Dagur - 08.09.2000, Blaðsíða 11
Ttyfu-
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
L. J
Starfsmenn S.Þ.
flýja frá A -Tímor
Hjálparstarfsmenn koma til landamæra A- og V-Tímor.
Vígasveitir á Austur-
Tímor varpa skugga á
leiðtogafuud S.Þ. í
New York.
Tugir erlendra og indónesískra
hjálparstarfsmanna á vegum
Sameinuðu þjóðanna flúðu frá
Vestur-Tímor í gær, degi eftir að
vígsveitir andsnúnar sjálfstæði
eyjarhelmingsins myrtu sex
manns í bænum Atambua á
Austur-Tímor. Indónesíustjórn
sendi jafnframt í gær 500 her-
menn og 100 lögreglumenn yfir
landamærin til Vestur-Tímors,
þar sem Sameinuðu þjóðirnar
fara nú með umsjón friðargæslu.
Hjálparstarfsmennirnir, sem
flúðu frá Austur-Tímor í gær,
héldu ýmist til Bali eða til
landamæranna milli Austur- og
Vestur-Tímors. Þeir sem fóru til
landamæranna héldu síðar í gær
til Dili, höfuðborgar Austur-
Tímors.
Atburðirnir vörpuðu skugga á
þúsaldarfund leiðtoga Samein-
uðu þjóðanna í New York. Abd-
urrah Wahid, forseti Indónesíu,
sem staddur er í NewYork, sagði
í gær að morðin hefðu verið
framin meðan hann væri fjarver-
andi til þess að koma honum í
vanda.
Drápin á miðvikudag eru þau
alvarlegustu frá því Sameinuðu
þjóðirnar tóku við eftirliti á Aust-
ur-Tímor. Því hefur oft verið
haldið fram að vígasveitirnar
njóti stuðnings afla innan
Indónesfuhers, sem eru and-
snúnar sjálfstæði Austur-Tímors
og lýðræðisumbótum Wahids.
Svo virðist sem æðið sem rann
á vígasveitirnar í Atambua á mið-
vikudag megi rekja til þess að
einn af leiðtogum þeirra var
myrtur
Líta enn á Nato sem ógnirn
Rússar gætu því að-
eins sætt sig við inn-
göugu Eystrasalts-
ríkjanna í Atlants-
hafsbandalagið, að
bandalagið breytist
fyrst, segir Aleksei G.
Arbatov, varaformað-
ur vamarmálanefnd-
ar Dumunnar.
Athyglisverð orðaskipti urðu á
miðvikudag á ráðstefnu Atlants-
hafsbandalagsins í Reykjavík um
afstöðu Rússlands til Eystra-
saltsríkjanna þriggja og inn-
göngu þeirra í Nató.
Að loknum fróðlegum fyrir-
lestri, sem Aleksei G. Arbatov,
varaformaður varnarmálanefnd-
ar rússneska þjóðþingsins hélt
urn utanríkismálastefnu Rúss-
lands kvaddi sér hljóðs sendi-
herra Litáens hjá Nató og spurði
um afstöðu rússneskra stjórn-
valda til Eystrasaltsríkjanna og
inngöngu þeirra í Nató.
Arbatov ftrekaði í svari sínu þá
afstöðu Rússa að þeir litu ekki á
Eystrasaltsríkin sem neina ógn-
un við Rússland. Hins vegar
myndu þeir líta á það sem alvar-
lega ógnun við sig ef Eystrasalts-
ríkin gangi í Nató. Jafnframt tók
hann fram að Vladimír Pútín
forseti Rússlands myndi væntan-
lega ekki bregðast við inngöngu
Eystrasaltsríkjanna í Nató með
sama hætti og Boris Jeltsín gerði
iðulega eftir að hafa verið stór-
yrtur í garð Vesturlanda, nefni-
Iega að láta sem ekkert sé eftir
að atburðirnir væru orðnir að
veruleika.
Sendiherra Bandaríkjanna hjá
Nató kvaddi sér þá hljóðs og
sagði þetta svar Arbatovs sýna
skýrt að Rússar líti þróun heims-
málanna oft ekki sömu augum
og Vesturlönd. Rússar séu
greinilega að berja höfðinu við
steininn hvað varðar Eystrasalts-
ríkin, því sú þróun sé óhjá-
kvæmileg að þau gangi í Nató
þegar fram Iíða stundir.
