Dagur - 10.10.2000, Blaðsíða 19

Dagur - 10.10.2000, Blaðsíða 19
Akureyri-Norðurland I’RIDJIJDAG 11U 10. OKTOBER 2000 - 19 Nýir strætisvagn- ar til Akureyrar Um helgina var kynnt- ur nýr lkarus strætis- vagn í strætisvagna- flotann á Akueyri, en um skeið hefur verið í undirbúningi gagnger endurnýjun á strætis- vagnaflota bæjarins. Akvörðun þar að lút- andi var tekin í lok síð- asta árs og eftir ítar- lega skoðun og útboð var ákveðið að semja við Ikarus-verksmiðj- urnar í Ungverjalandi um kaup á þrem nýjum vögnum. Sá fyrsti er nú kominn til bæjar- ins, von er á þeim næsta í Iok nóvember nk. og þriðji vagninn bætist í flotann síðla árs 2001. Að sögn Stefáns Baldurssonar forstöðumanns SVA voru Ikarusvagnarnir Iangódýrastir í útboð- inu og lætur nærri að miðað við suma aðra bíla fái bærinn þriðja bílinn frían. Hver vagn kostaði tæpar 10 milljónir króna. Vagnarnir sem um ræðir eru af nýrri gerð strætisvagna, þeir fyrstu slíkir sem koma hingað til lands. Þeir eru talsvert minni en þeir vagnar sem SVA hefur notað til þessa, 8 metra Iangir í stað 1 1 metra, og taka 44 farþega. Meðal þess sem vinnst við að nota minni vagna er að þeir eru liprari og þægi- legri í umferð, sparneytnari og Nýji vagninn var kynntur á iaugardag. menga þ.a.I. minna. Þá verður rekstrarkostnaður lægri. „Svo eru þetta náttúrulega nýir vagnar sem maður reiknar með að muni bila minna og þar ætti að koma fram talsverður sparn- aður,“ segir Stefán. SVA seldi einn strætisvagn fyrr á þessu ári en mun áfram eiga hina eldri vagnana sem varabíla og til að nota þegar álag er mikið. Traust og góð framleiðsla Stefán Baldursson, segir eðli- Iegt að einhverjir setji spurn- ingamerki við að kaupa Ikarus- vagna. Reykjavíkurborg notaði vagna með sama nafni á árum áður með misjöfnum árangri, en Stefán segir þessa nýju ekk- ert eiga sameiginlegt með þeim eldri nema nafnið. „Verksmiðj- urnar hafa getið sér afar gott orð á undanförnum árum fyrir trausta og góða framleiðslu. T.d. nota Finnar mikið slíka vagna og Svíar einnig í nokkrum mæli. Vagn- arnir eru mjög vel smíðaðir, úr ryðfríu stáli og nýtískulegir í útliti. Einn meginkost- ur þeirra er að þú velur í þá þann búnað sem þú vilt. Við völdum í öllum tilfellum búnað sem við þekkjum og treystum. Þannig eru vélarnar frá Bens, skiptingarnar eru bandarískar frá Alli- son, rafkerfið frá Boss og Ijósin frá Hella,“ segir Stefán. Engar breytingar á leiðakerfi Sem fyrr segir er búið að semja um kaup á þrem vögnum og kem- ur sá síðasti til lands- ins í lok næsta árs. Þá segir Stefán að komin verði ákveðin reynsla á þessa nýju vagna og hægt að taka ákvörðun um framhaldið. