Dagur - 26.10.2000, Page 5

Dagur - 26.10.2000, Page 5
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 - S FRÉTTIR Vill fá hagfræði- stofnim alþýðu Formaður BSRB for- dæmdi fagnaðarerindi peningahyggjunnar. Vill hagfræðistofnun launafólks. Fjármála- ráðherra kallaði á hófsemi. I setningaræðu sinni við upphaf 39. þings BSRB í gær gagnrýndi Ogmundur Jónasson formaður bandalagsins einkavæðingar- stefnu ríkisstjórnarinnar harð- lega, að Geir Haarde fjármála- ráðherra viðstöddum. Ögmund- ur kallaði einnig á uppsetningu hagfræðistofnunar launafólks gegn „fagnaðarerindi peninga- hyggjunnar". Fjölmenni var við setninguna, sem hófst á því að Internationalinn var leikinn. „Eg hef talað fyrir því að verka- lýðshreyfingin - öll samtök launafólks í landinu - sameinist um öfluga hagfræðistofnun sem hafi það verkefni að sjá okkur fyrir upplýsingum og stuðla þan- nig að vandaðri, upplýstri og þarafleiðandi lýðræðislegri þjóð- félagsumræðu. Þær stofnanir sem samfélagið hefur komið á fót, Seðlabanki og Þjóðhags- stofnun, hafa ekki reynst þessum vanda vaxnar og talsmenn þeirra hafa oftar cn ekki tekið undir í þeim kór frjálshyggjumanna úr peningastofnunum landsins sem í vaxandi mæli eru leiddir fram á viillinn til þess að tala kjarkinn úr launaþjóðinni og boða fagn- aðarerindi peningahyggjunnar," segir Ögmundur. Varað við einkavæðingu Ogmundur varaði sterklega \dð einkavæðingu innan velferðar- kerfisins og alþjóðavæðingu fjár- magnsins og ákallaði þingfull- trúa um að tryggja samfélag jafn- aðar og samhjálpar. Ögmundur tók dæmi af danska fyrirtækinu ISS, sem væri að reyna að hasla sér völl hér á landi í samstarfi við Securitas á sviði ræstinga. „Við vildum forvitnast um þennan nýja landnema og slóg- um upp á fyrirtækinu á upplýs- inganeti hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar. Þar kom fram að þetta fyrirtæki sem nú hugsar gott til glóðarinnar á Is- landi sver sig mjög í ætt við önn- ur fjölþjóðleg fyrirtæki sem sér- hæfa sig í opinberri þjónustu sem er boðin út, einkavædd eða sett í einkaframkvæmd," segir Ögmundur og bætir við að alls- staðar þar sem þessi fyrirtæki hafa komið við sögu hafi þau sætt gagnrýni fyrir að vanrækja skjólstæðinga sína „hvort sem er á elliheimilum eða öðrum vel- ferðarstofnunum", enda mark- miðið að lágmarka kostnað en hámarka gróða. Sígandi lukka best Geir Haarde flutti stutta tölu við setningu þingsins. Hann fagnaði nýgerðu samkomulagi um rétt- indamál og varaði efnislega \ið græðgi í komandi kjarasamning- um. „Sígandi lukka er best og reynist launamanninum drýgst,“ sagði Geir. Geir Iagði fram óbeint tilboð um „félagsmálapakka" í stað mikilla launahækkana og nefndi í því sambandi aukinn hlut dag- vinnu í heildarlaunum, sí- og starfsmenntun, sveigjanlegri vinnutíma og tryggari stöðu trúnaðarmanna. - FÞG Sturla fékk síma Fulltrúar Símans og Martels ehf. (Globalstar Atlantic) afhentu Sturlu Böðvarssyni samgöngu- ráðherra nýverið Ericsson R290- farsíma. Síminn er þeim eigin- leikum gæddur að vera bæði gervihnattasími, sem virkar í kerfi Globalstar, og GSM-sími. R290 skilar þannig góðu sam- bandi bæði sem GSM-sími og gervihnattasími á þjónustusvæði Globalstar. Þegar notandinn er innan þjónustusvæðis Símans GSM tengist síminn yfir land- stöðvar en utan þjónustusvæðis, t.d úti á sjó cða uppi á jöklum, tekur gervihnattakerfið sjálfvirkt við. Það sama á við ef notandi er staddur í landi þar sem engin GSM-þjónusta er í boði, þá er skipt yfir á gervihnettina. Samkvæml reikisamningi Sfmans GSM og Martels öðlast viðskiptavinir Símans aðgang að fjarskiptakerfi Globalstar, sem veita mun þjónustu í yfir 120 löndum. Sameiniiig fvrír ársloK Höfuðstöðvar land- vinnslu Samherja fly- tja til Dalvikur og þar verður staðsett út- gerðarstjóm á fersk- fiskskipuuum. Kaupfélag Eyfirðinga og og Sam- herji hafa gert með sér sam- komulag í tengslum við samning um skipti á hlutabréfum í BGB- Snæfelli og Samherja. I sam- komulaginu felst að stefnt skuli að sameiningu BGB-Snæfells og Samherja fyrir árslok. Núverandi hluthafar