Dagur - 30.08.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 30.08.2000, Blaðsíða 5
MIDVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 - S Dívftr. FRÉTTIR Margir umhverja stong sem losnar Þrátt fyrir lélegt laxveidisumar óttast sérfræðingar ekki að erlendir veiði- leyfakaupendur hætti við íslandskomur sínar. Lítil hætta sögð vera á að útlendmgar hætti að kaupa dýr laxveiðileyfi þótt illa gengi í ár. Laxveiði þessa árs er að ljúka, ánum er lokað hverri á fætur annarri um og upp úr mánaða- mótunum. Þetta hefur verið heldur dapurt laxveiðisumar. Þar sem best hefur gengið, í ánum sunnan- og suðvestanlands ásamt Vopnafjarðaránum, hefur veiðin verið best en samt ekki nema í meðallagi. I ánum norð- anlands hefur veiðin verið með því daprasta sem gerist. Allar bestu ár landsins eru leigðar út- lendingum á besta tímanum yfir miðsumarið á verði sem fær venjulegan mann til að svitna. Sú spurning vaknar því hvort svona léleg veiði, eins og í sumar og í fyrra var veiðin heldur ekki nema í meðallagi, verður ekki til þess að útlendingar hætta að koma til veiða hér á landi þegar þeir þurfa að greiða allt að 200 þúsund krónur á dag fyrir eina stöng fyrir utan allan annan kostnað? Orri Vigfússon, frægastur ís- lendinga fyrir verndun og eflingu laxastofna í Atlantshafi, segist ekki telja hættu á því. Hann seg- ir að allir sem koma nálægt Iax- veiðum viti að svona niðursveifl- ur geti komið, þannig sé það bara yfirleitt í lífríkinu. „Þetta er svo takmörkuð auð- Iind og svo margir sem vilja kom- ast í laxveiðina að ef einhverjir hætta að koma hingað vegna þessa þá eru að minnsta kosti 10 út í heimi sem banka á um að komast að og veiða, fyrir hverja eina stöng sem losnar,“ segir Orri Vigfússon. Þarf fleiri en eitt ár Þröstur Elliðason fiskeldisfræð- ingur er með Ytri-Rangá og hluta Eystri-Rangár á leigu. sem og Rreiðdalsá. Hann hefur byggt þessar ár upp með seiðaslepp- ingum og þetta eru toppárnar í ár. Hann skiptir mikið við út- lendinga og segist ekld óttast svo mjög um að þeir hætti að koma þótt illa veiðist eitt eða tvö ár. „Eg held að mjög margir af þeim útlendingum sem koma í árnar séu fastir viðskiptavinir sem koma ár eftir ár. Þeir vita að sveiflur geta verið í veiðunum milli ára og ég hygg að þessir veiðimenn hætti ekki að koma þótt illa gangi í ár. Hins vegar gæti staðan orðið alvarleg ef lítið veiddist tvö til fjögur ár í röð. Þá myndu menn ef til vill fara að skoða hug sinn. Eg væri mildu hræddari við efnahagslega niður- sveiflu í Evrópu og Ameríku. Þá væri meiri hætta á að menn Iétu það vera að fara í dýra laxveiði- túra," sagði Þröstur Elliðason. Taka verður meðaltalið Orri Vigfússon segir að menn minnist alltaf bestu áranna í lax- veiðinni. Hann nefnir sem dæmi Laxá íAðaldal. Til eru veiðitölur úr þeirri á síðastliðin 150 til 200 ár. Gegnum árin var veiðin alltaf eitt þúsund laxar á ári. En síðan komu ef til vill 10 ár þar sem veiðin fór árlega í tvö þúsund laxa. „Síðan miðum við alltaf við þessi fáu allra bestu ár. Við verðum að taka þetta fyrir með langtíma sjón- armið í huga. Þetta eru bara náttúr- legar sveiflur þótt margt bendi tii þess að við séum nokkuð undir því ásættanlega í ár. Þess vegna hvetj- um við til hógværðar varðandi þann afla sem er drepinn og allir þekkja mínar skoðanir á þvf að veiða og sleppa fiski. Eg hvet alla laxveiði- menn til að gera það,“ segir Orri Vigfússon. -S.DÓR Frá minningarathöfn um Valgeir I fyrradag. „Við höfum að undanförnu verið að kanna vitnisburð þeirra vitna sem hafa nú fyrst viljað tjá sig um málið," segir Jónas Hallsson, hjá lögreglunni í Reykjavík um hvarf Valgeirs Víðissonar, en eins og Dagur greindi frá í gær hefur málið verið óupplýst á borði rannsóknarlögreglunnar í sex ár. Þessi nýi vitnisburður hefur varpað nýju ljósi á málið og eru rannsóknarmenn nú vonbetri en áður um Iausn þess. „Við höfum ekki fundið líkið, til þess er vitn- isburðurinn ekki nógu sterkur, en málið er í athugun og það á eftir að koma í Ijós hvers við verðum vísari. Við skulum alla vega vona að málið fari að upplýsast," segir Jónas. Hcimild- ir Dags fullyrða að enginn hafi þorað að gefa sig fram á sínum tíma vegna þess að hvarf Valgeir hafi tengst valdabaráttu á milli fíkniefnasala. Einn heimildar- maður sem þekkti Valgeir per- sónulega segir að hann hafi verið sá stærsti á markaðnum áður en hann dó. - GJ Krónískur sparn- aður í Reykj avík Niðurskuróur á gatna- framkvæmdnm í Reykjavík veldur deil- um. Reykvíkingar virðast allt annað en hrifnir af þeim fyrirhugaða