Dagur - 04.11.2000, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
komst stjórnin aðeins einu sinni
yfir 50 prósent livað vinsældir
varðar. Nú er Framsóknarflokk-
urinn í ríkisstjórn sem hefur
alltaf mælst með um eða yfir 60
prósent fylgi. Ef Framsóknar-
flokkurinn vill vera í vinsælli rík-
isstjórn á hann að vera í ríkis-
stjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Eg held að Evrópuumræðan
hafi verið flokknum erfið og í
rauninni dáist ég að Flalldóri
fyrir að taka svo djarfa afstöðu í
ESB málinu. Hann hefur tekið
þar frumkvæði, meðal annars af
Samfylkingunni og Samfylkingin
er orðin það hrædd að hún tek-
ur varla orðið ESB sér í munn
sér lengur. Halldór vissi að 60 til
70 prósent af hans flokksfélög-
um er algjörlega á móti ESB.
Hann tekur samt þennan slag og
mér finnst það að mörgu leyti
aðdáunarvert.
Ég held að það eigi líka þátt í
fýlgistapi framsóknar að vinstri
grænir eru að taka til sín visst
framsóknarfylgi, enda standa
þeir mjög nálægt ýmsum mál-
efnum sem framsókn hefur talið
sig fylgja."
- Hver er cifstaða þin til ESB?
„Ég fékk sem betur fer tæki-
færi til að kynna mér Evrópu-
sambandið í september þegar
mér var boðið á vegum ESB til
Brussel og Strassborgar í tæpar
2 vikur. Þar lagði ég áherslu á að
kynria mér fiskveiðistjórnunar-
mál, samgöngumál, ríkisrekna
fjölmiðla og dóms- og lögreglu-
mál. Þetta var skemmtilcg og
áhugáverð ferð. Ég verð að segja
eins og er að ég fór þangað út
frékar hliðholl Evrópusamband-
inu en get ekki sagt að þessi ferð
hafi ýtt undir jákvæðni í garð
sambandsins, að minnsta kosti
ekki eins og sakir standa. Eftir
mörg samtöl við þingmenn hinna
ýmsu Fivrópulanda skynjaði ég
annars vegar togstreituna sem
ríkir milli norður hlutans og Mið-
jarðarhafshlutans og hins vegar
togstreituna milli hinna ýmsu
stofnana sambandsins. Það kom
skýrt fram í því þegar rætt var um
til dæmis fiskveiðistjórnunarmál
þá fengust afar misvísandi skila-
boð. Starfsmenn framkvæmda-
stjórnarinnar lögðu mikla áherslu
á að meginreglan um „hlutfalls-
Iegt jafnvægi" væri ríkjandi en sú
regla getur orðið okkur Islending-
um hagstæð. Sfðan kom að þing-
inu en völd þess eru að aukast
þar sem gefið var í skyn að þessi
sama regla yrði ckki langlíf meðal
annars vegna þrýstings frá Spán-
verjum.
Að mínu mati högnumst við
ekki endilega efnahagslega á því
að vera í ESB, þetta er miklu
frekar pólitísk spurning. Þing-
maður frá breska Verkamanna-
flokknum og systurflokki Sam-
iylkingarinnar sagði við mig að
hann færi aldrei í ESB ef hann
væri Islendingur vegna vitlausrar
stefnu sambandsins í liskveiði-
stjórnunarmálum, við ættum að
fara okkur hægt enda hefðum við
allt til alls. Margir hafa bent á að
innfiutningur á landbúnaðaraf-
urðum myndi breytast enda kom-
inn timi til en það þarf ekkert
ESB til slíkra breytinga, við get-
um gert þær sjálf og eigum að
drífa í því.“
Samfylkingin ekkert sam-
einingartákn
- Finnsi þér stjórnarandstaðan
vera sterk eða veik?
„Ég verð að segja að það kemur
mér á óvart hvað hún er í raun-
inni veik. Auðvitað er staða
stjórnarandstöðunnar erfið í því
góða ástandi sem ríkir í þjóðfélag-
inu. Það er alltaf neikvætt þegar
llokkar eru að bcrja bölmóð inn í
landann og stjórnarandstaðann
ætlar sér að beija svartsýni inn í
fólk hvað sem tautar og raular. Ég
held bara að þjóðin sé ekki svo
heimsk að hún taki mark á þessu
tali.
Ég tel að tækifærismennska ríði
dálftið röftum innan hlutastjórn-
arandstöðunnar. Það er ekki óal-
gengt að sjá áherslur Samfýlking-
arinnar breytast eftir því sem
fleiri skoðanakannanir um hin
ýmsu málefni birtast. Fyrir vikið
virkar flokkurinn eins og vind-
hani.“
- Er það rétt tilfinning mín að
þér þyki vinstri grænir standa sig
betur í stjómarandstöðu en Sam-
fylkingin?
