Dagur - 07.10.2000, Page 8

Dagur - 07.10.2000, Page 8
32 - LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2 000 Xfc^MT LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 - 33 FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞORLAKSSON SKRIFAR Menntamálaráðherra og útvarpsstjóri eru andvígir eiúkavæð- ingu RÚV, en vilja skoða breytt form. Staða RÚV er mjög erf- ið að sögn útvarps- stjóra. Eins og fram kom í Degi í vikunni cr í fjárlagafrumvarpi ekki gert ráð fyrir neinni hækkun rekstrar- framlaga hjá Ríkisútvarpinu milli ára. Afram skal hagrætt sam- kvæmt frumvarpinu og rekstur- inn dreginn saman. Fjáröflun RUV hefur verið mjög til umfjöll- unar að undanförnu og sýnist sitt hverjum. Fulltrúar Samfylkingar í Útvarpsráði hafa gagnrýnt menntamálaráðherra harðlega fyrir að halda stofnuninni í „fjár- hagslegri spennitreyju". Afnota- gjöld eru óvinsæl en ná þó hvergi nærri að standa straum af rekstr- arkostnaði. Hlutdeild kostunarog auglýsinga liggur undir ámæli og halda sumir því fram að hlutleysi stofnunarinnar sé í hættu. Áfrani ríkiseign „Eg sé RÚV ekki hverfa úr eigu ríkisins," segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra, aðspurður um eignarhald RÚV í framtíð- inni. Björn vill að stofnuninni verði breytt í hlutafélag í eigu rík- isins, en hvað framlög næstu fjár- laga varðar segir hann: „Spurn- ingin snýst eldd um það að hækka útgjöld ríkisins á fjárlögum held- ur hækka álögur á almenning með hækkun afnotagjalda. Það hefur ekki verið vilji ríkisstjórnar- innar að gera það vegna þeirrar verðþenslu, sem verið hefur, en er nú tekin að hjaðna. RÚV hefur tvær Ieiðir til að afla sér tekna. Annars vegar með afnotagjöldum en Alþingi ákvað að ákvörðun um breytingu á þeim yrði ekki tekin án samþykkis ráðherra. Hins veg- ar með auglýsingum en útvarps- stjóri hefur sjálfdæmi varðandi þann tekjupóst.“ Rekstur RÚV er ekki einasta umdeildur heldur hefur dagskrár- stefnan einnig Iegið undir ámæli og þá ekki síst framboð íþrótta- efnis sem ítrekað hefur sett aðra liði úr skorðum. Aðspurður hvort sérstök íþróttarás sé íyrirhuguð innan Sjónvarpsins, vísar Björn til ræðu sem hann flutti þegar Sjónvarpið hóf formlega starf- semi sína í Efstaleiti. Þar sagði hann: „Nokkrar umræður hafa verið um það, hvort sjónvarpið eigi að senda út efni á nýrri rás. Spurning er hvort ekki sé brýnna að leggja áherslu á að bæta efnið, sem sent er út á einni rás, áður en ný kemur til sögunnar. I þessu samhandi er einnig að því að hyg- gja, hvort ekki sé eðlilegt að stof- na til samstarfs við aðra um nýt- ingu annarrar rásar, svo að allur kostnaður vegna hennar leggist ekki á Ríkisútvarpið. Tel ég skyn- samlegt að sá kostur sé kannaður til hlítar með opnum huga.“ Ótrúleg afturhaldssemi Markús Orn Antonsson útvarps- stjóri er sammála menntamála- ráðherra varðandi eignarhaldið á RÚV: „Við höfum fylgst með breytingum á þessu sviði í nálæg- um löndum hjá þeim fyrirtækjum sem helst er hægt að hera sig saman við þó að samanburður sé ekki auðveldur vegna smæðar ís- lensks samfélags og Ríkisútvarps- ins. Reynslan f Noregi hefur ver- ið athyglisverð. Norska ríkisút- varpið, NRK, sem reyndar er tíu sinnum stærra en RÚV, hefur breyst á síðustu 12 árum, fyrst úr því að vera hreinræktuð ríkis- stofnun eins og RÚV er enn, yfír í sjálfseignarstofnun og síðan hlutafélag í eigu norska ríkisins. Hlutafélagsstofnun um NRK hef- ur gefið góða raun að sögn heimamanna og gert fyrirtækið sjálfstæðara. Mér finnst slíkt form vera álitlegt fyrir okkur. Það væri ótrúleg afturhaldssemi að kanna ekki þann kost til hh'tar. Enginn skyldi halda, að Ríkisút- varpið geti hvað rekstrarformið áhrærir staðið fast í prinsippum sem voru góð og gild meðan það sat eitt að útvarpsfjölmiðlun í landinu.