Dagur - 10.10.2000, Side 21

Dagur - 10.10.2000, Side 21
ÞRIDJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 - 21 Tindastóll og Þór áfram í Þór gegn HauKum og TindastóU gegn Val í úrvalsdeildinni á fimmtudag. Deildarbikarkeppnin í körfuknattleik karla, sem nú heitir Kjörísbikarkeppnin, hófst í lok síðustu viku. Tindastóll á Sauðárkróki lék gegn Snæfelli frá Stykkishólmi, sem leikur í 1. deildinni, og vann stórsigur í báðum leikjum. Fyrri leikinn vann Tindastóll 124-53 og voru þar bestir Kristinn Friðriksson með 20 stig og Shawn Myers og Adonis Pomonis báðir með 17 stig. Seinni leikurinn, sem fram fór í „Krókódflasýkinu“ á Sauð- árkróki, var einnig einstefna og endaði 111-54. Hólmararnir rísbikar stóðu nokkuð í heimamönnum framan af Ieiknum en þegar á leið kom getu, og að því er virð- ist úthaldsmunurinn, í ljós og Stólarnir sigldu hraðbyri framúr. Tindastóll fær Haukana í næstu umferð Kjörísbikarsins og leikur fyrst heima. Leikirnir fara fram 19. og 21. okt. Það verður erlið- ari viðureign, en Haukarnir slógu Valsmenn út samanlagt, en Valur vann síðari leik liðanna. Þórsarar fóru erfiðari leið áfram í deildarbikarnum en Tindastóll. Þeir mætlu Isfirðing- um og lyrri leik liðanna unnu Is- firðingarnir 86-83. Síðari leikinn unnu Þórsarar 75-63 og því samanlagt 158-149 og komast því áfram. Þeir leika gegn Grind- víkingum í næstu umferð deild- arbikarsins og eiga heimaleikinn fyrst á fimmtudag f næstu viku. Stigahæstir í báðum Ieikjum, og bestir í annars nokkuð jöfnu liði Þórs, voru þeir Oðinn Asgeirs- son, Clifton Bush og Einar Aðal- steinsson. I báðum Ieikjunum náðu Þórsarar 12 stiga forystu í fyrsta Ieikhluta. I síðari Ieiknum hélst sú forysta út allan leikinn en í fyrri leiknum fyrir vestan sigu heimamenn fram úr í fjórða Ieikhluta þar sem Þórsarar voru of værukærir, reiknuðu með að sigurinn væri í höfn. Norðanliðin hafa byrjað mjög ásættanlega í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Þór hefur unnið báða sína leiki, gegn KFI og Skallagrími og mætir Haukum á fimmtudag í íþróttahöllinni á Akureyri en Tindastóll hefur unnið Njarðvík en tapað fyrir Grindavík og mætir Val heima á fimmtudaginn. - GG KA vann Blika KA vann Breiðablik með 10 marka mun, 30-20, í leik liðanna í úrvalsdeildinni í hand- knattleik sl. laugardag. I hálfleik var staðan 14-10 fyrir KA. Leik- urinnn var hins vegar hrútleiðinlegur og arfaslakur hjá báðum liðum. KA-Iiðið skorti alla einbeitningu og hafa leikmenn sjálf- sagt talið það formsat- riði að ljúka Ieiknum, sem það kannski var. KA leikur gegn Fram næsta föstudag og eiga einfaldlega ekki neinn möguleika ef þeir taka sig ekki saman í and- litinu fyrir þann leik og bæta markvörsluna, en Hörður Ólafsson varði aðeins 3 skot en Hans Hreinsson 11. Markahæstir voru Heimir Arnason með 6 mörk og Andreas Stelmokas með 5 mörk. -GG Hans Hreinsson varði 7 7 skot í leiknum gegn Blikum. BlaMið KA byrja mótin með tapi Blaklið KA spiluðu sína lyrstu leiki í 1. deildinni í blaki um helg- ina. Kvennalið félagsins tapaði í tvígang 3-0 fyrir liði IS og voru stelpurnar nokkuð frá sínu besta. Á föstudag fóru leikar 28-26, 25- 22 og 25-20 fyrir ÍS og á Iaugar- dag 25-15, 25-16 og 25-23. Næsti leikur kvennanna er gegn Stjömunni í KA-heimiIinu laug- ardaginn 28. október og strax á eftir leikur karlalið KA gegn Vík- ingi. Karlaliðið spilaði einnig gegn IS um helgina fyrir sunnan og tapaði báðum leikjum sínum, fyrst 3 - 0 og síðan 3 -1. Karlalið- ið kom töluvert á óvart í leikjun- um og stóð verulega í íslands- og bikarmeisturum IS en liðið er skipað ungum leikmönnum ásamt hinum nýja þjálfara liðins, Shailen Ramdoo, sem spilaði sína fyrstu leiki með félaginu. Á föstu- deginum fóru Ieikar 25-18, 26-24 og 25-18 en á Iaugardeginum 25- Shaiien Ramdoo, nýi blakþjálfarinn hjá KA. 16, 25-14, 18-25 og 25-19. -GG Markvörðurinn lokaði á KA/Þór KA/Þór skoraði að- eins 3 mörk í síðari hálfleik, sem var þó ekki það lakasta imi helgina því Valsstúlk- ur gerðu aðeins 2 mörk! Lið KA/Þórs í úrvalsdeild kvenna í handknattleik tapaði fyrir Vík- ingi 22-11 um helgina. Ekkert benti til þessa stórtaps f fyrri hálfleik því staðan í hálfleik var jöfn, 8-8! í síðari hálfleik voru útispilarar Víkings ekki að leika afgerandi betur en stöllur þeirra að norðan, en Helga Torfadóttir komst hins vegar á flug í marki Vfkings, varði alls 32 skot í Ieiknum, þar af 4 víti svo lánleysi KA/Þórs-stúlkna var nánast al- gjört og síðari hálfleikur endaði því 14-3 og leikurinn 22-1 1 fyrir Víking. Staðar var 11-11 þegar 17 mínútur voru eftir af leikn- um, og norðanstúlkur skoruðu því ekki mark eftir það. Það að skora ekki nema 3 mörk f einum hálfleik í meistaraflokki er þó ekki einsdæmi, jafnvel ekki um þessa helgi, því Valur var yfir 10- 6 í hálfleik gegn Stjörnunni f sömu deild en tapaði svo 18-12, þ.e. skoruðu ekki nema 2 mörk í síðari hálfleik. KA/Þórs-liðið er ungt og það er oft einkenni þeirra að missa trúna þegar ekki lengur nógu vel eins og var í byrjun seinni hálf- leiks, missa dampinn og þá skortir reynslubolta eins og Þór- unni Sigurðardóttur og Ingu Huld Pálsdóttur til þess að halda spilinu gangandi eins og var til staðar í liðinu á síðasta vetri þeg- ar svipuð staða kom upp. Ekki hefur enn fengist at- vinnuleyfi fyrir rússnesku val- kyrjurnar sem eru á leið til KA/Þórs, en þær eru báðar skytt- ur, nokkuð sem liðið vantar ber- sýnilega. Unnið er að því að Ieysa málið, en engar líkur eru lengur á því að þær nái að leika gcgn íslandsmeisturum Vest- mannaeyinga næsta laugardag í KA-heimilinu. -GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.