Dagur - 10.10.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 10.10.2000, Blaðsíða 8
8- VRIBJUD AGV R 10. OKTÓBER 2000 SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDOR SIGURDÓRSSON sigurdor@ff.is Stefán Jónsson frétta- og alþingismaður. Nytsemi lúsariimar Þegar mest gekk á vegna vaxandi kransæðastíflu og Hjartavemd hafði sig sem mest í frammi var mikið rætt um orsakir veikinnar. Meðal annars ræddu menn um hvort hægt væri að tímasetja aukningu veikinnar og taka þá mið af einhverjum þáttum í Iífsmynstri þjóðarinnar. Stefán Jónsson, frétta- og al- þingismaður fór létt með Iausn þessa vanda. Hann staðhæfði að hrotthvarf lúsarinnar af mannskepnunni væri bein orsök kransæðastíflunnar, enda hefði lúsin dregið út óholla vessa með biti sínu. Auk þess hefði hún séð fyr- ir sífelldri hreyfingu þeirra er báru hana. Slík hreyfing kyrrsctumanna, sem auðvitað voru í mesta áhættuhópnum, hefði reynst þeim holl og þeir hrakið stíflur á brott með iði sínu. „Ég hef ekki trú á hugmyndum um aðstreymi fólks af suðvestur horninu, hvað þá að Islend- ingar búsettir er- lendis fyllist heim- þrá og flytji heim í átthagana.“ Hjör- leifur Guttorms- son í samtali við DV um hvað álver í Reyðarfirði mun hugsanlega veita mörgum atvinnu. Austanþokan Meðan þeir sátu báðir á Alþingi Seljan og Friðjón Þórðarson sendi Friðjóni þessa vísu: Fúum hef ég frernri kynnst, fjcíri snjall og iðinn, eini gallinn að mér finnst thaldssjónarmiðin. Þessu svaraði Friðjón: Flelgi hindur hrag í myndum, hrestur hroka. Eina syndin að hann hlindar austanþoka. Blevet helt gal Bræðurnir Brynjólfur og Pétur Jónssynir voru eineggja tvíburar og mjög lík- ir. Þeir voru fæddir árið 1850. Eftir stúdentspróf hélt Brynjólfur strax til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms. Hann fékk herbergi og fæði hjá ekkju einni, sem rak gistiheimili. Nokkrum mánuðum síðar kom svo Pétur til Kaupmannahafnar. Hann hélt að sjálfsögðu beint á gistiheimilið og spurði eftir Brynjólfi bróður sínum. Þá var ekkjunni allri lokið, sló á lær sér og sagði: „Nu er han blevet helt gal, nu spör han efter sig selv!“ Gleymdi ernni línu Lítil stúlka var að fara með Faðirvorið og stóð móðir hennar álengdar án þess að sú stutta vissi af. Þegar stúlkan var komin vel af stað heyrði móðirin hana segja: ,/E, nei, guð bíddu aðeins. Eg gleymdi einni Iínu.“ FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ Kelsey Grammer hlaut nýlega heið- ursverðlaun út- varps- og sjón- varpssamtaka. Eig- inkona hans og móðir mættu með honum til athafnar- innar. Grammer heiðraður Kelsey Grammer, Frasier okk- ar, var nýlega heiðraður í Beverly Hills af útvarps- og sjónvarpssamtökum. Þangað mætti hann með eiginkonu sinni og móður. Leikarinn hef- ur Ieikið Frasier Crane í fimmtán ár, fyrst í sjónarps- þáttaröðinni Cheers og síðan í Frasier. Hann hefur hlotið fjöl- da verðlauna fyrir frammi- stöðu sína, þar á meðal nokkur Emmy verðlaun. Fyrir ekki ýkja Iöngu tók hann sér fri' frá leik í Frasier þáttunum til að koma fram á Broadway í Macbeth. ro^tr ÍÞRÓTTIR Þriáji HM-titUl Sdiumachers Michael Schumacher tryggði sér um helgina heimsmeistaratitil- inn f Formula 1 kappakstrinum, eftir sigur í næstsíðustu keppni tímabilsins, sem fram fór á Suzuka-brautinni í Japan. Schumacher, sem fyrir keppn- ina hafði átta stiga forskot á Finn- ann Mika Flakkinen í stigakeppni ökumanna, náði besta