Dagur - 08.09.2000, Page 12

Dagur - 08.09.2000, Page 12
12- FÖSTUDAGVR 8. SEPTEMBER 2000 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 - 13 FRÉTT ASKÝRIN G L. rD^tr Gjörhreytt vidhorf í flskeidi Fiskeldi á íslandi er að komast á íliig aftur og verða grein sem iiieim hafa trú á. Framleiðslan mim aukast og menn hafa ýmsar áætlanir á prjónunum. Þó er ljóst að fjárfestar bíða ekki í röðum. Framleiðsla í íslensku fiskeldi mun stórlega aukast á allra næstu árum og greinin er komast á beinu brautina að nýju, eftir skakkfall á árunum í kringum 1990. Arsframleiðsla af laxi á Is- landi er í dag í kringum fjögur þúsund tonn, en verður eftir fimm ár komin í 10.000 tonn og öðrum fimm árum síðar verður hún komin í 20 þúsund tonn og þá verður framleiðsluverðmætið á ári hverju um tíu milljarðar króna. Þetta er í takt við þróunina annars staðar í heiminum, en all- ar spár gera ráð fyrir að fiskeldis- framleiðsla munu stórlega aukast í næstu framtíð. Árlega vex fram- leiðsla í greininni um 7% og í sumum löndum jafnvel enn hrað- ar. Þetta kom kom fram í máli Vigfúsar Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Stofnfisks og for- manns Landssambands fiskeldis- stöðva og forseta Alþjóðasamtaka Iaxeldisframleiðenda á ráðstefnu um framtíð fiskeldis hér á landi sem haldin var á Hólum í Hjalta- dal síðastliðinn föstudag. Umræða og viðhorf hafa gjörbreyst Það voru Hólaskóli og fiskeldis- stöðin Máki sem sameiginlega stóðu að ráðstefnunni, en þar komu og báru saman bækur sfnar ýmsir þeir sem starfa í greininni og einnig fulltrúar íjárfesta, en þeirra á meðal er í dag ekki jafn fráleitt að leggja peninga í fiskeldi og var fyrir fáum árum. I upphafi talaði Haraldur Haraldsson stjórnarformaður Máka og þar vék hann að uppbyggingu barra- eldisstöðvar fyrirtækisins að Lambanesreykjum í Fljótum sem tekin var í gagnið fyrir fáum vik- um. Þá sagði Haraldur - og þau orð ítrekaði hann svo á Hólum - að uppbyggingin í Fljótum muni öll kosta einhvers staðar á milli 600 og 700 milljónir og áætlanir gerðu ráð fyrir að þegar fullum afköstum verði náð verði fram- Ieiðslan þar komin í um 700 til 1.000 tonn á ári og megi búast við að framleiðsluverð fyrir þau yrði ámóta og uppbyggingar- kostnaðurinn einn. Nýi Sam- herjatogarinn, sem kom að landi um helgina, kostaði hins vegar 1,5 milljarð og búast mætti við að Iengri tíma tæki en eitt ár að koma með að Iandi aflaverðmæti sem væri það sama og verðmæti skipsins. Slátrun í fiskeldisstöd Silfurstjörnunnar í Öxarfirði. Ársframleiðsla af laxi á isiandi er í dag um fjögur þúsund tonn, en verður eftir fimm ár komin í 70.000 tonn og öðrum fimm árum síðar verður hún 20 þúsund tonn. Þá verður framleiðsluverðmætið á ári hverju tiu miifjarðar króna. - myndir: sbs „Umræða í fjölmiðlum og við- horf gagnvart fiskeldi hér á landi hafa gjörbreyst, til dæmis hvað varðar umhverfismál og annað slíkt. Við þurfum að opna grein- ina og það er líka æskilegt, því við höfum ekkert að fela. Ahugi stjórnvalda víða um lönd er ein- nig að aukast," sagði Vigfús