Dagur - 08.09.2000, Page 16
GunnarPálmi Pétursson
hafði heppnina með sérí tor-
færunni um síðustu helgi.
Hann krækti sérí tvöfaldan
íslandsmeistaratitil og
hrepptifjögurra milljóna
krónapott. Auk þessfór
hann á hílnum heilum heim,
sem telst gott eftir slík átök.
„Það gekk allt upp hjá mér að þessu sinni
og eina skrúfan sem ég þurfti að hreyfa við
var áfyllingarlokið á bensíntanknum! Það
var vel sloppiö. Eg get bara sett í gang og
farið að keppa aftur án þess að líta á grip-
inn.“
Gunnar sigraði annars vegar í opnum
flokki og hins vegar flokki götubíla. Opni
flokkurinn rúmar alla bíla, hvort sem þeir
eru sérútbúnir eða götubílar og allir keyra
þeir sömu brautirnar. Verðlaun eru veitt fyr-
ir 1.2. og 3. sætiö í opna ílokknum og ein-
nig í undirflokknum sem götubílarnir eru í
og bíll Gunnars Pálma tilheyrir. „Ég vann
sem sagt opna flokkinn og þá kom hinn tit-
illinn að sjálfu sér,“ útskýrir Gunnar Pálmi
en hverju þakkar hann þennan góða árang-
„Þetta er fyrst og fremst spurning um
að halda haus og hafa sálar-
tetrið í lagi. Það gleymist
stundum. Maður lætur
raska ró sinni of mikið og
verður stressaður. Eg hef
aldrei tekið mér dagsfrí fyrir
keppni áður og þetta er í
fyrsta skipti sem ég mæti
útsofinn. Yfirleitt hef ég
verið að vinna langt fram á
kvöld daginn fyrir keppni
og svo notað nóttina í
ferðalagið á keppnisstað.
Þetta var smátilbreyting
sem skilaði sér greinilega."
- Vorn braulirnar erfiðar í
J ósepsda Inum?
„Já, þetta var það
strembnasta sem við höf-
um lent í í sumar, enda
Þefía er fyrst og fremst spurning um að halda haus og hafa
salartetrið í !agi," segir Gunnar Pálmi
Gunnar Pálmi hefur keppt á sama bílnum
í ellefu ár en ætlar að smíða sér nýjan í vetur.
myndir: rlþ
lokakeppnin og þá er mest lagt í sýning-
una. Brautirnar voru allt frá því að vera
ófærar yfir í vel færar en þær voru blaut-
ar og það hentar mér vel.“
Peningar í spilinu
í fyrsta skipti
- Nú fékksl þi't slóra peningaupphæð. Er
það ekki nýlunda?
„Jú, þetta er fyrsta sumarið sem kepp-
endur fá peninga frá mótshöldurum. Ég er
búinn að fá meira fé á þessu ári en saman-
lagt öll tíu árin sem ég á að baki í þessu
sporti. Núna var gert út á að við keppend-
urnir stæðum almennilega í lappirnar og
gætum stundað sportið. Það er til dæmis
veitt 700 þúsund krónum í verðlaunafé í
hverri keppni og hver keppandi fær ákveð-
na upphæð hvort sem hann vinnur eitt-
hvað eða ekki. Eg náði í stóran pott um
helgina. Eg veit ekki í hvaða formi þau
verðlaun verða en það er Ijóst að þau
verða ekki í einni greiðslu."
- Hverjir voru þér skeinuhættastir t lolut-
keppninni?
„Akureyringarnir eru erfiðir. Sigurður
Arnar var efstur áður en síðasta keppnin
hófst, hafði tveimur stigum meira en ég.
Ragnar Skúlason var líka mjög skæður og
Gunnar Egilsson. Sá síðarnefndi var bú-
inn að lýsa því yfir að hann ætlaði ekki að
láta götubíl vinna sig svo það var auðvitað
kappsmál hjá mér að vinna hann! Það bil-
aði of fljótt hjá Einari Gunnlaugs, annars
hefði hann verið í toppbaráttunni líka.“
- Varstu með stuðningslið með þér?
„Það fer alltaf ákveðinn kjarni með mér.
Fyrir utan eiginkonuna eru að yfirleitt 12
strákar sem fylgjast með mér og þeir taka
stundum fjölskyldurnar með en auðvitað
ciga þeir ekki alltaf heimangengt allir í
einu. Sumir þcirra hafa fylgt mér alla tíð,
eða í ellefu ár.“
Nýr bíll á teiMiiborðinu
- Ertu húinn að vera ú sama hílnum allan
límann?
„Já, en ég ætla að smiða mér nýjan f vet-
ur og þykist ætla að koma með nýja kyn-
slóð af bíl. Þar byggi ég á því sem reynsl-
an hefur kennt mér. Eg hef ákveðnar hug-
myndir um hvernig hann á að líta út og
hvernig hann á að virka. Svo getur auðvit-
að verið að ég hafi rangt fyrir mér. Eg er
húinn að ganga með þessa hugmynd lengi
og nú er bara eftir að framkvæma hana.
Eg held ég nái ekki mikið lengra á þessum
bíl og tel mig kominn á góðan vendi-
punkt.“
- llvað ætlarðu að gera við þann gamla?
„Ég ætla ekki að hrófla við honum.
Kannski ég láti hann bara velta til kon-
unnar. Hún var að tala um að það væri
langt síðan hún hefði fengið að taka í. En
hún stóð sig vcl í keppnum fyrir nokkrum
árum.“
GUN.
Hvernig er þetta hægt
6 manna.
Verð aðeins kr. 1.630 þús.
Fiat Multipla SX.
Fjórir öryggispúðar, ABS hemlakerfi, sex hnakkapúðar, sex þriggja punkta belti,
rafstýrðir bílbeltastrekkjarar, krumpusvæði framan og aftan, bjálkar í hurðum,
eldvarnarkerfi á bensínlögn, galvanhúðaður með 8 ára ábyrgð á gegnumtæringu.
þíöidur ehf. 461-3000
SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - S I Ml 5 400 800
Isiraktor ?o