niðurskurði eða frestun fram- kvæmda á gatnaframkvæmdum í borginni sem ríkisstjórnin áformar. Þeir borgarfulltrúar sem hafa tjáð sig um málið hafa lýst yfir andstöðu við þcssi áform ríkisstjórnarinnar og er þá jafnt um að ræða fulltrúa úr meiri- hluta og minnihluta. Þingmenn Reykjavíkur hafa oft verið sakaðir um að vera minni kjördæmasinnar en lands- byggðar þingmennirnir. Þeir standi ekki saman um að berjast fyrir málefnum borgarinnar. En hvað segja þingmenn um þessi niðurskurðar-/frestunaráform? Óiurnið mál „Þær upplýsingar sem fj'ölmiðlar hafa birt um þetta þessa dagana voru trúnarmál á þingflokks- fundi Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi. Þess vegna finnst mér það einkennilegt hvernig þær hafa dreifst um allt og það áður en allir hnútar hafi verið hnýttir í þessum efnum. Mál eins og þetta, sem er á vinnslu- stigi, getur átt eftir að taka ýms- um breytingum áður en þau koma fram í endanlegri mynd,“ sagði Katrín Fjeldsted alþingis- maður í gær. Katrín Fjelsted Hún segir að að þau skref sem enn séu óstigin í þessum málum séu meðal annars að ræða við aðila sem málið snertir sem eru borgaryfirvöld. Þess vegna finn- ist henni ekki tímabært að ræða málið opinberlega. Krónískur spamaður Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaðir segir það með hreinum ólíkindum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn veitist að Reykvíkingum aftur og aftur í niðurskurði í samgöngumálum. „Það má segja að þetta hafi verið árvisst undanfarin ár og enn einu sinni eru þeir að högg- va í sama knérunn. Það er greinilega hluti af þessu að veit- ast að horgaryfirvöldum og koma höggi á R-listann. Afstaða stærs- ta flokks þjóðarinnar til höfuð- borgarinnar í þessum málum er Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hreint ótrúleg,“ sagði Ásta Ragn- heiður. Hún bendir líka á að þarna sé um að ræða framkvæmdir sem hafi verið látnar sitja á hakanum aftur og aftur vegna sparnaðar og niðurskurðar. „Það má eiginlega segja að það sé orðinn krónískur sparnaður hjá ríkisstjórninni að skera niður eða fresta framkvæmdum í Reykjavík. Hér er um að ræða framkvæmdir sem eru mjög arð- bærar og við vitum hvernig ástandið hefur verið á þessum fjölförnustu götum þar sem fyr- irhugað er að fresta framkvæmd- um. Þarna er mikil slysahætta enda álagið með ólíkindum og þess vegna er þessi frestun eða niðurskurður óskiljanlegur," sagði Ásta R. Jóhannesdóttir. -S.DÓR ísland í 4. sæti á ÓM í bridge Islenska landsliðið í bridge vann góðan sigur gegn Suður-Afríku í gær á Olympíumótinu í Hollandi. Leikurinn fór 21-9 en í umferðinni á undan tapaði Island gegn Malasíu með sama mun. Annað tap keppn- innar leit dagsins Ijós í gærkvöld. Þá tapaði Island fyrir Marokkó 21- 9 og er eftir sjö umferðir í 4. sæti í sínum riðli. Markmið Iandsliðs- ins er að komast í 16-Iiða úrslit en til þess þarf eitt af fjórum efstu sætum hvers riðils. -BÞ Féllu í Skaftafellsá Bresk fjölskylda, hjón með tvö börn, sem voru á ferð í Skaftafelli í gær varð fyrir því óláni að konan og börnin tvö, bæði á táningsaldri féllu í Skaftafellsá þegar íshella brotnaði undan þeim. Maðurinn féll ekki í ána en fór út í til að bjarga þeim. Einnig rétti Þjóðverji sem þarna var fólkinu hjálparhönd. Konan og börnin voru mjög hrakin þegar þau náðust upp og var konan meðvitundarlaus. Lífgunartil- raunir báru þó fljótt árangur og flutti þyrla Gæslunnar fólkið á sjúkrahús í Reykjavík. Nýr leikskóli fyrir námsfólk Stefnt er að því að taka í notkun nýjan leikskóla við Háteigsveg á næsta ári. Þar verður pláss fyrir 80 - 100 börn. Þessi leikskóli er ætl- aður fýrir börn námsmanna en töluverð þörf er fyrir leikskólaúrræði fyrir þau samfara sfvaxandi fjölda þeirra. Nýi Ieikskólinn verður byggður í tengslum við byggingu námsmannaíbúða sem þar munu rísa. Kristín Blöndal formaður Leikskólaráðs Reykjavíkur segir að þessi nýji leikskóli sé m.a. hugsaður út frá þörfum stúdenta við Kennara- háskóla Islands sem er í næsta nágrenni. Enda sé frumkvæði að byggingu leikskólans komið frá námsmönnum í samráði við Leik- skólaráð borgarinnar. Hún gerir ráð fyrir að gerður verði samningur sem trj'ggir m.a. börnum kennaranema á leikskólaaldri forgang að plássi í þessum nýja Ieikskóla. Samkvæmt samningi borgarinnar við stúdenta við Háskóla íslands hafa þeir forgang fyrir 200-300 leik- skólaplássum. Þessi samningur var gerður í framhaldi af byggingu tveggja leikskóla sem námsmenn stóðu fyrir á sínum tíma. -GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.