“ Fólk er fljótt að gleyma Markús Orn segist ánægður með störf RÚV hin síðari ár og segir starfsemina aldrei hafa verið víð- tækari og fjölbreyttari en nú. Hann ber saman tíma einokunar- stöðu stofnunarinnar og dagsins í dag. „Arangursmat í hinni al- mennu umræðu snýst oft um innlenda dagskrá í Sjónvarpinu. Árið 1985 voru sendir út 500 klukkutímar af innlendu efni, en 1 180 í fyrra. Þættirnir, sem gerð- ir voru 1985 og fyrir þann tíma, voru alls ekkert betri en það sem sýslað er með nú. Sjónvarpsdag- skráin er nú um 9 klukkustundir á dag að meðaltali en var tæpir 5 tímar þá sex daga vikunnar, sem sent var út 1985. Fimmtudagur var enn sjónvarpslaus dagur. Fjölmargt annað mætti nefna í þessu sambandi eins og til dæmis gjörbreytta og margeflda frétta- þjónustu. En fólk er fíjótt að gleyma. Man þó ekki einhver þá tíma, þegar fréttir í Útvarpinu voru fluttar aðeins 9 sinnum á sólarhring? Það var 1984. Nú eru fréttir og fréttayfirlit 19 sinnum á sólarhring virka daga. Svo bætt- ust svæðisstöðvarnar við. Þannig mætti lengi telja. Og ekki má gleyma þeirri stórkostlegu upp- byggingu og endurnýjum, sem orðið hefur á húsakosti og tækni- búnaði á síðustu árum.“ Gagnrýnir kostun Kristín Halldórsdóttir er fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í útvarpsráði. Hvaða leiðir telur hún heppilegastar til að sátt náist um framtíð RÚV? „Það er alltaf verið að Ijalla um leiðir til að Ríkisútvarpið fái næg- ar tekjur til að standa undir sín- um verkefnum sem fyrst og fremst eiga að felast í metnaðar- fullri íslenskri dagskrárgerð. Skiptar skoðanir eru um þetta. Mikið var um dýrðir þegar starfsemi Sjónvarpsins var flutt í Efstaleitið í ágúst. Hins vegar býr Ríkisútvarpið við ákveðna kreppu og er staða þess mjög erfið að óbreyttu að mati útvarpsstjóra. Ég gagnrýni það mjög að menn feti sig sífellt lengra inn á braut kostunar. Til dæmis voru mikil átök um það á sínum tíma hvort kosta ætti veðurfréttir. Við tvö, Gissur Pétursson, fulltrúi Fram- sóknarflokks, og ég greiddum at- kvæði gegn því. Svo eru menn að tala um að skjóta inn auglýsing- um í kvikmyndir en því er ég ekki hrifin af.“ Kristín segir um annað mál sem átök hafa verið um: „Það er bannað að kosta fréttir og frétta- tengt efni en er túlkun útvarps- réttarnefndar eðlileg að telja veð- Markús Örn Antonsson: Mjög erfitt hjá RÚV að óbreyttu. urfréttir ekki fréttir? Mér finnst það ekki. Veðurfréttir eru hluti af sjálfsagðri þjónustu við áhorfend- ur og það á ekki að nota þær til að fyrirtæki geti keypt velvild lands- manna út á að þau styrki veður- fréttir. Það er alveg fráleitt." Neikvæð únynd Vilji framsóknarmanna til einka- væðingar RÚV hefur verið talinn tregur. Hjálmar Árnason, þing- maður Framsóknarflokks, vill hins vegar breytingar á inn- heimtu. Hann er einn þeirra sem telur nefskatt heppilegri en af- Björn Bjarnason: RÚV hverfur ekki