hjá honum."
Fjukandi fiskflök
og franskt vin
Hlaðvarpinn reyndi að afla fjár til
starfsemi sinnar með ýmsu móti.
Hélt m.a. fiskmarkað í portinu
þar sem harmónikuspilari átti að
auka söluna en lítið græddist því
illviðri skall á og allt lauslegt
fauk. „Við vorum að tína upp
fiskinn um allt port,“ rifjar Helga
upp. „Svo má næstum segja að
við höfum fengist við sprúttsölu,"
segir hún, „því við fluttum inn
sérmerkt Hlaðvarpavín fyrir hlut-
hafa.“ Aðpurð um hvort eigin-
maður hennar Sigmar B. Hauks-
son hafi veitt sérlega ráðgjöf við
val á vínum svarar hún hlæjandi:
„Við vissum að minnsta kosti
hvert skyldi leita til að fá ráðlegg-
ingar.“
Fjölmargir menningarviðburðir
hafa átt sér stað í Hlaðvarpahús-
unum. Fyrsti formaður félagsins,
Helga Backman byrjaði þar með
Kjallaraleikhúsið og setti upp
Reykjavíkursögur Astu og Hlað-
varpinn hefur Iengi rekið Kaffi-
Ieikhúsið. Auk þess hafa ýmis
kvennasamtök nýtt sér aðstöð-
una, til dæmis eru Stígamót og
Vera með aðstöðu í húsunum
núna og Kvennaathvarfið og-
Kvennaráðgjöfin höfðu þar skrif-
stofu um tíma.
Helga aftekur að Albert Guð-
mundsson hafi veitt Hlaðvarpan-
um styrk á þeirri forsendu að þar
yrði kvennaathvarf. „Albert vissi
alveg hvað hann var að gera þeg-
ar hann sem fjármálaráðherra
veitti okkur aukafjárveitingu.
Þótt margar fjárveitingar hafi far-
ið hljóðlega gegn um þingið þá
var staldrað við þessa og Albert
hélt einhverja kvennapólitískustu
ræðu sem haldin hefur verið á al-
þingi íslendinga þegar hann
varði þessa gjörð sína. Við höfum
rætt um að búa til sérstakt AT
bertshol, honum til heiðurs, því
konur áttu ekki marga málsvara á
þingi á þessum tfma og það mun-
aði mikið um mann eins og Al-
bert.“
Helga ætlar að rifja upp sögu
Hlaðvarpans í afmælisteitinu á
Iaugardag og hvctur konur ein-
dregið til að mæta, sækja bréfin
sín í Ieiðinni og kannski kaupa
ný.
GUN.
PUNTO
ÖRYGGISVIÐURKENNING ÁRIÐ 2000
Fiat Punto hlaut fjórar stjörnur af fjórum mögulegum
í árekstraprófun "Euro NCAP" árið 2000.
Fjórir öryggispúðar, ABS hemlakerfi, fimm hnakkapúðar,
fimm þriggja punkta belti, rafstýrðir bílbeltastrekkjarar,
krumpusvæði framan og aftan, bjálkar í hurðum,
eldvarnarkerfi á bensínlögn, fjölspegla aðlljós.
Istraktor
MbIlar fyrir
öldurehf. 461-3000 smidsbOs ! - garðabæ -
20
ára
A L L A
SlMI 5 400 800
é 3
mm
I wf V