Jó- hannsson og nefndi að nýlega hefði kanadíska ríkisstjórnin ákveðið að veita 5 milljónum dollara til rannsókna og þróunar í fiskeldi þar í landi. Og það var ekki að ástæðulausu sem Vigfús nefndi þetta kanadíska verkefni, því að hans mati er alþjóðlegt samstarf og þekkingaröflun í greininni lykilatriði og það sem sífellt meira máli skiptir. Laxeldi og sjávarútvegur að samtvinnast „Laxeldi og sjávarútvegur eru greinar sem eru að samtvinnast í æ ríkara mæli,“ sagði Vigfús Jó- hannsson ennfremur. Það er hans mat að í fiskeldinu almennt verði laxeldið burðargreinin. Hann leggur áherslu á að fyrir- tæki sameinist um brýn hags- munamál sín „ ... og slíkt myndar infastrúktúr í atvinnugreininni." Þar á Vigfús meðal annars við nauðsyn þess að íslensk fiskeldis- fyrirtæki sameinist um sölustarf og markaðsmál. Vigfús segir að eftirspurnin eft- ir eldisfiski í heiminum fari hvar- vetna vaxandi og af þeim sökum sé nauðsyn að auka framleiðsl- una svo mikið. Þá þurfa fyrirtæk- in Iíka að vera þokkalega burðug og það er mat Vigfúsar að fram- tíðin sé sú að fiskeldisfyrirtæki verði með ekki minna en 5.000 tonna framleiðslugetu á ári . Það sé í raun Iágmarkseining til þess að fyrirtækin geti staðið undir þeim kröfum og vætningum sem gerðar eru. Evrópustyrkir og fjölþjóðleg þekking I uppbyggingu íslenskra fiskeldis- fyrirtækja á síðustu árum hefur verið byggð upp geysilega mikil þekking, sem er ekki síður verð- mæt en fiskurinn sem syndir í kerjunum. Þegar farnar eru nýjar Ieiðir í fiskeldi - sem og í öðrum atvinnugreinum - má svo alltaf reyna að fá styrki í gegnum Lvr- ópusambandið, en helsta for- senda þess að ráðamenn í Brussel veiti styrki til verkefnanna er aft- ur sú að í þróunarstarfi fyrirtækj- anna, sem þarf að byggjast á fjöl- þjóðlegri samvinnu, felist þekk- ing sem geti gagnast annars stað- ar í Evrópu. Sú hefur einmitt ver- Vigfús Jóhannsson. Eftirspurnin eftir eldisfiski í heiminum fer hvarvetna vaxandi og því nauðsyn að auka framleiðsluna svo mikið. ið raunin hér á landi, því um þessar mundir eru hér á landi í gangi um fimmtán fiskeldisverk- efni sem njóta styrkja frá Evrópu- sambandinu, þar af um helming- ur þeirra í Skagafirði. Skýrasta dæmið um þetta er starfsemi Máka hf., en í stöð fyrirtækisins að Lambanesreykjum eru farnar nýstárlegar leiðir við endurnýt- ingu vatns og út á það þróunar- starf hafa ýmsir styrkir fengist. Orri Hlöðversson sem er fram- kvæmdastjóri Hrings - Atvinnu- þróunarfélags Skagafjarðar segir frumkvöðla í íslensku atvinnulífi geta leitað í ýmsa sjóði Evrópu- sambandsins og flóra þeirra sé í Orri Hlöðversson. Evrópustykir eru fáanlegir en eng- inn hefur orðið ríkur á þeim. Og styrkirnir redda ekki launagreiðslum um næstu mánaðamót. raun ótrúlega fjölbreytt. Orri leggur þó áherslu á að sjóðir Evr- ópusambandsins séu engin gull- náma og styrkveitingar úr þeim séu ströngum skilyrðum háðar. „Það hefur enginn orðið ríkur á því ennþá að fá styrki frá Evrópu- sambandinu og mikið þarf að hafa fyrir þessum peningum. I mínuni huga er helsti