„Tvímælalaust. Vinstri grænir
eiga kannski auðveldara um vik
því þeir eru minni flokkur en
minni flokkar þurfa þó ekki endi-
lega að vera samstilltari. Ég lít
bara á minn stóra flokk Sjálfstæð-
isflokkinn. Þrátt fýrir 26 þing-
menn er helsta einkenni þing-
llokksins hvað hann er samstígur.
Við deilum stundum innbyrðis en
leggjum okkur fram um að útkljá
ákveðin málefni áður en við
kynnum þau opinberlega. Það
sama virðast vinstri grænir vera
að gera og ég hef haft gaman af
að fýlgjast með því hvernig þeir
vinna í þingsalnum Steingrímur
og Ogmundur, og svo eru þeir
auðvitað miklir málafærslumenn.
En það eru líka margir í Samlýlk-
ingunni sem eru hæfileikaríkir og
alhragðs einstaklingar, en mér
finnst þeir einfaldlega ekki fá að
njóta sín. Bryndís Hlöðversdóttir
er til dæmis hæfileikarík mann-
eskja sem mér finnst að gæti gert
stærri hluti ef hún fengi meira
svigrúm.
Össurar bíður mjög erfitt verk-
efni við að reyna að samþætta
þau ólíku sjónarmið sem ríkja
innan Samfýjkingarinnar. Sagan
segir okkur að vinstri menn hafi
ekki getað sameinast og Samfýlk-
ingin er ekkert sameiningartákn
vinstri manna. Þetta er flokkur
sem á erfitt uppdráttar, maður
veit varla fyrir hvað hann stendur
og þar af leiðandi á forystumaður
hans líka erfitt uppdráttar. Sam-
fýlkingin nær engan veginn að
vera nútímalegur flokkur og er
frekar uppfull af gömlum lumm-
um heldur cn nýjum og ferskum
hugmyndum og það er meira eftir
af Alþýðubandalaginu í Samlylk-
ingunni en minna af Alþýðu-
flokknum sem var þó fiokkur sem
þorði að setja fram ögrandi stefnu
í ýmsum málum. Ossur er mörg-
„Að mínu mati högn-
umst við ekki endilega
efnahagslega á því að
vera í ESB, þetta er
miklu frekar pólitísk
spurning. Þingmaður frá
breska Verkamanna-
flokknum og systur-
flokki Samfylkingarinn-
ar sagði við mig að
hann færi aldrei í ESB ef
hann væri íslendingur
vegna vitlausrar stefnu
sambandsins í fiskveiði-
stjórnunarmálum, við
ættum að fara okkur
hægt enda hefðum við
allt til alls.“
um hæfileikum gæddur en það
verður engu að síður erfitt fýrir
hann að takast á við þetta verk-
efni. Hann þarf ekki bara að taka
slaginn út á við heldur líka í sín-
um eigin flokki.“
- Þií gegndir um tíma yfir-
mannaslöðu á RUV. Nií er verið
að tala um að breyta RUV í hluta-
félag og selja Rás 2, hver er þín
skoðun?
„Hvað ætla menn að selja?
Ætla menn að selja Magga Einars
eða bara lógóið. Mér finnst þetta
ekki skynsamleg umræða. Mín
skoðun á Ríkisútvarpinu er sú að
stokka þurfi upp í stjórnkcrfinu
þar og breyta rekstarfyrirkomu-
laginu. Stjórnun þarf að vera skil-
virkari og hagkvæmari en um leið
verður að hafa skýr menningarleg
og fræðsluleg markmið í huga.
Einnig verður Ríkisútvarpið að
hafa eitthvert svigrúm til að sinna
þörfum hins almenna hlustanda
og áhorfanda.
Alþingi á að móta víðan ramma
og treysta og tryggja Ijárhagslegan
grundvöll Bíkisútvarpsins sem á
að vera áfram í eigu þjóðarinnar.
Faglegir stjórnendur ákveða síðan
hvort þeir vilja reka eina eða tvær
útvarps og sjónvarpsstöðvar. Það
er stjórnenda en ekki alþingis-
manna að ákveða hvernig lyrir-
komulag Rfkisútvarpsins á að
vera.“
Eiginleikar Davíðs
- Eg get ekki látið vera að spyrja
þig um álit þitt á Davíð Oddssyni
sem manni og leiðtoga Sjálfstæðis-
flokksins
„Það er auðvelt að lýsa Davíð
en samt érfitt því hann er stór-
brotinn maður og frábær leiðtogi.