BGB-Snæfells munu eignast 26% í Samherja. Stærsti einstaki hluthafi í hinu samein- aða félagi verður KEA með um 17% hlut að verðmæti um 3 milljarða króna, en síðan koma Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja og Kristján Vil- helmsson framkvæmdastjóri út- gerðarsviðs. Velta hins samein- aða félags á ársgrundvelli verður 1 i til 12 milljarðar króna, starfs- mannafjöldi um 1.040, þar af um 740 hérlendis. Skipum fækkar Boðað verður til hluthafafundar í Samhcrja innan 14 daga og þar verður heildarhlutafé aukið úr 1.374 milljónum króna í 1.857 milljónir króna. KEA mun fá einn mann í stjórn og annan í varastjórn. Samkomulag er um að höfuðstöðvar landvinnslu Samherja flytjist til Dalvíkur- byggðar og að þar verði staðsett útgerðarstjórn á ferskfiskiskipum BGB-Snæfclls og Samherja. Að- ilar eru sammála um að viðhalda öflugri landvánnslu f Dalvíkur- byggð og að nýta ný tækifæri s.s. í laxeldi og þurrkun á fiski til að treysta þá starfsemi enn frekar. Fyrir liggur sú stefnumörkun stjórnar BGB-Snæfells að fækka skipum í rekstri með sölu á frystiskipum þess. Samherji mun try'ggja að sameining BGB-Snæ- fells og Samherja sem slík muni ekki leiða til fækkunar sjómanns- starfa í Dalvíkurbyggð. Ekld borgaxamál? Starfsmönnum hins nýja sam- einaða fyrirtækis verður til- kynnt nánar um sameininguna og þær breytingar sem eru framundan í byrjun næstu viku. Félagsmenn KEA í Dalvíkur- byggð hafa óskað eftir að málið verði kynnt þar, og verður það gert. Finnbogi Jónsson, stjórn- arformaður Samherja, sagði að það hefði vantað þann lið í starfsemi Samherja sem væri öllug Iandvinnsla, og það væri að koma nú. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, sagði aðspurður um hvort boðað yrði til borgarafundar um málið að þetta snerti fyrst og fremst starfsfólkið. - GG Síld fimdin á Breiðafirði Fimm bátar eru nú við síldveiðar um 30 mílur vestur af Öndverðarnesi og á Breiðafirði. Grindvíkingur GK fékk um 30 tonn á þriðju- dagskvöld í blíðuveðri og var í gær að Ieita á Breiðafirði ásamt Júpíter ÞH, Antares VE, Há- koni ÞH og Oddeyrinni EA. Aðrir hafa verið að fá allt að 100 tonnum í þremur köstum. „Síldin hefur verið svolítið blönduð, ágæt síld en ekki nein gullsíld, og betri síld en hefur ver- ið að fást út af Hornafirði og Borgarfirði eystra. Ég reikna með að þessi síld fari í bræðslu en ekki til vinnslu. Það er markaður erlend- is fyrir síld sem er unnin til manneldis. Við höfum verið á síldveiðum austur af Borgarfirði og landað á Vopnafirði, og gengið mjög vel, en síldin var horfin þaðan þar til í nótt að einhverjir bátar voru að fá þar síld. En veðurspá fyrir helgina lofar ekki góðu en vonandi er að þetta gjósi upp aftur eftir helgina og hér verði að finna nóg af síld,“ segir Gunnar Arnbjörnsson, stýrimaður á Grindvíkingi. -GG Kyrrðarstimd í Flat eyr arkirkj u Kyrrðarstund vcrður í Flateyrarkirkju í kvöld kl. 20.00 til minningar uni þann atburð er snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flate)Tar 26. október 1995 og varð 20 manns að fjörtjóni. Það er stjórn minning- arsjóðs sem stendur f)TÍr helgistundinni, hún velur þá sálma sem sungnir eru, haldin er stutt bænastund undir handleiðslu sóknar- prestsins, sr. Stínu Gísladóttur í Holti sem flytur nokkur hugleiðing- ar- og ritningarorð og fer með bænirnar. Að lokum verður lagður blómsveigur að minningarsteini um þá sem fórust, en hann stendur fyrir utan kirkjuna. -GG Siníónían í glímu „Sinfóníuhljómsveit Islands hefur enn ekl<i tekist að innheimta ógreidd eldri framlög Seltjarnarneskaupstaðar. Menntamálaráðu- neytið hefur verið beðið að hafa forgöngu um úrlausn þessa máls," segir Ríkisendurskoðun eftir endurskoðun ríkisrciknings 1999, þar scm Sinfónían kemur út með 29 milljóna rekstrartapi. Það virðist þó hreinir smámunir f samanburði við 764 milljóna króna áfallnar lífeyrisskuldbindingar hljómsveitarinnar, sem Ríkis- endurskoðun segir enn ófrágengið hvernig skipta á milli rekstrarað- ila hljómsveitarinnar. -HEI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.