ávinningur- inn sá að menn geta með svona verkefnum öðlast sambönd og samstarf erlendis sem getur gagn- ast þeim með ýmsum hætti, til dæmis ýmiss konar rannsóknar- aðstoð og þekkingu. En menn skulu hins vegar ekki líta svo á að hægt sé að fá styrki frá ESB til Snorri Gunnarsson. Viija hefja hiýraeidi hér við land og er í viðræðum við menn á Austur- landi um að hefja slíkt eldi í ein- hverjum fjarðanna fyrir austan. þess að redda launum um næstu mánaðamót." HLýxi í fjörðiutuui eystra A fundinum á Hólum á föstudag- inn kynnti Snorri Gunnarsson líf- fræðingur hugmyndir sínar um hlýraeldi sem hann er nú að reyna að vinna braulargengi. Sá fiskur yrði einkum alinn í strand- stöðvum, en hlýraeldi hefur nán- ast ekkert hingað til verið stund- að hér á landi, þó hlýri veiðist að- eins hér við land; sem nemur um 1.500 tonnum á ári. Eldi á hlýra er nú að hefjast í Norður-Noregi og þar hyggja menn á landvinn- inga í greininni. Þetta ætti að ýta Snorri Pétursson. Það er morgunljóst að fjárfestar bíða ekki í röðum eftir því að geta lagt peninga sína í fiskeldi. við okkur íslendingum, að mati Snorra, sem telur að hlýraeldi henti vel hér við land, en aðferð- irnar eru ekki ósvipaðar því sem gerist í laxeldi; það er að um ræð- ir ldakeldi og svo er fiskurinn alinn til slátrunar. Sláturstærð hlýra er um fimm kíló og það tekur tvö til þrjú ár að ala fiskinn í þá stærð. Skilaverð fyrir hlýra er einnig ágætt „ ... það er einhvers staðar á milli laxa- og lúðuverðs eða í kringum 750 krónur á kílóið," seg- ir Snorri. Snorri Gunnarsson starfar hjá Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði og að hans sögn er nú verið að kanna möguleikana á því að hefja hlýraeldi í einhverjum Austfjarð- anna og standa viðræður við land- eigendur á nokkrum stöðum yfir. Fjárfestar bíða ekki í röðum Þó íslenskir fiskeldismenn séu nú fullir bjartsýni og hafa ýmsar tölur og áætlanir sem sýna að innistæða er fyrir slíku þá hlýtur afstaða fjár- festa öllu að ráða um hvort upp- bygging verður í greininni á næstu árum. Segja má að til skamms tíma hafi það verið eins og að nefna snöru í hengds manns húsi þegar Ieitað hefur verið eftir pen- ingum til þessarar atvinnugreinar, en nú er þetta að breytast. Snorri Pétursson hjá Nýsköpunarsjóði at- vinnulífsins segir að á árunum 1990 og fram til 1998, þegar hann starfaði hjá Iðnþróunarsjóði, hafi fiskeldi verið nánast bannorð, svo illa hafi menn veriö brenndir eftir þau skakkaföll sem urðu í grein- inni Lindir lok níunda áratugarins. Nú hafi menn hins vegar stillt kúrsinn að nýju, náð vopnum sín- um aftur og nú sé líka komin 25 ára reynsla í þessari atvinnugrein hér á landi. Ef fiskeldismenn ætla að gera fyrirtæki sín að aðlaðandi kosti fyrir fjárfesta sem hugsa fyrst og síðast um að ávaxta vel sitt pund, verða þeir, segir Snorri Pétursson, að gæta að ýmsum þáttum - en mikilvægast sé fyrir þá að hafa alla stjórnun fyrirtækja sinna í góðu lagi. Þar nefndi hann sérstaklega stjórn fjármála, framleiðslu og markaðsmála. „Smáatriðin ráða úrslitum, atriði