Dagur - 30.08.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 30.08.2000, Blaðsíða 9
 MIDVIKVDAGVR 30. ÁGÚST 2000 - 9 ÍÞRÓTTIR Úr sigurleik ÍA gegn Fram á Laugardalsvelli I fyrrakvöld. Fimm lið með faU- drauginn í eftirdragi Það stefnir í spennandi lokasprett í síðustu tveimur umferðum Landsímadeildar karla sem fara fram 10. og 16. september n.k. Þrjú lið, Fylkir, KR og ÍBV berjast þar um ís- laudsmeistaratitilinn og önnur fimm við íall drauginn. Eftir leiki 16. umferðar Lands- símadeildar karla, sem lauk í fyrra- kvöld, er ljóst að þrjú lið, Fylkir, KR og IBV munu berjast um Is- landsmeistaratitilinn á lokaspretti mótsins. Fylkismenn eru enn í toppsæti deildarinnar með 32 stig, einu stigi meira en lslands- og bik- armeistarar KR sem eru í 2. sæt- inu með 31 stig og ÍBV heldur þriðja sætinu með 29 stig, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Fylkis. Onnur lið eiga ekki mögu- leika á titlinum í ár og stefnir því í hörkubaráttu í síðustu tveimur umferðunum, sem fram fara 10. og 16. september n.k. Fram að því verður tekið landsleikjafrí vegna leiksins gegn Dönum á laugardag- inn, auk þess sem Ieikið verður í undanúrslitum bikarkeppninnar, þar sem IBV mætir Fylki í Eyjum þriðjudaginn 5. september og Skagamenn FH-ingum á Akranesi daginn eftir. KR-ingar fá Eyjatnenn í heimsókn Liðin fá því góðan tíma til undir- búnings fyrir lokasprettinn, þar sem toppliðin þrjú eiga harða bar- áttu fyrir höndum. KR-ingar fá Eyjamenn enn eina ferðina í heim- sókn í lokaslagnum, eins og í fyrra og hittiðfyrra, þar sem KR-ingar höfðu betur í fyrra en Eyjamenn árið áður. Samkvæmt hefðinni vinnur það lið sem sigrar í viður- eign liðanna á KR-velIinum tvö- falt, bæði í bikar og deild og því um mikilvægan leika að ræða, en verst að KR-ingar eru fallnir úr bikarnum. Það segir sig því sjálft að Eyjamenn hljóta að vinna. KR- ingar koma svo við í botnbarátt- unni í síðustu umferðinni, þegar þeir leika gegn Stjörnunni í Garða- bæ. Fylkir mætir Grmdvíkingtim I næsta leik mætir topplið Fylkis Grindvíkingum á Grindavíkurvelli, þar sem fáir hafa sótt gull í greipar Suðurnesjaliðsins. Eftir tapleysi í allt sumar féll vígið þó um síðustu helgi þegar KR-ingar unnu Jrar 0-1 sigur á Grindvíkingum eftir mikið basl og tvö rauð spjöld á heima- menn. Grindvíkingar sem sigla lygnan sjó í deildinni, vilja þó ör- ugglega snúa þeirri þróun við og munu örugglega taka hraustlega á nýliðum Fylkis. I síðustu umferð- inni mæta Fylkismenn síðan Skagamönnm á Arbæjarvelli, en sá leikur gæti hugsanlega orðið upp- hitunarleikur fyrir úrslitaleikinn í bikarnum, en bæði liðin eru þar í undanúrslitum eins og áður hefur komið fram. Skagamenn eru nú eins og Fylkismenn á mikilli sigl- ingu, eftir 1-4 sigurinn á Fram í fyrrakvöld og þó þeir eigi ekki möguleika á íslandsmeistaratitli, eiga þeir ennþá möguleika á Evr- ópusæti. Sperniandi botnslagux Spennan verður ekki síðri á botn- inum, en fimm lið, Keflavík, Breiðablik, Fram, Stjarnan og Leiftur eru þar enn með falldraug- inn fræga í eftirdragi. Staða Leift- urs er mjög slæm, en liðið er nú í botnsætinu með aðeins 10 stig og á aðeins möguleika á að jafna stöð- una við Breiðablik, Fram og Stjömuna, sem öll eru