Dagur


Dagur - 08.09.2000, Qupperneq 5

Dagur - 08.09.2000, Qupperneq 5
Xk^MT' FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 - S FRÉTTIR L Si álfstæðisráðherrar skipað flesta dómara Hæstiréttur íslands er að meirihluta skipaður mönnum sem sjálfstæðis- menn hafa skipað. Skipan hæstaréttar- dómara gegn anda jafnréttislaga og talin pólitísk, þar sem kvótamálið spilar inn í. Meirihluti dómara skipaður af ráðherr- um Sjálfstæðisflokks- ins. Þær racklir gerast nú æ háværari sem gagnrýna Sólveigu Péturs- dóttur harðlega fyrir að skipa Arna Kolbeinsson ráðuneytis- stjóra sem hæstaréttardómara, cn sniðganga þrjár hæfar konur sem sóttu um stöðuna. Þær þrjár konur sem sóttu um stöðuna, héraðsdómararnir Ingibjörg Benediktsdcittir, Sigríður Ingv- arsdóttir og Olöf Pétursdóttir, íhuga nú að bregðast við ákvörð- un dómsmálaráðherra með ein- hverjum hætti. Ingibjörg og Sigríður segja í samtali við Dag að þær telji að við skipanina hafi verið gengið framhjá þremur hæfum og mjög vönum héraðsdómurum. Ekki hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að kæra skipanina til jafnréttisráðs eða krefja ráð- herra um rökstuðning. Ekki náð- ist í Olöfu. Þorsteiim með 5 dómara Skipan Árna Kolbeinssonar er og talin pólitísk og þá vísað til þess að stjórnvöld vilji styrkja stöðu kvótamálsins innan hæstaréttar, en Árni er sagður einn af aðal- höfundum kvótalaganna. Að vísu naut stefna stjórnvalda styrks meirihluta innan hæstaréttar í Vatneyrardóminum í vor, þar sem 5 dómarar töldu kvótalögin standast stjórnarskrána en þau Guðrún Erlendsdóttir og Har- aldur Henrýsson skiluðu séráliti og vildu staðfesta sýknudóm undirréttar. Skipan Árna hefur vakið upp umræður um réttmæti þess að ráðherra skipi hæstaréttardóm- ara. Af 9 núverandi dómurum hæstaréttar er meirihlutinn eða 5 skipaðir af ráðherra Sjálfstæð- isflokksins og í öllum tilfellum af Þorsteini Pálssyni. Þetta eru Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Marlcús Sigurbjörns- son, Pétur Kr. Hafstein og Arn- ljótur Björnsson, en Árni á ein- mitt að leysa þann síðastnefnda af hólmi. Hjörtur Torfason var skipaður í tíð Ola Þ. Guðbjarts- sonar Borgaraflokki, þau Guð- rún Erlendsdóttir og Haraldur Henryson í tíð framsóknarmann- anna Jóns Helgasonar og Hall- dórs Ásgrímssonar og Hrafn Bragason í tíð Jóns Sigurðssonar Alþýðuflokki. Freklega sniðgengnar „Ráðherrann velur mann með langan starfsaldur í stjórnsýsl- unni sem er alvanur að búa til lagafrumvörp en ekki komið ná- lægt dómarastörfum. Hinir um- sækjendurnir þrír voru konur. Miðað við fréttir af umsögn hæstaréttar og ferilskrá þeirra m.a. sem dómara virðist freklega framhjá þeim gengið, segir Rannveig Guðmundsdóttir þing- flokksformaður Samfylkingar- innar, og undir þetta sjónarmið hafa margir tekið. - fþg Halló -GSM kynnt á blaðamanna- fundi í gær. Allt að 300 GSM-störf Enn hafa landsmenn eignast nýtt farsímafyrirtæki, Halló - GSM, sem hefja mun GSM þjónustu snemma á næsta ári. Hlutafé verður 500 milljónir króna á þcssu ári og skiptast jafnt milli fyrritækjanna; Halló- Frjáls fjarskipti og breska fjar- skiptafyrirtækisins Mint Tel- ecome. I upphafi er áætlað að verja tveimur milljörðum kr. í tækjabúnað en heildarfjárfest- ingar eru áætlaðar nær 5 millj- arðar kr. Milli 200 og 300 ný störf munu skapast hér á landi vegna þessa verkefnis. Nýr for- stjóri Halló, Norðmaðurinn Harald Grytten, var kynntur á kynningarfundi í gær. Eftír hlutafjáraukningu eru stærstu hluthafarnir: Talenta-Hátækni (26,75), Lárus Jónsson (18,3%), Fanney Gísladóttir (16,8%), PH Investment (15%) og Kenncth D. Peterson Jr. (10,7%), sem ljóst þykir að verði í stjórn fyrir- tækisins. Vonbrigði á landsbyggð Nýrri gjaldskrá Landssímans fyrir gagnaflutninga á langleiðum er ætlað að bæta stöðu lauds- byggðariuuar. Landssími íslands kynnti í gær verðlækkun á leigulfnum og aukna gagnaflutningsþjónustu úti á landi. Þeir sem gagnrýnt hafa eldri gjaldskrá segja lækk- unina nú ekki nógu mikla. Lækkunin verður langmest á svokölluðu ATM-neti, en nú eru alls 19 ATM-svæði víðs vegar um land og er sama gjald á línum innan hvers svæðis en gjald út fyrir það svæði tekur mið af fjar- lægð. I sumum tilvikum lækkar gjaldskráin fyrir þetta samband um 79% frá því sem nú er. Jafnframt tekur einnig gildi ný verðskrá fyrir leigulínur í stofn- línukerfi Landssímans, sem hef- ur í för með sér 10-60% verð- Iækkun. Mest er lækkunin á bandbreiðari samböndum. Þá