Dagur - 07.10.2000, Page 2
26 -LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000
FRÉTTIR
„Valtað“ yflr
núpnabændur
Veiðistjóri segist
skilja reiði eyfirskra
bænda þar sem til-
kynning um friðun á
rjúpu hafi borist allt
of seint að hans
mati.
Eins og Dagur hefur greint frá
hefur umhverfisráðhcrra ákveð-
ið að tillögu Náttúrufræðistofn-
unar að banna rjúpnaveiði við
utanverðan Eyjafjörð á næstu
tveimur haustum. Þetta bann
vekur hörð viðbrögð heima-
manna. í ár verður lokað við
austanverðan fjörðinn í Grýtu-
bakkahreppi frá Víkurskarði og
norður í Fjörður, en næsta
haust verður lokað að vestan-
verðu um TröIIaskaga til Skaga-
fjarðar. Rannsaka á áhrif skot-
svæða á vetrarafföll rjúpa-
stofnsins, en þau ráða stofn-
breytingum.
Töluvert tekjutap
Margir bænda hafa leigt jarðir
sínar rjúpnaskyttum og verða
því af töluverðum tekjum.
Sveinn Jónsson, ferðaþjónustu-
bóndi í Kálfsskinni, sem er við
vestanverðan Eyjafjörð, er einn
þeirra. Hann
segist vera á
miðju bann-
svæðinu í ár og
til sín sé að
koma hópur
Norðmanna
sem meðal
annars hafi
ætlað á rjúpna-
skytterí. Norð-
mennirnir hafi
ætlað sér að
koma aftur
næsta ár en
það gangi ekki
og því muni
falla út
gistinætur.
„Ég er fylgj-
andi því að
rjúpan sé rann-
sökuð frekar
en þetta er
dýrt. Senditæki
á einn fugl
kostar tugi
þúsunda
króna. Ég er
ekki viss um að rétt sé að banna
skotveiðarnar heldur hefði átt
að fylgjast með báðum megin
fjarðar samtímis. Þeir ætla hins
vegar að fylgjast með þvf hvort
rjúpan leiti á þá staði sem eru
friðaðir," segir Sveinn Jónsson.
Kemur aftan að möunum
Stefán Kristjánsson, bóndi á
Grýtubakka II, sem er hinum
megin fjarðarins, leigir land
undir rjúpnaveiði. Hann segir
ákvörðunina koma aftan að sér
og líklega verði hann að sam-
þykkja það að láta stjórnvöld
valta yfir sig og vera hlýðinn, en
þungt sé í bændum.
„Það var búið að leigja
nokkrum veiðimönnum í orði
en ekki skriflega, svo ég sé ekki
að ég eigi neinn rétt á skaða-
bótum. Við höfum auk þess
stundum selt veiðileyfi án þess
að gefa kvittun og einnig hafa
skytturnar verið að selja fugla í
búðir án þess að gefa kvittanir.
Sumar skytturnar hafa komið
hingað árum saman, en ég verð
að treysta því að vísindamenn-
irnir viti hvað þeir eru að gera,
þeir hafa menntunina en ekki
við bændur. Það hefur verið
minni veiði undanfarin ár
vegna þess að sóknin hefur ver-
ið minni en ekki vegna þess að
rjúpnastofninn hefur farið
minnkandi. Fuglinn hefur því
fengið óbeina friðun,“ segir
Stefán Kristjánsson.
Aki Armann Jónsson veiði-
stjóri segist hafa fullan skilning
á urg bænda þar sem tilkynn-
ingin hafi komið allt of seint,
og ekki til veiðimanna og
bænda eins og eðlilegt hefði
talist, heldur til sveitarfélaga.
- GG
Skorað er á Pál Pétursson félags-
málaráðherra að breyta reglum
um fastelgnavlðskipti vegna hækk-
andi fasteignaverðs.
HeimUd
óháð bruna-
bótamati
Skorað hefur verið á félags-
málaráðherra að breyta ákvæð-
um reglugerðar um húsbréf og
húsbréfviðskiþti þannig að
íbúðalánasjóði sé heimilt að
láta til húsnæðiskaupa allt að
65-70% af kaupverði fasteign-
ar, óháð brunabótamati fast-
eignar. Það er stjórn Félags
fasteignasala sem beinir þessu
til ráðherra. Félagið segir að
benda verði á að fasteignaverð
á höfuðborgarsvæðinu hafi
hækkað verulega undanfarin
misseri og verðið sé í mörgum
tilfellum mun hærra en bruna-
bótamat eigna.
Ingvar Björnsson, ökukennari á
Akureyri, hefur verið ráðinn
prófdómari í ökuprófum og um-
ferðaröryggisfulltrúi á Norður-
landi. Hlutverk hans er að hvetja
til umfjöllunar um umferðarör-
yggismál á svæðinu, auka sam-
starf þeirra sem að þeim málum
koma og auk veg umferðarmála
og umferðaröryggis með sem
fjölbreyttustum hætti. Sá þáttur
starfs Ingvars er samstarfsverk-
efni Umferðarráðs og Slysavarn-
arfélagsins Landsbjargar.