Fyrir mig sem nýjan þingmann er
mikið lán að fá að starfa með
honum og njóta leiðsagnar hans.
Það er ávallt gott að leita til hans
því hann er afar úrræðagóður.
Hann hlustar vel sem er oft sjald-
gæfur eiginleiki nteðal stjórn-
málamanna. Maður í hans stöðu
þarf að taka mjögveigamiklar og
þýðingarmildar ákvarðanir fyrir
land og þjóð og í 90 prósent til-
vika hafa hans ákvarðanir leitt til
farsældar fýrir þjóðina. Það er
stór og mikilvægur kostur og það
er eins og hann sjái alltaf aðeins
lengra fram í tímann. Hann er
stórkostlegur Ieiðtogi og hefúr
mikinn persónuleika."
- Nií eiga menn almennt von á
að hann verði ekki mörg ár lil við-
bótar í pólitík.
„Er þetta ekki frekar óshyggja
andstæðinganna að halda slíku
fram? Ég hef trú á því að hann
verði að minnsta kosti fjögur ár í
viðbót, en ég er kannski líka
nokkuð eigingjörn þegar ég segi
þaö.“
- Sérðu einhvem í flokknum
sem getur tekið við af honum?
„Þegar Davíð kemur f framtíð-
inni til með að hætta þá eru í
Sjálfstæðisflokknum sterkir ein-
staklingar sem hafa mjög mikla
hæfileika til að taka við fiokkn-
um. Þetta er ekki til að hafa
áhyggjur af enda starfið í fiokkn-
um það mikið og kröftugt."
- Hver eru helstu áherslumál
þín í pólitík?
„Ég hef ávallt litið á málin út
frá sjónarhóli fjölskyldunnar enda
var slagorðið hjá mér á sínum
tíma „öll mál eru fjölskyldumál".
Ég nefni fyrst cfnahagsmálin, það
skiptir gríðarlega miklu máli að
þeim sé vel stjórnað og kaupmátt-
ur fjölskyldunnar varðveitist og
eflist. Einnig öflugt menntakerfi
sem og heilbrigðiskerfi. Ef mark-
visst er unnið að framþróun á
þessum sviðum líkt og gert hefur
verið á undanförnum árum er
það til hagsbóta fyTÍr fjölskvlduna
sem slíka. En þegar maður kemur
inn á þingið mótast starfið nokk-
uð af þeim nefndum sem maður
starfar í. Ég er í þremur nefnd-
um, menntamála- og samgöngu-
nefnd og cr formaður allsherjar-
nefndar. Samgöngumálin og fjar-
skiptamálin þykja mér mjög
skemmtileg viðfarigsefni enda
spennandi tímar. En allt er þetta
fjölbreytt og erfitt að gera upp á
milli.
Ég vona að ríkisstjórnin einka-
væði sem mest á kjörtímabilinu.
Ég tel skipta mjög miklu máli fýrr-
ir áframhaldandi sterka efnahags-
stjórnun að Landssíminn og
bankarnir verði einkavæddir og
hugað verði að sölu Landsvirkj-
unar.“
- Nií finnst manni eðlilegt að
þingmaður með metnað stefni
hærra, ég á auðvitað við ráðherra-
embætti. Stefnir þú þangað?
„Það verður enginn ráðherra
nema hann standi sig sem þing-
maður, nema þá að inn komi
sterkir mcnn, eins og til dæmis
Davíð á sínum tíma sem var bú-
inn að sýna og sanna hversu frá-
bær borgarstjóri hann var. Ráð-
hcrraembætti er verðugt verkefni
og það er rétt að það er eðlilegt
að þingmenn hafi þennan metn-
að. Ég er þar cngin undantekn-
ing. I dag stefni ég hins vegar
fyrst og fremst að því að standa
mig sem þingmaður í baráttu fyrir
þeim málefnum sem ég vil beita
mér fyrir. Eftir allar þær umbætur
sem ríkisstjórnin hefur staðið fý'r-
ir, nú síðast hækkun barnabóta
og lækkun jaðarskatta, tel ég rétt
að næsta skref sé stigið í þágu
aldraðra og önrkja. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur ákveðna fram-
tíðarsýn og það er ekki hægt að
henda sér út í framkvæmdir á
öllum sköpuðum hlutunr á
fý'rsta degi kjörtímabilsins. Eitt
tekur við af öðru. þannig verða
framfarirnar."
„Ég lít bara á mirtn stóra flokk Sjálfstæðisflokk/nn. Þrátt fyrir 26 þingmenn erhelsta einkenni þlngflokksins hvað hann ersamstiga. Við
deilum stundum innbyrðis en leggjum okkur fram um að útkljá ákveðin málefni áður en við kynnum þau opinberlega."