Dagur - 08.09.2000, Page 2

Dagur - 08.09.2000, Page 2
2 - FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 D*Xf*r FRÉTTIR Ofbeldi að aukast miMð um allt land íslenska þjóðin lætur hnefarétt ráða í æ fleiri tilvikum. - [myndin er sviðsettJ Fjölgun líkamsárása bæði á höfuðborgar- svæðinu og á Akur- eyri. Vímugjafar oft- ast með í för. Tengsl milli aðila í meiri- hluta verknaða. Ovenjumörg alvarleg ofbeldis- mál hafa orðið á höfuðborgar- svæðinu undanfarið. I fyrrinótt réðust þrír ungiingspiltar á mann á miðjum aldri, þar sem hann var á gangi á Rauðarárstíg í Reykjavík. Maðurinn rotaðist við fall í götuna og rændu ungling- arnir af honum 7.000 krónum en maðurinn slapp við alvarleg meiðsli. Nokkrum dögum áður réðust drengir á hjólabrettum á mann í Kópavogi sem var af asísku bergi brotinn og börðu hann með brettunum. Um síð- ustu helgi komu upp a.m.k. tvö alvarleg ofbeldismál sem hefðu getað haft enn meiri afleiðingar. I öðru tilvikinu var manni sem hélt á ungabarni hrint í Reykja- víkurtjörn en í hinu notaði karl- maður kúbein sem vopn á konu. „Það virðist því miður sem of- beldisbrotum sé að fjölga,“ segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson, deildarstjóri hjá Iögreglunni í Reykjavík. Hann segir að lang- tíðast sé að ölvun eða annarlegt ástand vegna annarra vímugjafa tengist ofbeldinu. Nýir gerendur bætist í hópinn en í mörgum til- vikum sé um sama fólkið að ræða aftur og aftur. Uggvænleg þróun Sigurbjörn Víðir segir að flest of- beldisverk eigi sér stað í mið- borginni og nágrenni og yfirleitt á kvöldin eða að næturlagi. „Það er að sjálfsögðu ástæða til að staldra við og hafa áhyggjur af þessu ástandi." Karl Steinar Valsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn í Reykjavík, vill ekki ganga svo Iangt að segja að hættulegra sé að spígspora um götur Reykjavíkur nú en áður. „Eg held að ekki sé mikil fjölgun á þeim málum sem almennir borgarar verða fyrir árásum. I langflestum tilvikum eru tengsl milli aðila.“ Hann segir erfitt að fullyrða um hvort eiturlyf komi nú oftar við sögu en tíðkast hefur. 56 mál á Akureyri A Akureyri hefur einnig orðið fjölgun í ofbeldismálum sam- kvæmt upplýsingum frá Daníel Snorrasyni IögreglufuIItrúa. Nú þegar tæpur þriðjungur ársins er eftir hafa komið upp 56 líkams- árásir en allt árið í fyrra urðu sambærileg mál 66 talsins. 1 grófum dráttum má skipta slík- um málum upp í tvo flokka, þ.e.a.s. meirháttar mál og minni- háttar. Meiriháttar teljast bein- brot eða alvarlegra og telur Dan- íel að slík mál séu um 10% af heildarfjölda þessa árs, eða 5-6 talsins. — BÞ Bryndís Hlöðversdóttir. Rasismi í vexti Bryndís Hlöðversdóttir, þingmað- ur Samlylkingarinnar, segir á vef- slóð flokksins að augljóslega hafí kynþáttafordómar færst í vöxt hér á landi á síðustu árum. ,Á Islandi hefur Félag íslenskra þjóðernissinna að mestu haldið uppi merld þess málstaðar að ís- land sé fyrir Islendinga, en að auki hefur svipaðra sjónarmiða orðið vart hjá ungliðum Sjálfstæðis- flokksins og er þar skemmst að minnast ályktunar frá Sjálfstæðis- félaginu Verði á Akureyri sem olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma,“ segir Bryndís. Bryndís rnælir með því að banna starfsemi „öfgasinnaðra flokka sem ala á kynþáttafordóm- um. Röksemdin fyrir þeirri þreng- ingu á félagafrelsinu sem slíkt bann hefði í för með sér er sú að starfsemi slíkra hópa ógnar öryggi, friði og mannréttindum annarra hópa í samfélaginu, auk þess sem sagan sýnir að þeir ógna lýðræð- inu sjálfu. — FÞG Vilja nýtt launa- kem hjá bænum Brýnt er að leiðrétta launamun kynjanna hjá Akureyrarbæ sem annars staðar. LykiUtnn að réttlátri lausn er að sama starfsmatskerfi verði notað til að ákvarða laun allra starfs- manna Akureyrarbæj- ar að mati starfshóps. Bæjarráð Akureyrar tekur undir tillögur starfshóps um að þörf sé á úrbótum í Iaunakerfí bæjarins. I gær var lögð fram greinargerð starfshóps sem fjailað hefur um launamismun kynjanna hjá Ak- ureyrarbæ. Bæjarráð felur for- manni ráðsins, Ásgeir Magnús- syni, að koma sjónarmiðum bæj- arins á framfæri við Launanefnd sveitarfélaga. I febrúar tilnefndi bæjarstjórn Akureyrar tvo bæjarfulltrúa, Sig- urð J. Sigurðsson og Úlfhildi Rögnvaldsdóttur til að starfa með Sigrúnu