Sigurður Indriðason, sem hef-
ur starfað að umferðaröryggis-
málum í 45 ár, var kvaddur með
formlegum hætti í gær á Lög-
reglustöðinni á Akureyri að við-
stöddum lögreglumönnum, öku-
kennurum, bæjarstjóra, sýslu-
manni, starfsmönnum Umferð-
arráðs og fram-
kvæmdastjóra Lands-
bjargar. Hann var
fastráðinn hjá Bif-
reiðaeftirliti ríkisins
I. maí 1955 og starf-
aði þar þangað til
Bifreiðapróf ríkisins
tók við verkefnum
ökuprófa af Bifreiða-
eftirlitinu og síðast
hjá Umferðarráði frá
árinu 1992. Hann
hefur leitt þúsundir
ökunema í gegnum
ökupróf. Umferðar-
ráð færði Sigurði að
gjöf Sögu Akureyrar
II og III auk 10
geisladiska með
harmonikkutónlist.
- GG
Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðar-
ráðs, ásamt þeim Sigurði Indriðasyni og Ingvari
Björnssyni, nýráðnum prófdómara í ökuprófum og
umferðaröryggisfulltrúa á Norðurlandi.
mynd: brink
„Lansiim“ kostar sitt
Landspítalanum er ætlað 17,4
milljarða króna framlag í nýju fjár-
Iagafrumvarpi, þannig að rekstur
þessarar einu stofriunar kostar rík-
issjóð sem svarar 250 þúsund krón-
um á hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu á Islandi. Þar við bætast um
1,8 milljarðar sem „Lansanum“er
ætiað að afla í sértekjur. Svo alls er
rekstrarkostnaður þessarar miklu
heilhrigðisstofnunar því áætlaður
19,2 milljarðar að minnsta kosti á
næsta ári.
150.000 kr. á mann
Oðrum sjúkrahúsum á Suðvestur-
Iandi og öðrum deildaskiptum spít-
ölum, m.a. Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri, eru ætlaðir samtals 4,7
milljarðar króna og 1 5 öðrum heil-
brigðisstofriunum á landsbyggðinni
samtals um 3,8 milljarðar króna.
Kostnaður við rekstur hjúkrunar-
heimila aldraðra, SAA, Sjálfsbjarg-
ar og daggjaldastofnana er áætlað-
ur ríflega 8,3 milljarðar. Þar við
bætast um 3,1 milljarður til um 30
heilsugæslustöðva, heilsugæslu í
Reykjavík, Læknavaktar og sjúkra-
flutninga. Enn eru ótaldir 2,3 millj-
arðar til tækjakaupa á þessar stofn-
anir og fleira. Samanlagður kostn-
aður við þennan þátt heilbrigðis-
kerfisins er áætlaður um 41 rnillj-
arður króna, eða næstum 600 þús-
und krónur, 50 þúsund kr. á mán-
uði, á hverja íslenska Ijölskyldu.
Hér hefur aðcins vcrið talinn um
helmingur af útgjöldum hjá heil-
brigðisráðherra. - hei
Læknamistök 150 til 270 miHiónir kr.
Gert er ráð lýrir að árlegar bótgreiðslur vegna læknamistaka geti
numið 1 50 til 270 milljónum kr. eftir að nýtt hótagreiðslukerfi kemst
í jafnvægi. En útgjöld ríkisins á undanförnum árum má áætla um 30
milljónir króna á ári, segir í nýju Qárlagafrumvarpi. Þar er lagt til 72
milljóna kr. framlag til þessa nýja bótaflokks sem stofnaður var með
lögum um sjúklingatryggingu fyrr á þessu ári. Lögin kveða á um
bótarétt þeirra sjúklinga sem „ ... verða fyrir Iíkamlegu eða geðrænu
tjóni í tengslum við rannsókn og sjúkdómsmeðferð löggiltra heil-
brigðisstarfsmanna á heilbrigðisstofnunum eða í sjúkraflutningi."
-HEI
Styrkir Smárakvartett
Bæjarráð Akureyrar samþykkti í gær að kaupa geisladiska af útgef-
endum Smárakvartettsins fyrir 249.000. kr. Alls kaupir bærinn 100
geisladiska.
Egill Örn Arnarson falaðist eftir bæjarstyrk með bréfi til bæjar-
stjóra um síðustu mánaðamót. 1 bréfinu segir að hægt sé að endur-
vinna eldri hljóðritanir Smárakvartettsins, sem tók til starfa árið
1936, með betri hætti en áður. Heildarljöldi laga á diskinum verður
26 og margar „fágætar perlur" að finna svo vitnað sé í bréfið.
Einnig verður gefið út sérstakt kver og stofnaður minningarsjóður
í samvinnu við Tónlistarskólann á Akureyri. Hlutverk sjóðsins verður
að styrkja söngnemendur. - bþ
UVS ræður framkvæmdastjóra
Dr. Snorri Ingimarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækn-
ingasviðs líftæknifyrirtækisins Urðar, Verðandi, Skuldar ehf. Hann
varði doktorsritgerö sína Studies on human leukocyte interferon in
clinical use við Karolinska institutet í Stokkhólmi árið 1980 og varð
dósent við sömu stofnun árið 1984. Snorri starfaði sem sérfræðing-
ur í krahhameinslækningum við Landspítalann 1982-1984. Hann
var forstjóri Krabbameinsfélags lslands 1984 -1 988 og sérfræðingur
og yfirlæknir við Heilsuhæli N.L.F. I. 1988-1991. Snorri hefur starf-
að við geðdeild Landspítalans frá 1991 og hlaut sérfræöiviðurkenn-
ingu í geðlækningum á íslandi 1994 og í Svíþjóð 1995 og hefur jafn-
framt rekið eigin Iækningastofu.