Dagur - 08.09.2000, Qupperneq 21
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2 0 00 - 21
LgfÉ
fj®r
Fínlegur glæsileiki
Um helgina lýkur höggmyndasýningu Gests Þorgrímssonar í
Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi. Frá miðjum níunda áratugn-
um hefur Gestur unnið naer samfellt að steinhöggi og höggvið
út hin ýmsu form úr marmara, granít og gabbró. Verk hans
einkennast af fínlegum glæsileika og góðri tilfinningu og er
óhætt að segja að með þeim hafi hann skipað sér í hóp okkar
bestu myndhöggvara.
Sýning Gests í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi er virðingar-
vottur við framlag hans til íslenskrar höggmyndalistar.
Sigmund Árseth í MÍR
Málverkasýningu norska myndlistamannsins Sigmund
Árseths í sýningarsölum MÍR við Vatnsstíg 10 lýkur sunnu-
daginn 10. september. Á sýningunni eru 39 olíumálverk og
riflega helmingur þeirra landslagsmyndir frá íslandi, en lista-
maðurinn dvaldist hér á landi í fyrrasumar, ferðaðist um og
málaði. Sýningin er opin frá kl. 15 til 18 og er aðgangur
ókeypis.
Magnús Pálsson í Listasafni íslands
Laugardaginn 9. september verður opnuð sýning á verkum Magnúsar Pálsonar I
eigu Listasafns íslands. Magnús er fæddur á Eskifirði 25. desember 1929. Að
ioknu stúdentsprófi fór hann til náms í leikmyndagerð í The Crescent Theatre
School of Design, Birmingham, Englandi. 1953-54 nam hann við Handíða-og
myndlistaskólann í Reykjavík og á árunum 1955-56 við Academie fur angewándte
Kunst, Vín. Magnús hefur um langt árabil verið í fararbroddi íslenskra framúr-
stefnulistamanna og hefur verið leiðandi kennari við nýlistadeildir listaskóla, m.a.
við Myndlista- og handíðaskóla íslands.
opnunarráðstefnu þar sem öðrum
áfanga Sókratesar menntaáætlunar
Evrópusambandsins verður formlega
ýtt úr vör. Ráðstefnan verður haldinn í
hátíðarsal Háskóla Islands, Aðalbygg-
ingu við Suðurgötu í dag föstudaginn
8. seplember ld. 14:00 - I 5:45.
Skógarganga í Garðabæ
Önnur haustganga Skógræktarfélags
íslands, Garðyrkjufélags Islands og
Ferðafélags Islands verður Iaugardag-
inn 9. september. Gangan hefst kl.
10.00 árdegis og tekur um tvo tfma. Að
þessu sinni verður gengið um valin
hverfi í Garðahæ undir leiðsögn Bar-
böru Stanzeil og Sigurðar I’órðarsonar
og vöxtuleg tré og undirgróður skoðuð.
Myndarleg tré verða hæðarmæld og
aldursgreind. Mæting er við Flataskóla
við Vífilstaðarveg. I>essi ganga er í um-
sjón Skógræktarfélags Garðabæjar.
Heiðmörk 50 ára - Sveppa-
ferð
Það sem af er menningarárinu hafa
margar Iíflegar uppákomur verið á
Heiðmörk í tilefni af 50 ára afmæli
staðarins. Sunnudaginn 10. september
ld. 13.30 verður farið í sveppaferð þar
sem áhersla er lögð á kennslu og
tínslu. Ferðin hefst við Fjölskyldurjóðr-
ið \ið Heiðarvcg. www.heidmork.is
SkautahöIIin opnar
Opnað verður í skautahöllinni í
Reykjavt'k um helgina og verður opið
laugardag og sunnudag kl. 13.00 til
16.00 og síðan áfram samkvæmt
stundaskrá. Skautafélögin Björninn og
Skautafélag Reykjavíkur standa fyrir
æfingum og byrjendakennslu t' íshokkí
og listhlaupi á skautum. Upplýsingar
og skráning hjá skautafélugunum.
Dagur símenntunar
Opið hús verður í kennslusal - skrif-
stofu Leikskóla Reykjavt'kur í dag í
tengslum við Viku símenntunar. Þar
verður starf leikskólanna kynnt, þau
námstilboð sem nýjum starfs-mönnum
stendur til boða og almennt sú fræðsla
sem stofnunin býður upp á. Þessi
kynning er liður í því að vekja athygli á
Leikskólum Reykjavíkur sem vinnustað
en foreldrar eru einnig hvattir til að
koma og kynna sér þessa hlið á starf-
semi Leikskóla Reykjavr'kur.
Bama- og Ijölskyldudagur
Næstkomandi sunnudag 10. septem-
ber er bama- og fjölskyldudagur Frí-
kirkjunnar t' Reykjavt'k. Þá er ung-
mennum sérstaldega boðið til kirkju
ásamt forcldrum sínum og öðrum ást-
vinum. I Fríkirkjunni verður bama- og
fjölskyldumessa kl. 11:00. Ungmenni
taka þátt í messunni með margvísleg-
um hætti. Fjölskyldur eru hvattar til
þess að koma saman til kirkju og taka
þátt í messunni. 1 crli þjóðlífsins eru
samveruslundir fjölskyldunnar á hröðu
undanhaldi. Eftir guðsþjónustuna
verður farið með hópferðabifreiðum
upp í Vindáshlíð þar sem börnin fara í
leiki á meðan fullorðna fólkið skoðar
sig um og undibýr grillveislu. Eftir
grillveisluna verður helgistund í kirkj-
unni í Vindáshlíð. Komið verður heim
um kl. 16:30. Vinsamlega látið ríta um
þátttöku í síma 552-7270 eða 696-
3726. Þátltökugjald er kr. 500 og frítt
fyrir börn.
Félag eldri borgara Ásgarði,
Glæsibæ
Kaffistofan er opin alla virka daga frá
Id. 10:00-13:00. Matur í hádeginu.
Sunnudagur: Félagsríst kl. 13.30.
Dansleikur á laugardagskvöld kl. 20.00
Caprí-Tríó leikur fyrir dansi. Mánu-
dagur: Brids kl. 13.00. Danskennsla
Sigvalda í samkvæmisdönsum fyrir
framhalds hóp kl. 19.00 og byrjendur
kl. 20.30. Aðalfundur Bridgefélagsins
verður haldinn mánudaginn 18. sept-
ember kl. 13.00, spilað verður eftir
fundinn.
LANDIÐ
SÝNINGAR
Hláturgas til Selfoss
Farandsýningin Hláturgas verður sett
upp á tíu sjúkrahúsum víðsvegar um
landið á árinu 2000 í boði lyfjafyrir-
tækisins Glaxo Wellcome á íslandi.
Áttundi áfangi sýningarinnar verður
opnaður á Heilbrigðisstofnuninni á
Selfossi mánudaginn 11. september kl.
15. Það er íslenska menningarsam-
steypan ART.IS sem stendur að þessari
farandsýningu.
Hvað er á seyði?
Tónleikar, sýningar,
fyrirlestrar o.s.frv...
Sendu okkur upplýsingar 6
netfangi, f símbréft eöa hringdu.
ritstjoriSdagur.is
fax 460 6171
sími 460 6100
Útvörður upplýsinga
um allt land.
íyagtur
Áskriftarsiminn ar 800-7080
Tækifærin
eru alltaf
til staðar
Frumsýna á næstunni
, - Þorsteinn Már Baldvinsson
f framkvæmdastjóri í helgarviðtali
I sundinu í
Sidney
Bíó, bækur, krossgáta og kynlíf,
fluguveiði, matur og fleira
Askrift