Dagur - 08.09.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 08.09.2000, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR ■ SIGURDÓRSSON sigurdor@ff.is -Æ Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagði efinis- lega í samtali við einhvern Joftmið- ilinn að úrskurður sinn í kærumáli Landssímans gegn Línu-Neti komi ekkert pólitík við! Ekki mjög slæmur kommi Þá er atgangurinn vegna komu Li Peng, forseta lúnverska þjóðþingsins, til ís- lands afstaðinn. Fólk mótmælti unnvörpum komu mannsins til Islands og urðu menn reiðir þegar hann svo ekki mætti í Alþingishúsið til þess að taka við mótmælunum. Meira að segja þingmenn mættu með bundið fyrir munn- inn, sem er afarsjaldgæft hjá þingmönnum. Annars er ég ekki viss um að þessi Li Peng sé jafn vondur kommi og menn vilja vera að láta. Eg marka það af því að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sá mikli kommúnistabani, fór ekki í mótmælastöðuna. Hann sagðist ekki geta það vegna anna. Og ef Hann- es Hólmsteinn tekur vinnuna fram yfir að mótmæla komu kommúnista til Is- Iands þá er sá kommi ekki af verstu gerð. Sá kommi sem er ekki þess virði að Hannes Hólmsteinn leggi frá sér skræður og skjöl í eins og klukkutíma til að mótmæla honum er ekki merkilegur kommi. Bara hjólför Séra Pétur Þórarinsson í Laufási segir þá sögu að skömmu eftir að hann hafði misst báða fæturna vegna sjúkdóms hafi Gísli Sigurgeirsson, fréttamaður sjón- varpsins tekið við hann viðtal. Sagði Gísli að það hlyti að vera mikið áfall íyrir mig, svona „knattspyrnusjúk- ling“ að lenda í þessu og að hann ætti erfitt með að setja sig í mín spor. Pétur sat í hjólastól sínum og svar- aði grafalvarlegur á svip: ,Já, Gísli minn, mér finnst það ekkert skrýtið að þér finnist erfitt að setja þig í mín spor, því það koma bara hjólför þar sem ég fer um.“ Að gera tilboð Byggingameistarinn spurði ungan son sinn hvað hann vildi helst fá í afmæl- isgjöf. Strákurinn sagði að sig langaði mest í lítinn bróðir. „En það er bara hálfur mánuður í afmælið þitt,“ maldaði faðirinn í móinn. „Það er allt of stuttur tími.“ „Ég veit það vel,“ svaraði strákur, „ en þú gætir nú samt látið gera tilboð." Veður í skýjum Olína Jónasdóttir á Sauðárkróki var aðdáandi Halldórs Laxness eins og fleiri. En þegar leikrit hans Silfurtungið kom út orti Olína: Listin oft hjá Laxness hjó, lýsir enn af blysum nýjum. Sumum held ég sýnist þó Silfurtunglið vaða í skýjum. ■ fína og fræga fólkið Sean ásamt Julie en hún hefur nú birt gamlar myndir af æskuástinni sinni. Fomar ástir Kona að nafni Julie Hamilton, sem starfað hefur sem ljósmyndari árum saman, hefur nýlega birt myndir sem hún tók af sjarmömum Sean Conn- ery fyrir 44 árum þegar þau áttu í ástarsambandi. Julie hóf búskap með Sean árið 1956 og hann bað hennar margoft en hún taldi ekki ráðlegt að gift- ast leikara og hryggbraut hann. Hann yfirgaf hana loks vegna leikkonunnar Diönu Cilento sem varð fyrri eiginkona hans. Julie giftist og eignaðist son sem hún skírði Jason. Þegar þau Sean hittust þremur árum eftir skilnað sinn sagði Sean henni að ef hann eignaðist son skyldi hann skíra hann Jason. Þegar Diana eiginkona hans fæddi son efndi Sean loforð sitt en sonur hans Jason Conn- ery er leikari. Ekki hefur íylgt fréttum af birtingu myndanna hvort Julie sjái eftir Sean en menn telja það þó nokkuð víst. ÍÞRÓTTIR Félagaskipti í körfuimi Leikmaður: Fæð.