Dagur - 04.11.2000, Blaðsíða 12
LÍF/Ð í LANOINU
12 - LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
Krydd- og reykelsis-
ilmandi óreiða
Undanfarna vetur hefur
Þóra Guðmundsdóttir
arkitekt og gistihússtýra
á Seyðisfirði dvalið
nokkra mánuði í fylkinu
Kerala á Suður- Ind-
landi og hrifist mjög af
landi og þjóð.
„Eg gleymi aldrei þ\a Indlandi
sem mætti mér þegar ég kom
þar fyrst fyrir tíu árum, né fyrstu
ökuferðinni um öngstræti
Göntlu Dehli. Aldrei fyrr né síð-
ar hafa skilningarvit mín og
sansar orðið lyrir svo massívum
árásum. Ótrúleg mannmergðin,
hitinn, hljóðin, litirnir, lyktin og
endalaus sjónarspilin breyttu
heimsmynd minni á einu
kvöldi," segir Þóra.
Hún lagði fyrst leið sína til
Indlands á vegum hresku ferða-
skrifstofunnar Iligh Places sem
hefur sérhæft sig í að fara með
litla hópa á framandi og ævin-
týralega staði með það fyrir aug-
unt að kynnast landi og þjóð á
auðmjúkan og nærfærin hátt.
Hún heillaðist svo mjög af lnd-
landi og þessu ferðalagi, að
henni þótti hún þurfa að lofa
öðrum að njóta með sér. Það
varð því úr að í fyrravetur tók
hún að sér lciðsögn og umsjón
með alíslenskri ferð á vegum
þessarar sömu ferðaskrifstofu.
Tólf Islendingar á aldrinum 24-
74 lögðu land undir fót og líkaði
svo vel að Þóra ráðgerir aðra
ferð í febrúar í vetur. Ilún er
beðin að lýsa ferðinni nánar.
Fjölbreyttur ferðamáti
„Það er farið um stórborgir jafnt
og staði úr alfaraleið, um af-
skekktar sveitir og fjallahéruð.
Það er hjólað, gengið, siglt ferð-
ast með lestum, rútum, drossí-
um og rickshowum. Það eru
klifin Ijöll og flatmagað á strönd-
inni, siglt með fagurgræna hrís-
grjónaakra á báða bóga eða
smogið um þröngar götur f leit
að framandi varningi. Það cr
hjólað á fáförnum sveitavegum,
farið í ayurvediskt nudd á
áfangastað, snæddar gómsætar
máltíðir og dvalist í menníngar
ashrami þar sem hægt er að
velja á milli stuttra námskeiða í
t.d í matargerð, dansi, bardaga-
list, tréskurði og tónlist."
Ferðin tekur 1 7 daga heiman
og heim en Þóra er þeim innan
handar sem vilja dvelja lengur
og miðinn heim er opinn. Hún
segir indverskan leiðsögumann
með í för allan tímann, bílstjóra
og tilfallandi hjálparmenn í
göngu- og hjólaferðum.
Hálfnaktir heilagir menn
Þóra fer ekki dult með áhuga
íslenski hópurinn sem fór tii Indlands í fyrravetur er hér i Ghattfjöllunum 12000 metra hæð.
Ávaxtasölukona á ströndinni. Stór ávöxtur úr körfunni
hennar kostar sem svarar 50 krónum.
Staldrað við hjá fiskimönnum við Arabíska hafið.
og þéttbýlasta svæði lndlands
en jafnframt eitt auðugasta og
best stadda félagslega og fjár-
hagslega, að sögn Þóru. „Þetta
er lítið ríki syðst á vesturströnd
Indlands með endalausar hvítar
sandstrandir í vestur til Arabíu-
hafsins og frjósamar hlíðar
Ghatthæðanna í austur. Ef til
vill er mannlífið hvergi litríkara
og fjölbreyttara en einmitt þar.
lfelstu trúarbrögð heims,
kristni, islam, hindúismi og
búddismi una þar saman í sátt
og hinir dökku og snaggaralegu
Dravídar sem eru frunrbyggjar
landsins og hinir ljósu Indó-ar-
íar sitja hlið við hlið í yfirfull-
um strætisvagninum."
Hvergi hefur hið illræmda
kastakerfi verið strangara en í
Indlandi, þar sem hinir ósnert-
anlegu þurftu að ganga mcð
bjöllu til að að vara æðri stéttir
við nærveru sinni. Þóra segir
vissulega enn eima eftir af
þessum hryllilegu stéttafor-
dómum þó kastakerfið sé nú
bannað með lögum.
Þóra fullyrðir að enginn vcrði
samur maður eftir Indlandsferð
og vart sé hægt að hugsa sér
meiri andstæður en einmitt
okkar strjálbýla, kalda land að
vetri til - og Indland.
GUN.
Þóra í hjóireiðaferð um hrísgrjónaakra i Indlandi.
sinn á Indlandi og indverskri
menningu. „Indland er ekki
bara eitt af löndunum á Ianda-
kortinu heldur fjarlægur dular-
fullur draumur, flöktandi sýn
þar sem bregður fyrir fakírum,
fílum, hálfnöktum heilögum
mönnum, íðilfögrum sharisveip-
uðum konum, dökkeygðum
börnum, heilögum kúm, haltr-
andi betlurum, allt í einni krydd-
og reykelsisilmandi óreiöu.
Hún telur það vafalaust taka
meira en mannsævi að komast
af skynjunarstiginu yfir í að öðl-
ast skilning á því flókna púslu-
spili Indlandi. Þverstæðurnar og
andstæðurnar sem alls staðar
hlasi við séu bæði heillandi og
óskiljanlegar. Hún nefnir dæmi:
„Ævaforn fortíð mætir án sýni-
legra árekstra tölvuvæddum nú-
tímanum. Ungi maðurinn sem
að deginum vafrar um al-
að vera heimsálfa með sína
1000 milljón íbúa, 325 mis-
munandi tungumál og mállýsk-
ur, að minnsta kosti sjö mis-
munandi trúarbrögð og 25 ríki,
hvert með sínum sérkennum."
Kerala, land guða og
pálmatrjáa er eitt frjósamasta
heimsvefinn og hannar tölvu-
kerfi fyrir gatnamálastjórann í
Leverkussen, situr að kvöldi á
gólfinu í borðstofu móður sinnar
og snæðir ljúffenga máltíð af
bananablaði með fingrunum,
máltíð sem var elduð á hlóðum
með kúamykju að eldsneyti. A
leiðinni í vinnuna í tölvu-
verinu í bítið næsta dag
kemur hann við í hofinu
baðar sig í musteris-
tjörninni og færir Ganesh
sem er hvort tveggja guð
þrauta og lausna, blóm
og hunang að fórn."
Ekkert
venjulegt land
„Indland er ekkcrt
venjulegt land", segir
Þóra, „ekki heldur í
landfræðilegum skiln-
ingi. Það er mun nær því