fullyrðir Landssíminn að ISDN-þjónusta muni standa öll- um landsmönnum til boða innan tveggja ára, en hún nýtist ein- staldingum til mun hraðari að- gangs að Intemetinu en venju- legar sfmalínur leyfa. ISDN- þjónustan verður á sama verði um allt land. Kristján L. Möller alþingismaður á Siglufirði tekur undir það að þess- ar breytingar valdi vonbrigðum fyr- ir landsbyggðarfólk. Lítil lækkuii Björn Davíðsson, annar eigendá Snerpu á Isafirði, segir að sín ’ fyrstu viðbrögð við þessari gjald- skrárbreytingu séu vonbrigði. „Það er í sjálfu sér ekkert slæmt um það að segja að ATM-gjald- skráin lækki. En það veldur verulegum vonbrigðum hve gjaldskráin fyrir leigulínur lækk- ar Iítið,“ segir Björn. Segja megi að með því sé verið að þvinga fyr- irtæki á landsbyggðinni til þess að nota sér ATM-kerfið, sem sé mun hægvirkara en leigulínurn- ar. Kristján L. Möller alþingis- maður á Siglufirði tekur undir það að þessar breytingar valdi vonbrigðum fyrir landsbyggðar- fólk. 13% lækkun á leigulínum segir hann að valdi vonbrigðum. Sömuleiðis að ekki skuli gjald- skrá fyrir Ieigulínu skuli ekki vera breytt úr línulengd í loft- línulengd, og að ekki skuli tekið upp hámarksvegalengd Iíkt og gert er í Danmörku, þar sem enginn borgar fyrir meira en 75 kílómetra. „Hins vegar fagna ég því að hér er umtalsverð verðlækkun á ATM-Iínum, og þar er komin sama gjaldskrá um allt land,“ segir Kristján. Nýr flokkur Landssíminn býður einnig upp á nýjan þjónustuflokk með 10- 25% afslátt fyrir stærstu fjar- skiptafyrirtækin sem vilja veita þjónustu út um allt land. Reynd- ar er vart við því að búast að mörg fýrirtæki muni geta nýtt sér þá þjónustu í bráðina. ^Einnig verður „smávægileg hækkun á Iitlum upphæðum", eins og það er orðað í fréttatil- kynningu frá Landssímanum. M.a. hækkar verð fyrir grunnlín- ur án epdabúnaðar um 13% og stafræn sambönd um 3%. Landssíminn segir að ástæður þessara breytinga séu fyrst og fremst nákvæmari kostnaðar- greining, enda sé honum skylt að miða verð leigulína við raun- kostnað. -GB Hugvit leysir af haudaflið Samskip, MFA, Efling og VMSÍ hafa tekið höndum saman um að bjóða hafnarverkamönnum starfsmenntunarnámskeið. Gert er ráð fyrir að fyrsti hópur hafnarverkamanna hefji nám á næsta ári. Mark- miðið er að starfsmenn verði hæfari og þar með öruggari og ánægðari í starfi og öðlist möguleika til meiri ábyrgðar. Og jafnframt að störf við höfnina verði eftirsóknarverðari. Lengd námskeiðanna og inntak verður miðað við sameiginlegar þarfír Samskips og starfsmannanna. Við undirbúning og skipulag námskeiðanna í Hafnarskólanum mun verkefnisstjórn m.a. leita til grannaþjóðanna um fyrirmyndir. Til verkefnisins „Höfnin þarfnast þekkingar" hefur MFA fengið 2,5 millj.kr. styrk frá starfsmenntaráði félagsmálaráðuneytisins. Ráðherra kannar málið Eins og komið hefur fram í Degi að undanförnu greinir menn á um hvort Landsvirkjun þurfi að bjóða út, á evrópska efnahagssvæðinu, rannsókna- vinnu við umhverfismat vegna Kárahnjúkavirkjun- ar. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, tel- ur að ekki þurfi að bjóða rannsóknirnar út á evr- ópska efnahagssvæðinu. Hins vegar telur Magnús Ingi Erlendsson lögmaður, sem mjög hefur kynnt sér mál sen snerta ísland og EES samninginn og evrópska efnahagssvæðið, allar líkur á að ekki verði komist hjá útboði. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra er æðsti yfírmaður Landsvirkjunar. Hún var í gær spurð hvort hún hefði kynnt sér þetta mál og sagði hún það ekki vera. Hins vegar ætlaði hún að kynna sér málið vel eftir að þessi skoðanamunur er kominn upp. -S.DÓR Eldmgin á Patreksfirði Seglskútan Elding kom í morgun til Patreksfjarðar eftir nokkuð stranga siglingu frá Nýfundnalandi. Tók sigling þangað tólf daga frá þvf lagt var af stað frá St. John’s á Nýfundnalandi. Var haldið undan vindi að Vestfjörðum og land tekið þar. Óákveðið er hvenær lagt verður af stað til Reykjavíkur. Beðið verður eftir byr á Patreksfirði og hugað að seglabúnaði, en sauma þarf þrjú segl sem skemmdust í hvassviðri á leiðinni. Sagði Hafsteinn Jóhannsson, skipstjóri, að ein- ungis hefði gefið góðan byr einn d ag alla leiðina, annars hefði oftast þurft að sigla á móti vindi. Hefur leiðangurinn „Vínland 2000“ verið rúma tvo mánuði í burtu frá því lagt var af stað frá Reykjavík 3. júlí sl. í kjölfar skipa fornmanna. Valgerður Sverrisdóttir

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.