ár: Skiptir í: Skiptir frá: Baldvin Johnsen 1976 Ármann Haukum Orn Þórsson 1975 Ármann Fjölni Gunnlaugur Smárason 1983 Ármann Snæfelli Jónas Haraldsson 1980 Armann KR Sigtryggur B. Jónatansson 1978 Ármann Snæfelli Viðar Örn Tulinius 1980 Breiðablik Fjölni Pálmi Freyr Sigurgeirsson 1978 Breiðablik Snæfelli Stefán Orn Guðmundsson 1978 Breiðablik ÍV Þórarinn Örn Andrésson 1978 Breiðablik Fylki Ómar Örn Sævarsson 1982 Breiðablik ÍR Páll Axel Vilbergsson 1978 Grindavík Belgíu Davíð Þór Jónsson 1981 Grindavík Keflavík Kristján E. Guðlaugsson 1974 Grindavík Keflavík Elentínus G. Margeirsson 1977 Grindavík Keflavík Högni Friðriksson 1972 HK Breiðablik Leifur Heiðar Leifsson 1972 HK Létti Erlingur Snær Erlingsson 1974 HK Breiðablik Chris Dade 1974 Hamar Haukum Gunnlaugur H. Erlendsson 1981 Hamar Tindastóli Ægir Hrafn Jónsson 1979 Hamar ÍA Ivar Ásgrímsson 1965 Hauka ÍS Lýður Vignisson 1980 Hauka Snæfelli Þröstur Kristinsson 1975 Hauka ÍS Ásgeir Ásgeirsson 1983 Hauka Grindavík Róbert Árni Jörgensen 1983 ÍA Snæfelli Jón Þór Þórðarson 1972 ÍA Fjölni Jóhannes Helgason 1972 ÍA Fjölnir Trausti Freyr Jónsson 1979 ÍA Skallagrími Svanur Dan Svansson 1979 ÍA Skallagrími Rúnar Freyr Sævarsson 1971 ÍR Snæfelli Halldór Kristmannsson 1974 ÍR KFÍ Eiríkur Sverrir Önundarson 1974 ÍR Holbæk Pálmi Þórisson 1979 is Skallagrími Ragnar Már Steinsen 1975 ÍV Stafholtst. Eggert Baldvinsson 1976 ÍV Breiðablik Birgir Guðfinnsson 1972 Keflavík Selfossi Falur Jóhann Harðarson 1968 Keflavík Honka Gísli Gíslason 1972 Keflavík Reyni S. Davíð Páll Viðarsson 1980 Keflavík Njarðvík Ingi Freyr Vilhjálmsson 1980 ÍKFÍ ÍR Sveinn Blöndal 1981 KFÍ KR Magnús Þór Guðmundsson 1977 KFÍ KR Tómas Hermannsson 1972 KR KFÍ Hermann Hauksson 1972 KR Njarðvík Árni Þór Hilmarsson 1980 Laugdæli UMFH Kim Levvis 1972 Grindavík Snæfelli Brenton Birmingham Njarðvík Grindavík Jes Vincents Hansen 1980 Njarðvík Danmörk Jóhannes A. Kristbjörnsson 1965 Njarðvík Stjörnunni Sævar Garðarsson 1976 Njarðvík Grindavík Agnar Már Olsen 1969 Njarðvík Höttur Halldór Rúnar Karlsson 1978 Njarðvík Keflavík Kristinn Loftur Karlsson 1972 Selfoss Hamari Alexander Ermolinskij 1959 Skallagrím Grindavík Eiður Sigurðsson 1974 Skallagrím Stafholtst. Egill Örn Egilsson 1980 Skallagrím Stafholtst. Pálmi Þór Sævarsson 1981 Skallagrím Breiðablik Kristinn L. Guðmundsson 1980 Skallagrím Stafholtst. Viktor Pétur Rodriques 1979 Skallagrím Stafholtst. Warren Peebles 1970 Skallagrím Grindavík Andrei Krioni 1974 Skallagrím Rússlandi Evgenij Tomilovski 1965 Skallagrím Rússlandi Einar S. Valbergsson 1973 Skotfél. Ak Þór Ak. Georgi Bujukliev 1971 Snæfell Israel Atli Rúnar Sigurþórsson 1976 Snæfell ÍR Guðlaugur M. Brynjarsson 1978 Snæfell Víking Ól. Davfð Jens Guðlaugsson 1980 Stjörnuna Þór Ak. Örvar Þór Kristjánsson 1077 Stjörnuna Njarðvík Jón Þór Eyþórsson 1977 Stjörnuna Snæfelli Ömar Örn Sigmarsson 1976 Tindastól Hamari Tony Pomones 1973 Tindastól Snæfelli Flemming Stie 1971 Danmörk Tindastóli Herbert S. Arnarson 1970 Val Donar Hrafh Jóhannesson 1981 Val Þór Ak. Magnús Guðmundsson 1978 Val ÍA Pétur Karl Guðmundsson 1958 Val Breiðablik Brynjar Karl Sigurðsson 1973 Val IA Pétur Már Sigurðsson 1978 Val KFI Iijörtur Þór Hjartarson 1978 Val 1A Clifton Bush 1970 Þór Ak. KFI Þorvaldur Om Arnarson 1974 Þór Ak. IV Lijah Perkins 1977 Belgía Þór Þorl. Nikolaos Grigoriadis 1979 Grikkland Þór Þorl. M.fl. kvenna: Sigríður Guðjónsdóttir 1978 Keflavík KFI Alda Leif Jónsdóttir 1979 Holbæk Keflavík Sólveig H.Gunnlaugsdóttir 1981 KFI Grindavík Stefanía H. Asmundsdóttir 1980 KFI Grindavík Fjóla Eirfksdóttir 1983 KFI Þór Ak. Elísabet Samúelsdóttir 1979 KR KFI Hafdís Gunnarsdóttir 1980 KR KFI Birna Eiríksdóttir 1980 KR Tindastóli Eva Stefánsdóttir 1980 Njarðvík Keflavfk Lovísa A. Guðmundsdóttir 1976 IS Englandi Rúna Birna Finnsdóttir 1979 is IR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.