Dagur - 08.09.2000, Blaðsíða 10
10- FÖSTUDAGVB 8. SEPTEMBER 2000
ro^tr
Styrkir ESB til
verkefna á Evrópsku
tungumálaári 2001
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir eftir tillögum að
verkefnum sem veittir verða styrkir til í aðildarlöndum ESB og
EFTA-EES löndunum, íslandi, Noregi og Liechtenstein vegna
Evrópsks tungumálaárs 2001 (sbr. DGEAC 66/00 í Official
Journal 257 sem mun birtast 8. september n.k.). Styrkupphæðin
getur orðið mest 50% af styrkbærum heildarkostnaði við verkefni.
Reiknað er með að veita styrki til u.þ.b. 150 verkefna í þátttökulön-
dunum. Styrkupphæðir nema 10.000 til 100.000 evrum (u.þ.b.
700.000-7.000.000 kr.). Forgang hafa m.a. verkefni sem ná til
fleiri en eins lands. Þeir sem geta sótt um styrki eru mennta- og
menningarstofnanir, stofnanir og samtök á vegum bæjar-og
sveitarstjórna, frjáls félagasamtök, rannsóknastofnanir, aðilar vin-
numarkaðarins og fyrirtæki. Skilyrði fyrir styrkveitingu eru m.a. að
verkefnið sem sótt er um styrk til sé unnið á tímabilinu frá hausti
2000 til loka árs 2001 og að það fullnægi vissum skilyrðum sem
Evrópusambandið hefur sett.
Frestur til að senda inn tillögur að verkefnum er til 2. október 2000
fyrir verkefni sem eiga að hefjast fyrir 1. júní 2001 og til 15.
febrúar 2001 fyrir verkefni sem eiga að hefjast eftir 1. júní 2001.
Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá verkefnis-
stjóra Evrópsks tungumálaárs 2001, Jórunni Tómasdóttur, sími:
560 95 00, netfang: jorunn.tomasdottir@mrn.stjr.is og hjá Maríu
Gunnlaugsdóttur, deildarsérfræðingi í menntamálaráðuneytinu,
sími: 560 95 00, netfang: maria.gunnlaugsdottir@mrn.stjr.is
Umsóknir ber að senda til ofangreindra.
Landsnefnd um Evrópskt tungumálaár 2001
5. september 2000
Aflmiklar dælur í ýmsum stærðum!
Rafknúnar dælur
0,37 til 15 kw
Hringrásardælur, brunndælur, sjódælur úr
kopar, neysluvatnsdælur með jöfnunarkút,
olíudælur, smúldælur o.fl.
Dæmi um verð á dælum - 1 eða 3 fasa (verð m/vsk.):
PK alhliða dælur 40 lítra/mín. 40 m.v.s. kr. 8.166,
CK olíu-eða vatnsdælur 50 lítra/mín. 47 m.v.s. kr. 13.488,
JSW neysluvatnsdælur 160 lítra/mín. 60 m.v.s. kr. 31.388,
SV brunndælur VXC/20 750 lítra/mín. 13 m.v.s. kr. 52.770,
F bruna-og smúldælur 700 lítra/mín. 55 m.v.s. kr. 73.221,
Úrvalsdælur á ótrúlega góðu verði.
Sendum um land allt.
VÉLASALAN
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122.
www.visir.is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
Tvö námskeiö fyrir stjómendur í fyrirtækjum og stofnunum. Einkaþjálfun í 5
til 9 mánuði, unnið með verkefni í vinnunni og aðferðum námskeiðsins beitt á
þau, árangurinn skilar sér beint í breyttum viðhorfum, vinnuaðferðum og
afköstum. Áhersla á að læra að virkja sjálfan sig og hvetja aðra.
Hvar og hvenær? Hjá þér, þegar þér hentar
Ráðgjafar; í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri
Hringdu til að panta nánari kynningu.
Hringdu til að panta nánari kynningu.
Reynir-ráðgjafarstofa
Hafnarstræti 95, 600 Akureyri
Sími: 461 34 74 - Fax: 461 3475
Netfang: kmm@nett.is
1EADERSHIP MANAEEMENTINTEINATIONAL
ICELAND