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á meginleiðakerfi SVA þótt nýju vagnarnir komi en nýtt Ieiða- kerfi SVA tók gildi um síðustu áramót. Hið nýja Teigahverfi sem nú er t byggingu bætist þó inn í leiðakerfið á næsta ári. Þess má loks geta að um þessar mundir fagna Strætisvagnar Akureyrar 20 ára afmæli sínu og samhliða komu nýja vagns- ins er kynnt nýtt útlit á vögnum SVA. — Ný brú á Fnjóská var tekin í notkun í síðasta mánuði. Hún mun stytta og auðvelda Grenvíkingum akstur til Akureyrar, en aðkoma að gömlu brúnni ofar við ána var stundum torveld sökum snjóa. Tilboð Verktakans, Arnarfells, hljóðaði upp á 134 milljónir króna en vegalagning að henni var á vegum Hér- aðsverks, sem bauð 60 milljónir í verkið, en einhver aukakostnaður bætist við báða verkþætti. Á Norðurlandi eystra er enn unnið við nýbyggingu vegar á Tjörnesi, og á Mývatnsöræfum verður unnið meðan veður leyfir en þar er um tveggja ára verk að ræða. mynd: gg Líleyris sjóðimir sameinast Vonir eru bundn- ar við að niður- staða fáist í þess- um mánuði í við- ræðum um sam- einingu Lífeyris- sjóðs Norður- lands og Lífeyris- sjóðs Norður- lands vestra, en unnið hefur veriö Arnórsson. að þessu máli um nokkurn tíma. I síðarnefnda sjóðnum eru lífeyrissjóðir verka- lýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, Oldunnar á Sauðárkróki og félag- anna á Skagaströnd, Hólmavík og Drangsnesi. Ef sameiningin gengur eftir aukast eignir Lífeyr- issjóðs Norðurlands um 3 millj- arða og verða 23 milljarðar. Sjóð- urinn er einn af stærstu lífeyris- sjóðum landsins. Sjóðsfélagar ráða Kári Arnórsson framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands segist ekki sjá neitt í fljótu bragði sem ætti að koma f veg fyrir að sameining sjóðanna gangi ekki eftir. Hann segist vonast til að sameiningin verði samþykkt í stjórnum sjóðanna í þessum mánuði. I framhaldi af því verður samrunasamningurinn lagður lýrir Fjármálaeftirlitið. Ef eftirlit- ið gerir engar athugasemdir við samninginn verður hann borinn upp á fundum með sjóðsfélögum. Stefnt er að því að koma þeim fundum á fyrir 10. nóvember n.k. sem hafa endanlagt ákvörðunar- vald í málinu. Þótt sameiningin gangi eftir er ekki gert ráð fyrir að kosið verði lil nýrrar stjómar í Líf- eyrissjóði Norðurlands fyrr en á aðalfundi sjóðsins sem haldinn verður í apríl næstkomandi. Öflugri sjóður Björn Snæbjörnsson stjórnarfor- maður Lífeyrissjóðs Norðurlands segir að tilgangurinn með þessu sé að gera sjóðinn öflugri og hag- kvæmari með hagsmuni félags- manna í huga. Athygli vekur að Verkalýðsfélagið á Hólmavík á að- ild að Alþýðusambandi Vestfjarða þar sem formaður félagsins er stjórnarmaður í því. Björn segir að það eigi eftir að koma í Ijós hvort Strandamenn vilja áfram vera í samstarfi með félögunum á Norðurlandi eða einhvers staðar annars staðar. -GRH KjúktLnga - staða rædd Bæjarráð Dalvíkurbyggðar fjallaði sl. fimmtudag um þá stöðu sem komin cr upp í bæjarfélaginu vegna samþykktar bæjarstjórnar frá því í júlímánuði að heimila byggingu kjúklingabús og slátur- húss Islandsfugls á staðnum. Engin ákvörðun var tekin um málið á fundinum og er það áfram í skoðum. Þetta mál er mjög umtalað í byggðarlaginu þessa dagana. Ymsir hafa verið til þess að gagn- rýna að staðsetning kjúklingaeld- ishúss í landi Ytra-Holts er í næsta nágrenni við eitl stærsta hesthús landsins. Hestar séu miklir smitherar og eins séu þeir mjög viðkvæmir lyrir smiti. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.