úr eigu rfkisins. notagjöld eins og kom fram í Degi 26. sept. síðastliðinn. „Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að ég tel að innheimtukerfið sé óheppilegt. Það er bæði mjög dýrt og skapar að auki neikvæða ímynd fyrir þessa mikilvægu stofnun þegar fólk er að fá mán- aðariega rukkun. Ég tel að við eigum í það minnsta að skoða það hvort ekki væri skynsamlegt að taka upp nefskatt og tryggja þar með fjárhagslegan rekstur og sjálfstæði RUV. Þá verða Iíka íjár- munirnir að renna óskiptir til RÚV en ekki inn í hftina. Eftir Mörður Árnason: Auglýsingar hafa æ meiri áhrif á dagskrá RÚV. það geta menn þá tekið þetta auglýsingakapphlaup til endur- skoðunar,“ segir Hjálmar. Hlutleysið brenglað Fulltrúar Samfylkingar, Mörður Árnason og Anna Kristín Gunn- arsdóttir Iétu bóka eftirfarandi á síðasta útvarpsráðsfundi: „Það er raunar skoðun okkar að tekjuöfl- un RÚV með kostun og auglýs- ingum sé komin út yfir eðlileg mörk. Annars vegar er Ríkisút- varpið með þessu að etja kappi við venjuleg atvinnufyrirtæki á fjölmiðlasviði og ríkisvaldið þar Kristín Halldórsdóttir: Gagnrýnir kostunarbrautina mjög. með í samkeppnisrekstri með augljóst forskot. Hins vegar leiðir þessi þróun til þess að auglýs- ingasjónarmið hafa sífellt meiri áhrif á dagskrárvalið. Hættan er sú að í stað þess að láta gæði ráða ferðinni með hliðsjón af megin- markmiðum þjóðarfjölmiðilsins sé dagskrárefni æ frekar hneigt að sjónarmiðum auglýsenda og kostenda um það hvernig þeir geta kynnt vöru sína fyrir sem flestum á sem ódýrastan hátt. Þótt slíka þjónustu við auglýsend- ur, og eftir atvikum neytendur, beri ekki að lasta verður ekki séð Hjálmar Árnason: Núverandi inn- heimtukerfi er óheppilegt. að hún sé á verksviði hins opin- bera.“ Miimkandi vægi auglýsinga Hverju svrar útvarpsstjóri þessari gagnrýni og hefði hann ekki viljað sjá aukna peninga á fjárlögum? „I sjötíu ár hafa auglýsingatekjur staðið undir stórum hluta af rekstri Ríkisútvarpsins. Stofnun- in hefur alla tíð verið markaðsfyr- irbæri að þessu leyti. Meira að segja þegar „Gamla gufan“ var eina útvarpsstöðin á Íslandi og réttilega nefnd „háskóli, leikhús og tónlistarhöll allrar þjóðarinn- ar“ voru auglýsingarnar 59,6% af heildartekjunum árið 1982. I fyrra var þetta hlutfall 34,2% fyr- ir Rás 1 og Rás 2 saman. Hlutfall auglýsinga í heildartekjum Sjón- varpsins árið 1982 var 33,7% en f fýrra 26,2%. Kostunin skiptir afar litlu máli, er 1,2% hjá Útvarpinu en 2,3% hjá Sjónvarpinu. Fyrirferð auglýsinganna í dag- skránni er miklu minni nú en áður var. Til dæmis stóð auglýs- ingalestur á hinni einu útvarpsrás árið 1982 nærri tvo tíma að með- altali alla daga ársins og á fjórðu klukkustund daglega í desember. Þetta þekkist ekki lengur eins og útvarpshlustendur vita, og aug- lýsingatímar í Sjónvarpinu hafa einnig styttst til muna. Að mínu mati blasir ekkert annað við en stórfelldur samdráttur í starfsemi Ríkisútvarpsins, verði því meinað að afla sértekna á auglýsinga- markaðnum. Og þá er enn einu sinni komið að þessari veigamiklu spurningu: Hvað vilja stjórnvöld og almcnningur í landinu með Rfkisútvarpið til lengri tíma litið? Ég hef enga trú á að löggjafinn bæti stofnuninni upp þær auglýs- ingatekjur sem hún myndi missa með breyttu fyrirkomulagi, það er um milljarð árlega. Nógu illa hef- ur gengið að