Dagur - 26.10.2000, Side 4

Dagur - 26.10.2000, Side 4
4 — FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 FRÉTTIR Skridur er aö komast á má/efni samgöngu- og þjónustumiöstöövar við Reykiavíkurflugvöll en hún veröur trú/ega staðsett í nágrenni Loftleiðahótelsins. Ný flug- og bflastöð nærríN authólsvík Samgönguráðherra undir býr byggingu mfldllar samgöngu- og þjónustu- miðstöðvar út undir Naut- hólsvík, einkumfyrir flug og langferðabfla. Samgönguráðherra hefur skipað nefnd til að undirbúa byggingu samgöngu- og þjónustumiðstöðvar við Reykjavíkur- flugvöll. Nefndinni er falið að fara rækilega yfir hugsanlega notkun mið- stöðvarinnar, þar sem ekki síst verði kannaðir möguleikar á að þar verði skapaðar aðstæður fyrir afgreiðslu Iangferðabíla og þjónustu við flugið. Nefndinni er einnig falið að gera tillög- ur um möguleika á samstarfi ríkis og einkaaðila við byggingu miðstöðvarinn- ar. 1 flugáætlun er gert ráð fyrir 15 milljónum til undirbúnings þessa verk- efnis á árunum 2000 og 2001. í deiliskipulagi að flugvellinum er mið- stöðinni ætlaður staður í nágrenni við flugskýli Landhelgisgæslunnar, ekki langt frá Loftleiðahótelinu, en þó nær Nauðhólsvík. FRÉTTAVIÐTALIÐ Fjölnota hús Þetta hlýtur að vekja þá spurningu hvort ekki sé með þessu verið að festa endurgerðan Reykjavíkurflugvöll í sessi til Iangrar framtíðar. „Nei, það er ekki verið að segja að fyrst þetta hús verði byggt þá verði flugvöllur þarna um aldur og ævi. Nefndin fær það sem skýrt veganesti að þetta á að vera fjöl- nota hús, sem bæði er verið að hugsa og hanna þannig að það geti þjónað nýjum tilgangi ef flugvellinum verður lokað,“ svaraði Jakob Falur Garðarsson aðstoðarmaður samgönguráðherra. Flugmálastjórn myndi aðeins koma til með að leigja hluta í þessu húsi, en aðrir eiga það. Um stærð hússins eða hugsanlegan kostnað sagði hann enn allt óráðið. Einhaframkvæmd Spurður nánar um hugsanlegt eignar- hald svaraði Jakob Falur: „Það verður lagt af stað með það, að þetta verði byggt í einkaframkvæmd. Ríkið ætlar ekki að eiga þetta hús.“ Hver sem er geti boðist til að byggja húsið, gegn því að Flugmálastjórn fái leigða þar að- stöðu fyrir starfsemi sína. Flugfélögin myndu síðan væntanlega leigja eða kaupa sér rými og sömuleiðis BSI, auk þess sem leigubílar og strætisvagnar fengju þar væntanlega einnig aðstöðu, og hver sem vera vill. Það mætti þess vegna sjá þarna fyrir sér verslanir, veit- ingahús ásamt ýmissi annarri þjón- ustu fyrir ferðamenn. Ný flugstöð forsendan Leifur Magnússon er formaður nefnd- arinnar og með honum Páll Olafsson verkfræðingur, Aslaug Alfreðsdóttir hótelstjóri, borgarfulltrúarnir Árni Þór Sigurðsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristján Jónsson framkv.stj. og Guð- mundur Ólafsson stjórnsýslufræðing- ur. I minnisblaði til nefndarinnar er bent á að óformlegur samráðshópur fulltrúa; ráðuneyta, flugmálastjóra og Borgarskipulags hafi komist að þeirri niðurstöðu „að ný flugstöð er forsenda allrar frekari notkunar á flugvallar- svæðinu." I dag séu starfræktar 3-4 flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, sem flestar ef ekki allar bjóði upp á óviðun- andi aðstæður bæði (ýrir fyrirtæki og farþega. - HEI Sérstaka athygli vakti í pottinuin að að þrfr ráð- herrar báru til baka f Dcgi í gær fréttir um að búið væri aö ná sainkoniulagi í símamálinu og að frumvarii væri í raun tilbúið ]tó ckki væri búiö að leggja það fram. í pottinum hafa menn engu að síöur sniar efasemdir um að sainkomulagið sé ckki til staðar þrátt iyrir öll ólíkindalætin, en á því sviði fer Sturla Böðvarsson fremstur í flokki. í því sambandi er bent á þá áher- slu sem ráðherrarnn lcggur á aö málið sé enn í einkavæðingarnefnd, og ekki formlega komiö bm á borð ráðherra. Benda menn á aö það væri með ólíkindum ef einkavæðingarnefndarnienn væru ekki beintengdir við ráðherrana... Sturla Böðvarsson. Pottverjum þótti merkilegt and- rúinsloftið viö setningu BSRB þingsins í Bíóborginni í gær en aug- ljóslega var mikill baráttuandi í for- ustu samtakanna og raunar fleir- uin. Hins vegar var gcstur fundarnis sjálfur Geir Haarde og þóttust sum- ir sjá að fjánnálaráðherrann yrði bálfráðvilltur á svip og efins um þessa samkomu þegar lúðrasveit- in byrjaði að leika