einsog agi, natni og aðhald," sagði Snorri. Hann sagði það þó vera morgunljóst að fjárfestar biðu ekki f röðum eftir því að geta lagt peninga sína í fisk- eldi. Atvinnugreinin væri lang- tímadæmi í eðli sínu og arðurinn kæmi seint, en í dag væru stærri íjárfestar eins og til dæmis lífeyris- sjóðir flestir að Ieita eftir verkefn- um sem einhverju væru búin að skila í aðra hönd að tveimur til þremur árum liðnum. En þegar meira jafnvægi kemst á íslenskt efnahagslíf fara menn ef til vill að marka stefnu í fjárfestingum til enn lengri tfma og þá geta verið bjartari tímar framundan í fisk- eldi, segir Snorri. Hugmyndir eru uppi um áhugaverðar endurbætur á húsum á Seyðisfirði. Hótel í untá Hugmyndir uin að gera upp gömul hús á Seyð- isfirði undir hótel. „Þetta eru einungis hugmyndir á umræðustigi, en engar ákvarðanir verið teknar eða skrifað undir eitt né neitt. Hins vegar er verið að vinna að viðskiptaáætlun og ég er einn þeirra sem eiga þar hlut að máli,“ svaraði Jónas A. Þ. Jónsson á Seyðisfirði spurður hvort rétt væri hermt að hann ásamt fleiri framkvæmdamönnum hafi stofn- að félag um kaup á mörgum gömlum húsum á Seyðisfirði í því skyni að gera þau upp og reka sem hótel í mörgum húsum. Eins og Dagur greindi frá því fyrir nokkru mun Sigurjón Sighvats- son kvikmyndaframleiðandi í Hollywood þegar hafa keypt gamla Landsbankahúsið á Seyðis- firði með það í huga stofnsetja hótel að norskri fyrirmynd. gömlum hús Seyðisfirði? Langar að koma að þessu ef... „Eg get bara svarað fyrir mína parta, að mig langar að koma að þessu ef af verður,“ sagði Jónas. En ennþá sé einungis verið að skoða dæmið, bæði peningahlið- ina og hvaða kostir eru í stöð- unni. „Þetta er flókin fram- kvæmd. Það er mikið hér af gömlum húsum og menn eru að reyna að átta sig á hvað þetta gæti komið til með að kosta og hvað þeir fái út úr þessu. Þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert einfalt dæmi, til dæmis eins og að bygg- ja hótel, þar sem menn eru bara með nýjan kassa. Þetta er allt annars eðlis.“ Einstakt tækifæri Spurður um framboðið sagði Jónas. „Eg efast um að það sé nokkur staður á Islandi sem skart- ar eins mörgum gömlum húsum, nema hugsanlega Reykjavík. Eg held þess vegna að hér sé einstakt tækifæri á íslandi til þess að mynda svona heildstæða mynd af gömlum húsurn." Spennaudi eftir 5-10 ár Um vaxandi ferðamannastraum og þar með rekstrargrundvöll er meiri óvissa. „Það er vissulega vaxandi ferðamannastraumur miðað við tölur frá Ferðamálaráði og víðar og er ekki sagt að Austfirðingar fái kringum 10% þeirra? Eg hugsa að það gætu orðið spennandi tímar í ferðaþjónustunni eftir kannski 5 tiIlO ár - þá verður þetta vonandi orðið ábatasöm atvinnugrein, en ekki eins og hún er í dag.