Dagur


Dagur - 26.10.2000, Qupperneq 2

Dagur - 26.10.2000, Qupperneq 2
2 - FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 FRÉTTIR SkijJiilagsleysi gerði konu ðnjóa Héraðsdómur telur að ófullkomið skipulag á fæðinga- og kvensjúkdómadeild hafi valdið stórskaða og sett konu úr barneign. Fj órðimgssjukraliúsið á Akureyri dæmt í héraðsdómi til greiðs- lu skaðabóta. Örlaga- saga konu sem fékk ranga meðhöndlun og er ófrjó af þeim sök- um. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri til að greiða konu á fertugsaldri tæpar 3 milljónir króna í skaðabætur auk dráttarvaxta og málskostnað- ar. Sérfræðingur á kvensjúk- dómadeild sem einnig var stefnt, fékk hins vegar sýknu hjá dómin- um. Konan fann til kviðverkja árið 1994 og var lögð inn á fæðinga- og kvensjúkdómadeild FSA vegna gruns um fósturlát. Sér- fræðingur í kvensjúkdómalækn- ingum gerði útskrap og var kon- an útskrifuð að tveimur dögum liðnum samkvæmt læknisráði. Skömmu síðar leitaði konan aft- ur til sama sérfræðings og taldi hann þá að konan hefði vöðva- hnúta í legi sem væru eðlilegir. Þrátt fyrir þetta segist konan hafa kvartað um vanlíðan og upplýst um viðvarandi kviðverki og smáblæðingar en ekkert hafi orðið af frekari rannsókn. Utanlegsfóstur Mánuði síðar kom í ljós að kon- an var þunguð. Þá var fram- kvæmd ný skröpun og konan send heim samdægurs. Nokkrum dögum síðar hafði konan enn samband við lækninn og tjáði honum að hún væri illa haldin af vanlíðan, svimatilfinn- ingu, kviðverkjum og blæðing- um. Læknirinn boðaði konuna til sín en ætlaði að sögn hennar að senda hana aftur heim að Iok- inni skoðun. Þá féll konan í yfir- lið og var í kjölfarið framkvæmd bráðaaðgerð, þar sem í ljós kom utanlegsfóstur í hægri eggjaleið- ara, alveg upp við leg. Eggjaleið- arinn var fjarlægður. Stórkostlegt gáleysi Nokkru síðar fór að bera á verkj- um og ýmsum vandamálum. Konan fékk taugaáfall og ekki batnaði líðan hennar þegar ann- ar kvensjúkdómasérfræðingur greindi bráða eggjaleiðarabólgu auk þess sem samvöxtur fannst milli ristils og afturhluta Iegsins. Konan taldi að vegna þess hve seint utanlegsfóstrið hefði upp- götvast hefðu orðið mun meiri skemmdir á æxlunarfærum hennar en ella. Hún getur ekki átt börn og taldi að læknirinn og FSA hefðu sýnt af sér „stórkost- legt gáleysi" og gerst sek um af- drifarík mistök við sjúkdóms- greiningu og meðhöndlun. Full bótaábyrgd Þessu mótmælti sjúkrahúsið og krafðist sýknu en dómurinn reyndist á bandi konunnar og segir: „Er það álit dómsins, að ófullkomið skipulag á fæðinga- og kvensjúkdómadeild stefnda FSA, m.a. skortur á upplýsinga- flæði innan stofnunarinnar milli lækna annars vegar og lækna og sjúklings hins vegar, hafi valdið því að ekki var gripið til viðeig- andi ráðstafana vegna alvarlegra veikinda stefnanda... Telur dóm- urinn yfirgnæfandi lýkur standa til þess, að ef brugðist hefði ver- ið við á réttan hátt... hefði mátt koma í veg fyrir tjón stefnanda. Ber stefnda, FSA, því fulla bóta- ábyrgð á tjóni stefnanda. Dóminn kvað upp Freyr Ófeigsson dómstjóri ásamt með- dómsmönnunum Asgeiri Pétri Asgeirssyni héraðsdómara, og Karli Ólafssyni, sérfræðingi í kvensjúkdóma- og krabbameins- lækningum. -BÞ Símaútboð hugsanlegt Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segir að sér finnist vel athugandi að skoða hvort rétt sé fyrir bæinn að leita útboða í símaviðskipti bæjarins. Bæjarstjórinn segir þó að engin vinna sé hafin í þessum efnum og málið hafi ekki verið kynnt með neinum hætti útávið. Hins vegar hafi orðið örar breytingar á fjarskiptamarkaðnum á skömmum tíma og eðlilegt sé að bregðast við breyttum aðstæð- um. „Það er tiltölulega skammt síðan að við fengum virka sam- keppni á þessu sviði hér fyrir norðan en mér finnst þetta koma vel til álita. Eg minni á að útboðsstefna bæjarins er skýr og núna síðast höfum við nýtt okk- ar þessa möguleika í tölvuþjón- ustunni," segir Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri. bþ Taliimlátiim en birtíst óvænt „Við hittumst öll fyrst í gær (þriðjudag) og það hefur enn ekkert komið til tals innan tjöl- skyldunnar hvað hann var að gera öll þessi ár,“ segir Isleifur Halldórsson fyrrverandi læknir í samtaii við Dag, en 38 ára sonur hans, Halldór Heimir Isleifsson, er óvænt kominn í leitirnar og til landsins í faðm fjölskyldunnar, eftir að hafa horfið sporlaust í Bandarfkjunum fyrir rúmum 12 árum. Aðspurður segir Isfeifur að sonur sinn sé að því er virðist við góða heilsu og vel útlítandi. Ekki fékkst í gær samtal við Halldór Heimi, sem dvelst hjá systur sinni í Arbæ. Hann hélt í hagfræðinám í Texas, en eftir því sem næst verður komist hvarf hann sporlaust að öðru Ieyti en því að bíll hans fannst yfirgefinn á afskekktum stað. Var hann fljótlcga talinn af og afskráður úr þjóðskrá. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa fjölskyldumeðlimir í tvígang haldið vestur til að bera kennsl á lík sem svöruðu til út- Jitslýsingar Halldórs, en reyndin var önnur. Töldu menn líklegast að Halldór hefði verið myrtur eða að hann hefði gengið til Iiðs við sértrúarsöfnuð, en alténd hafði hann ekkert samband við fjölskyldu sína í þessi rúmu 12 ár, þótt sprelllifandi væri. Þegar Dagur reyndi að ná tali af Halldóri Heimi í gær var greint frá því að ekkert væri um málið að segja að svo stöddu en að von væri á fréttayfirlýsingu í dag, fimmtudag. - FÞG 2000 íbúðir stríkaðar út íbúðalánasjóður virðist hafa tek- ið við aumara búi en ýmsir mættu ætla, því eignir sjóðanna sem hann yfir tók voru færðar niður um 15,5 milljarða - eða sem nemur verðmæti næstum 2.000 íbúða, væri miðað við tæp- Iega 8 milljóna króna meðalverð, sem er t.d. miklu fleiri íbúðir heldur en byggðar hafa verið ár- Iega í landinu í áratugi, eða síðan um Vestmannaeyjagos. í annan stað má líta á þessi útstrikuðu 2.000 íbúðaverð - sem fyrst og fremst munu hjá Byggingarsjóði verkamanna - í Ijósi þess að þær samsvara hátt í fimmtungi allra félagslegra íbúða sem sjóðurinn Eignir færðar niður um 15,5 milljaröa. iánaði til, sem munu nærri 1 I þúsund. I tilefni þess að Ibúðalánasjóð- ur tók á síðasta ári við eignum og skuldum og skuldbindingum Byggingarsjóðs ríkisins, Bygging- arsjóðs verkamanna og Hús- bréfadeildar voru eignir þeira og skuldir metnar af sérstakri mats- nefnd sem skipuð var til verks- ins. Að því mati Ioknu, m.a. nú- virðingu á eignum sjóðanna, komst nefndin að þeirri niður- stöðu að lækka bæri eiginfjár- stöðu sjóðanna í árslok 1998 um 15,5 milljarða króna. Stofnfé hins nýja Ibúðalánasjóðs var því ákveðið aðeins 5,5 milljarðar króna og óráðstafað eigið fé 1,4 milljarðar, segir í endurskoðun- arskýrslu Ríkisendurskoðunar. í árslok 1999 er eigið fé íbúða- lánasjóðs 7,6 milljarðar sam- kvæmt skýrslunni. -HEl úr eigin vasa I úttekt sem SamfylkJngin f Hafnarfirði lét taka saman kemur fram að með auðveld- um hætti megi finna lausn á húsnæðisvandamálum Lækj- arskóla, með nýbyggingum og endurbótum, í stað þess að leggja allt svæðið við Hörðuvelli og Sólvang undir byggingu skólamannvirkja, eins og meirihlutinn áformar. „Kjarni málsins er sá að við höfum sýnt fram á að það er til annar raunhæfur kostur til í stöðunni varðandi ein- setningu Lækjarskóla en sá að fórna Hörðuvallasvæðinu. Málflutningur meirihlutans í þá veru stenst einfaldlega ekki. Við óskuðum ítrekað eftir þvf í bæjarráði að bærinn léti gera úttekt á möguleikunum á stækkun Lækjarskóla, en því var alltaf hafnað og við í Samfylkingurtni ákváðum því að kosta slíka úttekt sjálfir. Við teljum að þetta sem þarna kemur fram sé mun hagkvæmari, ódýrari og skynsamlegri leið, auk þess sem það tryggir að áfram sé hægt að nýta Hörðuvallasvæðið undir heilsugæslu og öldrunarþjónustu, eins og háværar kröfur eru um,“ segir Lúðvík Geirsson bæjarfulltrúi minnihlutans um málið. - FÞG Samheríi kaupir nótaveiðiskip Samherji hf. nefur gengið frá kaupum á nótaveiðiskipinu Jóni Sig- urðssyni af EM Shipping en félagið er dótturfélag Framherja Spf. í Færeyjum sem Samherji á hlut í. Ilið nýja skip fær einkennisstafina GK-1 10 og verður gert út frá Grindavík. Jón Sigurðsson sem áður var í eigu Samherja hf.(FiskimjöIs og Lýsis) var seldur til færeyska félags- ins á haustdögum 1997. Skipið var smíðað í Noregi 1978, er með 3.300 hestafla vél og ber 860 tonn. Kaupverð skipsins er nálægt 300 milljónum íslenskra króna. Úttekt

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.