Arbatov svaraði þessu á þann
veg, að á meðan Rússar hafi
minnsta tilefni til þess að líta á
Nató sem ógnun geti þeir engan
veginn sætt sig við að Eystra-
saltsríkin verði hluti af Nató.
Fyrst þurfi Nató að breytast með
þeim hætti að Rússar geti litið á
Natóríkin sem raunverulega og
ótvíræða bandamenn sína og
samstarfsaðila, en fari svo megi
vænta þess að Rússar sjái enga
ástæðu til þess að gera athuga-
semdir við það þótt Eystrasalts-
ríkin gangi í Nató. -GB
Úvíst er að framleiðsla á
olíu aukist á næstunni.
Óvissa um lækkun olíuverðs
Verð á olíu hefur ekki verið hærra í tíu
ár. Hráolíuverðið fór í ríflega 35 Banda-
ríkjadali tunnan á mörkuðum í gær og
hefur ekki verið hærra síðan írak réðst
inn í Kúveit árið 1990. Ráðherrar sam-
taka olíuútflutningsríkja, OPEC, koma
saman til fundar um helgina til að ræða
aðgerðir til að lækka verðið. Fyrir liggur
óformlegt samkomulag þeirra um að
auka oh'uframleiðslu um 500 þúsund
tunnur á dag ef verðið haldist hærra en
28 Bandaríkjadalir í samfleytt 20 virka daga. Sum ríkjanna, svo sem
íran, eru engu að sfður treg til að stíga það skref. Hins vegar bárust
þær fréttir í gær að sendimenn Sádi-Arabíu hafa ítrekað við banda-
rísk stjórnvöld þann ásetning sinn að knýja fram aukna framleiðslu
þar til verðið farið niður í 25 Bandaríkjadali fyrir tunnuna. Evrópu-
sambandið hefur hvatt OPEC til að koma verðinu niður í 20 dali,
enda sé núverandi olfuverð ógnun við hagvöxt í heiminum.
Karadzic á bar í Sarajevo
Radovan Karadzic, sem er eftirlýstur fyrir stríðs-
glæpi sem hann framdi á meðan hann var leiðtogi
Bosníu-Serba, sást um helgina á bar í hverfi Serba
í borginni Sarajevo. Frá þessu var skýrt í dagblaði
þar í borg. Hann fer huldu höfði í þeim tilgangi að
sleppa við að svara til saka fyrir stríðsglæpadóm-
stólnum í Haag, en hann hefur í tvígang verið
ákærður fyrir að bera ábyrgð á morðum þúsunda Karadzic: fer enn
múslima í borginni Srebrenica árið 1995. huldu höfði.
Ber enginn ábyrgð á Þúsald-
arhvelBngunni?
Fram hafa komið í enskum Ijölmiðlum háværar kröfur um að breskir
stjórnmálamenn axli ábyrgð vegna Þúsaldarhvelfingarinnar svokölluðu
í London, en hún hefur kostað skattborgaranna gífurlegar Ijárhæöir og
fengið mun minni aðsókn almennings en reiknað var með. Sérstaklega
eru nefnd nöfn þeirra núverandi og fyrrverandi ráðherra sem mest hafa
komið við sögu þessa mannvirkis, en þeir eru Michael Heseltine, sem
tilheyrir Ihaldsflokknum, Peter Mandelson, núverandi Irlandsmálaráð-
herra, og svo auðvitað Tony Blair forsætisráðherra.
Skítugir peningar
Bankar í Bretlandi, Bandaríkjunum og Sviss höfðu Iítið sem ekkert
eftirlit með þvf hvort þeir miklu fjármunir sem streymdu til þeirra frá
Nígeríu á síðasta áratug væru „skítugir“ peningar glæpalýðs. Frá
þessu er skýrt í breska blaðinu Guardian, en þar kemur fram að Sani
Abacha, fyrrum forsætisráðherra, og kumpánar hans hafi stolið jafn-
virði um 500 milljarða íslenskra króna í valdatíð sinni og komið pen-
ingunum úr landi. Rannsókn svissneska bankaeftirlitsins Ieiðir í Ijós
að umtalsverður hluti þessara illa fengnu peninga fóru gegnum
banka í Bretlandi.