Intemationalinn, alþjóðasöng verkalýðsins. Emn pottverjinn sem fylgdist með fullyrti að þetta hafi verið blanda sem augljóslega átti ekki saman, Geir Haarde og Nallinn!.. Geir Haarde. í heita pottinum varð nokkur um- ræða í gær um ummæli Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómamia- félags Reykjavíkur um að áfengis- smygl farmanna væri léttvægt. Við- horf hans til áfengissmygls hjá far- mönnum þykir endurspegla dálítið stöðuna eins og hún hefur verið lengi og telja pottverjar að fáir skipverjar fengjust hvítþvegnir af þessari umdeildu iðju, háir sem lágir. Þannig var m.a. staðhæft að þegar upp komst uin um fangsinikið smygl í einu millilandaskipinu ekki alls fyrir löngu heföu það ekki síst verið yfirmenn hjá útgerðinni V Jónas Garðarsson Magnea Guómundsdóttir á Flateyri Fimm áreru liðin í dagfrá því að mikið snjóflóðféll úr Skollahvilft ofan Flateyraren flóðiðsvipti 20 manns lífinu. Magnea varþá oddviti Flat- eyrarhrepps. Of lítiö stnnt eftir snjóflóðið „Það tókst ákaflega vel til um uppbygg- ingu varnargarðanna, og það ber að þakka það. Einnig ber að nefna byggingu leikskóla sem Færeyingar áttu stærstan hlut í. Að öðru leyti hefur ekki verið staðið nógu vel við bakið á þessari byggð þrátt fýrir Ioforð sem gefin voru þar að lútandi af hálfu stjórnvalda almennt. Þessu samfélagi hefur lítið verið sinnt að mínu mati en fólk hér á Flateyri hefur verið ákaflega duglegt að hjál- pa sér sjálft, og verið ákveðið í að standa sig, en það hefur vissulega verið erfitt." - Hvað hefðir þú viljað sjá gert strax sem ekki hefur verið komið enn tframkvæmd? “Uppbygging innan samfélagsins hefur verið mjög lftil, s.s. í umhverfismálum. Þar má nefna að í gatnagerð hefur ekkert verið gert. Það sér hver maður sem hingað kem- ur. Það er mikið að gerast kringum höfnina þar sem var orðið ansi dauft um að litast á tímabili. Þar eru ungir menn með smábáta og fiskverkun tengdri þeim. Flateyri er þorp sem lifir á sjávarútvegi og lífið kringum hann er á uppleið. Fiskvinnslan Kambur sem tók sig út úr Básafelli, hefur gengið mjög vel og var það styrkur fyrir byggðarlag- ið að sú starfsemi kom aftur „heim“. Mikil gróska er í útgerð og eru margir duglegir einstaklingar þar á ferð, ef svo væri ekki veit ég ekki hvernig ástandið væri.“ - Hver er staðan t húsnæðismálum? “Það var skortur á húsnæði og enn standa íbúðir frá íbúðalánasjóði auðar þar sem þær fengust ekki leigðar, en sú pólitíska ákvörð- un var tekin að leigja þær ekki. Þegar slíkt er gert er það ekkert annað en höft á upp- byggingu. Eg get ímyndað mér að þetta hafi Ieitt til þess að íbúatalan hér er lægri í dag en hún annars hefði getað orðið. Alltof seint gekk að Ijúka málum hjá mörgum einstak- lingum sem urðu fyrir tjóni og hafði það slæmar afleiðingar í för með sér sem m.a. olli þeim miklu Qárhagstjóni, svo ekki sé tal- að um líðan fólksins. - Umræðan um Önundarfjörð hefur sturdum verið neikvæð og umræðan um jyrrverandi sóknarprest hefur kannski ekki hætt um betur t þeitn efnum. Skaðaði sú umræða í ratin? “Það skaðar alltaf samfélag ef neikvæð umræða er um það í þjóðfélaginu." - Hvemig horfir framltðin við þér i dag. Ertu búin að gefasl upp á þvt að stjómvöld statidi við gefin loforð, þótt seint sé? “Eg er alls ekki á því að gefast upp á því að bíða eftir efndum loforða. Eg trúi því ekki að það hafi ekki staðið til að standa við gefin loforð sem voru gefin strax í fyrstu viku eftir snjóflóðið og einnig loforð sem gefin voru af bæjaryfirvöldum sem síðan tóku við okkur hér á Flateyri. Eg vil ekki trúa því að mönnum hafi gengið það eitt til að vera á ferðinni með einhver svik. En íýr- ir mér horfir það þannig, að menn hafa bent hvor á annan í þessum efnum. En fimm ár er mjög langur biðtfmi, og tími sem hefur sært marga og ekki létt þeim róðurinn sem hafa átt um sárt að binda. Ekki er laust við að fólki finnist það hafa verið niðurlægt. Það er erfitt að fá gesti f heimsókn ,og þurfa að verja hvers vegna umhverfið er eins og raun ber vitni og hvers vegna hitt og þetta er ekki framkvæmt. Endurreisnarstarf var haf- ið með uppbyggingu varnargarða, uppbygg- ingin innan þeirra er nauðsynleg svo hún megi skila sér aftur inn í þjóðfélagið." - GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.