tímanum í tímatökunni á laugardaginn og hafði því góða stöðu þegar í alvör- una var komið á sunnudaginn. En fyrrverandi meistari, Mika Hakkinen, náði eins og svo oft áður mjög góðu starti, skaust fram úr Schumacher og hélt for- ystunni fyrstu 37 hringina, eða þar til hann tók sitt annað við- gerðarhlé. Þá náði Schumacher loks for- ystunni, sem hann hélt til Ioka og tryggði þar með Ferrariliðinu fyrs- ta heimsmeistaratitil ökumanna í 21 ár, eða síðan árið 1979, þegar Jody Scheckter vann titilinn síð- ast fyrir Ferrari. Þetta er þriðji heimsmeistaratitill Schumachers, en fyrri titla vann hann árin 1994 og 1995 með Benetton-liðinu, áður en hann gekk til liðs við Ferrari í árslok 1995. Sigur Schumachers á blautri Suzuka-brautinni í Japan var ör- uggur og var hann 1,8 sekúnd- um á undan Hakkinen, sem varð í öðru sætinu. I þriðja sæti varð David Coulthard, félagi Hakkinens hjá McLaren, rúmri Michael Schumacher og félag/ hans hjá Ferrari fagna meistaratitl- inum. Mika Hakkinen og David Coulthard ekki eins kátir. mínútu á eftir Schumacher og Ferrari-ökumaðurinn Rubens Barrichello í fjórða sætinu, vel á undan Jenson Button hjá Willi- ams, sem varð fimmti. Síðasta keppni tímabilsins fer fram í Malavsíu þann 22. októ- ber og þar þarf Ferrari-liðið að- eins þrjú stig til að tryggja sér heimsmeistaralitil keppnisliða. Stigastaða efstu ökumanna: 1. M. Schumacher 98 2. M. Hakkinen 86 3. D. Coulthard 67 4. R. Barrichello 58 5. R. Schumacher 24 Staðan efstu liða: 1. Ferrari 156 2. McLaren 143 3. Williams 36 4. Benetton 20 5. BAR 18 6. Jordan 17 Úrslit og staða Körfubolti MeistarakeDDni kvenna Úrslit: Keflavík - ÍS 71-51 1. deild karla Úrslit: ÍV - Ármann/Þróttur 62-77 Deildabikarinn (Kjörísbikarinn) Úrslit: Skallagrímur - Hamar 71-63 Hamar - Skallagrímur 90-77 (Hamar cífram og mætir KR.) ÍR - Keflavík 89-11 1 Keflavík - ÍR 84-81 (Kejlavík ájram og mætir Njarðvík.) Valur - Haukar 82-103 Haukar - Valur 84-89 (Haukar áfram og mæta Tindastóli.) KFI - Þór Ak. 86-83 Þór Ak. - KFÍ 75-63 (Þór áfram og mætir Grindvtk.) Snæfell - Tindastóll 56-125 Tindastóll - Snæfell 111-54 (Tindast. áfram og mætir Haukum.) IA - UMFN 67-140 UMFN - ÍA 129-80 (Njarðvík cifram og mætir Keflavík.) Þór Þorl. - UMFG 89-125 UMFG - Þór Þorl. 143-97 (Grindavtk áfram og mætir ÞórAli.) Stjarnan - KR 83-106 KR - Stjarnan 84-51 (KR áfram mætir Hamri Handbolti Urvalsdeild karla Úrslit: ÍR - UMFA 29-28 HK - Fram 19-30 Breiðablik - KA 20-30 Stjarnan - Haukar 26-31 Valur - ÍBV 31-30 FH - Grótta KR 29-21 Staðan: Haukar 3 3 0 0 104:72 6 Fram 3 3 0 0 78:57 6 ÍBV 3 2 0 l 91:67 4 KA 3 2 0 1 74:66 4 Valur 3 2 0 1 83:76 4 Afturóld. 3 2 0 1 84:78 4 ÍR 3 2 0 1 70:74 4 FH 3 1 0 2 74:72 2 Grótta/KR 3 1 0 2 59:74 2 Stjarnan 3 0 0 3 70:81 0 HK 3 0 0 3 61:77 0 Breiðablik 3 0 0 3 55:109 0 Úrvalsdeild kvenna Úrslit: Grótta/KR - ÍR 30- 19 Víkingur - KA/Þór 22- 1 1 Valur - Stjarnan 12-: 17 Staðan: Haukar 3 3 0 0 91:67 6 Stjarnan 3 3 0 0 60:47 6 Grótta/KR 3 2 0 1 79:55 4 ÍBV 3 2 0 1 62:58 4 Fram 3 2 0 1 73:72 4 Víkingur 3 1 0 2 67:63 2 FH 3 1 0 2 75:78 2 Valur 3 1 0 2 43:54 2 ÍR 3 0 0 3 47:70 0 KA/Þór 3 0 0 3 5 1:84 0 Blak 1. deild karla Úrslit: ÍS - KA 3-0 (25-18, 26-24, 2\ 5-18) ÍS - KA 3 1-1 (25-16, 25-14, 18-25, 25-19) 1. deild kvenna Úrslit: ÍS - KA 3-0 (28-26, 25-22, 25-20) ÍS - KA 3-0 (25-15, 25-16, 25-23)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.