Ofnæmi gegn tölvnkubbum
Joan Stock, sem er 79 og býr með manni sínum í Bretlandi, hefur
greinst með óvenjulegt ofnæmi; hún þolir ekki að nálgast tölvukub-
ba. Joan fær ofsafenginn höfuðverk í hvert sinn sem hún kemur ná-
lægt tölvu eða tölvustýrðum raftækjum. Þau hjónin verða því að not-
ast við gamalt svarthvítt sjónvarpstæki á heimilinu, laka um í göml-
um bíl og kaupa einungis inn í verslunum sem hafa gamaldags pen-
ingakassa þar sem tölvur koma hvergi nærri.
■ FRÁ DEGI TIL DAGS
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER
252. dagur eftir, 114 dagar eftir.
Sólris kl. 6.31, sólarlag kl. 20.18.
Þau fæddust 8. september
• 1767 August Wilhelm von Schlegel,
þýskur fræðimaður og gangrýnandi.
• 1783 N.F.S. Grundtvig, danskur biskup
og sálmaskáld.
•1841 Antonin Dvorák, tónskáld frá Bæ-
heimi.
• 1897 Jimmie Rodgers, bandarískur
sveitasöngvari.
• 1932 Patsy Cline, bandarísk sveitasöng-
kona.
• 1944 Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi.
• 1947 Halldór Ásgrímsson ráðherra.
• 1958 Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræð-
ingur.
• 1960 David Steele, popptónlistarmaður
(í Fine Young Cannibals).
Þetta geróist 8. september
• 1664 náðu Bretar borginni Nýju Amster-
dam í Norður-Ameríku á vald sitt af Hol-
lendingum, en Bretar breyttu nafni borg-
arinnar í Nýju Jórvík (New York).
• 1898 var Ölfusárbrú vígð.
• 1930 birtist teiknimyndapersónan
Ljóska (Blondie) fyrst á prenti.
• 1931 var hámarkshraði í þéttbýli á Islandi
hækkaður úr 18 km í 25 km, en annars
staðar var hann hækkaður úr 40 í 45 km.
•1951 undirrituðu 48 ríki friðarsamning
við Japani í Bandaríkjunum.
• 1974 veitti Gerald Ford Bandaríkjafor-
seti forvera sínum í embætti, Richard
Nixon, skilyrðislausa náðun vegna Wa-
tergatemálsins.
• 1975 kom Dagblaðið út í fyrsta sinn.
Vísa dagsins
Sat ég á súð og elti ég húð
oft í votu veðri,
rahaði rú af rauðri luí
með rauðu, loðnu leðri.
Gömul vísa eftir óþekktan höfund.
Afmælisbam dagsins
Karl Jóhann Sighvatsson hljómlistar-
maður hefði orðið fimmtugur í dag,
en hann lést af slysförum 2. júní árið
1991. Karl var þekktur sem hljóm-
borðsleikari og lagahöfundur í fjöl-
mörguni hljómsveitum, þar á meðal
Flowers, Trúbroti og Þursaflokknum.
Hann vann einnig sem meðleikari og
útsetjari á ýmsum hljómplötum og
\ið sviðsuppfærslur í leikhúsum. Karl
stundaði jafnframt reglulega nám í
tónlist og tónsmíðum, m.a. í Vín,
Salzburg og Boston.
Ást er tilraun til að komast inn í aðra
veru, en hún getur aðeins borið árangur
ef uppgjöfin er gagnkvæm.
Otavio Paz
Heilabrot
Stundum er ég í hvfld, en stundum cr ég á
ferð. Ég hef tvo fætur, en þeir snerta jörð-
ina aðeins þegar ég er í hvíld. Hvað er ég?
Lausn á síðustu gátu: Utkoman er ;iúll.
Einn liðurinn í jöfnunni hlýtur að vera (X-
X), sem er jafnt og núll sama hvaða tölu er
um að ræða, og þegar allir hinir liðirnir m-n
margfaldaðir með núlli þá er útkoman eng-
in önnur en núll.
Veffang dagsins
Um kaþólska dýrlinga og engla má fá marg-
víslegan fróðleik á saints.cat-
holic.org/index.shtml