fá hækkun á sjálfum afnotagjöldunum." Nefskattur hugsanlegur Hvernig líst útvarpsstjóra á niður- fellingu afnotagjalda en hugmynd um nefskatt þess í stað? „Þetta er ein leið sem rædd er í ýmsum Evrópulöndum um þessar mund- ir og til dæmis ákváðu Hollend- ingar nýverið að hætta innheimtu afnotagjalda en bæta þeim við tekjuskattinn. Þá gáfu stjórnvöld try'ggingu fyrir því að upphæðin myndi ekki lækka og hún er verð- tryggð fram í tímann. Nánast alls staðar, þar sem afnotagjöld tíðkast, eru þau látin hækka í takt við verðþróun til þess að viðkom- andi útvarps- og sjónvarpsstöðvar geti mætl kostnaðarhækkunum án þess að ganga á dagskrána. Það hafa verið gerðir samningar um þetta til nokkurra ára fram í tímann, þannig að menn vita að hverju þeir ganga. Slíkt fyrir- komulag hefur aldrei fengist við- urkennt hér. Verður erfltt Stundum má álíta af umræðunni að afnotagjald Ríldsútvarpsins sé helsti verðbólguvaldur ( landinu. Þó að afnotagjaldið hækki ekki í krónutölu, þá Iækkar það ekki heldur, að minnsta kosti hefur það aldrei gerst til þessa. Enginn veit þvt' hvað átt hefur fýrr en misst hefur. Ég óttast að beint framlag á fjárlögum alfarið í stað afnotagjalda myndi sveiflast til- viljunarkennt upp og niður eftir forgangslistum sem alþingismenn störfuðu eftir í það og það skipt- ið. En séu menn að sönnu reiðu- húnir að marka Ríkisútvarpinu nýja tekjustofna, sem geli jafn- mikið af sér og hinir fyrri, væri ábyrgðarlaust að hafna því. Að óbreyttu verður staða Ríkisút- varpsins mjög crfið á næstu árum. Hér hafa orðið og verða kauphækkanir samkvæmt samn- ingum eins og annars staðar. Slík lota er framundan. Við veltum þeim kostnaðarauka ekld út í verðlagið eins og fíestir aðrir. Það hafa ýmis önnur viðbótarútgjöld verið að hlaðast á stofnunina að undanförnu og munu sýnilega halda áfram að gera svo. Sam- kvæmt tjálagafrumvarpi er engra breytinga að vænta nema að spara meira í rekstri." Gróðabrall íþróttanna Markús Orn hafnar starfrækslu íþróttarásar hjá Sjónvarpinu. „Það hefur aldrei verið meiningin frá mínum bæjardyrum séð en það verða aðrir en ég sem ákveða það. Umræða um aðra rás Sjón- varpsins er þó tæpast tímabær við núverandi aðstæður. Að minni hyggju á Ríkisútvarpið almennt ekki mikla framtíð fyrir sér á sviði íþrótta. Um helstu keppnisíþrótt- ir hefur skapast eitt samfellt gróðabrall á alþjóðlega vísu sem teygir anga sína hingað til lands. Fjölmiðlar, sem starfa í almanna- þágu með naum fjárráð hafa ekki getu til að hækka greiðslur fyrir helstu viðburði eins og íþrótta- basarinn krefst. Iþróttirnar í sjón- varpi Ríkisútvarpsins eru orðnar of dýrar og líka of fyrirferðarmikl- ar á þeirri einu rás sem við höfum til afnota. íþróttaefni mun leita í auknum mæli í áskriftarrásir sem menn borga fyrir sérstaklega. Við höfum engu að síður mörg upp- byggileg, skemmtileg og gefandi viðfangsefni að fást við í opnu sjónvarpi fyrir alla landsmenn," segir útvarpsstjóri. Af framansögðu sýnist ljóst að breytinga er að vænta innan tíðar hjá Ríkisútvarpinu en engin ástæða er til að spá því að stofn- unin verði seld einkaaðilum. Einna líklegast er talið að Rás 2 verði einkavædd ef slík skref verða stigin en fram að því munu aðdáendur og gagnrýnendur stofnunarinnar skiptast áfram á skoðunum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.