“ Til að svo gæti orðið þurfi menn að horfa til víðari markaðssetningar - það er reyna að fá meira heldur en bara sumartoppana. Menn verði þá að horfa til þess að markaðs- setja þetta með tilliti til ráðstefnu- halds og annars sem kæmi utan þess stutta ferðamannatíma sem nú er úti á landi. „En er endurtek að allt er þetta einungis á um- ræðustigi en sem komið er,“ sagði Jónas A. Þ. Jónsson. — HEI Kostar nýjan gruim- skóla airnað hvert ár Fjölgim grannskóla- hama í Reykjavík um 200 á ári, einkiiin vegna adflutnigs, kostar horgina nýjan 600-700 milljóna skóla annað hvert haust og 40 nýja kennara. Að minnsta kosti 15.200 setjast á skólabekki grunnskólanna f Reykjavík í haust og hefur þá fjölg- að um 1.000 frá 1996, en þá hafði nemendafjöldinn staðið í stað í áratug. Fjölgun nemenda í þess- um mæli kostar borgina nýjan 700 milljóna kr. grunnskóla annað hvert haust og þörf fyrir 40 nýja kennara, segir Sigrún Magnús- dóttir formaður fræðsluráðs. Stöðugildum í skólunum hefur líka Ijölgað um 200 síðan 1996, vegna Ijölgunar nemenda, lengri skóladags og sveigjanlegs skóla- starfs sem kostaði 70 viðbótar- stöðugildi. Tíu kennara vantar Starfsmenn 37 grunnskóla borgar- innar eru nú um 2200 talsins (1 á hver 6,9 börn), þar af 1.350 kenn- arar í 1.250 stöðugildum. Um 100 þeirra (8%) eru leiðbeinendur, en meirihlutinn með háskólapróf. Við upphaf skólaárs vantar 10 kennara til starfa, aðallega sér- greinakennara. Fræðslumál eru nú nær þriðjungur af útgjöldum Reykjavíkur. Fyrirsjáanlegur kennaraskortur næstu ár Fræðslustjóri, Gerður Oskarsdótt- ir, segir að í haust hafi reynst sér- lega erfitt að ráða í þær stöður sem losnað hafa við grunnskóiana. Meðal helstu ástæðna þess telur hún: Baráttuna um gott starfsfólk sem nú ríkir í öllum atvinnugrein- um, sem almennt borgi háskóla- menntuðu fólki betur en kennara- laun. Og milda íjölgun á stöðu- gildum kennara í grunnskólun á sama tíma og ekkert hafi fjölgað í árgöngum útskrifaða kennara, sem í þrjá áratugi hafi verið um 120-130 á ári. Þrátt fýrir stöðugt vaxandi kennaraskort komist að- eins um þriðjungur umsækjenda í Kennaraháskólann inn í skólann í ár og aðeins um helmingur þeirra sem sóttu um Ijarnám. Gerður segir fyrirsjáanlegan kennaraskort áfram á næstu árum og sú þróun sé áhyggjuefni. Bylting í tölvumálum skólanna Bylting í upplýsingatækni grunn- skólanna á þessu ári segir Sigrún Magnúsdóttir meðal þeirrra mörgu nýjunga sem nú sé briddað upp á í skólastarfinu. Fyrir áramót verði lokið við að tengja 2/3 skól- anna við víðnetið. Þetta sé þvílík framför að í rauninni verði nú fyrst hægt að tala um nettengingu skól- anna. Verði nú í fyrsta sinn hægt að nota Internetið í kcnnsiu fyrir heildar bekkjardeildir svo vel sé. 1 haust hafi verið keyptar 300 tölvur í skólana. Stefnan sé að 5 ncm- endur verið um hveija tölvu haust- ið 2004 og allir kennarar með eig- in tölvu. Breiðholtsskóli býður heimanáin Tilraun með breytt fyrirkomulag skóladagvistar verður gerð í Breið- holtsskóla í vetur. Ollum nemend- um 2.-4. bekkjar verður boðin heimanámsaðstoð ókeypis og 1. bekkingum íþróttir og tónlist. Eft- ir kl. 1 5.00 býður ÍTR upp á tóm- stundastarf gegn gjaldi. Eftir einsetningu Hvassaleitis- og Borgaskóla í haust verði aðeins 6 af 37 skólum borgarinnar (16%) tvísetnir. - HEl

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.