með 16 stig. Keflvíkingar eru síðan með 18 stig og Jiar sem markatala Leifturs er mjög óhagstæð, verða möguleik- stæðra, þar sem liðið hefur Ijórtán FH 16 11 4 1 43:12 37 ar þeirra að teljast mjög litlir, en marka forskot á KA, sem ætti að Valur 16 10 4 2 41:15 34 næstu lið sem eru Stjarnan og duga. KA 16 8 4 4 31:19 28 Fram hafa bæði níu mörk í forskot Þau óvæntu úrslit urðu á Vík- Víkingur 16 7 3 6 33:30 24 á norðanliðið. Leiftur fær Framara ingsvellinum að Tindastóll vann ÍR 16 6 3 7 26:31 21 í heimsókn í næsta leik, en mætir þar 2-3 sigur á Víkingum, sem þar Dalvík 16 6 2 8 29:35 20 síðan Keflvíkingum í síðustu um- með hafa misst af lestinni í Sindri 16 3 9 4 12:15 18 ferðinni í Keflavík. Þar er því um toppslagnum. Tindastóll styrkti Þróttur 16 4 5 7 21:26 17 að ræða tvo hörkuleiki í fallbarátt- aftur á móti stöðu sína verulega í Tindast. 16 5 2 9 22:28 17 unni. fallbaráttunni og er liðið nú komið Skallagr. 16 2 0 14 13:60 6 Keflvilctngar með besta stöðu Keflvíkingar eru óneitanlega með bestu stöðuna í botnslagnum, en Iiðið er nú í 6. sæti með 18 stig, sem þó tryggir ekkert. Þeir eiga eft- ir erfiðan leik í næstu umferð gegn ÍA á Skaganum og gætu því hugs- anlega verið komnir í slæma stöðu fyrir lokaumferðina, þegar þeir mæta Leiftri. Stjarnan á einnig erfiða leiki fyrir höndum, gegn Breiðabliki í Kópavogi í næstu um- ferð og síðan eins og áður sagði gegn KR heima í síðustu umferð- inni. Utlitið er því dökkt og öruggt að þar verður á brattann að sækja. Framarar sem eins og áður sagði mæta Leiftri fyrir norðan í næstu umferð kljást svo við Breiðablik á heimavelli í síðustu umferð. Liðin í fallbaráttunni eiga því eftir að leika íjóra innbyrðis Ieiki, sem ger- ir spennuna ennþá meiri. Staðan Fvlkir 16 9 5 2 36:13 32 KR 16 9 4 3 22:13 31 ÍBV 16 8 5 3 28:14 29 ÍA 16 7 4 5 18:13 25 Grindavík 16 6 6 4 21:16 24 Keflavík 16 4 6 6 17:28 18 Breiðablik 16 5 1 10 25:31 16 Fram 16 4 4 8 20:30 16 Stjarnan 16 4 4 8 14:24 16 Leiftur 16 1 7 8 17:36 10 Fótbolti - Landssímadeild karla - Úrslit og leikir iKeflavík KR ÍA Grindav. ÍBV Fylkir Stjarn. Breiðab. Fram Leiftur Keflavík 1-0 0-2 2-2 1-2 1-1 1-0 1-0 3-3 16.9. KR 2-3 1-0 1-1 10.9. 2-1 3-0 3-2 1-2 1-0 ÍA 1©.9. 1-2 2-1 0-0 0-1 0-0 3-1 2-2 1-0 Grindavík 0-0 0-1 1-0 1-0 1©.9. 2-0 3-0 3-0 2-2 ÍBV 5-0 1-1 1-0 16.9. 2-2 2-0 4-1 6-1 0-0 Fylkir 4-0 1-1 16.9. 2-0 2-3 5-1 5-0 1-0 1-1 Stjarnan 1-1 16.9. 0-1 0-0 2-0 0-1 2-1 1-2 2-1 Breiðablik 2-1 1-2 0-1 3-4 2-0 0-0 10.9. 1-0 5-0 Fram 0-0 0-1 1-4 3-1 1-1 1-2 1-2 16.9. 3-1 Leiftur 4-2 0-0 2-2 0-0 0-1 1-7 3-3 2-6 10.9. FH-ingar upp FH-ingar tryggðu sér í gær sæti í efstu deild karla, eftir íiinin ára veru í 1. deild, þar sem þeir hafa þrjú síðustu áriu lent í þriðja sæt- inu. Valsmenn svo gott sem öruggir með að fylgja FH-ingum upp eftir stuttan stans. FH-ingar tryggðu sér í gærkvöldi öruggt sæti í efstu deild að ári, eft- ir 0-7 útisigur á IR-ingum í 16. umferð 1. deildar karla. Sigursæt- ið í deildinni er þó ekki tryggt, þar sem Valur vann 1 -4 sigur á Dalvík- ingum norðan heiða. Sigur Vals- manna dugði þeim þó ekki til að tryggja sér öruggt sæti í efstu deild, en þó svo gott sem, þar sem KA gerði aðeins 1 -1 jafntefli gegn Sindra á