Stefánsdóttur, for- manni jafnréttisnefndar. Verk- efni hópsins var að fara yfir skýrslu Félagsvísindastofunar um launamun kynjanna hjá Ak- ureyrarbæ og Ieita skýringa á þvf hvers vegna konur hjá bænum hafa mun lægri laun en karlar. Vinna starfshópsins hefur leitt í ljós að mjög fáar konur fylla þann flokk embættismanna sem hæst sitja í Iaunapýramídanum. Starfshópurinn telur samkeppni um vinnuafl við frjálsan vinnu- markað vera tilviljunarkennda og þannig hafa stéttir innan um- önnunargeirans sem að megin- hluta séu skipaðar konum, Iitla eða enga samkeppni á vinnu- markaðnum. Þessar stéttir men- nti sig nær eingöngu til starfa fýrir ríki og sveitarfélög. Persónubiuidið? Akureyrarbær fól Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd í júlí sl. og hefur bærinn skuldbundið sig til að hlíta sam- þykktum Launanefndar í öllum atriðum. Vegna þessa segir starfshópurinn: „Þrátt fyrir þessa ákvörðun bæjarstjórnar vill starfshópurinn mælast til þess að fyrir næstu kjarasamninga beili bæjarstjórn Akureyrar sér fyrir því við Launanefnd sveitar- félaga að við gerð nýs launa- myndunarkerfis/starfsmatskerfis verði sérstaklega tekið tillit til starfsmanna sem skipa mikil- vægar stöður í kerfinu s.s. skrif- stofu- og umönnunarstörf en konur sinna nær eingöngu þess- um störfum. Lykillinn að rétt- látri lausn er að sama starfsmats- kerfi verði notað til að ákvarða laun allra starfsmanna bæjarins. ...Náist þau markmið ekki í nýju launamyndunarkerfi að jafna Iaun karla og kvenna og breyta þeiri stöðu sem nú er, verður ekki annað séð en taka verði upp persónubundna ráðningarsamn- inga til að ná fram markmiðum bæjarstjórnar." Ennfremur leggur starfshóp- urinn til að ákvörðuð verði heild- arlaun í hverjum launaflokki en ekki greidd föst yfirvinna. Tíma- mæling segi til um yfirvinnu og mæling gildi einnig um öku- tækjastyrk í stað staðlaðrar upp- hæðar. — bþ Viðskiptavökuin fjölgar Viðskiptavökum með húsbréf og húsnæðisbréf íbúðalánasjóðs á eftir- markaði hefur nú fjölgað úr tveimur í fimm. Viðsldptavakar eru nú Búnaðarbanki íslands hf., Landsbanki íslands hf., íslandsbanki FBA hf, Kaupþing hf. og Sparisjóðabanki íslands hf. Með fjölguninni er tryggður eftirmarkaður með húsbréf og hús- naeðisbréf fyrir allt að 9 milljarða á dag í stað 3,6 milljarða. Ibúðalánasjóður ásamt fyrrgreindum aðiljum undirrituðu viðauka við gildandi samning um viðskiptavakt með húsbréf og húsnæðisbréf 6. september 2000 og staðfesti stjórn íbúðalánasjóðs samkomulagið á fundi sínum í gær, 7. september 2000. Viðaukasamningurinn tek- ur gildi mánudaginn 11. september 2000. Ibúðalánasjóður gerði samning við Búnaðarbanka Islands hf. og Landsbanka íslands hf. um viðskiptavakt þann 4. júlí 2000 í kjölfar útboðs. íslandsbanki FBA hf, Kaupþing hf. og Sparisjóðabanki ís- lands hf. ganga nú inn í fyrri samning. Ríkið eigi ljósleiðaraim Mikill meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði í kosningu á Stjórnmála- vef Vísis.is er fýlgjandi því að dreifikerfi Landssímans verði áfram í eigu ríkisins. Niðurstaðan varð sú að já sögðu 69,8 af hundraði en nei 30,2 prósent. Eins og komið hefur fram í Degi er þetta mál það sem allt strand- ar á milli stjórnarflokkanna hvað varðar sölu Landssímans. Fram- sóknarmenn vilja ekki selja Ijósleiðarann með Landssímanum en það vilja sjálfstæðismenn gera. - s.dór lngibjörg S. skólameistari Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur skipað Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur í embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík til fimm ára frá 1. nóvember 2000 að telja. Þrjár umsóknir bárust um embættið sem sendar voru skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík til umsagnar og tillögugerðar skv. 2. mgr. 11. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996. Skólanefndin mælti í umsögn sinni til menntamálaráð- herra einróma með því að Ingibjörgu yrði veitt embættið. Ástin á Ráðhústorgi Bæjarráð Akureyrar hefur heimilað Þórhalli Arnórssyni að starfrækja nýtt veitingahús við Ráðhústorg 9 á Akureyri. Staðurinn hefur hlotið nafnið Café Amour en eins og margir vita þýðir amour ást á frönsku eftir guðinum með örvarnar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.