Hornafirði. Sex stig skilja nú á milli liðanna og þó Valur tapi báðum síðustu leikjum sínum, gegn KA og FH, þá getur KA aldrei meira en jafnað að stigum. Markahlutfallið er Val mun hag- upp að Þrótturum í næst neðsta sæti deildarinnar með 17 stig, en Þróttarar töpuðu óvænt 2-0 gegn fallliði Skallagríms í Borgamesi. Sindri er síðan með 18 stig eftir jafnteflið gegn KA og er því ekki heldur laus við falldrauginn. Næsta umferð í deildinni fer fram 9. september, en þá mætir Tindastóll Skallagrími á Sauðár- króki og fær þar gullið tækifæri til að tryggja stöðu sína í deildinni. A sama tíma fá FH-ingar Sindra í heimsókn og geta FH-ingar þar tryggt sér sigur í deildinni, með sigri á Hornfirðingum. Sindra- menn þurfa að sama skapi á sigri að halda, því tapi þeir leiknum getur staða þeirra orðið tvísýn fyr- ir síðustu umferðina, þegar þeir fá Þróttara í heimsókn til Homa- fjarðar. Þróttarar eiga heimaleik gegn IR-ingum í næstu umferð og tapi þeir honum þá gæti leikurinn gegn Sindra orðið hreinn úrslita- leikur uni það hvort liðið heldur sæti sínu í deildinni. Eins og áður sagði mætast KA og Valur einnig í næstu umferð og síðan Víkingur og Dalvík sem bæði eru örugg með stöðu sína í dcildinni. Staðan Flestir fá rautt á móti KR-mgum Suðumesjaliðin Grindavík og Keflavík hafa oftast fengið að líta rauða spjaldið í suinar. Tíu siimuni hefur því verið veifað gegn audstæðingum KR-inga. Leiftursmeim hafa oftast fengið að líta gula spjaldið. Leikmenn Leifturs eru þar efstir á blaði og hafa fengið að líta það alls 41 sinni, fimm sinnum oftar en leikmenn Stjörnunnar sem hafa litið það 36 sinnum. Til að gefa öll Jressi spjöld í báðum litum hafa dómararnir þurft að seilast 305 sinnum í vasann og ef við gefum okkur að hvert tilvik taki að með- altali aðeins eina mínútu, þá eyða þeir f þetta alls 305 mínútum, sem samsvarar rúmlega þremur knatt- spyrnuleikjum. Þegar sextán umferðum er lokið í Landssímadeild karla í knatt- spyrnu hafa dómarar alls þrjátíu sinnum veifað rauða spjaldinu í þeim 160 leikjum sem lokið er. Liðsmenn Grindavíkur og Kefla- víkur, þar með taldir þjálfarar og aðstoðarmenn, hafa oftast fengið að líta rauða spjaldið, eða alls fimm sinnum og næstir koma liðs- menn Breiðabliks og ÍBV, sem hafa fengið að líta það Ijórum sinnum. Það er athyglisvert að langoft- ast, eða alls tíu sinnum, hafa and- stæðingar KR-inga fengið að líta rauða spjaldið og auðséð að í leikj- unum gegn islands- og bikar- meisturunum virðist reyna hvað mest á þolrif leikmanna og þjálf- ara mótherjanna, hverju sem það er að kenna. Aftur á móti hafa leikmenn KR aðeins einu sinni fengið að Iíta rauða spjaldið í deildinni til þessa og eru J>ar jafn prúðir leikmönnum Stjörnunnar. Alls 275 gul spjöld Hvað varðar gula spjaldið, þá hef- ur því verið veifað alls 275 sinnum í leikjum deildarinnar til þessa. Fjöldi spjalda eftir 16 leiki Rauð Gul Keflavík 5 31 Grindavík 5 24 Breiðablik 4 27 ÍBV 4 25 Leiftur 3 41 Fram 3 21 ÍA 2 30 Fylkir 2 19 Stjarnan 1 36 KR 1 21 Samtals: 30 275 Hér sjáum við gegn hvaða liðum rauðu spjöldin hafa oftast verið gefín: KR Stjaman Fylkir ÍBV Breiðabl. Fram ÍA Grindav. Q Keflavík 0 Leiftur 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.